Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá blaðið sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu frá □ Esso-skálinn, Hvalfiröi O Ferstikla, Hvalfirði O Sölustaöir i Borgarnesi Q Baula, Stafholtst., Borgarf. O Munaöarnes, Borgarfiröi Q Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. Q Hvítárskáli v/Hvítárbrú Q Sumarhótelið Bifröst Q Hreðavatnsskáli Q Brú í Hrútafiröi □ Staðarskáii, Hrútafirði Q lliugastaöir Q Hrísey Q Grímsey □ Grenivík Q Reykjahlíö, Mývatn til Q Laufið, Haliormsstaö Q Söluskálar, Egilsstööum Q Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri Q Víkurskáli, Vík í Mýrdal Q Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupst. Q Laugarás, Biskupstungum Q Bjarnabúð, Brautarhóli Q Verslun/tjaldmiðstöö, Laugarv. Q Verslunin Grund, Flúöum Q Gósen, Brautarhoiti Q Arborg, Gnúpverjahreppi Q Syöri-Brú, Grímsnesi Q Þrastarlundur Q Ölfusborgir □ Shellskálinn, Stokkseyri Q Annaö__________________________ NAFN ________________________________________ KENNITALA____________________________________________ HEIMILI______________________________________________ PÓSTNÚMER__________________ SÍMI_____________________ Utanáskriftin er: Morgunblaöið, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakklæti til Húsasmiðj- unnar UNNUR Óttarsdóttir hringdi og vildi koma þakklæti til skila til Húsasmiðjunnar. Hún keypti borðuppþvottavél fyrir fjórum árum sem bilaði nokkrum sinnum. Síðastliðinn fímmtudag bilaði vélin í þriðja skiptið og komu þeir frá raftækjadeild Húsa- smiðjunnar með nýja vél samdægurs og tóku þá gömlu vélina. Þetta má kallast afbragðsþjónusta og vill Unnur koma þakklæti sínu hér með til skila. Þakkir til Menntaskólans á Akureyri JÓHANNA Bimir hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Til Menntaskólans á Ak- ureyri vil ég senda fer- falt húrra ásamt rósa- kveðjum fyrir að hafa útskriftarhátíð nýstúd- enta íjölskylduhátíð. Þetta skrifar þakklát amma úr Reykjavík sem fékk að vera með. Þekkir einhver vísuna? KATRÍN D. Einarsdóttir hringdi og vildi kanna hvort einhver kannaðist við fyrripart vísunnar sem endar svona: i Rifnar gat á geðprýðina og gusast hratið út. Gaman væri að fá fyrri- partinn og upplýsingar um höfund og tilefni vís- unnar. Ef einhver kann- ast við vísuna vinsamleg- ast hafið samband við Velvakanda. Tapað/fundið Armband tapaðist ARMBAND (grófir hlekkir) tapaðist í Kolaportinu föstudagskvöldið 16. júní á hljómleikum N-Trance. A armbandið er grafíð nafn og dagsetning. Finnandi vinsamlegast hafí samband í síma 567-1592. Úr týndist CALINDA kvenmanns- gullúr tapaðist á leiðinni frá Miðbæjarskóla niður í Hljómskálagarð, 17. júní milli kl. 16-17. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 552-4432 eða 569-5143. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust 17. júní í Garðastræti, nálægt gamla kirkjugarðinum, við Hólatorg. Uppl. í síma 552-3159. Klippiskæri töpuðust GRÆNN PAKKI með klippiskærum og einum rakhníf tapaðist einhvers staðar á leiðinni frá Hlemmi og að Kringlunni sl. föstudag. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 552-7170 eða 568-8909 hjá Ingva. Fundarlaun. Úr fannst í Mjódd DÖMUÚR fannst fyrir utan íslandsbanka í Breiðholti. Uppl. í síma 564-3131. Lyklar fundust í Mjódd LYKLAKIPPA fannst fyrir utan Kaupstað í Mjódd sl. föstudag. Uppl. í síma 564-3131. Gæludýr Kettlingar gefins TVEIR kettlingar fást gefins, tæplega tveggja mánaða gamlir. Þeir eru kassavanir. Uppl. í síma 483-1535. Kettlingur fannst á Granda SVARTUR kettlingur, hvítur á trýni, bringu og loppum fannst á Grandanum sl. mánudag. Uppl. í síma 561-5760. SKAK limsjðn Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. Það var sjálfur Gary Ka- sparov (2.805), heimsmeist- ari atvinnumannasambands- ins PCA, sem var með hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn Rafael Vagaiyan (2.615) á stórmóti PCA í Novgorod í Rússlandi, sem lauk fyrr í mánuðinum. Drottning Kasparovs stendur í tvöföldu uppnámi, en hann kærði sig kollóttan um það: 23. Rxf6! - Bxf6 (Eða 23. - Rxc2 24. Rd7+ - Bf6 25. Rxf6 — Dg7 26. Rg4 með vinningsstöðu) 24. Bxf6+ og Vaganjan gafst upp, því 24. — Hxf6 er einfaldlega svarað með 25. axb4 — Hxc2 26. Hd8+. Kasparov sigraði örugg- lega á mótinu. Úrslitin: 1. Kasparov 6V2 v. af 9, 2-5. ívantsjúk, Short, Topalov og Ehlvest 5V2 v. 6. Kramnik 5 v. 7. Timman 4 v. 8. Gulko 3 v. 9. Júsupov 2'/2 v. 10. Vaganjan 2 v. LEIÐRÉTT Reksturinn teng- ist ekki Upplýs- ingamiðstöðinni VEGNA fréttar í Morgun- blaðinu í gær um opnun gjaldeyrisskiptistöðvar í húsnæði Upplýsingamið- stöðvar ferðamála í Banka- stræti 2 vill Vilborg Guðna- dóttir, forstöðumaður Upp- lýsingamiðstöðvar ferða- mála í Reykjavík, árétta að gjaldeyrisskiptistöðin leigir aðstöðu af Upplýsingamið- stöðinni og að reksturinn tengist ekki Upplýsingam- iðstöðinni með beinum hætti. Pennavinir TUTTUGU og sjö ára bandarísk kona sem á nor- rænar rætur og hefur mik- inn áhuga á landi og þjóð og tréskipasmíðum: Mury Elizabeth Graf, P.O. Box 75, Glyndon, Maryland 21071 USA. TUTTUGU og fimm ára Ghanastúlka með áhuga á matargerð, íþróttum, menningu annarra þjóða o.fl.: Rose Koomson, 122 Acquarium Close, Post Offiee Box 679, Cape Coast, Ghana. Víkveiji skrifar... AÐ ER ávallt frískandi og endumærandi fyrir borg- arbúa að skreppa út á land og eyða þar nokkrum dögum. Vík- verji skrapp vestur á firði og eyddi þjóðhátíðardeginum þar, í ærið mikilli nepju og við hreint ótrúlega lágt hitastig, en þess hlýlegri mót- tökur heimamanna. Hvar sem komið var, var til umræðu róðra- dagakerfi það sem taka á gildi fyrir trillukarla frá og með 1. febr- úar 1996 0g sitt sýndist hverjum um ágæti þess. Raunar virðast trillukarlar telja að hag sínum sé þokkalega borgið fyrir þetta ár og það næsta, en vandræði þeirra geti til muna aukist árið 1997. xxx HVERGI verður maður þess sterkar áskynja að lífið á íslandi er fískur 0g snýst um físk, fiskleysi, fískigengd, aflabrögð og fiskvinnslu, en þegar maður heim- sækir íslensk sjávarþorp. Þetta eigum við íbúar suðvesturhomsins auðvitað að vita og vitum sjálfsagt mörg hver. En það er nálægðin við undirstöðuatvinnugreinina í sjávarútvegsþorpunum, þátttaka allra vinnufærra handa þegar þörf krefur og tilfinningin sem skapast af því að vera stöðugt að taka þátt í verðmætasköpun öllu þjóð- félaginu til hagsbóta, sem gerir það að verkum að frá blautu barnsbeini vita íbúar sjávarþorp- anna, að það er fiskurinn í sjónum sem gerir ísland að byggilegu landi. xxx IBÚAR sjávarþorpanna gera sér fulla grein fyrir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa fj'ar- lægst uppruna sinn að þessu Ieyti og eru, samkvæmt reynslu Vík- veija, misjafnlega umburðarlyndir gagnvart þeirri fírringu. Víkveiji hefur oft lent í rökræðum við íbúa þorpanna sem segja okkur Reyk- víkinga halda að undirstaðan sé þjónusta, ríkisstofnanir, bankar og pappírsviðskipti. Aðrir hafa verið umburðarlyndari og sagt að vissu- lega sé þjónustan sem ýmis fyrir- tæki veita á höfuðborgarsvæðinu nauðsynleg, bæði þéttbýli og dreif- býli, en benda um leið á, að væri undirstaðan sjálf ekki fyrir hendi, sjávarútvegurinn, þyrftu menn ekki á þjónustunni að halda. xxx HEYRA mátti á mæli manna fyrir vestan, að sú sóun sem á sér stað, þegar fiskur er veidd- ur, drepinn og kastað aftur fyrir borð, er mörgum mikið áhyggju- efni. Sjómenn sögðu að úttekt Morgunblaðsins á fiskifleygingum hefði ugglaust vakið marga til umhugsunar um þá geysilegu verðmætasóun sem ætti sér stað og lýstu áhyggjum sínum yfír því að svona væri gengið um sameig- inlega auðlind þjóðarinnar. Einn heyrði Víkveiji segja að hann hefði miklar áhyggjur af því að skiln- ingsleysið á vandanum væri slíkt, meðal þjóðarinnar, að menn áttuðu sig ekki einu sinni á því að mjög væri mismunandi hversu mikill siðgæðisbrestur ætti sér stað í svindlinu á kvótakerfi. Þannig lýsti hann því, að það væri tvennt ólíkt að svindla þorski framhjá vigt, með því að setja annan fisk ofan á við vigtun og því að henda veidd- um fiski og dauðum aftur fyrir borð. Fyrra brotið taldi sjómaður- inn að mætti flokka sem sjálfs- bjargarviðleitni manns, sem væri búinn með kvótann sinn, en gæti ekki hugsað sér að eyðileggja verðmæti. Því fengi þjóðin að njóta verðmætanna sem lægju í fískin- um sem svindlað væri framhjá vigt, en siðgæðisbrot þess sem henti fiskinum væri hálfu verra, því hann væri að eyðileggja verð- mæti fyrir þjóðinni allri og ganga illa um sameigri þjóðarinnar, fiskimiðin umhverfís Island.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.