Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 B 7 Reið sjómannskona * Þetta er svívirða sem gleymist ekki, segir Olöf Guðmundsdóttir um nýju smábátalögin. ÉG GET ekki orða bundist lengur hvað varðar sjávarútvegsstefnuna. Maður gæti haldið að þeir sem að þessu rugli hafa komið væru ekki með „fulla fimm“. Sjávarútvegsráð- herra er eins og sprellikarl sem læt- ur stjórnast af fá- mennum hags- munahópi sem kippir bara í spotta og þá spriklar hann eins og þeim hentar. Þarna á ég við sægreifana sem má ekki hrófla við því þeir eru sem heilagar kýr. Nú er kátt í höllinni eða kátir voru karlar, er stundum sungið þegar vel liggur á mönnum. Mér þætti ekki mikið þó að LÍÚ-klíkan raulaði þessa söngva eftir útreiðina sem trillukarlar fengu hjá stjórn- völdum á dögunum. Sægreifunum, með Kristján Ragnarsson í broddi fylkingar, hefur nú loksins tekist með sífelldum ásökunum og níði í garð trillukarla að fá misvitra menn og konur á Alþingi til að trúa öllum sögunum um að þessir litlu bátar séu að setja þjóðfélagið á hausinn. Þótt þeir hafí í raun haldið uppi atvinnu fyrir mörg hundruð manns allt í kringum landið undanfarin ár þar sem flestir okkar togarar eru komnir út í sjófrystingu og skaffa því landverkafólki enga vinnu. Hvar eru efndirnar? Allt of stór hluti af þessu þing- manna- og ráðherraliði okkar er svo gjörsamlega úr tengslum við allan raunveruleika að þeir koma alls ekki auga á þessa hluti eða vilja ekki sjá þá. Þeir gætu þess vegna búið á annarri plánetu. Ég spyr: Hvar eru efndir loforðanna sem gefin voru fyrir kosningar? Átti ekki að skapa 12.000 ný störf fyrir aldamót? En hvað gera þeir svo? Búnir að sitja í einn og hálfan mánuð og þá er fótunum allt í einu kippt undan fólkinu í heilu byggðar- lögunum. Það missir vinnuna og hörmungar þessa fólks sem byggt hefur allt sitt á útgerð smábáta er ólýsanleg. Þetta er svívirða sem gleymist ekki. Þetta sama fólk sem treysti stjórnvöldum fyrir atkvæð- inu sínu er alveg miður sín. Það er ekki á nokkurn hátt hægt að bera virðingu fyrir svona löggjafarvaldi. Ég spyr: Hvað á að gera við alla þessa menn og konur sem eru nán- ast sett á hálfgerðan vergang með einu pennastriki? Er ekki nóg at- vinnuleysi þó þetta bætist ekki við? Á að setja allt þetta fólk á atvinnu- leysisbætur sem er mannskemmandi að þurfa að þiggja og ekki til ann- ars en svipta fólki sjálfsvirðingunni? Hvernig eigum við að geta staðið í skilum? Hvernig eigum- við að geta séð fjölskyldum okkar farborða? Geymt en ekki gleymt Nú, það er að sjálfsögðu ekki von að að þeir sem stjórna þessum gjörningum skilji hugrenningar fólksins vegna þess að þeir hafa allt sitt á þurru. Þeir ganga að sinni launaávísun á vísum stað um hver mánaðamót. Það vantaði ekki fögru fyrirheitin þegar verið var að senda manni kosningasneplana, oft í viku fyrir kosningar. Nei, því er nú ver og miður, það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk beri virðingu fyrir ráðamönnum þjóðarinnar. Síð- an enda þessir menn þinghaldið með því að verðlauna sjálfa sig með veglegum uppbótum á mánaðar- kaupið, svona eins og mánaðar at- vinnuleysisbótum handa hveijum trillukarli, það er að segja ef hann á annað borð fær einhveijar bætur því að þar er líka mjög að þessum mönnum þrengt með óaðgengileg- um skilyrðum. Sennilega telja ráðamenn sig hafa unnið fyrir þessum uppbótum eftir ólögin sem þeir settu á trillu- karlana. Allavega virðast hugsanir og aðgerðir stjórnvalda benda í þá átt. En það skulu þeir menn og þær konur, sem að þessari svívirðu hafa staðið, muna að það koma aftur kosningar og að þetta afrek þeirra er geymt en ekki gleymt. Höfundur er sjómannskona, búsett á Akureyri. Loðnukvóti 536.000 tonn HEIMILT er að hefja loðnuveiðar 1. júlí nk. og hefur bráðabirgðakvót- inn til nóvembermánaðar næsta haust verið ákveðinn 800 þús. tonn. Bráðabirgðakvótinn er ákveðinn sem 67% af því magni, sem fiskifræðing- ar telja að verði endanlegur kvóti vertíðarinnar og samkvæmt því má ætla að hann veðri 1.200 þús. tonn. Samkvæmt samningi íslands, Noregs og Grænlands um nýtingu loðnu- stofnsins koma 78% af endanlegum kvóta í hlut íslands en 22% skiptast jafnt milli Noregs og Grænlands. Hins vegar er Noregi og Grænlandi úthlutað nokkru stærri hlut úr bráðabirgðakvótanum eða 16,5% hvoru landi og koma því 67% í hlut íslands úr bráðabirgðakvótanum. Hlutur Islands verður síðan leiðréttur við útgáfu endanlega kvótans í nóvember. Samkvæmt ofansögðu verður bráðabirgðakvóti íslensku skipanna 536 þús. lestir. Ólöf Guðmundsdóttir mj 'llÉj Itnmf Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir HELGI Hlynur Ásgrímsson sýnir framleiðslu Borgfisks. Reykir fiskinn á Borgarfírði eystri FORANE® Umhverfisvænu kælimiðlarnir frá ATO í Frakklandi: R-134a Egilsstöðum - Borgfiskur er nýtt fyrirtæki á Borgarfirði eystri en það er í eigu Helga Hlyns Ás- grímssonar ungs Borgfriðings. Fyrirtækið var stofnað um ára- mótin síðustu en hugmynd að því fæddist í átaksverkefni á vegum hreppsins. Starfsemi Borgfisks felur í sér að heit- og kaldreykja fisk en heitreyking er tiltölulega ný að- ferð í meðhöndlun fisks hér á landi. Helgi hefur fengið reykofn frá íslensku fyrirtæki í Reykjavík, Viðgerðar- og tækniþjónustunni, og er enn sem komið er með vinnsluna á tilraunastigi. Kaldreyking hráefnis hefur verið mikið' notuð á Islandi en heitreyking er ný hér á landi en víða notuð í Evrópu og á Norður- löndunum. Sú aðferð felur í sér að hráefnið er soðið um leið, og er því sú afurð borðuð sem matur á meðan kaldreykta hráefnið er borðað sem álegg. Helgi segir mikið að gerast í reykingu hráefn- ig á íslandi og vonar að Islending- ar taki vel á móti þessum nýjung- um. Helgi mun sína afurðir Borg- fisks á atvinnusýningu Austur- lands, Drekanum 95, sem haldin verður á Egilsstöðum í júní. (áSDP^ig) R-404a (ágBfrífcg02) Einnig aðrar gerðir kælimiðla. Elf kælivélaolía. vörukaup Skipholti 15, sími 561-2666, Rvík. t&N&suMktmmboemsmk A TVINNUAUGL YSINGAR Fyrsti vélstjóri Fyrsta vélstjóra vantar á skuttogarann Bessa IS-410. Upplýsingar á skrifstofu Álftfirðings hf. í síma 456 4911. Umsóknarfrestur er til 30. júní nk. TIL SÖLU Fiskitroll Til sölu tvö fiskitroll, Gulltoppur 102 fet og Karganova 103 fet. Trollunum fylgja bobb- ingalengjur og grandarar ásamt toghlerum. Upplýsingar í síma 451 2390. ÓSKASTKEYPT Frystiklefi óskast Óska eftir frystiklefa, ca 4 fm. Upplýsingar í síma 467 1143. KVliftTABANKINN Til leigu, humar, þorskur, ýsa, ufsi og skarkoli. Til sölu sokkið krókaleyfi. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Til sölu M/b Gústi í Papey SF-88 Til sölu er m/b Gústi í Papey SF-88, sem er 180 bt togbátur, byggður í Finnlandi 1979, með 1001 hestafla Wartsila Vasa aðalvél. Báturinn var endurbyggður verulega 1987 og búnaður og tæki endurnýjuð. Báturinn er með þrjú togspil og búinn til veiða með tvö troll samtímis. Báturinn selst með veiði- leyfi en án- aflahlutdeildar. Til greina koma skipti á stærra skipi. M/b Nói EA-477 Til sölu er m/b Nói EA-477, sem er 199 brl. (307 bt) togbátur, byggður í Noregi 1962, með 850 hestafla Caterpillar aðalvél, árg. 1978. Báturinn hefur verið endurbyggður verulega og búnaður og tæki endurnýjuð. Báturinn selst með veiðileyfi og aflahlutdeild sem samsvarar eftirfarandi aflamarki miðað við úthlutun fyrir fiskveiðiárið 1994/1995: Þorskur 131 tn, ýsa 268 tn, ufsi 210 tn, karfi 51 tn og skarkoli 19 tn. Vantar skip til sölumeðferðar Erlend skiptil sölu Vantar allar gerðir fiskiskipa til sölumeðferð- ar innanlands og utan. Hef fjölda erlendra skipa til sölu. Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, sími 562 1018.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.