Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 1
|BRANPARAR> þrautir"! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 21. JUNi 1995 vimr MYNDASÖGUR Moggans eru greinilega þekktar í fleiri löndum en 'íslandi því okkur barst nýlega bréf alla leið frá Ghana, en það er land í Afríku. Sendandi bréfsins segist hafa fengið póstfang blaðsins hjá einum af pennavinum sínum og óskar eftir því að gerast pennavinur okkar, en bréfið er því miður á peim mis- skilningi byggt að Mynda- sögur Moggans séu ein- staklingur. Pilturinn sem sendi bréfið heitir Siaw og skrifar á ensku. Eins og gefur að skilja erum við ekki rétti aðilinn til þess að • halda uppi bréfaskriftum til Ghana, en gaman væri ef þið sæjuð ykkur fært að skrifa Siaw bréf til að heyra í honum hljóðið. Þið þurfið auðvitað að geta skrifað sæmilega á ensku, en það er auðvitað góð æfmg í tungumálinu að skrifa bréf, svo spreytið ykkur endilega. Þið mættuð gjarna skila til hans kveðju frá Mynda- sögunum. Heimilisfangið er Siaw Benjamin Church of Pentecost P.O.Box 70 NKawKaw-Ghana W/Africa. Skipti- markaður HÆ, hæ Skiptimarkaður. Ég heiti Edda og ég vil skipta á plakötum með Tom Cruise, Meat Loaf, My Girl 2, Macauley Culkin og Whitney Hous- ton.. í staðinn vil ég fá eitthvað með Konungi ljónanna. Heimilisfangið er Edda Unnsteinsdóttir Skarðsá 371 Dalabyggð. Krakkar verið endilega dugleg við að senda okkur bréf í skiptimarkaðinn! Hérar á f lótta ÞEGAR héra er veitt eft- irför getur hann auðveld- lega synt yfir miniháttar ár og vötn. En hérarnir geta líka tekið up á því að fá sér sundsprett án þess að þeim sé veitt eft- irför. Dóná er eitt af stærstu fljótum Evrópu og renn- ur um fjölda landa, t.d. Þýskaland og Rúmeníu. í Dóná eru margar smá- eyjar og á sumum þeirra lifa hérar. Þessir hérar synda oft að bökkum fljótsins til þess að afla sér fæðu á ökrum bænd- anna. Þeir hljóta að vera miklir sundkappar, því það er alveg örugglega ekki auðvelt að synda yfir slíkt stórfljót. f ¦--.. i f\ i ! Grænland MORGUNBLAÐIÐ er víðlesið. Þetta kemur alltaf betur og betur í ljós. Nú höfum við feng- ið senda mynd frá nágranna- landi okkar Grænlandi. Við þökkum Áslaugu Gunnars- dóttur kærlega fyrir myndina, en hún er 6 ára og býr í Eqal- unnalinguit 117, 3900 Nuuk. Á myndinhi sjáum við Ás- laugu ásamt fjölskyldu sinni, þeim mömmu, pabba og Dóru, á sleða og öll eru þau brosandi út að eyrum. En þetta er eng- inn nýtísku vélsleði heldur hundasleði. Hundasleðar hafa verið notaðir á Grænlandi í margar aldir og eru notaðir enn þann dag í dag. Nú eru sleðarnir þó einkum notaðir til veiðiferða fyrir utan bæina því vélsleðarnir hafa að mestu leyti tekið við innanbæjar og í skemmri ferðum. Grænland er hálent land og að mestum ; hluta hulið jökli. Sjórinn í kringum landið er oft ísi lagð- ur og ísinn er á mörgum stöð- um landfastur meginhluta árs- ins, þá fara veiðimennirnir á hundasleðum út á ísinn í leit að selum og ísbjörnum. Flestir veiðimenn eiga marga sleða- hunda. Grænlendingar eru þó að sjálfsögðu ekki allir veiði- menn rétt eins og íslendingar eru ekki allir sjómenn. Og til að fyrirbyggja misskilning er rétt að taka fram að á Græn- landi býr fólk flest í ósköp venjulegum húsum. A Grænlandi, sem er stærsta eyja í heimi, búa rúm- lega 50 þúsund manns og höf- uðstaður landsins er einmitt Nuuk, bærinn hennar Aslaug- ar. Landið tilheyrir Danmörku, en Grænlendingar hafa þó sína eigin heimastjórn. Fyrir rúmum 50 árum síðan tilheyrði ísland einnig Dan- mörku. En árið 1944 öðlaðist Púsluspil EGGINU á myndinni er skipt í 9 hluta. Ef þið klippið það í sundur eftir línunum eruð þið komin með sniðugt fuglapúsla- spil. Reynið nú að púsla saman öllum þeim fuglum sem hér eru sýndir. Athugið að í hvern fugl eru allir hlutar eggsins notaðir. Þið gætuð líka sniðið samskonar egg úr lituðum pappír til að fá smá lit í tilver- una. Svona geta hlutirnir verið einfaldir og skemmtilegir um leið. landið sjálfstæði, en þá hafði íslenska þjóðin lengi barist gegn yfirráðum Danakonungs og var jón Sigurðsson þar fremstur í flokki. Jón var fæddur þann 17.júní 1811 og það er einmitt þess vegna sem sá dagur var valinn sem þjóð- hátíðardagur íslendinga. Á þessum degi komum við sam- an, bæði í höfuðborginhi og í bæjum um allt land, og fögn- um því að vera sjálfstæð þjóð. Fjölmargir íslendingar eru búsettir erlendis eins og Ás- laug og fæstir þeirra hafa tök á því að halda daginn hátíðleg- an á íslandi með okkur hinum. Hvernig ætli Áslaug og fjöl- skyldan hennar hafi haldið upp á þjóðhátíðina? Vonandi hafið þið öll skemmt ykkur vel á laugardaginn hvar sem þið annars voruð stödd. Því þetta var dagurinn okkar, þjóðhátíðardagur íslendinga. Kraftar í kögglum ÞAÐ er hreint með ólíkindum hvað skordýr geta verið sterk miðað við stærð. Ein eldspýta er t.d. þrisvar sinnum þyngri en hin svokallaða „eyrnapadda", og eyrnapaddan ber léttilega 24 eld- spýtur. Þetta vöðvaafl svarar til þess, að fullorðinn maður gæti borið u.þ.b. 1,8 tonn! Við megum bara þakka fyrir að skordýrin eru ekki stærri en raun ber vitni. Hvernig verðumst við^þeim þá? Þá dygðu víst engir flugnaspaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.