Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Steinsteypan hf. hefur framleiðslu NÝJA steypustöðin í Hafnarfirði, Steinsteypan hf., fékk formlegt leyfi til starfseminnar sl. föstudag og er starfsemin að komast í fullan gang þessa dagana. Fyrsta stóra pöntunin verður afgreidd til verktaka sem vinna að byggingu undirganga undir Vesturlandsveg við Viðarhöfða. Þar er um að ræða nálægt 460 rúm- metra af steypu. Skúli Jónsson, framkvæmdastjóri Steinsteypunnar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að stöðin hefði ver- ið notuð af Landsvirkjun við bygg- ingu Blönduvirkjunar og Hrauneyjar- fossvirkjunar á sínum tíma. „Það þýðir að hún uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til steypufram- leiðslu. Blöndun er öll tölvustýrð og við höfum rannsóknarstofu sem búin er öllum fullkomnustu tækjum. Við notum eingöngu landefni sem veitir mikið öryggi gagnvart alkalívirkni. Afkastagetan er um 50 rúmmetrar á klukkustund." Fyrirtækið hefur yfir að ráða sex steypubílum í föstum rekstri en get- ur leigt viðbótarbíla vegna tíma- bundinna stórverkefna. Einn bílanna hefur yfir að ráða vökvaknúinni rennu þannig að hægt er að lengja hana eða stytta með vökvastýringu. Skúli sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir að stöðin næði um 15-20% markaðshlutdeild á höfuðborgar- svæðinu. „Það hefur verið mikið um fyrirspurnir og augljós áhugi er fyr- ir hendi á að fá þriðju stöðina. Við erum því bjartsýnir á að okkur verði vel tekið enda er steypan framleidd í samræmið við þá staðla sem um hana gilda.“ Varðandi verðlagningu sagði Skúli að hagstætt kynningar- verð yrði í boði í upphafi. Hluthafar fyrirtækisins eru 15 talsins en þeir stærstu eru Háfell hf., Byggingafélagið Eykt og Krist- inn Már Emilsson. Fjárfestingin í stöðinni og kostnaður við uppsetn- ingu var alfarið fjármögnuð með hlutafé. Ekki var leitað til fjárfest- ingarlánasjóðanna um fyrirgreiðslu. Morgunblaðið/Sverrir Skúli Jónsson er framkvæmdastjóri nýju steypustöðvarinnar í Hafnarfirði, Steinsteypunnar hf. suíiðhT Fjórðungs söluaukning SS, á ullarbandi hjá ístexi VIÐRÆÐUR liggja niðri um kaup Olís á Shellstöðinni í Neskaupstað. Skeljungur er nú að rýma húsnæðið og verður það væntanlega auglýst til sölu á næstunni. Bensínstöð Skeljungs í Neskaup- stað hefur verið lokuð frá síðustu mánaðamótum. Reksturinn hefur gengið illa og ákváðu forráðamenn Skeljungs því að loka stöðinni og hefja viðræður við Olís um sölu á henni. Töldu þeir að Olís kynni að hafa áhuga þar sem Skeljungsstöðin er nýleg og stendur í miðjum bænum en Olísstöðin er eldri og stendur í bæjarjaðrinum. Árni Ólafur Lárusson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Skelj- ungs, vill ekki tjá sig um gang við- ræðnanna í smáatriðum. Hann segir þó að þær hafi legið niðri eftir að Olísmenn lögðu fram drög að kaupt- ilboði sem hafi reynst gjörsamlega óviðunandi. Ámi segir að Skeljung- ur hyggist ekki opna bensínstöðina aftur og verði húsnæðið því auglýst til sölu um leið og það hafi verið rýmt. ------♦—♦—*----- Nýttfylgi- bréf íland- flutningum. VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN hf. og Landflutningar hf. hafa látið útbúa nýtt staðlað fylgibréf í land- flutningum í samvinnu við Land- vara, landsfélag vörubifreiðaeig- enda á flutningaleiðum. Markmiðið með útgáfu þessa fylgibréfs er að auka öryggi í íslenskum landflutn- ingum samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Land- vara. Vinna við nýja fylgibréfið hefur staðið yfir frá því síðastliðið haust. Gerð var könnun á meðal starfs- fólks í landflutningum hvaða stærð væri hentugust, hvaða litir væru við hæfi og hvaða upplýsingar þyrfti að hafa á slíku fylgibréfi. Jafnframt var safnað saman flest- um þeim fylgibréfum sem eru í notkun til viðmiðunar. Gert er ráð fyrir því að nýja fylgibréfið verði komið í notkun um land allt um næstu áramót en það hefur þegar verið tekið í notkun hjá Landflutn- ingúm hf. og Vöruflutningamið- stöðinni hf. VERULEGUR árangur náðist í rparkaðssetningu ullarbands hjá ís- texi - íslenskum textíliðnaði hf. á síðasta ári. Velta félagsins nam alls um 339 milljónum á árinu og jókst um 23% frá árinu áður. Þar af jókst innanlandssala um 19% og útflutn- ingur um 29%. Aukningin erlendis er eingöngu á mörkuðum í Norður- Ameríku en sala til Evrópulanda stóð í stað. Um 3 milljóna tap varð af reglu- legri starfsemi í fyrra eins og árið ÖRY GGISÞJÓNUSTAN hf. Mal- arhöfða 2 í Reykjavík hefur opnað sljórnstöð sem opin er allan sólar- hringinn. Fyrirtækið er söluaðili fyrir C&K Systems þjófaviðvörun- arkerfi og brunakerfi á íslandi. Þessi kerfi er unnt að setja upp í fyrirtækjum, stofnunum og á heim- ilum og tengja við stjórastöðina. Öryggisþjónustan tók til starfa á siðasta ári og segir Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, að með tilkomu sljórnstöðvarinnar sé fyrirtækið fært um að veita öryggisþjónustu eins og hún gerist best. Auk þess að selja og sinna rekstri kerfa sem tengd eru við stjórnstöð býður fyrirtækið mann- aða vöktun á staðnum eða að ör- áður. Rekstrarafkoman varð hins vegar mun lakari því félagið naut um 8 milljóna lækkunar á fjár- magnsgjöldum. Markaðskostnaður hækkaði milli ára svo og afskriftir á eignfærðum markaðskostnaði frá fyrri árum. Á árinu var unnið að markaðssetn- ingu á gólfteppabandi til útflutnings og skilaði það nokkurri sölu til Dan- merkur og Englands. Þessi sala skil- ar þó ekki nægilegri framlegð enn- þá, þar sem ýmsir byijunarörðugleik- yggisverðir komi við reglulega. Sigurður segir að samkeppni sé hörð á milli öryggisfyrirtækja en er bjartsýnn á að Öryggisþjón- ustunni takist að hasla sér völl á markaðnum. „Við höfum fundið fyrir mikilli velvild hjá fyrirtækjum sem óttast þá þróun til fákeppni sem hefur tvímælalaust átt sér stað á öryggismarkaðnum að undan- förnu. Tveir stærstu aðilarnir hafa tekið upp víðtækt samstarf og ótt- ast margir að það leiði til minni samkeppni og hækki verð þjón- ustunnar. Við lítum því á það sem okkar markmið að viðhalda harðri samkeppni á þessu sviði enda hlýt- ur hagur viðskiptavinanna að vera best tryggður þannig.“ -VIÐ tökum öryggismálin alvarlega- eru einkunnarorð öryggis- þjónustunnar. A myndinni eru: Gissur Ingólfsson, sljórnarformað- ur, Guido J.M. Bogart, sölustjóri C&K þjófavarnakerfa í Evrópu, Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, og Pétur Jóhannesson, yfirmaður tæknideildar. ♦ ♦ Oryggisþj ónustan opnar stjómstöð ar við framleiðslu hafa komið upp. Þá bættist við afskrifuð töpuð hlutafjáreign í Foldu hf. á Akureyri að fjárhæð 6 milljónir króna þannig að heildartap ársins 1994 nam alls röskum 9 milljónum króna. Guðjón Kristinsson, framkvæmda- stjóri ístexi sagði að reiknað væri með að fjárfesting í markaðsetningu myndi skila sér á næstu árum þann- ig að afkoman færi batnandi. „Áætl- anir okkar fyrir þetta ár standast og salan hefur haldið áfram að auk- ast þó það sé ekki í sama mæli og áður.“ ístex va_r stofnað í kjölfarið á gjaldþroti Álafoss í júní árið 1991 til að yfirtaka bandframleiðsluna í Mosfellsbæ, ullarþvottastöðina í Hveragerði og þar með ullarsöfnun innanlands. Markmið fyrirtækisins hefur verið að vinna úr allri þeirri ull sem fellur til hér innanlands. Eigið fé nam í árslok tæplega 51 milljón króna og hafði lækkað úr 59 milljónum frá árinu áður. Þróunarverkefni Utflutningsráðs Auka útflutning umalltað250% FIMM íslensk fyrirtæki tóku þátt í verkefninu „Útflutningsaukning og hagvöxtur" á vegum Útflutnings- ráðs, sem staðið hefur yfir undanfar- ið ár. Þetta er þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er haf- inn. Verkefni þetta er hið fimmta í röðinni á vegum Útflutningsráðs. Fyrirtækin sem nú tóku þátt eru: íslenska Járnblendifélagið, íslensk Matvæli hf., Plastprent hf., Regn- bogahótel og Verkfræðistofa Guð- mundar og Kristjáns hf. Mikil aukning hefur átt sér stað í útflutningi nokkurra fyrirtækja sem tekið hafa þátt í þessu verkefni á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í fyrsta verkefninu árið 1989 hefur veltan aukist um 84% og útflutningur um 250%. Þá hefur hlutfall útflutnings af veltu þessara fyrirtækja aukist úr 44% árið 1989 í 84% árið 1993. Að verkefninu vinnur fulltrúi hvers fýrirtækis og felst verkefnið í megin- dráttum í því að þróa afurð frá hug- mynd til útflutnings. Við lok verkefn- isins á fyrirtækið að hafa í höndunum fullkomnlega raunhæfa markaðsá- ætlun fyrir afurð sína. Hver þáttak- andi fær sérstakan ráðgjafa sér til aðstoðar' auk þess sem viðskipta- fræðinemar á fjórða ári við Háskóla íslands aðstoða við gagnasöfnun og úrvinnslu undir leiðsögn _ prófessors. Haukur Björnsson hjá Útflutnings- ráði stýrir þessu verkefni. Verslunarráð vill veðlög VERSLUNARRÁÐ hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að hann leggi fram frumvarp til laga um samningsveð í upphafi haustþings og leggi áherslu á að það verði að lögum fyrir áramót. Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Alþingi í þrí- gang en alltaf dagað uppi. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að núverandi löggjöf á þessu sviði sé ósamstæð enda sé stofn hennar í lögum frá 1887. Þótt mikilvægar veðsetning- arheimildir hafi síðar verið settar í sérlög sé mikilvægt að endurnýja löggjöfina vegna breyttra atvinnu- og viðskiptahátta. Hann segir að Verslunarráði hafi borist ábending- ar frá félagsmönnum um nauðsyn þess að frumvarpið verði að lögum hið fyrsta. „í frumvarpinu er að finna ákvæði um nauðsynlegar breytingar á veðlöggjöfinni, eins og rýmri reglur um veðsetningu rekstr- artækja og vörubirgða auk ótví- ræðra ákvæða um veðsetningu við- skiptabréfa og annarra krafna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.