Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ1995 39 FRÉTTIR FYRSTI bíllinn sem Skeljungsmenn afgreiddu á nýju stöðinni á Akranesi var af gerðinni Chevrolet Bel Air árg. 1957. Frá vinstri: Bjarni Þór Sigurðsson, Guðrún Ingimarsdóttir og Harpa Hannes- dóttir, starfsfólk Skeljungs. Ný bensín- stöð Skelj- ungs á Akranesi ÚTIBÚ Skeljungs á Akranesi tekur í dag í notkun nýja þjón- ustustöð, Skaganesti, við Skaga- braut, á sama stað og bensínstöð félagsins hefur verið um árabil. Stöðin er um 220 fermetrar að flatarmáli og þar er auk bensín- sölu, verslun, veitingaaðstaða og bílalúga. Ennfremur er við Skaganesti bón- og þvottaað- staða fyrir bifreiðaeigendur. Utan afgreiðslutíma stöðvarinn- ar er hægt að kaupa eldsneyti á lægra verði í sjálfsala sem tekur bæði peningaseðla og greiðslukort, segir í frétt. í Skaganesti fást allar teg- undir Betra Shellbensíns auk þess sem þar eru á boðstólum fjölbreytt vöruúrval fyrir bif- reiðaeigendur, grill- og gasvör- ur, mjólkurvörur, grillmatur, gos, sælgæti, tímarit, leikföng og fleira. Trésmiðjan Akur á Akranesi annaðist byggingu stöðvarinnar og gengu framkvæmdir sam- kvæmt áætlun. Með tilkomu nýju þjónustustöðvarinnar á Akranesi getur Skeljungur nú veitt meiri og betri þjónustu við bæjarbúa og ferðafólk en áður, en Skaganesti liggur meðal ann- ars í braut þeirra sem eru á leið í eða úr Akraborginni á Ieið í frí. f tilefni opnunarinnar verður boðið upp á kaffi og konfekt og hefst sérstök opnunarhátíð kl. 15.00 og stendur til kl. 18.00. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, ís, gos, sælgæti og margt fleira. Korpúlfs- staðir til sýnis um helgina FÓLKI gefst tækifæri til að skoða Korpúlfsstaði helgina 24.-25. júní nk. og koma um leið skoðunum sín- um um notkun byggingarinnar á framfæri. Húsið verður opið frá kl. 13-18 báða dagana. Athafnamaðurinn Thor Jensen byggði Korpúlfsstaði og voru þeir taldir fullkomnasta kúabú á Norð- urlöndum og þótt víðar væri leitað. Reykjavíkurborg keypti þetta stór- býli árið 1942 og rak þar blómlegt bú í tvo áratugi. Búskapurinn lagð- ist niður 1967. Hefur húsið að mestu staðið ónotað síðan og er nú mjög farið að láta á sjá. í frétt frá Reykjavíkurborg segir m.a.: „Á Korpúlfsstöðum er einhver sérstæðasta og mikilfenglegasta bygging borgarinnar og hafa menn mjög velt fyrir sér hvernig hún mætti nýtast í framtíðinni. Með þessari opnun hússins og leiðsögn um það er leitast við að kynna fólki bygginguna og sögu búsins. Jafn- framt gefst mönnum tækifæri til að koma skriflegum hugmyndum sínum um notkun byggingarinnar á framfæri. Verður safnkassi fyrir hugmyndir staðsettur í vesturporti hússins." Birgir Sigurðsson, rithöfundur, annast leiðsögn um bygginguna kl. 13.30, 14.30 og 15.30 báða dag- ana. Mynd sem Sjónvarpið lét gera fyrir nokkrum árum verður sýnd á skjá í fjósinu og bók um Korpúlfs- staði sem Reykjavíkurborg gaf út á sl. ári verður til sölu með góðum afslætti. Bryggjuhátíð á Reyðarfirði BRYGGJUHÁTÍÐ verður haldin á Reýðarfirði dagana 23.-24. júní og hefst hún með harmonikudansleik á bryggjunni og í nágrenni hennar í kvöld. Á laugardaginn hefst dagskrá kl. 9 um morguninn og stendur sleitulaust fram á nótt. Meðal dag- skráratriða má nefna lax- og sil- ungsveiði í Andapollinum, karaoke- keppni 15 ára og yngri, götukörfu- boltamót, grillveislu, skvísufót- boltamót, karamelluregn, dýragarð, kassabílarallý, tónlistaruppákomur og breski grínistinn og töframaður- inn The Mighty Gareth kemur frám. Um kvöldið verður svo slegið upp skemmuballi þar sem hljómsveitin Vinir vors og blóma kemur fram. Fyrsta Bryggjuhátíðin var haldin á Reyðarfirði árið 1989 og hefur hún vaxið og dafnað jafnt og þétt síðan. Tilgangur með hátíðinni er fyrst og fremst að auðga mannlíf bæjarsins og bjóða íbúum og ferða- fólki upp á ærlega skemmtun fyrir alla fjölskylduna, segir í frétt frá Reyðarfirði. Vitni vantar RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir stolnum bíl og vitnum að tveimur árekstrum. Árekstur varð á gatnamótum Nóatúns og Skipholts laugardaginn 10. júní rétt fyrir kl. 16.30. Þar ientu saman grár VW Golf og ljós- brúnn Toyota-fólksbíll. Ökumenn- ina greinir á um stöðu umferðar- ljósa. Árekstur varð á gatnamótum Brekkugerðis og Háaleitisbrautar að kvöldi föstudagsins 16. júní kl. 18.30. Þar lentu saman rauð Toy- ota-bifreið og hvítur Volvo. Þá er lýst eftir bíl sem stolið var frá Langholtsvegi 143. Þetta er ljós- blá Lada station, árgerð 1987, með skráningarnúmer 1-5433. Bíllinn var skilinn eftir um sexleytið sl. sunnudag og var horfinn kl. hálf- átta að morgni mánudags. Vitni að þessum tveimur árekstr- um og þeir sem hafa orðið stolna bílsins varir frá aðfaranótt mánu- dags eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Útgáfutón- leikar hljóm- sveitarinnar Lipstikk HUÓMSVEITIN Lipstikk hefur sent frá sér geisladiskinn Dýra-Líf og verða útgáfutónleikar af því til- efni á Tveimur vinum í kvöld, föstu- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 22. Lipstikk hafa leikið um landið vítt og breitt undanfarin ár og hafa áður gefið út disk ásamt safnplötu- lögum. En nú hefur nýr diskur litið dagsins ljós og ætla sveitarmenn að fyglja honum eftir með tónleika- lialdi víða um land á komandi mán- uðum. Tónleikarnir í kvöld verða sendir út beint á Rás 2 og hefst útsending- in á heimildarþætti um feril Lipstikk og verður svo skipt niður á Tvo vini þar sem sveitin leikur lög af nýjum disk sínum. Lipstikk skipa: Bjarki Kaikumo, söngur, Anton Már, gítar, Sævar Þór, bassi, Ragnar Ingi, trommur og Árni Gústafs, gítar. Perlubandið í Glæsibæ PERLUBANDIÐ, dansstórsveit Karls Jónatanssonar, mun leika fyr- ir dansi á föstudagskvöldum í Glæsibæ í sumar. Sveitin leikur alhliða danstónlist en sérhæfir sig í suður-amerískri danstónlist og swing-tónlist. Auk þess bregður hún fyrir sig gömlu dönsunum og rokktónlist ef með þarf. Söngkona með hljómsveitinni er Kristbjörg Löve. Hljómsveitin, sem telur 14 hljóð- færaleikara, hefur verið starfrækt í rúman áratug og komið víða fram við góðar undirtektir t.d. á Ingólfs- torgi 17. júní sl. Allir unnendur swingtónlistar og dansáhugafólk er hvatt til að koma í Glæsibæ á föstu- dagskvöldinu og fá sér snúning og njóta góðrar tónlistar, segir í frétt frá Glæsibæ. Sumarmál- stofa í stærð- fræði STÆRÐFRÆÐISKOR Raunvís- indadeildar og Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunar standa föstu- daginn 23. júní fyrir málstofu í stærðfræði í VR í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga. Málstofan hefst ki. 9.30 en þá flyt- ur Sigurður Helgason hugleiðingar um öldujöfnur. Kl. 10.45 talar Finn- ur Lárusson um ítrekanir innanmót- ana breiðgerra Riemannflata. Að loknum hádegismat kl. 14 talar Ein- ar Steingrímsson um tengsl umrað- - ana og hlutana á endanlegum mengj- um. Að lokum talar Hermann Þóris- son kl. 15.30 um færslutengingu. Jónsmessu- ganga um Ell- iðaárdalinn JÓNSMESSUNÆTURGANGA verður um Elliðaárdalinn í kvöld. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 22.30. Fararstjórar verða Guðrún Ágústs- dóttir íbúi í dalnum og Helgi M. Sig- urðsson, safnvörður Árbæjarsafns. Jónsmessu- næturganga í Eng-ey HAFNARGÖNGUHÓPURINN verð- ur með Jónsmessunæturgöngu út í Engey á föstudagskvöld. Gengið verður með strönd eyjunnar og að bæjarstæðum og stríðsminjum. Kveikt verður í lítilli Jónsmessunæt- urbrennu kl. 1 og slegið á létta strengi. Farið verður úr Suðurbugt, flot- bryggju við Ægisgarð, kl. 22 í kvöld. Val verður um að fara í land eftir brennuna um kl. 1.30 eða eftir sólar- upprás ki. 3.30. Allir eru velkomnir. Leitað vitna RANN SÓKN ARLÖGREGLAN í Hafnarfírði lýsir eftir sjónarvottum að árekstri sem varð við umferðar- ljósin í Engidal klukkan rúmlega 15 þriðjudaginn 6. júní. Þar rákust sam- an blár MMC Pajero jeppi, sem ók frá Jaðarhrauni að Álftanesi og hvít Toyota Corolla fólksbifreið, sem ók Hafnarfjarðarveg til suðurs. Ökumenn beggja bílanna telja sig hafa verið á grænu ljósi og langar lögregluna að ná tali af sjónarvottum sem geta borið um aðdraganda óhappsins. Þátttökuís- lendinga í heræfingum mótmælt SAMTÖKIN Friður 2000 hafa sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við vaéntanlegar heræfíngar Atlants- hafsbandalagsins hér á landi, þar sem þátttöku íslendinga í hemaði er jnótmælt. í fréttatilkynningunni kemur fram að ekki skipti máli þó slíkar æfíngar hafi áður farið fram hér á landi, því undanfarið hafi niðurstöður sérfræð- inga ítrekað sýnt fram á þann skaða sem hernaður og tengd starfsemi valdi, bæði á umhverfi okkar og lífs- afkomu. Þar segir að fjöldi aðila, bæði hér heima og erlendis, vinni nú að því að koma á fót alþjóðlegri friðarstofn- un á íslandi, með því markmiði að gera Island að fyrirmynd friðar. Frekari þátttaka íslenska lýðveldis- ins í heræfingum Væri því óviðeig- andi. Samtökin hafa sent forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, bréf þar sem þessi afstaða er látin i ljós. Kvennaliðið vann báða leikina í gær Brids Evrópumótið í svcitakcppni VILAMOURA, PORTÚGAL Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til l.júlí Vilamoura. Morg-unblaðið. ÍSLENSKA kvennaliðið vann báða leiki sína á Evrópumótinu í brids í gær. Karlaliðið vann sig- ur í öðrum leiknum en tapaði hinum. íslendingar hafa ekki enn náð sér á strik í opna flokknum hér í Vilamoura. Þeir unnu að vísu San Marínó, 25-0, í fyrri leik gærdagsins en töpuðu síðan fyrir Svíum, 8-22, í þeim síðari. Svíarnir leiddu með 18 impunLÍ hálfleik og bættu öðru eins við í þeim síðari. íslendingar eru í 21. sæti eftir 11 umferðir með 162 stig. Efstu þjóðir eru Israels- menn, 215, Bretar, 206, Grikkir, 202, Hollendingar, 198, Pólveij- ar 196 og ítalir, 186,5. í dag spila íslendingar við Breta og Norðmenn sem eru í 14. sæti. Kvennaliðið vann-Grikki í fyrri leiknum í gær, 21-9, eftir að hafa haft góða forustu í hálfleik. í þeim síðari vann ísland íra, 19-11, eftir að írarnir leiddu í hálfleik. íslenska liðið er í 6 sæti eftir 4 umferðir með 69 stig. Efstar eru frönsku konurnar með 80 stig, þá Þjóðveijar, 79, Pólverjar, 77,5, Danir, 74, og Tyrkir, 69. Sænsku Evrópumeistararnir hafa byijað illa á mótinu og eru í 16. sæti af 22 þjóðum. I dag spila íslensku konurnar einmitt við þær sænsku og Króata. Sveifluspil mótsins Það er ólíklegt að stærri sveifla sjáist á Evrópumótinu en sú sem varð í einu spili í leik Norðmanna og Pólveija í 7. umferð. Spilið er raunar ókrýnt sveifluspil mótsins því stórar tölur sáust í mörgum öðrum leikjum. Suður gefur, NS á hættu Norður ♦ KG1084 ¥G9 ♦ 64 ♦ 10954 Vestur Austur ♦ 9762 ♦ 53 V ÁD75 V 108432 ♦ - ♦ DG1092 + ÁK763 + 8 Suður ♦ ÁD *K6 ♦ ÁK8753 + DG2 Norðmenn komust í 4 hjörtu í AV við annað borðið þrátt fyrir fáa hápunkta og fengu 12 slagi, 480. Við hitt borðið var meira ijör í sögnum: Vestur Norður Austur Suður Balicki Mæsel Zmudz. Mæsel 1 lauf 1 hjarta dobl 2 grönd 3 grönd dobi 4 spaðar 4 grönd dobl 5 lauf dobl redobl// Helge Mæsel opnaði á sterku laufi og 1 hjarta sýndi annaðhvort þrílita hönd eða tvílita hönd með hjarta og lauf eða tígul og spaða. Zmudzinski sýndi einnig tvílita hönd með 2 gröndum og vildi með 4 gröndum leggja áherslu á að hann ætti örugglega lit á móti Balicki. Eins meinti hann redoblið sem úttekt en Balicki var á annarri bylgjulengd, hélt að félagi sinn ætti láglitina og passaði. Hann fékk síðan aðeins 5 slagi og Norðmenn- imir 2.800 eða 22 impa en þeir töpuðu samt leiknum, 13-17! íslendingar græddu á þessu spili í leiknum gegn ítölum. Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson spiluðu 4 hjörtu í AV og fengu 480 en við hitt borðið fengu Jón Bald- ursson og Sævar Þorbjömsson að spila 2 spaða og fóra 1 niður, 100 til ítala en 9_impar til íslands. Spilið gaf Israelsmönnum einnig vel í aðra hönd í leik þeirra við Svía. Þar spiluðu ísraelsmennimir 3 grönd í suður við annað borðið og Bjöm Fallénius spilaði út laufási og síðan litlu laufi og þá átti sagn- hafi 9 slagi. Við hitt borðið sögðu Svíamir ótraflaðir 4 spaða sem vestur doblaði. Austur spilaði út laufi og síðan víxltrompuðu AV um hríð og fengu að auki tvo hjarta- slagi. Þeir uppskára því 1.100 og 17 impa. Guðm. Sv. Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.