Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 3
2 D FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Breiðablik - Kellavík 1:1 Kópavogsvöllur, íslandsmótið í knattspymu - 1. deild karia, 21.júní. Aðstæður: SA strekkingvindur og 11 gráðu hiti, völlurinn var blautur eftir rigningu dagsins. Mark Breiðabliks: Gústaf Ómarsson (56.). Mark Keflavíkur: Ragnar Margeirsson (78.). Gult Spjald: Gústaf Ómarsson, Breiðabliki (6.) fyrir brot - Þórhallur Hinriksson, Breiðabliki (47.) fyrir leikaraskap - Marko Tanasic (49.) fyrir leikarskap. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason, góður. Línuverðir: Sæmundur Viglundsson og Þorsteinn Ámason, góðir. Áhorfendur: 300. Breiðablik: Hajradin Cardaklija - Amarld- ur Loftsson, Willum Þór Þórsson, Úlfar Óttarsson - Gústaf Ómarsson, Guðmundur Guðmundsson, Amar Grétarsson, Gunn- laugur Einarsson, Ásgeir Halldórsson (Þór- híjlur Hinriksson 46.)- Jón Stefánsson (Grétar Sveinsson 81.), Anthony Karl Greg- ory. Keflavik: Ólafur Gottskálksson - Kristinn Guðbrandsson, Hjálmar Hallgrímsson, Helgi Björgvinsson, Karl Finnbogason - Kjartan Einarsson, Marko Tanasic, Ey- steinn Hauksson, Róbert Sigurðsson (Jó- hann B. Guðmundsson 81.) - Ragnar Mar- geirsson, Óli Þór Magnússon (Sverrir Sverr- isson 64.). Portúgal 35.000 knattspymuáhugamenn frá Portúg- al mættu á Parc des Princes-leikvöllinn í París til að sjá þriðja leik Porto og Benfica í meistarakeppni Portúgals 1993-94. Liðin höfðu gert jafntefli 1:1 í Lissabon og 0:0 í Porto og mættust í Parfs tiu mánuðum eft- ir að seinni viðureigninni lauk. Porto - Benfica....................1:0 Domingos (50.). Vináttuleikur Ástralía - Ghana...................1:0 Carl Veart (20.). 7.000. Rúmenía Bikarúrslit í Búkarest: Petrolul Ploiesti - Rapid Búkarest.1:1 Petroul vann í vítaspymukeppni 5:3. Markvörður Petroluí Stefan Preda var hetja liðsins, átti stórleik og varði síðan vítaspymu. Mót i Sviss Afmælismót svissneska knattspymusam- bandsins. Ziirich: Þýskaland - Ítalía..................2:0 Thomas Helmer (4.), Paulo Maldini (38. - sjálfsm.). 17.000. ■Italía vann Sviss 1:0 í fyrsta leiknum. Sviss og Þýskalands leika á laugardaginn. KR KLÚBBURINN Bátsferð á Skagann með Árnesi frá bryggjunni við Slippfélagið kl 18.30 ogtil bakastrax að leik loknum.mæting 18.15 Verð kr. 1500, Frítt fyrir 12 ára og yngri Ath. stærri bátur en síðast. KR-ingar fjölmennum Körfuknattleikur Evrópukeppni landsliða Evrópukeppnin hófst í gær í Aþenu í Grikk- landi. Rússland - Finnland..........126: 74 Sergei Babkov 19, Vasili Karasev T7, Ser- gei Bazarevieh 16 — Martti Kuisma 13, Sakari Pehkonen 10, Riku Marttinen 9. Frakkland - Slóvenía......... 89: 68 Yann Bonato 28, Jim Bilba 18, Antoine Rigaudeau 14 — Jurij Zdovc 18, Slavko Kotnik 15, Roman Horvat 10. Litháen - Þýskaland.......... 96: 82 Arturas Kamisovas 33, Arvidas Sabonis 20, Saranas Marciulionis 14 — Mike Koch 21, Chris Welp 13, Kai Nuernberger 12. ■Þjóðveijar era núverandi Evrópumeistar- ar. Ítalía - ísrael............. 73: 71 Stefano Rusconi 17, Gregor Fucka 11, Ricc- ardo Pittis 10 — Nadav Hanefeld 16, Guy Goodes 11, Ofer Fleisher 10. Júgóslavía - Grikkland...... 84: 80 I framlengdum leik, 72:72. Dejan Bodiroga 22, Zeljko Rebraca 18, Vlade Divac 18 — Efthimis Redzias 17, Costas Angelidis 16, Panayiotis Yannakis 14. Spánn - Tyrkland............ 85: 70 Alberto Herreros 28, Juan Antonio Orenga 19, Javier Femandez 14 — Haran Erdenay 26, Serdar Aydin 11, Tamer Oyguc 10. Golf Meistaramót klúbbanna Golfklúbbur Reykjavíkur Meistaramótið hófst á sunnudaginn og því lýkur á föstudaginn. Meistaraflokkur karla: Hjalti Pálmason Þorkell Snorri Sigurðarson. 77 77 79 86 156 186 77 87 164 Sæmundur Pálsson 79 86 165 Einar Long Þórisson 80 86 166 Sigurður Hafsteinsson 76 90 166 Viggó Viggósson 83 84 167 80 88 168 Tryggvi Pétursson 82 90 172 Guðmundur J. Óskarsson... 81 92 173 1. flokkur karla: Eiríkur Guðmundsson 79 82 161 Haraldur Þórðarson 77 85 162 Halldór Sigurðsson 78 86 164 85 83 168 Guðmundur Gylfason 84 86 170 2. flokkur karla: Friðgeir Guðnason 80 86 90 256 Ögmundur M. Ögmundss. ..89 82 87 258 Magnús Gunnarsson 85 81 93 259 Jóhannes Snæland 80 89 91 260 3. flokkur karla: Ómar Guðnason 85 77 91 253 Bjarni Þjóðleifsson 87 78 97 262 Magnús Amarsson 87 88 100 275 4. flokkur karla: Snorri Hjaltason 90 86 94 270 BjörnBjamason 101 87 97 285 Jón A. Agústsson 97 99 94 290 Sigurður Dagsson 97 98 95 290 Meistaraflokkur kvenna: Ásgerður Sverrisdóttir 85 85 170 Ragnhildur Sigurðard 86 85 171 Herborg Arnarsdóttir 88 85 173 Ásthildur M. Jóhannsd 99 96 195 1. flokkur kvenna: SigríðurTh. Mathiesen 91 94 185 94 100 194 Kristín Guðmundsd ....100 107 207 2. flokkur kvenna: Fanney Júlíusdóttir 95 95 190 ....101 100 201 Sigrún Gunnarsd 106 97 203 3. flokkur kvenna: Margrét Nielsen........107 112 119 338 Margrét Geirsdóttir....111 112 116 339 Sólveig Leifsdóttir...110 116 115 341 Eldri flokkur öldunga Ólafur Ág. Ólafsson..........84 91 175 Hannes Ingibergsson..........89 86 175 Aðalsteinn Guðlaugsson.......98 89 187 ■Keppni er lokið í þessum flokki. Ólafur Agúst sigraði Hannes i bráðabana um fyrsta sætið. Hannes Ingibergsson sigraði með forgjöf á 139 höggum. Öldungar - yngri flokkur Viktor Sturlaugsson..........89 89 178 yilhjálmurÁmason.............94 85 179 Ólafur Gunnarsson...........92 89 181 Öldungaflokkur kvenna: Nanna Þorleifsd.......102 92 101 295 Ágústa Guðmundsd.......105 95 96 296 Guðrún Eiriksd........98 100 105 303 Golfklúbburinn Leynir Meistaraflokkur karla: Birgir Leifur Hafþórss..68 69 75 212 Kristinn G. Bjamason....71 77.77 225 Þórður E. Ólafsson......76 73 75 224 Helgi Dan Steinsson.....82 79 88 249 ■Leynismenn heij'a leik um klukkan 15 á morgun. Parið á Garðavelli er 70 og erfið- leikastuðull af hvítum teigum 71. Golfklúbburinn Keilir Drengir - 14 ára og yngri Án forgjafar Atli Þór Gunnarsson................319 Sigurþór Jónsson............... 346 Bjöm Kr. Bjömsson.................361 Með forgjöf: Atli Þór Gunnarsson................255 Bjöm Bjömsson......................265 Sigmar Öm Arnarson.................270 Telpnaflokkur: 1. Anna Lára Sveinbjömsdóttir....416. ■Úlfar Jónsson og Amar Már Jónsson, leika með í mótinu sem gestir. Úlfar lék á 68 höggum sem er par vallarins. Golfklúbbur Suðurnesja Meistaraflokkur karla: Jóhann R. Kjærbo.....................82 Þorsteinn Geirharðsson...............84 Davíð Jónsson...................... 85 Öm Ævar Hjartarson...................85 Sigurður Sigurðsson..................85 Arnar Ástþórsson.....................86 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.........87 Sigurþór Sævarsson...................87 Phil Hunter [gestur].................87 ■Keppendur í meistaraflokki karla eru 14 en miðað er við forgjöf 6 og lægri. Meistaraflokkur kvenna: Karen Sævarsdóttir...................94 Rut Þorsteinsdóttir.................100 Erla Þorsteinsdóttir................108 Magdalena Sirrý Þórisd..............111 Rakel Þorsteinsd....................128 1. flokkur karla: Óskar Halldórsson....................84 Steinar Hjartarson...................88 Einar Guðberg........................88 Einar Aðalbergsson...................88 2. flokkur karla: Garðar Vilhjálmsson..................89 Hafþór Hilmarsson....................90 Gunnlaugur Kárason...................91 3. flokkur karla: Sigurður Stefánsson..................93 Einar Magnússon......................97 íbsen Angantýsson...................100 ■Keppendur á meistaramóti GS eru um 130 talsins. í kvöld Knattspyrna kl. 20 1. deild karla: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH Akranes: ÍA - KR Grindavík: Grindavík - Fram Valsvöllur: Valur - Leiftur 2. deild: Fylkisvöllur: Fylkir - Stjaman Garður: Víðir - Víkingur R. 4. deild: Ármannsvöllur: Léttir - TBR Siglufjörður: KS - SM Miðnæturhlaup í 3. sinn Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram í þriðja þann 23. júni, annað kvöld, og hefst kl. 23 við sundlaugarnar í Laugar- dal. Hlaupið er um Laugardalinn, frá sund- laugunum þar sem skráning fer fram. Boð- ið er upp á tvær vegalengdir sem eru 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu og 3 km á tímatöku og flokkaskiptingar. KNATTSPYRNA Setningu Pollamótsins frestað í Eyjum Veðurguðirnir settu heldur betur strik í reikninginn í sambandi við hið árlega Pollamót í knattspyrnu í Vestmannaeyjum — þar sem ekki var flogið til Eyja eftir hádegi í gær, komust nokkur lið þangað fyrr en sjóleiðina með Herjólfi í gær- kvöldi. Því var ákveðið að fresta setningu mótsins, sem er fyrir leik- menn í sjötta aldursflokki. Setninga- athöfnin, sem er einn af hápunktum mótsins, verður væntanlega á morg- un, föstudag kl. 18.40. Þá var ákveð- ið að innanhússmótið færi fram í dag, en keppni í knattspyrnu utan- hns1 hnfst á morgun. SKAGAMENN — GULIR OG GLAÐIR — Fjölmennum á leik Skagamanna og KR á Akranesi í kvöld kl. 20.00 og hvetjum okkar menn til sigurs. Andrea II fer frá Ægisgarði kl. 18.20 og til baka að leik loknum. Frítt fyrir böm 12 ára og yngri og afslátttur fyrir hjón. Frí rútuferð frá bryggju á Akranesi á völlinn og til baka að loknum leik: Stuðningsmenn Skagamanna um land allt. Gerist félagar í stuðningsmannafélaginu Skagamenn. Skrifið til Skagamanna, Fellsmúla 10, 108 Reykjavík. SKAGAMENN — GULIR OG GLAÐIR — GOLF / MEISTARAMOT Margir kytfingar fóru halloka gegn veðrinu KYLFINGAR sem þátttaka í meist- aramótum þessa dagana fengu að kynnast íslensku sumarveðri eins og það verst getur orðið í gær. Fjór- ir klúbbar halda meistaramót sín þessa dagana, Golfkiúbbur Reykja- víkur, Keilir, Golfklúbbur Suður- nesja auk þess sem keppt er í meistaraflokki hjá Leyni á Akranesi. Menn fóru misjafnlega út úr glímu sinni við veðrið en almennt var skor mun hærra í gær heldur en fyrri mótsdaga. Miklar svipt- ingar voru í toppsætum Eiðsson margra flokka í Grafar- skrífar holtinu þar sem meistara- mót GR fer fram og sem dæmi má nefna að Sigurður Hafsteinsson hafði eins högga forskot eftir fyrsta dag- inn hjá meistaraflokki GR en er tíu högg- um á eftir fyrsta manni eftir gærdaginn. Hjalti Pálmason skaut í efsta sætið í meistaraflokki GR eftir gærdaginn þegar hann kom inn á 79 höggum við ótrúlega erfíðar aðstæður. Flestir meistaraflokk- skylfíngar í karlaflokki voru óánægðir með að mótsstjórn GR hefði ekki farið að dæmi Keilismanna og aflýst keppni í gærdag. Mjög hvasst var allan daginn og skömmu eftir að meistaraflokkskylfíngar voru ræst- ir út byijaði að rigna og það var ekki til að bæta aðstæðurnar. Sigurður Hafsteins- son sem hafði forystuna eftir fyrri hring- inn átti ekki góðan dag, hann lék á 90 höggum. Ásgerður í toppsætinu Ásgerður Sverrisdóttir hefur haldið efsta sætinu tvo fyrstu keppnisdagana í meistaraflokki kvenna hjá GR. Ásgerður sem er í framhaldsnámi í læknisfræði í Svíþjóð hefur nýtt sumarfríið vel hér á landi. Fyrir skömmu tryggði hún sér sæti í landsliðinu og byijunin á meistaramótinu lofar góðu. Hún lék báða hringina á 85 höggum en Ragnhildur Sigurðardóttir og Herborg Arnarsdóttir sem fyrirfram voru taldar sigurstranglegastar fylgja henni skammt á eftir. Kvenfólkið var ræst út í gærmorgun og fengu því öllu skárra veður en karlamir. Flautað af í Hvaleyri Keilismenn ákváðu að flauta daginn af kl. 17 og skor keppenda frá því í gær gildir því ekki í mótinu, nema hjá yngstu aldurs- Morgunblaðið/Frosti BIRGIR Lelfur hefur leikið vel á meistaramótl Leynis. flokkunum, jafnvel þó margir hafí skilað inn kortum sínum. Áð sögn Helgu Gunn- arsdóttur, mótsstjóra voru aðstæður hinar verstu, 8-9 vindstig og úrhellisrigning. Flöggin tolldu heldur ekki lengur í holunum þannig að mótsstjórnin sá ekki ástæðu til að halda leik áfram. Keilismenn hyggjast samt sem áður ljúka móti sínu á laugar- dag, eina breytingin er sú að flestir flokk- ar leika aðeins 54 holur í stað 72. Birgir Lerfur spiiar vel Fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Birgis Leifs Hafþórssonar á meistaramóti Leynis á Akranesi. Birgir Leifur iék fyrstu tvo hringina undir pari, á 68 og 69 högg- um og gærdaginn á 75 höggum. Hann hefur þrettán högga forskot á Þórð Emil Ólafsson fyrir lokahringinn. Vinstri handar golf Þrír keppendur í öldungaflokki á Meist- aramóti GS í Leirunni hættu leik af heilsuf- arsástæðum. Mjög hvasst var á Suðurnesj- unum, þó það hafi kannski alveg náð fimmtán vindstigum eins og enski golf- kennarinn Phil Hunter staðhæfði í spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi. Einar Guð- berg framkvæmdastjóri sagði að þetta væri greinilega hundruð högga dagur en flestir kylfíngar hefðu haldið góða skapinu og getað brosað af skorinu. Örvhentir kylfíngar eru í tveimur efstu sætunum í meistaraflokki karla eftir fyrsta keppnis- daginn. Jóhann Kjærbo, sonur Þorbjörns gamalreynds kylfírigs og íslandsmeistara kom inn á bestu skori, 82 höggum og Þorsteinn Geirharðsson notaði tveimur höggum fleira. HESTAR / ÚRTÖKUMÓT FYRIR HM Einar og Mökkur meðgóöastöðu AEinar Öder Magnússon og Mökkur frá Þóreyjarnúpi eru stigahæstir eftir fyrsta dag úrtökunnar fyrir HM. Urðu þeir stigahæstir í gæðingaskeiði, í öðru sæti í fímmgangi og slaktaumatölti og þykir staða þeirra nokkuð vænlega það sem komið er. Staðan er aftur mjög óljós þar sem til dæmis Sigurður Matthíasson á Huginn frá Kjartansstöðum og fleiri eiga eftir að keppa í tölti. Aðrir í gæðingaskeiði urðu Pál! Bragi Hólmarsson og Blær frá Minni Borg, þá Sigurður og Huginn, Orri Snorrason og Skörungur frá Kálfholti og Ragnar Hin- riksson og Djákni frá Efri-Brú fimmtu. Sigurður og Huginn eru efstir í fímm- gangi og Einar og Mökkur í öðru sæti. Jöfn í þriðja til fjórða sæti eru Hulda Gústafsdóttir og Stefnir frá Tunguhálsi og Baldvin Ari Guðlaugsson og Prúður frá Neðri Ási og Erling Sigurðsson og Þokki frá Hreiðarsstaðakoti fimmtu. í slaktau- matölti er efst Hulda og Stefnir, Einar Öder og Mökkur koma næstir, Reynir Aðalsteinsson og Reynar frá Litla-Bergi þriðju og fjórðu eru Ragnar og Djákni og fímmtu Auðunn Kristjánsson og Frímann frá Syðri-Brekkum. Sigurbjörn Bárðarson sem keppir á Oddi frá Blönduósi stóð efstur í fjórgangi en næstir urðu Vignir Jónasson og Kol- skeggur frá Ásmundarstöðum, Gísli Geir Gylfason og Kappi frá Álftagerði, Vignir Siggeirsson og Þyrill frá Vatnsleysu og Sævar Haraldsson og Goði frá Voðmúla- stöðum koma svo þar á eftir. í hlýðni urðu einnig efstir Sigurbjörn og Oddur, Sævar og Goði næstir, Gísli Geir og Kappi þriðju. Um miðjan dag í dag verður keppn- in hálfnuð og fer þá leikur að æsast. Þá verða línur nokkuð skýrar um það hverjir hafi raunverulegan möguleika en þó er rétt að minna á að oft eru fleiri inn í myndinni en í fljótu bragði virðist. Staðan getur einnig riðlast ótrúleg mikið við óvænta frammistöðu eins keppanda og hleypir það oft mikilli spennu í þessa keppni. Talsverður fjöldi fylgdist með keppninni í gær þrátt fyrir frekar leiðin- legt veður. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 D 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Sverrir Hurð skalla nærri hælum ANTHONY Karl Gregory fékk dauðafæri í fyrri hálflelk þegar hann komst einn inn fyrir vörn Keflavíkur gegn Ólafi markverði. Anthony skaut slöku skoti framhjá frá vítateigslínu og því engin furöa þó að hann væri svekktur og feidi andlit sitt í lófunum um stund. Liðin skoruðu sitt markið hvort í síðari hálfleik og sklldu því með skiptan hlut. Hressilegt í rok- inu í Kópavogi „Erurri á réttri leið,“ sagði ÞórirSigfússon, nýráð- inn þjálfari Keflavíkurliðsins BREIÐABLIK og Keflavík skildu jöfn í kaflaskiptum leik í leið- indaknattspyrnuveðri á Kópa- vogsvelli í gærkvöldi, lokatölur 1:1. En þrátt fyrir að veðurguð- irnir væru ekki leikmönnum hagstæðir í Kópavoginum í gær reyndu leikmenn beggja liða lengst af að halda knettinum niðri og náðu oft á tíðum að leika góða knattspyrnu. I eikmenn Breiðabliks högnuðust frekar á vindáttinni í fyrri hálfleik og áttu þá mun meira í _____________ leiknum en gestirn- ir. Amar Grétarsson lvar fékk gott færi á 12. Benediktsson mjn * eftir auka- skrifar „ , „ spyrnu fra Gunn- laugi Einarssyni, en Arnar skaut framhjá. Hinumeginn átti Kjartan Einarsson gott skot yfir á 15. mín., úr fyrsta tækifæri gestanna. Eftir nokkra góða spretti Blika í sókninni þar sem oft vantaði herslumuninn fékk Anthony Karl besta færi þeirra á 25. mín., þegar hann fékk stungu- sendingu frá Gústafí Ómarssyni. Anthony var einn og hafði nægan tíma en kaus að skjóta frá víta- teigslínu þegar Ólafur kom út á móti honum, skot Anthonys var slakt og fór framhjá. í beinu fram- haldi bjargaði Cardaklija á elleftu stundu hinumeginn skalla frá Ragnari Margeirssyni. Þar hefði geta farið ver hjá Blikum því út- hlaup Cardaklija í fyrgjöfina var vægast sagt mislukkað, en vindur- inn hjálpaði honum og Ragnar náði ekki að stýra knettinum sem skyldi. Leikmenn Breiðabliks áttu meira í leiknum fram að hléi og Gunnlaug- ur Einarsson átti skot framhjá af 4 «f |Arnar Grétarson Fvann boltann á 56. mín., fyr víkur vin armenn t ir utan vítateig Kefla- stra megin, lék á varn- >g lék upp að endalínu við markteig og gaf þaðan fyrir út í vítateiginn þar sem Gústaf Ómarsson skaut viðstöðulausu skoti frá vítapunkti í vinstra markhornið. I Kjartan Einarsson ■ ■ 1 I tók hornspyrnu frá hægri á 78. mín., og sendi inn á markte íg áfjærstöng og þang- að var íominn Ragnar Mar- gvlt ÖSOti í netið. S6IH SKíUmOl KllOltlIln stuttu færi og skömmu síðar átti Arnar Grétarsson skot af 25 m færi sem Ólafur Gottskálksson varði glæsilega ofarlega út við stöng. Nokkurt þóf var á upphafsmínút- um síðari hálfleiks en með marki Breiðabliks á 54. mínútu opnaðist leikurinn og Keflvíkingar urðu að- gangsharðari en áður í sóknartil- raunum sínum. Cardaklija varði í tvígang vel frá Ragnari Margeirs- syni og einu sinni frá Marko Tan- asic. En þrátt fyrir að Blikar bökk- uðu mikið eftir markið náðu þeir færum úr skyndiupphlaupum. Jón Stefánsson fékk gott færi á 57. mín., til að bæta við en Ólafur varði slakt skot hans af stuttu færi og Anthony Karl fékk einnig mögu- leika eftir að hafa „dottið“ einn inn fyrir vörn Keflavíkur þegar mis- skilningur kom upp á meðal vamar- manna. En síðustu 25 mínútur leiksins áttu Keflvíkingar og sóttu þeir stíft, en tókst ekki að skora nema eitt mark þrátt fyrir fjölda góðra færa. „Ég er ósáttur við jafntefli í þess- um leik því fengum færi til að skora og hirða með okkur stigin þtjú. Það vantaði oft herslumuninn hjá okk- ur, en þetta er fyrsti leikurinn þar sem við sköpum okkur mikið af færum svo ég tel okkur vera á réttri leið,“ sagði nýráðinn þjálfari Kefla- víkur, Þórir Sigfússon að leiklokum í gærkvöldi. „Við komum hingað með því hugarfari að leika af skyn- semi og láta boltann vinna fyrir okkur. Miðað við aðstæður held ég að það hafí tekist ágætlega," bætti hann við. „Við bökkuðum of mikið eftir markið og síðustu mínúturnar tóku mjög á taugarnar, en ég tel að við hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk fram að þeim tíma. En bæði lið eiga heiður skilið fyrir að reyna að leika góða knattspyrnu þrátt fyrir veðrið byði vart upp á slíkt,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks. Hjá Blikum voru tveir leikmenn í banni vegna rauðra spjalda, þeir Kjartan Ant- onsson og Ratslaw Lazorik. Fj. leikja u J T Mörk Stig ÍA 4 4 O 0 8: 1 12 KR 4 3 0 1 7: 4 9 KEFLAVÍK 5 2 2 1 4: 3 8 BREIÐABLIK 5 2 1 2 6: 7 7 FH 4 2 0 2 6: 6 6 ÍBV 4 1 1 2 10: 5 4 FRAM 4 1 1 2 2: 7 4 VALUR 4 1 1 2 5: 12 4 LEIFTUR 4 1 0 3 7: 7 3 GRINDAVÍK 4 1 0 3 5: 8 3 Engar strætis- vagnaferðir í gegnum vöm Skagamanna - segiróskarlngimundarson, þjálfari Leift- urs, um leik Akraness og KR STÓRLEIKUR 5. umferðar fer fram á Skipaskaga í kvöld þegar bikarmeistararnir úr Vestur- bænum reyna að hefna fyrir hrikaleg útreið úr síðustu við- ureign við Skagamenn, íslands- meistarana, sem unnu þá 5:0 í meistarakeppninni á Akranesi í vor. ÆT Eg hef trú á að þetta verði heldur strembið fyrir KR-ingana og erfitt fyrir mig, gamlan KR-ing, að spá um úrslitin en ég held að úrslit- in verði jafntefli, 2:2, og það er hlut- laust mat. Baráttan verður á mið- svæðinu á vellinum og það er ljóst að þar sem Skagamenn hafa fengið á sig eitt mark í deildinni, verður ekki um neinar strætisvagnaferðir að ræða í gegnum vöm þeirra, sem er traust með Þórð í markinu fyrir aftan hana. Það væri einna helst að Guðmundur Benediktsson gæti fundið leið í gegn enda munu allra augu beinast að honum,“ sagði Ósk- ar Ingimundarson þjálfari Leifturs frá Ólafsfírði aðspurður um leikinn. Þar sem Leiftur, lið Óskars, hefur spilað við bæði liðin, lá vel við að spyija hann í hverju heisti munurinn á liðunum lægi. „Skagamenn eru með mun agaðra, skipulagðara og jarðbundnara lið enda hafa þeir ver- ið með nánast óbreytt lið í mörg ár. Það vita allir hvað þeir geta og það er engin spurning um að þeir spila á sínum hraða. Hinsvegar léku KR- ingar gegn okkur án Guðmundar og það er engum blöðum um það að fletta að það hefði breytt miklu ef hann hefði verið með og breytir miklu í leiknum á Akranesi líka. Öllum stendur stuggur af honum og þó það komi maður í manns stað er hann einn „eitraðasti" framheij- inn í deildinni. En eins og ég sagði verður þetta fjörugur og skemmti- legur leikur sem endar 2:2.“ Skagamenn hafa haldið góðum vindi í seglunum frá leiknum í meist- arakeppninni, hafa unnið alla leiki sína í deildinni og hafa aðeins feng- ið á sig eitt mark en gert átta. Lið- ið hefur hvergi slakað á og ólíklegt að leikmönnum, sem flestir hafa spilað lengi saman og gerþekkja hvern annan, fari að fatast flugið í kvöld. „Stefna okkar hlýtur að vera að vinna bara leikinn. Það getur mikið breyst frá meistarakeppninni og erf- itt er að spá því KR-ingarnir koma alveg kolvitlausir eftir 5:0 tapið gegn okkur í meistarakeppninni,“ sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skaga- manna við Morgunblaðið í gær. „Guðmundur er að vísu kominn inn í liðið hjá þeim en í staðinn er Stein- ar Adolfsson ekki með, svo að það ætti ekki að skipta miklu máli. Við vitum ekki hvort Sigurður Jónsson og Dejan Stojic, sem meiddist á æfingu fyrir skömmu, verða með hjá okkur vegna meiðsla. Við höfum ekki lagt upp leikkerfin en það kem- ur bara í ljós í leiknum hvað við gerum. Ég vona bara að þetta verði skemmtilegt og veðrið verði betra en spáin segir til um því annars er hætt við ekkert verði varið í leikinn og fáir áhorfendur." KR-ingar hafa hinsvegar ekki verið sannfærandi í leikjum sínum, töpuðu fyrsta leik mótsins 1:0 gegn FH en hafa síðan unnið þijá leiki og marktalan er sjö skoruð gegn fjórum. Endurkoma Guðmundar Benediktssonar úr meiðslum eflir eflaust sjálfstraust leikmanna, sér- staklega eftir frábæra byrjun hans í bikarleiknum gegn Víði á dögunum og það verður fróðlegt að sjá hvort hann kemst eitthvað áleiðis gegn vinnuhestunum á miðjunni hjá IA og stórri og stæðilegri vörninni. „Mér líst vel á leikinn og yonandi verður þetta hörkuleikur. Ég ætla að vona að við veitum þeim aðeins meiri keppni en síðast þegar við mættum þeim,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, og var hvergi smeykur fyrir leikinn. „Við munum sækja á þá, beijast og gera allt sem við getum og ætlum ekki að leggj- ast í vörn. Þeir eru með gífurlega sterkt lið og hefur gengið vel. Lík- lega verðum við með sama lið og gegn Grindavík í bikarleiknum ■ en Guðjón þjálfari leggur línurnar fyrir leikinn." ■ PORTÚGALSKI landsliðsmað- urinn Paulo Futre, sem hefur leikið með Reggiana á Ítalíu, sagði í gær þar sem hann var staddur í Algarve í Portúgal, að hann væri á leið til Italíu á föstudaginn, eða í næstu viku, til að skrifa undir samning við AC Milan. ■ MAURIZIO Gaudino, sem lék með Manchester City sl. keppnis- tímabil — í láni frá Frankfurt, sagði í viðtali í útvarpi í Þýskalandi í gær, að hann muni líklega ekki leika áfram með City, heldur hafi hug á að koma á ný til Frankfurt. ■ ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum Crystal Palace í gær, að John Sal- ako verði áfram hjá félaginu, en fari ekki til Newcastle, sem var tilbúið að greiða 2,5 millj. pund fyrir hann. Salako, sem hefur lengi átt við meiðsli að stríða, eða í átján mánuði, sagðist ekki vilja fara svo langt frá London. ■ ÞESS má geta að tveir leikmenn hafa ákveðið að fara frá London til Newcastle á síðustu vikum — Les Ferdinand, QPR, fyrir sex millj. punda og Warren Barton, Wimble- don, fyrir 4,4 millj. punda. ■ FIFA, alþjóða knattspyrnusam- bandið, hefur hafnað beiðni Diego Maradona um að stytta fímmtán mánuða bann hans um tvo mánuði. Maradona var dæmdur í fimmtán mánuða bann eftir HM í Bandaríkj- unum. Bannið rennur út í septem- ber. ■ MARADONA hefur gengið til liðs við Boca Juniors í Árgenínu. „Það hefur verið draumur minn að íeika með liðinu í fjórtán ár,“ sagði Maradona. ■ MARADONA hefur farið í kjálkaaðgerð, til að laga feitan and- listssvip sinn. Það gerir hann í sam- ræmi við að hann hefur grennst mikið að undanförnu, en var búttað- ur í andliti. Þetta gerði hann sérstak- lega fyrir eiginkonu sína — „Ég vil líta vel út fyrir hana,“ sagði Mara- dona. ■ CLAUDIO Caniggia, félagi Maradona í mörg ár í argentínska landsliðinu, hefur hug á að leika við hlið hans hjá Boca, að sögn forráða- manna félagsins. Caniggia er nú leikmaður hjá Benfica í Portúgal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.