Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja ni— Kr./kg 80 Juni vj~22Á/| 23.v| 24.v Alls fóru 56,7 tonn af þorski um Faxamarkað og Fiskmarkað Suðurnesja í síðustu viku. Enginn þorskur var seldur í Hafnarfirði. Um Faxamarkað fóru 15,9 tonn á 92,97 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 40,8 tonn á 101,28 kr./kg. Af karfa voru seld 3,8 tonn. í Hafnarfirði á 46,00 kr. (55 kg), á Faxagarði á 54,15 kr./kg (487 kg) en á 101,06 kr. (3,21) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ufsa voru seld 13,0 tonn, ekkert í Hafnarfirði. Á Faxagarði á 60,12 kr. (1,31) og á 55,24 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (11,71). Af ýsu voru seld 30,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 147,84 kr./kg. Ufsi KTAg 70 60 50 Maí 19.v 120.v I 21 .vl 22.vl 23.v| 24.'v [30 Fiskverð ytra Þorskur mmmmm Karfi mmmmmm Ufsi Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 133,1 tonn á 161,24 kr./kg. Þar af voru 40,0 tonn af þorski seld á 161,24 kr./kg. Af ýsu voru seld 11,4 tonná 180,20 kr./kg, 37,6 tonn af kola á 188,16 kr./kg, 6,1 tonn af grálúðu á 216,62 kr./kg. og 1,9 tonn af karfa á 145,80 kr. hvert kíló. Hægt er að auka fiskaflann í hemunum tun 20 miUjónir tonna „Worldwatch Institute“ telur brýnt að bæta umgengni um auðlindir hafsins leitt til þess að um 100.000 sjómenn hafa misst atvinnuna. Hundrað sinnum fleiri, 10 milljónir alls, eiga á hættu að missa atvinnuna á næstu árum, takist stjórnmálamönnum og fiskifræðingum ekki að jafna misvægið milli afkastagetu fiskiskipaflotans og eðlilegs afraksturs heimshafanna. Taki stjórnvöld fiskveiðiþjóðanna ekki af skarið, geta þjóðfélög, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum, hrunið til grunna. Takist hins vegar að bæta umgengnina um auðlindir hafsins, mætti auka fiskaflann um 20 milljónir tonna. SAM- DRÁTT- UR í físk- veiðum í heiminum síðustu árin hefur Þessi válegu tíðindi er að fínna í kaflanum um fiskveiðar í skýrslu Worldwatch Institute í Washing- ton í Bandaríkjunum, „State of the World 1995“. Á allri jörðinni er talið að um 200 milljónir manna eigi afkomu sína undir fiskveiðum og vinnslu. Reynt hefur verið, eftir ýmsum leiðum, að meta möguleg- an afrakstur heimshafanna og hafa fiskifræðingarnir komizt að þeirri niðurstöðu, að hann sé um 100 milljónir tonna. Það er um 20 milljónum meira en fiskaflinn nam á síðasta ári, en reyndar hefur mismunurinn verið bættur upp með fiskeldi. Þessi samdráttur í fiskafla bend- ir til að við séum að komin að hættumörkum og fiskifræðingam- ir hafa engin önnur ráð, en draga úr veiðum til að byggja stofnana upp á ný. Afkastagetan tvöfalt meiri en þörfin Afkastageta fiskiskipaflotans er tvöfalt meiri en þörfín, sé miðað við veiðar innan skynsamlegra marka, segir í skýrslunni. Hér á landi hefur verið talið að umfram- i getan sé í kringum 30%, í Noregi : er talað um 60%. Floti Evrópusam- bandsins er 40% stærri en þörf er á og undir lok síðasta áratugar var talið að fískiskipaflotinn í Nova Scotia í Kanada væri fjórum sinnum afkastameiri en þörf væri á til að veiða leyfílegt magn af þorski og öðrum botnfíski. Skýr- ingin á aukinni afkastagetu er meðal annars sögð aukin ásókn í sjávarútveginn. Þá er veiðigeta flotans stöðugt aukin þegar erfið- ara reynist á ná fiskinum og þau skip, sem endurnýjuð eru, eru mun afkastameiri en þau, sem úrelt voru í staðinn. 3.400 milljarðar í beina styrki árlega Væri allt með eðlilegum hætti, hefði þessi þróun einfaldlega þýtt Frakkland að tekjur í fiskveiðum hefðu dreg- izt saman og sjómenn hefðu fyrir vikið neyðzt til að leita sér vinnu annars staðar. Svo er hins vegar ekki raunin, því gífurlegir opinber- ir styrkir hafa haldið öllu gang- andi og hafa í raun aukizt eftir því, sem aflinn dregst saman. Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að helztu fiskveiðiþjóðir heims vetji árlega um 54 milljörðum dollara, 3.400 milljörðum króna, í beina styrki til sjávarútvegs. Að auki er um að ræða óbeina styrki eins og niðurgreiðslu á rekstrarkostnaði, stuðning frá sveitarfélögum og tekjutryggingu og uppbætur á fískverð og ýmislegt fleira. Aukin umsvlf en mlnni afli Styrkirnir hafa leitt til aukinna umsvifa í sjávarútveginum, þrátt fyrir minnkandi fískafla. Styrkirn- ir koma oftast þeim stærstu til góða og veita ríkari þjóðum for- skot umfram fátækari þjóðir í kapphlaupinu um fískinn. Þrátt fyrir þessa dökku mynd telja vís- indamenn, að fiskveiðar geti aukið heildarframboð af fískmeti, svo fremi sem veiðamar verði betur sniðnar að afrakstursgetu heims- hafanna. Takizt að byggja fiskistofnana upp á ný og ganga af skynsemi um auðlindina er hægt að auka fískaflann um 20 milljónir tonna og eldi alls konar sjávardýra mun ennfremur mæta aukinni eftir- spurn eftir fiski. Hátt hlutfall flskaflans fer í dýrafóður Fiskur er ekki lengur fátækra matur. Hann er eftirsóttur matur og verðlagður hátt, einkum vegna þess að eftirspurn er meiri en framboðið. Þróunarlöndin flytja fískafla sinn utan lítið sem ekkert unninn til að afla tekna til að greiða niður skuldir sínar, en fyrir vikið hafa neytendur innan þess- ara landa tæpast ráð á því að kaupa sér fisk í soðið. Þessi út- flutningur hefur aukizt hratt og talið er að svo verði áfram. I ein- staka heimshornum, þar sem fisk- neyzla er hefðbundin, hefur þessi þróun leitt til deilna, þar sem fisk- inum er beint til útflutnings en ekki neyzlu heima fyrir. Dæmi eru einnig um það, að fiskur, sem sem hefur verið borðaður af heima- mönnum, fer frekar í fískimjöls- framleiðslu til að hægt sé að afla meiri gjaldeyris. Væru þær fiskitegundir, sem notaðar eru til framleiðslu á dýra- fóðri, einkum fískimjöli, unnar til manneldis, myndi framboð á fisk- meti til manneldis aukast um 40% og fullnægja þörfinni fram til árs- ins 2017. Á sama tíma og auðugu þjóðirn- ar kaupa og selja sín á milli afla- heimildir á verði, sem nemur allt að 25% af verðmæti físksins, kem- ur aðeins 1% aflaverðmætis í hlut ónafngreindra landa í Vestur-Afr- íku, segir meðal annars í skýrsl- unni. Fá lítið af skel ILLA hefur gengið á hörpudisknum við Norður-Frakkland. Er stofn- inn orðinn lítill og lengra að sækja en áður auk þess sem gæftir hafa verið stirðar og vérðið lágt. Vertíðin hófst í október og þá utan 12 mílnanna og færðist síðan nær landi en jafnvel um jólaleyt- ið þegar markaðurinn er hvað bestur fengust ekki nema 320 kr. fyrir kílóið af besta skelfiski og yfirleitt var verðið um 217 kr. kg. Um áramótin var búið að „veiða upp“ skelfiskstofninn innan 12 mílnanna og urðu þá bátarnir að sækja lengra eftir skel. Slæmt veður kom þó oft í veg fyrir að aðrir bátar en þeir stærstu færu á sjó. Þróun helstu viðskiptagjaldmiðla QTP 31.121993=100 a®* Þýskt MARK------110- Hollenskt GYLLINI -3-» 110- Verdþróun a saltfiskafurðum 1986-1994 1986=100 (FOB verðmæti í kr.) DJFMAMJJASONDJFMA DJFMAMJJÁSONDJFMA DJFMAMJJÁSONDJFMA Evrópumynt ECU 110 Bandarískur DOLLAR — 110- Kanadískur DOLLAR- 1 ~ zyr: 1994f —i—i—t '~r • r • 1—i—i— 1995 1994 -4-é-Í-f-r- 1995| 1995 Markaðir Útflutningur CTp 1994 esfer Önnur lönd 4.6521. ■ Portúgal 3.0951. Italía - 3.6951. Spánn 5.2101. Kanada 5.4151. Frakkland 7.1601. Mikið saltað fyrir Frakka FRAKKLAND var í fyrra stærsti kaupandi saltfiskafurða frá SÍF, en þangað fóru tæplega 7.200 tonn. Áður fyrr fór megnið af saltfiskinum til Spánar og Port- úgal, en þar sem SÍF á nú salt- fiskverksmiðju í Frakklandi, er miklu af útflutningum beint í gegn um hana. Þá fer einnig mikið af fiski frá SÍF til Kanada, alls 5.400 tonn, en þangað fóru aðeins 200 tonn 1992 og 1.200 árið 1993. Þetta er allt ufsi, sem Kanadamenn þurrka og selja síð- an niður til Bandaríkjanna og í Karabíska hafið. Ufsakvóti við Kanada hefur verið skorinn nið- ur úr 280.000 tonnum í 14.000 og því hefur eftirspurnin eftir ufsa þar aukizt eins og raun ber vitni. Afurðir Utfluttar afurðir 1994 Þorskflök 2.082 t. Önnur saltflök 2.5291. Annar flattur fiskur 6.9651. Skreiðarhausar 1.2891. I .. ■. Annað 7451. FLATTUR þorskur er enn uppi- staðan í saltfiskverkun hér á landi, eða rúmur helmingur út- flutnings SÍF á síðasta ári. Alls nam útflutningur flatts þorsks um 15.600 tonnum eða 53% af heildinni. Næst stærsti afurða- flokkurinn var annar flattur fisk- ur, mest ufsi, tæplega 7.000 tonn eða 23,8%. Þá flutti SÍF út tæp- lega 2.100 tonn af söltuðum þorskflökum og rúmlega 2.500 tonn af öðrum fiskflökum og voru þorskflökin 7,1% heildar- innar en önnur flök 8,7%. Loks flutti SÍF úttæplega 1.300 tonn áf hertum hausum og var það 4,4% heildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.