Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR21. JUN11995 BLAÐ EFIMI Fréttaskýring 3 Fækkun í flotanum fjórða áriðíröð Aflabrögd 7 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna IVIarkadsmál 0 Hægt er að auka fiskaflann í heim- inum um 20 millj- ónir tonna • BIRGIR Þór Birgisson er lík- lega með yngri hásetum á gra- sieppu á þessari vertíð, Hann er hér að losna hrognin úr grásiepp- Morgunblaðið/Jön Páll Ásgeireson unni um borð i Brönu RE 28. Birgir Þór rær með bræðrunum Jóhanni og Jóni Páli Ásgeirsson- nia frá Akureyjum á Breiðafirði. Framleiðsla félaga innan SH nú jafnmíkil og í fyrra HEILDARFRAMLEIÐSLA framleiðenda inn- an SH fyrstu 5 mánuði ársins er nú jafnmik- il og á sama tíma í fyrra og er verðmæti hennar ívið meira í krónum talið. Útflutning- ur varð nokkru meiri en framleiðsla, þannig að gengið hefur á birgðir. Pamleiðsla inn- lendra framleiðenda er nú alls um 44.700 tonn, sem er 2% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Erlendir framleiðendur, það er vinnsluskip, bæta þennan mun upp, en af þeim komu nú 5.750 tonn á móti 5.100 tonnum í fyrra, sem er 13% aukning. Heildin er þvi nánast sú sama og í fyrra. Hlutur erlendra vinnsluskipa eykst ár frá ári Töluverðar sveiflur hafa orðið á framleiðslu einstakra tegunda. Fram- leiðsla á þorski hefur dregizt saman með minnkandi afla. Fyrstu fjóra mán- uði ársins var þorskafli 21% minni en á sama tíma í fyrra, en framleiðsla SH vár 14% minni eftir 5 mánuðina en á sama tíma árið 1994. Framleiðsla á ufsa hefur einnig dregizt mikið saman eða um þriðjung og inniend framleiðsla á karfa er nú 26% minni en í fyrra, en karfaafli landsmanna af heimslóð var 31% minni eftir fyrstu fjóra mánuð- ina í ár en í fyrra. 56% auknlng á ýsuvinnslu Framleiðendur innan Sh hafa þannig aukið hlutdeild sína ía fla flestra tegunda. Þá hófst úthafskarfavertíð mánuði seinna nú en i fyrra. Framleiðsla á ýsu hér innan lands jókst um 56%, sem er um meira en aflaaukningin og framleiðsla á grálúðu nærri tvöfaldaðist. Þriðjungsaukning varð á framleiðslu af rækju, sem er uppistaðan í útflutningi SH á skel- fiski. Nánast engin framleiðsla var á humri í maí, enda seinkaði vertíð og verkfall hófst undir lok mánaðarins. Sala fyrlr vlnnslusklp eykst Afurðir úr uppsjávarfiski urðu nú alls 15.400 tonn, sem er 10% samdrátt- ur milli ára, en sá samdráttur liggur allur í heilfrystri loðnu. Þá hefur út- flutningur á kældum afurðum aukizt mikið. Hér er aðalleg um að ræða þorsk, ýsu og karfaflök í flugi til Bandaríkjanna og Þýzkalands, um 800 tonn. . ._... SH selur nú afurðir 15 erlendra verksmiðjuskipa og veitir þeim einnig ráðgjöf við framleiðslu afurðanna. Um áramót seldi félagið fyrir 11 erlend skip. Þar sem skipunum hefur fjölgað, hefur afurðamagnið aukizt og fram- leiðsla á þorski, ýsu og fleiri tegundum er nú nærri tvöfat meiri hjá erlendu skipunum en í fyrra. Þá hefur karfa- framleiðsla þeirra aukizt um 36%. SH selur afurðir 27 innlendra vinnsluskipa, en 23 í fyrra. Félagið selur því nú fyr- ir 8 fleiri skip en um áramótin. VII litlu spá um framvlnduna Gylfi Þór Magnússon, einn fram- kvæmdastjóra SH, segir að það sé í raun mjög góður árangur, þar sem að hafa beri í huga að við séum að bera framleiðsluna í ár, saman við stærsta framleiðsluár í sögu SH, 1994, þegar heildarframleiðsla ársins varð 117.700 tonn.(„Hins vegar vil ég litlu spá um hverníg lokatölur þessa árs muni verða. Veruleg óvissa er um framhald úthafs- karfavertíðar, síldarvertíðin í haust getur haft mikil áhrif á heildarfram- leiðsluna svo og er ekki vitað hvernig veiðar á hefðbudnum tegundum með sínum kvótatakmörkunum muni enda," segir Gylfi. Þór Magnússon. Fréttir Þróabelgitil fiskflutninga • SEGLAGERÐIN Ægir hefur í samvinnu við þá Ein- ar Þorstein Ásgeirsson og Jörmund Inga Hansen unn- ið að þróun sérstakra belgja sem ætlaðir eru til flutnings á fiski á sjó. Þróunin er enn á frumstigi en hugmyndin er að skip geti sett afla sinn i stóra belgi á fiskimiðunum og sérstakir dráttarbátar sjái um að draga þá í land./2 Stela af eigin afla og selja • ÞRJÁTÍU og þrír rússn- eskir skipstjórar hjá flest- um sjávarútvegsfyrirtækj- um í Múrmansk hafa gerst sekir um að stela af eigin afla og seh*a á svörtum markaði í Noregi. Var greint frá þessu í dagblað- inu Rúbní Múrman nú ný- lega./2 Síldintil maneldis • JÓNA Eðvalds SF 20 kom inn til Hornafjarðar á mánudagskvöld með um 300 tonn af síld til manneld- is. Síldin fer öll í flök og verður bæði söltuð á Norð- urlöndin og f ryst á Pólland og Bretland að sögn Aðal- steins./4 Meira unnið af fiskimjöli • FRAMLEIÐSLAfisk- mjöls í heiminum í apríl og maí var meiri en búist hafði verið við að því er fram kemur í tímaritinu Oil World og vegna þess verður samdrátturinn á fyrra helmingi ársins miðað við síðasta ár minni en spáð hafði verið. Mjölvinnsla á Norðurlöndum og í Ghile hefur aukist frá því í fyrra og hefur það vegið veru- lega upp á móti samdrætt- inum í Perú./5 Gefur út nýja skipsdagbók • GUÐMUNDUR Einars- son, vélstjóri og kennari við Framhaldsskóia Isafjarðar, hefur gefið út véladagbók fyrir skip á hverju ári síðan 1986. Nú hefur Guðmundur bætt um betur því að 9.júní kom út Leiðar- og skipsdag- bók sem hann hefur einnig hannað, en hún er nýjung hér á landi./8 Markaðir Aukið hlutf all þorsks í salt • HLUTFALL þorskafla okkar til söltunar jókst verulega á síðasta ári. Þá voru alls söltuð 72.000 tonn af þorski af heildarafla upp á 177.000 tonn eða 41%. Að magni til er það örlítill sam- dráttur frá árinu 1993 en þá voru söltuð 74.000 tonn, að heildarafla upp á 251.000 tonn eða 30%. í þessum tölum er einingus miðað við afla af heimamiðum, en ekki til dæmis þorskafla úr Smugunni. Hlutfallsaukn- ingin milli ára er því um 33% og skýrist meðal annars af hækkandi afurðaverði á saltfiski, en fyrir vikið hafa verkendur getað náð til sín meiru af fiski með því að greiða hærra verðf yrir hrá- efnið. Þorskaf !i á heimamiðum 1993 091994,^3.^ 251 177 177 74(30%); l 105 þaraf ísalt 1993 1994 43% ufsans söltuð í fyrra Ufsaafli á heimamiðum 1993 Og 1994, þús.tonn 70 51 63 36 27(43%)! 1993 1994 þaraf ísalt • MIKIL aukning varð einn- ig á söltun á ufsa milli ára. I fyrra voru alls söltuð 27.000 tonn af 63.000 tonna heildarafla eða 43% aflans. Arið áður voru 19.000 tonn af ufsa söltuð, en þá var heildaraflinn 70.000 tonn og hlutfallið því aðeins 27%. Hlutfalisaukningin milli ára er því meiri en 50% og einn- ig þar ræður hækkandi af- urðaverð aukningunni./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.