Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 B 7 VIÐSKIPTI Today sem vísað var til hér að framan er há er m.a. að ekki er reik'nað með því að fólk selji fast- eign sína eftir starfslok. Fólk þarf auðvitað íbúð til að búa í og reynsl- an sýnir að íbúðir fólks á eftirlauna- árunum eru ekki svo miklu ódýrari en þær sem fólk býr í fyrir þann tíma ef allur kostnaður við skipti og flutninga er reiknaður með og tekið er tillit til óvissu. Dæmið hér að framan sýnir að um 21 m.kr. þarf til að hafa 100 þús.kr. í tekjur frá starfslokum við 65 ára aldur til níræðs. Reiknað var með að lífeyrissjóðir og al- mannatryggingakerfið greiði ann- að eins og réttindi þar eru því einn- ig 21 m.kr. virði, samtals eru eftir- launin því um 42 m.kr. virði við starfslok. Þá er eftir að telja fast- eign, bifreið og e.t.v. aðra lausa- muni og hafa ber í huga að marg- ir bandarískir fjármálaráðgjafar reikna ekki með að almannatrygg- ingakerfi þeirra og eftirlaunasjóðir standi við skuldbindingar sínar um greiðslur eftirlauna fólks þegar kemur langt fram á næstu öld nema að hluta. Þannig er ein milljón doll- ara eða 60 til 65 m.kr. komnar í augsýn. Eins og fyrr segir virðast þessar tölur háar í samanburði við íslenskar áætlanir um fjárhag fólks á eftirlaunaárunum en það er engu að síður athyglisvert að kynnast því hvernig aðrar þjóðir hugsa. íslensku lífeyrissjóðirnir eru í hópi þeirra sterkustu hlutfallslega Það styrkir mjög áætlanir íslend- inga um fjárhag á eftirlaunaárun- um að eignir íslensku lífeyrissjóð- anna eru hlutfallslega hærri en víð- ast hvar í öðrum löndum. Heildar- eignir íslensku lífeyrissjóðanna námu um 230 milljörðum króna í lok ársins 1994 eða um 861 þús.kr. á hvern lifandi íslending. Tölurnar á meðfylgjandi súluriti sýna að aðeins Svisslendingar, Hollending- ar og Japanir eru betur settir en íslendingar hvað varðar eign í líf- eyrissjóðum á mann en Bretar og Bandaríkjamenn fylgja fast á eftir (tölurnar í töflunni eru frá árslok- um 1993). Þeir íslendingar sem hafa greitt (lögum samkvæmt) samviskusamlega í lífeyrissjóð alla starfsævina eru því almennt allvel settir fyrir eftirlaunaárin þótt margir kunni að óska sér viðbótar- sparifjár til að styrkja fjárhaginn. Almennu lífeyrissjóðirnir eru nú um 25 ára gamlir og þess vegna ættu ekki að vera margir launþeg- ar sem hófu störf fyrir 1970 sem ekki eiga a.m.k. 25 ára réttindi, þ.e. rétt til eftirlauna sem nemur um 45% af þeim launum sem greitt var af. Af þeim sem ekki hafa greitt reglulega í lífeyrissjóði, ef til vill um 20 þúsund manns, er hópur manna sem á nægar eignir fyrir til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum eftir starfslok. Þá eru eftir þeir sem raunverulega eru illa settir, sérstaklega ef tekið er að líða á starfsævina. Af úttekt USA Today er að sjá að um 25% Bandaríkja- manna kunni að vera illa undir eftirlaunaárin búnir en í þeim hópi eru jafnframt þeir sem höfðu lægst laun þátttakenda í könnunni. Könnun á íslandi bendir til að þekkingu á eftirlaunamálum megi bæta Til samanburðar má geta þess að fyrr á þessu ári gerði Gallup á íslandi hliðstæða könnun á viðhorfi fólks til fjármála á eftirlaunaárun- um fyrir VÍB en niðurstöður henn- ar birtust m.a. í Morgunblaðinu þann 19. febrúar sl. Ekki er vitað til þess að önnur slík könnun hafi verið gerð hér á landi á síðustu árum en líklega er æskilegt að geta borið saman niðurstöður úr fleiri en einni könnun til að unnt sé að byggja á niðurstöðunum. Spurt var hvað fólk teldi sig þurfa miklar tekjur á mánuði eftir starfs- lok og síðan hve mikil réttindi í líf- eyrissjóðum eða eigið sparifé þyrfti til að standa undir þeim tekjum. Helstu niðurstöður voru að um þriðjungur aðspurðra taldi sig vera frekar vel eða mjög vel undirbúinn til eftirlaunaáranna. Um tveir þriðju hlutar töldu sig annaðhvort vera illa á vegi stadda eða hvorki vel né illa. Þá er athyglisvert að 38% að- spurðra sögðust ekki vita hve mikla peninga þyrfti til að standa undir tekjum eftir starfslok. Þegar betur var að gáð var þó vitneskja þeirra 62% sem töldu sig vita betur frem- ur ónákvæm svo að aðeins lítill hluti aðspurðra reyndist í raun og veru hafa glögga hugmynd um það sem þarf til að tryggja fjárhagslegt öryggi eftir starfslok. I ljósi þess- ara niðurstaðna og raunar einnig þeirra bandarísku sem hér hefur verið vísað til virðist vera mikil- vægt að gera gögn um fjármál á eftirlaunaárunum aðgengileg til að fleiri geti sett sig inn í það sem þarf til að meta sína stöðu. Með- fylgjandi vinnublað er hugsað til þess að auðvelda lesandanum að reikna út eigin fjárhag eftir starfs- lok og gera viðhlítandi ráðstafanir. Breyting á aldurssamsetningu gæti valdið verðfalli á eignamarkaði Sparnaður sem hlutfall af tekj- um hefur lækkað til muna í næst- um öllum iðnríkjanna síðustu þrjá áratugina. í Bandaríkjunum var sparnaður sem hlutfall af lands- framleiðslu um 9% á sjöunda ára- tugnum, 8% á þeim áttunda en aðeins 3% á þeim níunda og hefur ekki aukist síðan. í Bretlandi er svipaða sögu að segja og jafnvel þótt sparnaður sé enn mikill í Jap- an og í Þýskalandi hefur hann lækkað, t.d. úr um 26% af lands- framleiðslu í Japan í um 20% síð- ustu þijá áratugina. Lítill vafi leik- ur á því að þessi minnkun á sinn þátt í hækkun raunvaxta síðustu fimmtán árin þótt aðrir þættir komi einnig við sögu, ekki síst mikill fjárlagahalli iðnríkjanna á sömu árum (neikvæður sparnaður hins opinbera), aukið frjálsræði í viðskiptum á fjármálamarkaði o.s.frv. Þessi minnkun á sparnaði er áhyggjuefni í ljósi þess hve meðal- aldur á Vesturlöndum fer hækk- andi á næstu áratugum (sjá með- fylgjandi línurit um hlutfall 65 ára og eldri á íslandi og í Bandaríkjun- um). Þótt áætlanir bendi til að mannkyninu fjölgi hratt næstu tvo áratugina er um 95% þeirrar fjölg- unar utan núverandi iðnríkja. Því bendir allt til þess að eftir árið 2010 eða svo, þ.e, þegar stóru árgangarnir byija að fara á eftirla- un. Þá hætta þeir að leggja fyrir og vera helsta uppspretta sparnað- ar en taka þess í stað að ganga á sparifé sitt og selja hlutabréf sín og skuldabréf til að sjá sér farborða. Bandarískir hag- fræðingar hafa bent á að slík um- skipti geti auðveld- lega leitt til verð- lækkunar á eigna- markaði. Fólk komi einnig til með að selja hús sín í einhverjum mæli og þannig gæti verð á fasteignamarkaði lækkað. Afar erfitt er að leiða líkum að því hvernig ástatt verður á verð- bréfamarkaði og öðrum eigna- markaði eftir 15 til 20 ár. Þessum vangaveltum er miklu fremur ætl- að að hvetja til umhugsunar. Eftir- launamál krefjast langtímaskipu- lags sem mörgum er framandi. Best er að koma sér upp lang- tímaáætlun um fjármál á eftirla- unaárunum sem gerð er eftir bestu vitund nú. Síðan þarf að yfjrfara áætlunina árlega og laga hana að breyttum aðstæðum eftir því sem nýjar upplýsingar berast og starfs- lok nálgast. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. SÚ NÝBREYTNI hefur verið tek- in upp lyá Sjóvá-Almennum að börnum starfsmanna er boðið upp á tölvunámskeið. Góð aðstaða er til fræðslumála hjá félaginu og til að nota aðstöð- una betur í sumar var kannaður áhugi starfsmanna á tölvufræðslu fyrir börn þeirra, samkvæmt upp- lýsingum félagsins. Ákveðið var UMGJÖRÐ hf. hefur gefið út nýtt safn eyðublaða með yfirskriftinni. „skipulag og stjórnun“. Um er að ræða 24 eyðublöð í Excel forritinu. Með safninu fylgja disklingar fyrir PC og Mac. tölvur og handbók þar sem Ijallað er stuttlega um hvert eyðublað og birt mynd af því, að því er fram kemur í frétt. Við hönnun og framleiðslu var lögð áhersla á að eyðublöðin væru einföld í notkun. Þeir sem kunna að opna Excel forritið geta án frek- ari fyrirhafnar notað eyðublöðin. Tíf einstök eyðublöð falla ekki ná- kvæmlega að þörfum notandans NÝLEGA lauk 222 stunda nám- skeiði í málmsuðu á vegum Fræðs- luráðs málmiðnaðarins. Samið var við virta þýska rannsóknar- og kennslustofnun, Schwisstechnisc- he Lehr- und Versuchsanstalt (SLV) í Duisburg og hefur öll framkvæmd námskeiðsins verið miðuð við reglur Samtaka evróp- skra málmsuðufélaga og tækni- stofnana, European Welding Fedaration, sem m.a. skilgreina hæfnisstig í málmsuðu, að því er segir í frétt. I þessi hæfnisstig er meðal ann- ars vísað í íslenskum/evrópskum stöðlum um framkvæmd málms- uðuverkefna svo sem brúarsmíði, Það er leikur að læra að bjóða 10-15 ára börnum upp á námskeið. Þáttt akendur eru 28 og er þeim skipt í þrjá hópa eftir þekkingarstigi þeirra á tölvum. getur hann með afar einföldum hætti breytt því að vild. Eyðublöðin eru fyrst og fremst hagnýt hjálpar- tæki sem er skipt í eftirtalda flokka: 1. Skipulag og tímastjómun. Hér er bæði að finna hefðbundin eyðu- blöð til tímaskipulagningar og ný- stárleg eyðublöð um t.d. persónu- lega markmiðasetningu, forgangs- röðun verkefna, greiningu tíma- notkunar o.fl. 2. Fundir og heimsóknir. í þess- um flokki er að finna eyðublöð sem nýtast við að undirbúa og eftirvinna fundi, gera söluheimsóknir árang- ursíkar o.þ.h. Málmsuðu- námskeiði að ljúka gerð stálgrindarhúsa og skipavið- gerðir. Flokkunarfélög gera kröfu um að fyrirtæki hafi starfs- fólk með þessa skilgreindu þekk- ingu og hæfni. Ýmsir aðilar liafa sýnt þessu framtaki skilning, t.d. Samment (COMETT), iðnaðarráðuneytið og Hver hópur fær 15 tíma kennslu. Farið er í gegnum helstu grunn- atriði tölvunnar, almenna tölvu- fræði, stýrikerfi tölvunnar, rit- vinnslu auk þess sem ýmis forrit eru skoðuð. Hóparnir vinna ýmis verkefni á námskeiðunumm og er fyrirhuguð sýning á verkefnum þátttakenda í lok hvers nám- skeiðs. 3. Verkefnastjórnun. Þetta er stærsti flokkurinn í safninu. Hér er að finna margvísleg eyðublöð sem auðvelda undirbúning, fram- kvæmd og eftirlit með stórum og smáum verkefnum. Eyðublöðin henta bæði einstakl- ingum og fyrirtækjum sem hafa aðgang að excel forritinu í útgáf- unni 4.0 eða nýrri. Þau nýtast við setningu markmiða, stefnumótun, áætlanagerð skipulagningu og tímastjórnun. Eyðublöðin fást hjá Umgjörð hf. og fljótlega einnig í nokkrum rit- fangna- og tölvuverslunum. Starfsmenntasjóður. í fréttinni segir að hér sé um að ræða grund- vallaratriði, ef við íslendingar ætlum yfirleitt að fá að taka þátt í verkefnum hér á landi og erlend- is, sem gera kröfur um hæfni í samræmi við staðla á þessu sviði. Þátttakendur á námskeiðinu voru þrettán og komu frá flestum landshlutum, einnig tóku fimm kennarar við ýmsa verkmennta- skóla þátt í þvi. Áætlað er að halda fleiri námskeið samkvæmt þessum evrópsku reglum en þá mun stærsti hluti þeirra verða kenndur af íslenskum kennurum sem upp- fylla evrópskar kröfur sem (EWE) European Welding Engineer. Kynslóð forrétt- indanna með ónógt sparifé Nýtt eyðublaðasafn frá Umgjörð Morgunblaðið/Þorkell Nýlega luku 13 manns námskeiði í málmsuðu sem miðast við reglur Samtaka evrópskra málmsuðufélaga og tæknistofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.