Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 B 5 VIÐSKIPTI Vaxandi ásókn er í bílalán þrátt fyrir töluverðan kostnað af þeim en vaxta- og lántökukostnaður af 500 þúsund króna bílaláni til þriggja ára er nú áætlaður kringum 110 þúsund krónur hjá helstu ijár- málafyrirtækjunum. Kristinn Briem kynnti sér lánskjörin og þróunina á þessum líflega markaði. bíla- Barist um lánin Stóraukin umsvif og samkeppi §ár- málafyrirtækja KAUPANDI milljón króna bíls sem tekur helming verðsins eða 500 þúsund krónur að láni til þriggja ára með svonefndu bílaláni íjármálafyrirtækja greiðir kringum 1,1 milljón vegna kaupanna þegar búið er að bæta við áætluðum vöxtum og lántökukostnaði. Kjör á slíku láni reyndust hagstæðust hjá viðskiptavinum í svokölluðum Stofni Sjóvár-Almennra hf. en litlu munar gagnvart lánskjörum Tryggingamið- stöðvarinnar. Bankalán til sömu nota virðast aftur á móti vera mun dýrari. Þetta kemur fram í athugun sem Morgunblaðið hefur gert á kjörum nokkurra fjármálafyrirtækja á lán- um vegna kaupa á nýjum og nýleg- um bílum. Niðustöður má sjá á töfl- unni hér til hliðar. Samkeppnin um slíkar lánveitingar hefur augljóslega harðnað mjög eins og ráða má af auglýsingum fyrirtækjanna undan- farið. Stöðugt fleiri fyrirtæki láta að sér kveða á þessum markaði, bæði vátryggingarfélög, eign- arleigufyrirtæki, greiðslukortafyr- irtæki, einn fjárfestingarsjóður, auk þess sem sum bílaumboð lána sjálf vegna kaupa á notuðum bílum. Þetta hefur leitt til þess að láns- tíminn hefur stöðugt verið að lengj- ast og lánshlutfallið að hækka þann- ig að nú er svo komið að hægt er að fá lán fyrir öllu kaupverði á dýr- um bílum til allt að 5 ára. Þá hefur samkeppni fjármálafyrirtækjanna leitt til þess að kjör þessara lána eru í mörgum tilvikum hagstæðari en almennt bjóðast í bankakerfinu. Það á þó ekki við um skuldabréfalán sem sum umboð veita sjálf til kaupa á notuðum bílum því þau geta verið mun dýrari en bankalán. Dýrasta lánið í bankanum Ekki er auðvelt að henda reiður á kjörum bílalána við fyrstu sýn. í auglýsingum og bæklingum fjár- málafyrirtækjanna hefur áherslan fyrst og fremst verið á langan láns- tíma, hátt lánshlutfall og hversu ein- falt og þægilegt það sé að fá slík lán. Viðskiptavinir eiga þess hins vegar kost að fá yfirlit hjá bílaboðun- Kostnaðup við 500 þusund kn. bilalán til þpiggja ápaE miðað við kaup á bíl fyrir eina milljón ^ ^ © L Lántökuqjald 15.738 15.738 10.383 11.712 Stimilqjald 7.875 7.875 7.800 7.815 Þinqlýsinqarkostnaður 1.000 1.000 1.000 1.000 Lántökukostn. samtals 24.613 17.500 24.613 19.183 20.527 19.000 Lánsfjárhæð 524.613 517.500 524.613 519.183 520.527 519.000 Vextir (brevtileqir)6) 7,8%+vtr. 10,90% 7,8%+vtr 7,8%+vtr 7,8%+vtr 11,75% Greiðsluqjald á mánuði 275 100 275 275 275 120 Verðbólquspá4) 1,50% 1,50% 1,50% 1 ,'50% Áætluð heildarqreiðsla 610.918 610.254 612.062 605.829 608.221 619.367 Áæti. heiidarkostn.4>5> 110.918 110.254 112.062 105.829 108.221 119.432 1) Félagar í Stofni Sjóvár-Almennra njóta hagstæðari kjara en aðrir lántakendur hjá félaginu. 2) Tryggingafélögin setja sem skilyrði fyrir láninu að bílinn sé bæði ábyrgðar- og kaskótryggður hjá félögunum á lánstiman- um. Iðgjald fyrir kaskótryggingu á bíl sem kostar 1 millión kr. er rúmlega 20.000 kr. miðað við 57.000 kr. sjálfsábyrgð. 3) Kjör banka eru mismunandi eftir láns- trausti, tryggingum og viðskiptum ein- stakra viðskiptamanna. T.d. fast mun hagstæðari kjör en hér er sýnt ef viðkom- andi hefur stundað sparnað í tólf mánuði í svonefndri Spariveltu Landsbankans. Þá getur einnig gefist kostur á verðtryggðu láni með 9,9% vöxtum. 4) Við samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum þarf að hafa í huga að verðbætur eru reiknaðar út frá spá um 1,5% verðbólgu á ári. 5) Heildarkostnaður miðast við núgild- andi vexti sem geta tekið breytingum. 6) Yfirlitið er ekki tæmandi, því auk þessara fyrirtækja veita t.d. VISA Island, VIS, Samvinnusjóðurinn, SP- fjármögnun og bílaumboðin slík lán. um eða fyrirtækjunum yfir áætlaða greiðslubyrði og lántökukostnað sem gefur til kynna hvað bíllinn muni kosta þegar upp er staðið. Nokkur misbrestur var þó á því að saman- burðarhæfar upplýsingar væru veitt- ar þegar Morgunblaðið kannaði kjör bílalána í vikunni. Tekið var einfalt dæmi um kaup- anda sem hyggst kaupa bíl fyrir eina milljón króna en þarf að fá 500 þúsund krónur lánaðar til þriggja ára. Til samanburðar var aflað upp- lýsinga frá Landsbanka íslands um algeng kjör á slíku láni hjá bankan- um. Kostnaður vegna lántökunnar var sem fyrr segir áætlaður lægstur fyr- ir Stofnfélaga Sjóvár-Almennra eða tæpar 106 þúsund krónur en rúmar 108 þúsund hjá Tryggingamið- stöðinni. Almenn kjör Sjóvá- Almennra voru nokkuð hærri eða um 112 þús- und krónur sam- anborið við 110-111 þúsund hjá Glitni og Kreditkortum. Töluvert dýrara var að taka óverðtryggt lán í Landsbankanum þar sem kostnaður- inn er áætlaður 119.400 krónur. Það skal undirstrikað rækilega að hér er einungis um eitt dæmi að ræða því t.d. kjör viðskiptavina bankanna eru mismunandi eftir lánstrausti þeirra. Þá eru kjörin vegna bílalána stundum mismunandi eftir lánshlutfalli. Þar að auki verður að hafa í huga að bankar taka al- Ua/án i lánarjnír alft 75^' afnndviiOi hilsitts mennt ekki veð í bílum heldur gera kröfu um fasteignaveð eða sjálf- skuldarábyrgðarmenn. Þegar bílalán er tekið nægir fyrsti veðréttur í bíln- um til tryggingar sem auðveldar mjög lántökuna. Þriðjungs aukning hjá Glitni Eftirspurn eftir bílalánum hefur vaxið hlutfallslega mun meira á þessu ári en sem nemur söluaukn- ingu nýrra bíla, samkvæmt upplýs- ingum helstu aðila á þessum mark- aði. Má nefna sem dæmi að bílalán Glitnis í síðasta mánuði voru hin mestu frá upphafi og jukust um 66% frá mánuðinum á undan. Nemur aukning lánanna um 30% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra með- an bílasala jókst um 22,5%, að sögn Heiðar A. Björnsdóttur, markaðsfulltrúa, hjá Glitni. Hún telur skýringuna m.a. felast í að kjör þessara lána hafi farið batn- andi fyrir lán- takendur. Þau séu almennt hagstæðari en almenningi standi til boða í banka- kerfinu. Nýtt eignarleigufyrirtæki spari- sjóðanna, SP-íjármögnun hf., er nú að blanda sér slaginn á þessum markaði. Hafa viðtökur verið góðar þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki auglýst bílalánin sérstaklega, að sögn Kjartans Georgs Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra sem áður Lr,, Einfohlop /Ijátlc/! Iriil til III) cianwil tiíl! veitti Féfangi forstöðu. „Viðskiptin hafa verið svipuð þennan fyrsta mánuð og voru á bestu mánuðum Féfangs á sínum tíma,“ sagði hann. Fyrirtækið er ekki með í samanburð- inum hér að ofan en vextir af verð- tryggðum lánum eru 8,9% og 11,8% af óverðtryggðum lánum. Lántöku- gjald er á bilinu 2-4%. Mikil aukning hjá Sj óvá-Almennum Váryggingafélögin hafa um margra ára skeið lánað til bílakaupa með því skilyrði að lántakendur kaupi ábyrgðar- og kaskótryggingu af viðkomandi félagi. Bílalán Sjóvár- Almennra hafa verið þar fyrirferða- mest. Kristján Björgvinsson, hjá Sjóvá-Almennum segir að útlán fé- lagsins til bílakaupa hafi verið tvö- til þrefalt meiri það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Við höfum lagt meiri áherslu á þessi lán og smám saman unnið að vöruþróun en jafnframt hafa kjörin alltaf farið batnandi. Þetta voru dýr lán en þau eru orðin ódýr ef miðað er við það sem venjulegur neytandi fær í bönk- unum. I flestum tilvikum eru þetta hagstæðari kjör. Einnig erum við að keppa um þjónustu því lánið get- ur fengist á 15 mínútunum ef vel gengur.“ Hjá Tryggingamiðstöðinni hefur einnig verið boðið upp á bílalán, fyrst og fremst til viðskiptavina félagsins og kaupenda hjá Heklu hf. Gunnar Felixson, forstjóri, segir að aukning hafi orðið í lánum til kaupa á notuð- um bílum. Lánveitingar hafi því auk- ist meira en sem nemur söluaukn- ingu nýrra bíla. Vátryggingarfélag íslands hefur í vaxandi mæli lánað til bílakaupa á síðasta ári og þessu, að sögn Hreins Bergsveinssonar, deildarstjóra hjá VÍS. Einkum hefur verið um að ræða lán til viðskiptamanna félags- ins. Fyrirhugað er að að fara með þessi lán á almennan markað ■ því félagið hyggst beinlínutengjast stærstu bílaumboðunum á næstunni. Bílalán VÍS til 3 ára bera 8,3% vexti umfram verðtryggingu og 2,5% lán- tökugjald. Ekki lágu fyrir upplýs- ingar um heildarkostnað með 1,5% verðbótum þannig að lánin eru ekki með í töflunni. Bílar á raðgreiðslum Raðgreiðslulán greiðslukortafyr- irtækjanna geta einnig komið til greina við fjármögnun á nýjum og notuðum bílum. VISA ísland veitir slík lán til tveggja ára en Kreditkort hófu á síðasta ári að bjóða lán til bílakaupa til allt að þriggja ára. „Við- tökur hjá korthöfum hafa verið mjög góðar. Við höfum hins vegar verið tregir til að lána meira en 500 þús- und krónur. Ég held að þetta sé mjög hagstætt form á bílamarkaðn- um,“ sagði Atli Öm Jónsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Kreditkorta hf. Nýjasta fyrirtækið á þessum mark- aði er Samvinnusjóðurinn hf., sem er fjárfestingarsjóður í eigu ýmissa fyrirtækja í tengslum við samvinnu- hreyfínguna. Fyrirtækið veitti ekki upplýsingar um heildarkostnað af bílalánum sínum með áætluðum verð- bótum og sjást kjör þess því ekki í töflunni. Upplýsingar Morgunblaðsins sýna að vextir fyrirtækisins eru 9% af verðtryggðum Iánum, lántökugjald 4,5% og mánaðarlegt greiðslugjald 690 krónur. Anthony Karl Gregory, hjá Samvinnusjóðnum, segir að sjóð- urinn hafí ákveðið að einbeita sér að markaði fyrir notaða bíla og sé ekki á sama markaði og önnur fyrirtæki. „Við tökum meiri áhættu og lánum allt að 100% kaupverðs notaðra bíla til allt að fímm ára meðan t.d. Sjóvá- Almennar lána einungis 75%. Af þeim ástæðum eru vextimir aðeins hærri.“ Golfmót Félags viðskipla- og hagfræðinga 1995 Hið árlega golfmót FVH verður haldið föstudaginn 30. júní nk. á Hólmsvelli í Leiru (Keflavík) Keppt verður í A- og B- flokki og nú líka í kvennaflokki. í A-flokki spila kylfingar undir 24 í forgjöf, en þeir sem eru með hærri forgjöf, spila í B-flokki. Leiknar eru 18 holur með forgjöf. Keppt verður um Morgunblaðsbikarinn og Hard Rock Café-bikarinn í karlaflokki og Wella-bikarinn í kvennaflokki. Einnig er fjöldinn allur af glæsilegum verðlaunum í öllum flokkum. Mótið hefst kl. 13.00 stundvíslega. Farið verður I rútu frá Hótel Holiday-lnn kl. 11.45 stundvíslega. Að loknu móti verður snæddur kvöldverður í Golfskálanum þar sem mótsslit og verðlaunaafhending fer fram. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til eftirtalinna aðila fyrir 27. júní: Ólafur Ó. Johnson Stefán Unnarsson Sigurður Ágúst Jensson hs: 551 5281 vs: 562 4000 fax: 5621878 hs: 568 9531 vs: 581 1433 fax: 581 1477 hs: 896 5400 vs: 568 7677 fax: 5621230 Mótanefnd hvetur sem flesta til að taka þátt enda er þetta stórskemmtilegt mót sem bæði byrjendur sem lengra komnir geta verið með. Nýsköpun Skattaleg hvatning Morgunverðarfundur með Dr. John Bell frá Astralíu Rannsóknarráð íslands og Útflutningsráð íslands standa að morgunverðarfundi um stuðning við ný- sköpun og skattalega hvatningu. Frummælandi er Dr. John Bell, aðstoðarráðuneytis- stjóri og aðalráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar um vísinda-og tæknimál. Dr. Bell mun fjalla um reynslu af stefnumótun áströlsku ríkisstjórnarinnar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Fundarstaður: Skáli Hótel Sögu föstudaginn 23. júní kl. 8:15-9:45 Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Nánavi upplýsingar veita Vilhjálmur Lúðvíksson hjá Rannsóknarráði íslands í síma 562 1320 og Andrés Pétursson hjá Útflutningsráði íslands í síma 511 4000. /// UTFLUTNINGSRÁÐ RAIUIMIS ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.