Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Yfirburðir Breiðabliks BREIÐABLIKSSTÚLKUR áttu ekki í neinum vandræðum með KR-inga á Kópavogsvelli í gær- kvöldi og 5:1 sigur var síst of stór, ef miðað er við færi Kópa- vogsbúa. Fyrstu mínútumar var barist á miðjunni en síðan tóku við nokk- ur kjörin tækifæri Breiðabliks til að skora, til dæmis þeg- ar Qórir sóknarmenn Blika voru á móti tveimur vamarmönn- um gestanna, en gott skot fór í stöng. Mark lá íloftinu en ekkert gekk að reka endahnútinn á fyrr en á 26. mín. þegar Margrét skoraði eftir gott samspil með Kristr- únu L. Daðadóttur upp allan völlinn. Talsvert dofnaði síðan yfir leiknum en hvort lið fékk færi á að skora. Tvö mörk eftir stungusendingu í gegnum flata og seina KR-vömina fljótlega eftir hlé, þeirra Erla Hend- riksdóttur og Margrétar með sitt Stefán Stefánsson skrífar URSL.IT 1. deild kvenna Breiðablik-KK.....................;..5:1 Margrét Ólafsdóttir (26., 53., 62.), Erla Hendriksdóttir (49.), Asthildur Helgadóttir (71.) - Anna Jónsdóttir (78.) IA-ÍBV...............................4:1 Jónína Víglundsdóttir (vsp.37.), Laufey Sig- urðardóttir (45.), Guðrún Sigursteinsdóttir (58.), Ingibjörg Ólafsdóttir (74.) - íris Sæ- mundsdóttir (22.) ÍBA - Stjarnan.......................1:5 Þorbjörg Jóhannsdóttir (52.) - Steinunn Jónsdóttir (9.), Rósa Dögg Jónsdóttir (53.), Auður Skúladóttir (vsp 61.), Katrin Jóns- dóttir (71.), Guðný Guðnadóttir (82.). Valur - Haukar.......................8:0 Sirrý Haraldsdóttir 3, Kristbjörg Ingadóttir 2, Hjördís Símonardóttir, Erla Sigurbjöms- dóttir, Áslaug Ingibergsdóttir. FJ. lelkja u J T Mörk Stig BREIÐABUK 4 3 1 0 21: 3 10 VALUR 4 3 1 0 17: 4 10 STJARNAN 4 3 1 0 11: 3 10 ÍA 4 2 1 1 10: 7 7 KR 4 2 0 2 13: 8 6 ÍBA 4 0 1 3 3: 14 1 HAUKAR 4 0 1 3 0: 18 1 IBV 4 0 0 4 3: 21 0 Markahæstar: Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki.......6 Kristbjörg Ingadóttir, Val.............5 Margrét Olafsdóttir, Breiðabliki.......5 Sirrý Haraldsdóttir, Val...............4 2. deild kvenna: Selfoss - Afturelding................1:3 Ágústa Jónsdóttir - Halldóra Hálfdánardótt- ir 2, Kolbrún Sigurhansdóttir. Bikarkeppni KSÍ Þór U23 - HK.........................3:2 Brynjar Óttarsson, Elmar Eiriksson, Hreinn Hringsson - Sindri Grétarsson, Orri Bald- ursson. Mót landsliða f Sviss Haldið t tilefni aldarafmælis Knattspymu- sambands Sviss. Sviss - Ítalía.......................0:1 - Pierluigi Casiraghi (55.). 13.000. ISvisslendingar léku tíu siðustu tuttugu mín. leiksins, þar sem fyrirliðinn Aiain Gei- ger var rekinn af leikvelli fyrir gróft brot á Dino Baggio. ftalía leikur gegn Þýskalandi í kvöld. annað mark eftir frábæra stungu- sendingum Vöndu Sigurgeirsdóttur og aftur er Margrét skallaði í mark eftir homspymu á 17. mínútu, gerðu út um leikinn. Ásthildur Helgadóttir innsiglaði síðan sigurinn með marki eftir enn eina stungusendingunni á 71. mínútu en Anna Jónsdóttir klór- aði í bakkann fyrir KR með góðu skoti yfir Sigfríði Sophusdóttur markvörð, sjö mínútum síðar. „Ég átti von á þeim sterkari en við vorum frekari. Annars er mótið rétt að byija en það er fínt að byija svona,“ sagði Margrét sem var mjög góð. Kristrún barðist af miklum krafti og Margrét Sigurðardóttir var sterk í vöminni. Vesturbæjarstúlkur áttu dapran dag og varla nema Guðlaug Jónsdótt- ir og Inga Dóra Magnúsdóttir sem sýndu lit. Úlfar Daníelsson þjálfari var heldur ekki ánægður: „Hinar voru mikið betri og við slakar. Þeirra dagur var núna en okkar var í meist- arakeppninni." Öruggur Stjömusigur Stjarnan sigraði ÍBA öragglega á Þórsvellinum í gærkvöldi í býsna opnum og fjöragum leik. Loka- tölur urðu 5:1, en Stefán Þór mörkin hefðu getað Sæmundsson orðið fleiri. Það er skrífar frá ljóst að Stjaman, sem Akureyrí sigraði íslandsmeist- ara Breiðabliks á dögunum, er með skemmtilegt lið og hefur alla burði til að ná langt. Fyrsta markið kom á 9. mín. Mark- vörður ÍBA missti boltann eftir hom- spymu og Steinunn Jónsdóttir potaði honum í netið. ÍBA stúlkur áttu lengst af í vök að veijast en náðu að halda Stjörnustúlkum niðri. Stað- an var 0:1 í leikhléi en seinni hálfleik- ur var fjöragri. Þorbjörg Jóhanns- dóttir jafnaði fyrir ÍBA á 52. mín. þegar hún fylgi sendingu Rósu Sig- bjömsdóttur eftir af harðfylgi. En Adam var ekki lengi í paradís frekar en fyrri daginn því aðeins mínútu síðar skoraði Rósa Dögg Jónsdóttur fyrir Stjömuna eftir snarpa sókn. Á 61. mín. var síðan dæmd vítaspyrna á ÍBA og Auður Skúladóttir skoraði af öryggi. Stjömustúlkur bættu síðan Morgunblaðið/Þorkell KRISTRÚN L. Daðadóttir, Brelðablikl,« hér I höggl við KR-ing- in Olgu Elnarsdóttur í Kópavogi í gærkvöldl. tveimur mörkum við, Katrín Jóns- dóttir á 71. mín. eftir glæsilega stungusendingu og Guðný guðna- dóttir lék sama leikinn á 82. mín., en sennilega var hún rangstæð. Sigur Stjömustúlkna var sann- gjam. Þær spiluðu betur og Stein- unn, Auður og Rósa áttu allar mjög góðan leik. ÍBA súlkur náði ekki sama hraða en tóku spretti sem lofa góðu. Skagastúlkur sterkari Skagastúlkur unnu sanngjaman sigur, 4:1, á Eyjastúlkum á Akranesi í gærkvöldi. En þrátt fyrir ■■HB öraggan sigur þeirra Sigþór mátti vart á milli sjá Eiríksson hvort liðið var sterk- skrifar frá ara f fyrri hálfleik. Akranesi Leikmenn ÍBV náðu forystu á 22. mínútu með marki írisar Sæmundsdóttur að lokinni hom- spymu. Eftir að gestimir komust yfír börðust þær af miklum krafti og gáfu Skagastúlkum fá tækifæri. ÍA fékk jöfnunarmark sitt á silfurfati þegar ein ÍBV stúlka slæmdi hendi í boltann inan vítateigs. Skagastúlkur komust síðan yfír á síðustu mínútu fyrri hálfleiks þegar Laufey Sigurðar- dóttir fékk fallega sendingu inn fyrir vörn ÍBV og skoraði með hnitmiðuðu skoti út við stöng. Liðsmenn ÍA mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleiks og var hann algjör eign þeirra og því auðvelt hjá þeim að innsigla sigurinn. Ingibjörg Ólafsdóttir, Laufey Sigurð- ardóttir og Margrét Ákadóttir vora bestar í liði ÍA en hjá ÍBV var vörn- in góð þrátt fyrir mörkin fjögur og serbneski markvörður þeirra, Tatjana Arsic varði mjög vel hvað eftir annað. Asta B. tókfram skóna ÁSTA B. Gunnlaugsdóttir kom inná í leik Breiðabliks gegn KR. „Það voru veikindi þjá okkur og mig langaði að prufa. Liðið er gott núna og iiklega velvijji þeirra að leyfa mér að losa mesta fiðringin. Það er erfítt að hætta,“ sagði Ásta, sem lagði skóna á hiiluna sl. sumar og ætlaði þá ekki að taka þá fram aftur. HESTAR Bestu hross- in boðin á Aldrei fyrr hafa jafnmargir af toppgæðingum landsins verið gefnir falir til þátttöku fyrir íslands hönd á heimsmeistaramót eins og nú. Skráningu í úrtökumótið sem hefst í dag í Glaðheimum í Kópavogi er lokið — hafa 33 knapar með 38 hesta skráð sig til leiks. Er þar um að ræða úr B-flokki Þyril frá Vatns- leysu sem Vignir Siggeirsson situr, Odd frá Blönduósi sem Sigurbjöm Bárðarson situr, Kolskegg frá Ás- mundarstöðum sem Vignir Jónasson situr'og Tenór frá Torfunesi sem Sveinn Jónsson situr. Af A-flokks- hestum er það í fyrsta lagi sjálfur sigurvegarinn Dalvar frá Hrapps- stöðum sem Daníel Jónsson situr, þá Prúður frá Neðra Ási sem Bald- vin Ari Guðlaugsson situr, Hnokki frá Húsanesi sem Atli Guðmundsson situr og Þokki frá Hreiðarsstaðakoti sem Erling Sigurðsson situr. Kepp- endur era á ýmsum aldri, sá elsti Reynir Aðalsteinsson stendur á fímmtugu en hann er sá keppanda sem er með hvað mesta reynslu að baki, hefur keppt á níu HM-mótum. Yngsti keppandinn er svo Guðmar Þór Pétursson aðeins sextán ára og keppir að sjálfsögðu í fyrsta skipti i úrtöku. Líklega hefur ásóknin í landsliðs- sæti aldrei verið jafnmiki! og nú og má gera ráð fyrir að hart verði bar- ist. Einn keppandinn, Herbert „Kóki“ Ólason, mætir gagngert frá Þýska- landi til að taka þátt í úrtökunni og heimsmeistarinn í skeiði frá síðasta móti, Hinrik Bragason, mætir með skeiðhryssuna Uglu frá Gýgjarhóli. Val liðsins fer þannig fram að fyrst er valinn stigahæsti keppandinn úr þremur greinum og getur þar verið um að ræða bæði keppanda á fjór- eða fímmgangshesti. Pjór- gangsmegin era það samanlögð stig úr tölti, fjórgangi, ög hlýðni en á fímmgangsvængnum er það fimm- gangur, annaðhvort tölt 1 eða tölt 2 (slaktaumatölt) og annaðhvort 250 metra skeið eða gæðingaskeið. Ann- ar keppandi sem fer inn er sigurveg- ari í fimmgangi í úrtökunni og þriðji keppandi er sigurvegari í flórgangi og sá fjórði er sigurvegari í tölti. Fimmti keppandinn er svo sá er best- um tíma nær í 250 metra skeiði og er þar lágmarkstími 23 sek. sem þarf að hafa náðst á úrtökunni eða öðra löglegu móti við löglegar að- stæður. Sjötta og sjöunda keppanda velja síðan liðstjórarnir. Þeir Sigurð- ur Sæmundsson og Pétur Jökull Hákonarson hafa verið skipaðir liðs- stjórar en eftir er að velja fararstjóra. Keppnin í dag hefst kl. 10 með fjórgangi. Eftir hádegi er byijað á gæðingaskeiði, j)á hlýðni og tölt 2 og endað á fimmgangi. Keppnin heldur áfram á morgun og föstudag, en þá liggur fyrir hvaða sjö keppendur hafa tryggt sér sæti í landsliði íslands. ISHOKKI / STANLEYBIKARINN New Jersey kom á óvart New Jersey Devils, sem leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppni NHL, byijaði vel í baráttunni um Stanleybik- arinn í íshokkí, vann Detroit Red Wings 2:1 á útivelli í fyrsta leik lið- anna í úrslitunum um helgina og setti þar með met í úrslitakeppni NHL — hefur sigrað í níu af 10 útileikjum. Detroit hafði sigrað í öllum átta heimaleikjum liðsins í úrslitakeppninni til þessa. Claude Lemieux, sem gerði aðeins sex mörk í riðlakeppninni í vetur, tryggði gestunum sigur þegar 16 mín- útur og 43 sekúndur vora eftir í þriðja leikhluta en- hann er markahæstur í úrslitakeppninni með 12 mörk. Lemie- ux náði frákastinu eftir að Mike Vem- on hafði varið frá John MacLean. Ifyrsti leikhluti einkenndist af mikilli baráttu en liðin gerðu sitt markið hvort í öðrum leikhluta og vora einum fleiri þegar þau skoruðu. Stephane Richter skoraði fyrir gestina eftir sex sekúndur en Dino Ciccarelli jafnaði þegar 13 mínútur og átta sekúndur vora liðnar af leikhlutanum. New Jersey lék frábæran varnarleik og náði Detroit aðeins 17 skotum en liðið var með 36 skot að meðaltali í fyrstu 14 leikjum úrslitakeppninnar. Detroit er spáð meistaratitlinum en liðið hefur ekki orðið meistari t 40 ár. Vegna verkfalls leikmanna var for- keppnin stytt og því mættust Detroit og New Jersey ekki í riðlakeppninni en þetta er í fyrsta sinn í sögu NHL sem sú staða kemur upp að lið leiki til úrslita án fþess að hafa mæst áður á tímabilinu. New Jersey hefur ekki átt heimaleikjarétt í allri úrslitakeppn- inni en lið hefur aldrei orðið meistari án hans. „Þeir náðu aðeins 17 skotum og það var mjög gott að koma í veg fyr- ir að þau urðu ekki fleiri," sagði vam- armaðurinn Scott Stevens, „en við getum jafnvel gert betur.“ Bruce Dri- ver, samheiji hans, sagði að liðið hefði verið heppið að gera annað markið. „Við vörðumst vel en þeir áttu skot í stöng og slá og hefðu þess vegna getað fagnað sigri.“ Jacques Lemaire, þjálfari Devils, tók í sama streng. „Ég er ánægður með að okkur tókst að „stela“ sigri. Það er það sem við gerð- um. Við „stálum“ sigrinum.“ Scotty Bowman, þjálfari Detroit, sem stýrði Montreal fímm sinnum til sigurs í keppninni og Pittsburgh einu sinni, lofaði betri leik í annarri viður- eign liðanna sem fór fram í Detroit í nótt. „Þeir lokuðu á okkur en við ger- um betur næst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.