Morgunblaðið - 21.06.1995, Page 1

Morgunblaðið - 21.06.1995, Page 1
KNATTSPYRNA pior0Mt#tóiíii> 1995 MIDVIKUDAGUR 21. JUNI BLAD STÓRSIGRAR HJÁ TOPPLIÐUNUM í KVENNAKNATTSPYRNUIMNI / C4 Blackbum hefur vömina gegn QPR ENGLANDSMEISTARAR Blackburn hefja vörn sína á meistaratitlinum 19. ágúst, þegar þeir frá QPR í heimsókn. I gær var dregið um töfluröð í og kom þá fram hvaða lið mætast í fyrstu umferð. Manchester United, sem náði ekki að verða meistari þriðja árið í röð, leikur fyrst gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Stan Collymore, dýrasti leikmaður Englands, sem Liverpool keypti frá Nottingham Forest á 8,5 millj. pund, mun leika fyrsta deildarleikinn á Anfield Road, gegn Sheffield Wed- nesday. Hollendingurinn Dennis Bergkamp, sem er kominn í raðir Arsenal, leikur fyrst á Highbury — gegn nýliðunum frá Middlesbrough. Bruce Rioch, nýi framkvæmdastjór- inn hjá Arsenal, var á árum áður „stjóri" hjá Middlesbrough. Þess má geta að „Boro“ leikur sinn fyrsta heimaleik á hinum nýja velli sínum, Riverside Stadium, gegn Southamp- ton 22. ágúst. Annar Hollendingur sem er kom- inn til Englands, Ruud Gullit, leikur sinn fyrsta leik með Chelsea á heimavelli, Stamford Bridge, gegn bikarmeisturum Everton. Chris Armstrong, sem Tottenham keypti í gær, leikur fyrsta deildar- leik sinn gegn Manchester City á Maine Road í Manchester. Les Ferdinand og Warren Barton, sem kostuðu Newcastle 10 millj. pund frá QPR og Wimbledon leika á heimavelli, St. James Park, gegn Coventry. Manchester United mun heima- sækja Blackbum 29. ágúst. Áður mun United leika gegn Aston Villa úti og heima gegn West Ham og Wimbledon. Guðni Bergsson og félagar hjá Bolton leika sinn fyrsta leik úti gegn Wimbledon, en annars eru fyrstu leik- imir þessir 19. ágúst: Arsenal - Middlesbrough, Aston Villa - Manc- hester United, Blackburn - QPR, Chelsea - Everton, Liverpool - Sheffi- eld Wednesday, Manchester City - Tottenham, Newcastle - Coventry, Southampton - Nottingham Forest, West Ham - Leeds, Wimbledon - Bolton. Keppnistímabilið í Eng- landi hefst formlega með ágóðaleik meistara Blackbum og bikarmeistara Everton á Wembley 12. ágúst. - segir Dennis Bergkamp, sem gekk til liðs við Arsenal í gær. Tottenham keypti Chris Armstrong Við erum fhjög ánægðir með að Dennis Bergkamp hefur geng- ið til liðs við Arsenal,“ sagði Peter Hill-Wood, forseti félagsins, eftir að búið var að ganga frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum frá Inter Mílanó í gær á 7,5 millj. pund. Bergkamp, sem er 26 ára, leikur sinn fyrsta leik með Arsenal gegn Inter, vináttuleik á Highbury í London 10. ágúst. Bergkamp sagði, að þegar hann vissi að Arsenal vildi fá sig, hefði hann ekki hugsað um annað félag. „Það hefur alltaf verið draumur minn að leika í Englandi. Meiri áhersla er lögð á sóknarleik í ensku knattspyrnunni og hún hentar mér,“ sagði Bergkamp, sem gerðist aðdáandi Glenn Hoddle hjá Totten- ham, eftir að hann fór með föður sínum til London til að horfa á leik með Tottenham 1980, þegar hann var tólf ára. Nú hefur Bergkamp gengið til liðs við aðalkeppinauta Tottenham í Norður-London. Stuðningsmenn Arsenal vonast til að Bergkamp komi til með að leika sama hlutverk og Jiirgen Klinsmann gerði hjá Tottenham sl. keppnistímabil, að lyfta leik liðsins upp á hærra plan. Armstrong til Tottenham Tottenham tryggði sér einnig nýjan leikmann í gær, til að taka við hlutverki Jurgen Klinsmanns, sem er farinn til Bayem Munchen. Það er Chris Armstrong, miðherji Crystal Palace, sem kostaði Totten- ham 4,5 millj. pund. Joe Royle reyndi að fá Armstrong til Everton í sl. viku, en Armstrong sagði hon- um þá, að hann vildi ekki fara frá London. Armstrong kostaði Wrexham ekkert þegar hann gekk til liðs við liðið 1989, en welska liðið seldi hann til Millwall tveimur árum seinna á 50 þús. pund. Crystal Palace keypti hann 1992 á 1,6 millj. pund. Nú hefur félagið selt hann á metupphæð, en fyrra metið var 2,5 millj. pund, sem Arsenal borgaði fyrir Ian Wright. Reuter CHRIS Armstrong á að taka vlð hlutverki Jiirgen Klinsmanns hjá Totten' ham, sem keyptl hann á 4,5 mlllj. pund frá Crystal Palace í gær. Allt er fertugum fært KARL Þórðarson, fyrrum landsliðsmaður á Akra- nesi, er ekki búinn að leggja skóna á hilluna. Karl, sem var fertugur á dögunum, er leikmaður með 23 ára liði Skagamanna. Hann kom heldur betur við sögu þegar Skagamenn lögðu 2. deildar- lið Víkings að velli á Akranesi — einlék upp kant- inn, eins og hann var þekktur fyrir á árum áður, á síðustu min. leiksins og sendi knöttinu fyrir mai'k Víkinga, þar sem Jóhannes Harðarson var á réttum stað og skoraði sigpirmarkið, 2:1, með skalla. Þess má geta til gamans, að með 23 ára liði Skagamanna lék Bjarni Guðjónsson, sonur Guðjóns Þórðarsonar, sem er aðeins 15 ára. Karl var 25 ára þegar Bjarni fæddist. Framarar fá Skaga- menn í heimsókn STÓRLEIKURINN í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ verður á Laugardalsvellinum, þar sem Fram- arar taka á móti lslandsmeisturunum frá Akra- nesi miðvikudaginn 28. júní. Sama dag leikur ÍBV og Þór i Eyjum og Keflvíkingar taka á móti 23 ára liði Valsmanna. Daginn eftir verður annar slagur 1. deildarliða — FH mætir Grindavik í Hafnarfirði. Sama dag fær Sljaman bikarmeist- ara KR í heimsókn, IA U23 leikur gegn Þór U23, Valur mætir Þrótti R. og Leiftur tekur á móti Fylki. Allt um bikardráttinn C2,C3. Herbert verður áfram hjá ÍR HERBERT Amarson, körfuknattleikmaður, hefur gert upp hug sinn og ætlar að vera áfram hjá félögum sínum í Breiðholtinu. „Það er spennandi verkefni í gangi hér, bæði lið og starf sem verið er að byggja upp og vonandi heldur það starf áfram i vetur. Mig langar að taka þátt í þessari uppbyggingu og hálfnað er verk þá hafið er. Það spilar lika mikið inní að hinir ætla allir að vera áfram, til dæmis Jón Örn Guðmundsson og John Rhodes, en svo er ég líka ÍR-ingur og það er allt- af gaman að spila í Hellinum," sagði Herbert í gær og átti þá við fþróttahús Seljaskóla. „Ég sá heldur engan kost við það að breyta til, þar sem ég er búinn að fá vinnu hér.“ Kuzenkova og Bartova bættu heimsmet sín OLG A Kuzenkova frá Rússlandi bætti heimsmet sitt í sleggjukasti á meistaramóti Rússlands í fijálsíþróttum i Moskvu í fyrradag þegar hún kastaði sleggjunni 68,16 metra. Fyrra met hennar siðan 5. júní var 68,14 metrar. Sleggjukast kvenna er tiltölulega ný keppnisgrein og verður tekin upp á Evrópumótinu 1998. Daniela Bartova frá Tékklandi tók þátt í frjáls- íþróttamóti i Duisburg i Þýskalandi um helgina og setti heimsmet í stangarstökki, sveif yfir 4,12 metra en fyrra met hennar frá 20. maí var 4,10 metrar. „Knattspyman í Eng- landi hentar mér“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.