Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM ►ÞRÁTT fyrir að vera kvæntur fimm barna faðir er hinn rámi Rod Stewart langt frá því að vera hættur í tónlistinni. Hann segir orðróm þar að lútandi vera fjarstæðu. Langur ferill hans ætti þess vegna að verða enn þá lengri en hann hefur ekki alltaf ver- ið dans á rósum. Rod segir að tímabilið frá 1979 til 1987 hafi verið sérstaklega slæmt, þar sem hann hafi verið á kafi í eiturlyfjum. Til dæmis hafi hann, árið 1985, gert plötuna Dulargervi, eða „Camouflage", með hangandi hendi. „Ég fór bara í hljóðver og gaf framleið- andanum fijálsar hendur. Ég bara söng. Ég vildi sem minnst vita af sjálfri tónlistinni. Ég hafði algjör- lega misst áhugann. En nokkrum árum seinna fékk ég áhugann aft- ur,“ segir Stewart. Hann neitar alfarið orðrómi um að hann sé nískur, en segist yfir- leitt biðja einhvern annan um að versla fyrir sig. „Af einhveij- um vöidum hækka allir hlutir í verði þegar ég kem inn um verslunardyrnar “. Stewart segist geyma alla gömlu búningana sina sem hann klæddist á svið- inu í gamla daga. „Dóttir mín klæðist þeim í skól- anum. Þetta er allt að komast í tísku aftur. Hún fer í skól- ann í fötum sem ég klæddist á áttunda áratugnum". Rod spilar knattspyrnu með félögum sínum í það minnsta klukkutíma á dag. Hann á sinn eigin knatt- spyrnuvöll í löglegri stærð í Essex, og spilar þar þegar hann er stadd- ur í Englandi, en hann á annars heima í Bandarikjunum. Hann segir að það komi aldr- ei til greina að flytja aftur til Englands, þrátt fyrir aðdráttar- all knattspyrnunnar. „Ég á fjögur börn sem ganga í skóla í Bandarikjunum og þess vegna mun ég ekki flytjast þang- að aftur,“ segir Stewart, sem er ánægður með hiutina eins og þeir eru. Tarantino sniðgengur verkalýðs- félögin QUENTIN Tarantino, sem leikstýrði myndunum Reyfara, eða „Pulp Ficti- on“ og „Reservoir Dogs“, er byijaður á nýrri mynd. Sú mun heita „From Dusk Till Dawn“. Tökur á myndinni hófust þann 12. júní í Los Angeles og er allt upptökuliðið utan verkalýðsfélaga, sem fer talsvert í taugamar á forystumönnum þeirra í Bandaríkjunum. Qu- entin lætur það ekki á sig fá og tökur hafa hingað til gengið samkvæmt áætlun. Aðalfundur 1 Viðey FYRIR nokkru héldu Advoc, samtök sjálfstætt starfandi lögfræðinga í Evrópu, ráðstefnu og aðalfund sinn í Reykjavík. Af því tilefni var veg- legt hóf haldið í Viðey og þar var margt um manninn og mikið um dýrðir. Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, var heiðursgestur og Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir, Egill Olafsson og Bergþór Pálsson sungu fýrir gesti. Almenna málflutn- ingsstofan hf. er íslenski aðili samtak- anna, en aðaleigendur hennar eru Jónatan Sveinsson, Reynir Karlsson og Hróþjartur Jónatansson. Á LEIÐ út í Viðey. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, Jónatan Sveinsson, hæstaréttarlögmaður ogeinn af eigendum Almennu málflutningsstofunnar og Garðar Gíslason, hæstaréttardómari. BRETINN Richard van Oppen, fyrrverandi formaður Advoc, afhendir eftirmanni sínum, Paul Boels frá Hollandi, lukkutröll í veganesti. SIGRÚN „Diddú“ Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson taka lagið. Flóðin í No Miklar náttúruhamfarir hafa orðið í austurhluta Noregs á undanförnum vikum einum mestu flóðum sem orðið hafa frá árinu 1789. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins fóru til Noregs fyrir skömmu og ferðuðust um flóðasvæðið. í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 hefur verið komið upp yfirlits- sýningu á 18 sérvöldum myndum sem Ijósmyndari Morgunblaðsins tók í þessari ferð. Morgunblaðið hefur ávallt lagt ríka áherslu á myndbirtingar í blaðinu og er þessi sýning liður í því að kynna Myndasafn Morgunblaðsins sem hefur að geyma fjöldann allan af Ijósmyndum sem birst hafa í blaðinu. Myndir sem teknar hafa verið af Ijósmyndurum blaðsins eru seldar til einstaklinga og fyrirtækja og hefur þessi þjónusta farið vaxandi með hverju árinu enda mikið af myndum sem birtast í Morgunblaðinu hvern útgáfudag. Allar myndirnar sem eru á sýningunni eru því til sölu. Sýningin stendur til föstudagsins 30. júní og er opin kl. 8.00-18.00 alla virka daga og laugardaga kl. 8.00-12.00. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins MYNDASAFN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.