Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 12
fltoygwwMaftift VIDSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 Fólk Breytingarhjá Lands- banka íslands NOKKRAR breytingar hafa orðið á svæðis- stjóra- og útibús- stjórastöðum hjá Landsbankaum.. MBIRGIR B. Jónsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri við útibú bankans á Akranesi. Birgir er fæddur 1943 og hefur starfað hjá Landsbankanum í 34 ár. Birg- ir var sl. 9 ár útibússtjóri og síðar svæðisstjóri í útibúi bankans á ísafirði. Auk útibúsins á Akra- nesi tilheyra útibúin á Grundar- firði, Ólafsvík, Hellissandi og Króksfjarðarnesi því svæði sem Birgir hefur umsjón með. Birgir er kvæntur Elínu Sigurðardóttur forskólakennara og eiga þau tvo syni. MBRYNJÓLF- UR Þór Brynj- ólfsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri úti- búsins á Isafirði. Brynjólfur Þór er fæddur árið 1949 og hefur verið starfsmaður bankans í 27 ár. Hann hefur starf- að í mörgum deildum bankans og meðal annars verið útibússtjóri á Bíldudal og í Múlaútibúi. Síðastl- iðin 7 ár hefur hann verið forstöðu- maður útlánaeftirlits bankans. Útibúin í Bíldudal og Patreks- firði tilheyra svæðisútbúinu á Birgir ísafirði. Brynjólfur Þór er kvænt- ur Ragnheiði Jónsdóttur og eiga þau þrjú böm. • MGUÐMUND- UR Vilhjálms- son hefur verið ráðinn útibús- stjóri við Múla- útibú. Guðmund- ur er fæddur 1933 og hefur starfað hjá Landsbankanum í 40 ár. Hann var útibússtjóri í Grindavík, á Hornafirði og Akranesi á árunum 1971-1992 og svæðisstjóri við útibúið á Akra- nesi frá 1992. Guðmundur er kvæntur Ernu Jóhannsdóttur og eiga þau þijú börn. Guðmundur MSIGURÐUR Óli Sigurðsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri við Austurbæjar- útibú. Sigurður Óli er fæddur 1941 og hefur starfað hjá Landsbankanum í 36 ár, þar af í 11 ár sem útibús- stjóri Múlaútibús. Áður starfaði hann í ábyrgðardeild og á alþjóða- sviði. Austurbæjarútibú er svæðis- útibú fyrir Múlaútibú, Suðurlands- brautarútibú, Háaleitisútibú og Miklubrautarútibú. Sigurður Óli er kvæntur Guðrúnu Þórbjarn- ardóttur snyrtifræðingi og eiga þau tvo syni. Skipulagsbreytingar hjá SVR ■NÝTT stjórnskipulag var ný- lega tekið í notkun hjá SVR. Starfseminni hefur verið skipt í þijú svið, fjármála- og starfs- mannasvið, þjónustusvið og markaðs- og þróunarsvið. Markmið skipulagsbreyting- anna er að bæta stjórnsýslu SVR með skýrari verkaskiptingu, skil- virkari samskiptum, bættri upp- lýsingatækni og að styrkja starf- semina m.a. með því að efla mark- vissa starfsmannastjórn, bæta þjónustu og leggja aukna áherslu á markaðs- og þróunarstarf. ■HÖRÐUR Gíslason hefur tekið við stöðu forstöðumanns fjármála- og starfsmanna- sviðs og er jafn- framt staðgengill forstjóra. Hann lauk prófi frá Kennaraháskóla og B.Sc. prófi í hagrænni landa- fræði 1974 frá Háskóla íslands. Hörður hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá 1974, fyrst hjá Borgarskipulagi, þá á hag- fræði- og fjármáladeild borgar- innar og sem skrifstofustjóri SVR frá 1985. Hörður er kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur og eiga þau tvö börn. MJÓHANNES Sigurðsson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðu- Jóhannes manns þjónustu- sviðs. Jóhannes lauk prófi frá Vélskóla ís- lands 1978, hlaut ótakmörk- uð yfirvélstjóra- réttindi 1982, lauk prófi frá Útflutnings- og markaðsskóla Islands 1989 og prófi í rekstrarfræðum frá Tækniskóla íslands 1993. Jó- hannes starfaði áður sem sölu- maður hjá fasteignasölunni Sér- eign. Jóhannes er kvæntur Soffíu Kristjánsdóttur og eiga þau fjögur börn. MÞÓRHALLUR Örn Guðlaugs- son hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns markaðs- og þró- unarsviðs. Þórhallur lauk prófi í rekstrarfr æði _ frá Tækniskóla íslands 1992, B.Sc. prófi í iðnaðartæknifræði 1994 og B.Sc. prófi í alþjóðamarkaðs- fræði 1994 frá sama skóla. Þórhallur starfaði áður sem viðskiptafræðiráðgjafi hjá Um- gjörð hf. ásamt því að sinna stundakennslu við Tækniskóla íslands. Þórhallur er kvæntur Dag- björtu Sveinsdóttur og eiga þau þijú börn. Tæknifor- sijóriVega- gerðar GUNNAR H. Guðmundsson hefur verið ráðinn tækniforstjóri Norðurlandsum- dæmis vestra. Gunnar varð stúd- ent frá Mennta- skólanum á ísafirði 1976. Hann lauk prófi í byggingartækni- fræði frá Tækniskóla Islands 1982 og varð byggingarverkfræðingur frá Aalborg Universitetscenter 1992. Gunnar hefur verið yfirverk- fræðingur í Vestfjarðaumdæmi Vegagerðarinnar. Markaðsráð- gjafí MÞÓRÐUR Sverrisson hefur hafið störf sem sjálfstæður ráð- gjafi í markaðs- málum. Þórður er viðskiptafræðing- ur af markaðssviði Háskóla íslands 1982 og rekstrar- hagfræðingur frá Viðskiptahá- skólanum í Kaupmannahöfn 1984. Hann var markaðsstjóri Verslunarbanka íslands 1984 til 1990 _þegar hann varð markaðs- stjóri Islandsbanka hf. við stofnun þess banka. Eiginkona Þórðar er Hafrún Dóra Júlíusdóttir og eiga þau þijá drengi. Þórður I—-----------v'"---------- Eg fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur > hjá Rekstrarvörum Torgið Mikils vænst af Aflvaka AÐALFUNDUR Aflvaka Reykjavík- ur hf. var haldinn (vikunni. Við það tækifæri var nafni félagsins breytt í Aflvaka hf. en Hafnarfjarðarbær mun festa kaup á 20% hlut í því. Fyrirtækið á nú þriggja missera starf að baki og hefur á þeim tíma unnið að fjölbreyttum verkefnum sem ætlað er að renna stoðum undir atvinnulíf á höfuðborgar- svæðinu í einni eða annarri mynd. Það hefur meðal annars sinnt ráð- gjöf gagnvart einstaklingum, fjár- festingum í fyrirtækjum, könnun nýrra hugmynda og verið sam- starfsaðili í rannsóknaverkefnum. Að undanförnu hefur verið unn- ið að því að endurskilgreina hlut- verk Aflvaka og í kjölfar þess voru breytingar á samþykktum félags- ins samþykktar á aðalfundinum. Samkvæmt þeim er tilgangur þess nú í fyrsta lagi sá að laða erlenda og innlenda fjárfesta að höfuð- borgarsvæðinu. í öðru lagi að vinna að nýsköpun og nýmælum í atvinnulífi með fjárfestingarþátt- töku. í þriðja lagi að taka þátt í þróunar- rannsóknar- og könnun- arverkefnum á sviði atvinnumála og í fjórða lagi að stuðla að auknu samstarfi sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu í atvinnumálum. Þá er félaginu ætlað að leita al- mennt eftir víðtæku samstarfi við fyrirtæki sjóði, rannsóknarstofnan- ir, menntastofnanir og samtök í atvinnulífi. Ekki er um stórtækar breytingar að ræða frá fyrri samþykktum Afl- vaka Reykjavíkur hf. að öðru leyti en því að tekið var út ákvæði um að félagið stæði með Reykjavíkur- borg að stofnun hlutafélaga vegna breytinga á rekstrarformi borgar- stofnana og borgarfyrirtækja. Aflvaki stendur vel fjárhagslega enda hefur hann trausta bakhjarla. Núverandi hluthafar eru Reykjavík- urborg, og nokkrar stofnanir henn- ar, og Hafnarfjarðarbær bætist nú í hópinn með 20% hlut. Selt hluta- fé nemur nú 120 milljónum króna og um síðustu áramót var eigið fé Aflvaka 86,7 milljónir. Þá er unnið að því að stofnanafjárfestar, svo sem lífeyrissjóðir, kaupi hlutabréf í félaginu og verður spennandi að sjá hver framvinda þess máls verð- ur. Ef af þátttöku þeirra verður mætti ef til vill breikka hluthafa- hópinn enn frekar og bjóða fyrir- tækjum og jafnvel einstaklingum að leggja fé í Aflvaka. Fáir ef nokkr- ir þekkja hin járnhörðu lögmál efnahagslífsins betur en stjórn- endur þeirra fyrirtækja sem þurfa á hverjum degi að berjast fyrir til- veru sinni. Ekki verður betur séð en að hin nýkjörna stjórn Aflvaka hf. hafi aðeins einum slíkum full- trúa á að skipa en hinir fjórir starfi í vernduðu umhverfi ríkisháskóla og verkalýðsfélaga. Mikils er vænt af störfum Aflvaka og stjórnendum hans mikill vandi á höndum þegar þeir þurfa að vega og meta fjölda umsókna sem þeim berast, ekki síst með tilliti til arðsemi. Þrátt fyrir ungan aldur hafa nokkur verkefni félagsins vakið mikla athygli í viðskiptalífinu og það með réttu. Nefna má skýrslu- um samkeppnisstöðu fslendinga en samkvæmt henni er ísland í átjánda sæti af 23 OECD löndum hvað almenna samkeppnishæfni varðar. Nú vinnur Aflvaki hf. að ýtarlegu rannsóknarverkefni um gjaldþrot og nýgengi fyrirtækja á Islandi í samvinnu við Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands. Við frumundirbúning verkefnisins var Haraldur L. Haraldsson, hagfræð- ingur, fenginn til að gera úttekt á tölfræðilegum upplýsingum sem liggja fyrir um gjaldþrot fyrirtækja á undanförnum árum. í samantekt hans kom í Ijós að um eitt félag varð gjaldþrota á hverjum virkum degi síðustu tíu árin. Samtals var um 2.595 fyrirtæki að ræða en á sama tímabili (1985-94) voru 6.882 hlutafélög stofnuð eða þrjú hvern virkan dag. Áætlað er að heildar- upphæð samþykktra og frágeng- inna krafna á þessu tíu ára tíma- bili geti numið rúmum 94 milljörð- um króna og að beint tap vegna gjaldþrotanna sé um 80 milljarðar. Niðurstöður sjálfrar skýrslunnar eru væntanlegar eftir nokkra mán- uði og eiga þær vafalaust eftir að vekja mikla athygli og umtal innan viðskiptalífsins og víðar í þjóðfé- laginu. KM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.