Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stálu af aflanum og seldu í Noregi ÞRJÁTÍU og þrír rússneskir skip- stjórar hjá flestum sjávarútvegs- fyrirtækjum í Múrmansk hafa gerst sekir um að stela af eigin afla og selja á svörtum markaði í Noregi. Var greint frá þessu í dagblaðinu Rúbní Múrman nú nýlega. 33 skipstjórar dregnir fyrir rétt Blaðið segir, að í febrúar 1993 hafi verið gerður samningur milli rússneska útgerðarfyrirtækisins Severybholoflot og stórs fyrirtækis í Finnmörk um kaup á frystum fiski, aðallega þorski. Norska lögreglan hefur hins vegar upplýst, að rúss- nesku skipstjórarnir seldu hluta fisksins framhjá samningnum og fengu greitt út í hönd. Peningarnir í elgin vasa Stungu þeir sjálfir og aðrir skip- vetjar að hluta peningunum í eigin vasa og norska fyrirtækið slapp við að greiða skatta og önnur gjöld. Auk þess var verðið miklu lægra en kvað á um í samningnum. Fjórir rússneskir skipstjórar hafa verið dæmdir vegna þessa máls og aðrir bíða dóms en þeir halda því fram, að norska fyrirtækið hafí ávallt haft frumkvæðið að þessum viðskiptum. Auðvelt að frelsta Rússa Eru yfírvöld í Rússlandi mjög gröm Norðmönnum eða norsku fyr- irtækjunum vegna þessa máls enda er auðvelt að freista Rússa með erlendum gjaldeyri þegar launakjör í landinu eru höfð í huga. Verst er þó, að málið getur valdið því, að stór hluti af bestu skipstjórunum í Múrmansk verði fangelsaður en slíkir menn verða ekki tíndir af trjánum. Það er því líklegt, að ekki verði tekið mjög hart á afbrotinu að þessu sinni. Sóley á GrundarQörð SÓLEY SH 124 er komin til heimahafnar á Grundafirði í fyrsta sinn. Bátinn keypti dótturfyrirtæki Soffaníasar Cecilssonar hf. á Grundarfirð’i frá Höfn í Homafirði. Báturinn, sem er 144 tonn var smíðaður á Seyðis- firðiu árið 1985. Honum fylgir kvóti upp á tæplega 1.000 þorskígildistonn og verður hann gerður út á fiski- og rækjutroll. Skipstjóri verður Rúnar Sigtryggur Magnússon, yfirvélstjóriu Jósep Magnússon og fýrsti stýrimað- ur Kristberg Jónsson. FRÉTTIR Auka kvóta á óuimuni fiski SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Evrópusambandsins, ESB, komu saman til fundar í Luxemborg í síð- ustu viku til að ræða um innflutn- ingskvóta á óunnum fiski á 12 mánaða tímabili, frá apríi nú til mars á næsta ári. Var búist við, að tillögur framkvæmdastjórnar- innar yrðu samþykktar en þær gerðu ráð fyrir aukningu í öllum tegundum. Aukningin stafar í fyrsta Iagi af aðild Svía og Finna að ESB en endurspeglar að öðru leyti sírhinnk- andi afla ESB-ríkjanna miðað við þarfir vinnslunnar. í tillögunum er reynt að fara bil beggja milli krafna „vinnsluríkjanna" um aukinn inn- flutning á lágum tollum og afstöðu þeirra ríkja, einkum Frakklands, sem hafa áhyggjur af áhrifum inn- flutningsins á fiskverð innanlands. Lagt er til, að innflutningur á óunnum þorski verði 55.000 tonn en Danir hafa mótmælt og telja það alls ófullnægjandi. Er það aðeins 5.000 tonnum meira en á síðasta ári. Að þessu sinni er bætt við tveimur nýjum flokkum, annars vegar frosnum bolfiski, sem er reyktur í Finnlandi, og ferskri, ís- aðri og frystri ýsu að beiðni sænsku vinnslunnar. Innflutningskvótinn í tonnum og tollurinn eru sem hér segir: Þorskur 55.000 — 6% Saltaður þorskur 8.500 — 6% Rækja 6.500 - 6% Þorsklifur 500 — 0% Surimi 3.500 — 6% Hokinhali (flök) 2.000 — 6% Ýsa 2.000 - 6% MEÐ GOTT BÚRAHAL • íslenzku skipin, einkum frá Vestmannaeyjum, bregða sér af og til á húraslóðina, oft með góðum árangri. Hér eru skip- veqar á Gjafari VE með 14 til 15 tonna búrahal á dekkinu, Morgunblaðið/Björn Jónsson en yfirleitt eru hölin stór eða nánast ekkert er í. Fremur lít- ii áherzla hefur verið lögð á búraveiðar, en liann veiðist suður af landinu allt suður að Azoreyjum. Skiparadíó hf. Sýnishom úr rerðskrá. 011 verö eru ineð V'SK. FURUNO GPS tæki GP-50MKI1 92.628 FURUNO GPS+Plotter GP-1800 227.711 FURUNO radartæki Model 1621 168.075 Modell721 230.325 FURUNO VHF talstöð FM-2520 02.188 FURUNO dýptarm. FCV-668 80.925 FCV-581 168.449 4)11 önnur FURUNO ta»ki fást aft sjálffsögö hjá Skiparadíó h.f Raytlieon GPS tæki. Ray-108 GPS 74.576 Ray-198 123.504 \av-29g Skjár 24.()51 Nav-398 Skjár 45.418 Sólarsellur. 34 w 34.739 45 w 39.744 5 1 w 43.010 6.3 w 49.997 72,2 w 54.059 85,5 w 61.180 St j<'»rnsi öövar - Ij.'.s - ra ymar - öryggjal.'.flur ljósa( erur - .<i margt fleira Öll v<irð 'ru með YSK. Skiparadíó hf l-iskislóö 94 /101 Reykjavík S. 562 0233 Fx: 562 0230 skiparail <trentri.iiii.is Blab allra landsmanna! |Hnr0tmhlat>ib - kjarni málsins! Verkfallið hefur komið mjög illa við fiskvinnslufyrirtækin EKKI liggur endanlega fyrir hvert tap fiskvinnslunnar verður vegna sjómannaverk- fallsins, sem nú er lokið. Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að nákvæmir útreiknirigar liggi ekki fyrir um áhrif verkfalls á veiðar og vinnslu en það hafi komið mjög illa við fiskvinnslufyrirtækin. Það hafi verið alltof langt enda á besta árstímanum hvað veiðarnar varðaði. Tveggja til þriggja vikna stöðvun algeng Arnar taldi að fiskvinnslustöðv- arnar hafi stöðvast að meðaltali í 2-3 vikur vegna verkfallsins. Fyrir- tækin hafi átt mismikið hráefni þeg- ar verkfallið hófst en flest hafí átt hráefni til 7-10 daga, sum meira en önnur minna. Árifa verkfallsins gætir samt lengur þó því sé nú lokið vegna þess að fiskvinnslustöðvarnar fara ekki almennilega í gang fyrr en í næstu viku. Mörg fiskvinnslufyrirtæki byggja alla sína vinnslu á ísfisktog- urum og þeir koma líklega ekki í land fyrr seint í næstu viku. Fastakostnaður og laun Helsti kostaður fyrirtækjanna þegar þau stöðvast ræðst að mestu af fastakostnaði og launakostnaði. Fyrirtæki sem stöðvast í rekstri þurfa að halda úti mannahaldi og stjórnun og fiskvinnslustöðvarnar voru misjafnlega fljótar að losa fólk úr vinnu fyrir verkafallið og eftir að það hófst. Að sögn Arnars hefur rekstarstöðvunin einkum komið nið- ur á fyrirtækjum sem voru illa stödd eða að rétta úr kútnum. Mikil áhrif á úthafsvelðar Verkfallið hefur einnig mikil áhrif á úthafsveiðar eins og oft hefur komið fram. Arnar taldi ekki víst að Islendingar fengju að veiða þessi fimmtíu þúsund tonn af síld utan við lögsöguna og eins kæmi þetta niður á úthafskarfaveiðiréttindum á Rey kj aneshrygg. Samkvæmt tölum frá Þjóðhags- stofnun hafa 1,5-2 milljarðar króna tapast í útflutningstekjum á meðan verkfallinu stóð sem þýðir 0,3-0,4% minni hagvöxt á árinu. / Umbúðir hækka í verðl Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum undanfarið hefur heims- markaðsverð á pappír hækkað mik- ið, m.a. dagblaðapappír. Aðspurður segist Arnar ekki hafa orðið var við mikla hækkun á umbúðapappír en líklegt væri að hún kæmi seinna fram hjá fiskvinnslunni en hjá dag- blöðunum. Samkvæmt upplýsingum frá Umbúðamiðstöðinni hefur unn- inn pappír frá þeim hækkað um 8-12% eftir tegundum. Hráefnið hafi hinsvegar hækkað mun meira eða um 20-30%. Þróa belgi til fiskflutninga SEGLAGERÐIN Ægir hefur í samvinnu við þá Einar Þorstein Ásgeirsson og Jörmund Inga Han- sen unnið að þróun sérstakra belgja sem ætlaðir eru til flutnings á fiski á sjó. Þróunin er enn á frumstigi en hugmyndin er að skip geti sett afla sinn í stóra belgi á fiskimiðunum og sérstakir dráttarbátar sjái um að draga þá í land. Einar Þorsteinn segir að hér sé aðallega verið að reyna að koma til móts við þá sem fjárfesta í dýrum skipum. Útreikningar sýni að mikill tími skipanna fari í að sigla með afla sinn að landi og hinar miklu fjárfestingar nýtist þá ekki nægi- lega vel. Skipin gætu hinsvegar sparað sér þessar siglingar ef þau gætu komið aflanum frá sér í stóra fiskibelgi á miðunum sem fluttir yrðu í land. Loðna í 1000 tonna belgi? Einar segist sannfærður um að slíkur flutning- ur geti gengið. Að vísu vakni margar spurningar um það hvernig fer um hráefnið í belgjunum, geymsluþol og fleira. Álitamál sé t.d. hvort ráð- legt sé að geyma loðnu í 1000 tonna belgjum. Belgirnir séu hinsvegar hvítir og hafi þess vegna ekki mikla hitageislun og hráefnið gæti því jafn- vel geymst betur í þeim en um borð í skipunum. .."i’f" FLUTNINGSBELGURINN frá Selgagerð- inni Ægi sem var reyndur í Reykjavíkur- höfn. Skipin setja aflann í belgi á miðunum og halda veiðum áfram, en dráttarbátar sjá um að koma fiskinum í land. Margir eru efins um að dúkaefnið, sem belgirn- ir eru gerðir úr, þoli þau átök sem á því yrðu við flutningana, sjólag og fleira. Belgirnir eru gerðir úr svokölluðu Treviraefni sem er nýtt efni á mark- aðnum. Það er mjög sterkt og þykir vera bylting í þessum málum að sögn Einars. Einn metri af efninu þolir sex tonn af togi án þess að formið breytist en það e’r grundvallaratriði að formið haldist ef út í fiskiflutningana yrði farið. Einar sagði að ein tilraun hefði verið gerð í Reykjavíkurhöfn þar sem lítill 0,25 rúmmetra belgur frá Seglagerðinni, fullur af vatni, var reyndur á mismunandi hraðri siglingu til að kanna viðnám og orkueyðslu. Byijunarkraftur til að yfir- vinna tregðu reyndist vera um 3% af þyngd. Belgir þegar notaðir tll flutninga á vatni Úti í heimi er þegar byrjað að nota flutnings- belgi en þó ekki undir fisk. Norðmenn hafa notað belgi á stærð við íþróttavelli til að flytja vatn frá Norður-Noregi til Suður-Noregs og einnig hafa komið upp hugmyndir um að nota belgina sem ruslagáma fyrir skip. Þó þróun fiskflutningsbelgjanna sé ennþá stutt á veg komin segir Einar að ýmsir aðilar hafi sýnt þessu áhuga og til dæmis sé SR-Mjöl nú að kanna þessa hugmynd. „Nú vantar okkur einungis hug- rakkan skipstjóra sem þorir að takast á við nýtt verkefni og hjálpa okkur með þessa þróun,“ sagði Einar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.