Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 1
Jónsmessu- hátíð í Laugardalnum JÓNSMESSUHÁTÍÐ hefst í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í dag, og stendur i tvo daga. Hátíðardagskráin hefst kl. 14 með sýningu Götuleikhússins. „Tröll, trúðar, froskar og aðrar kynjaverur verða á sveimi og heilsa upp á gesti og gangandi," segir Þóra Björk Schram, kynningarfulltrúi. „Kl. 14.30 verður fluttur leikþátt- urinn Á krossgötum, sem er með þjóðsögulegu ívafi. Krakka-karokí verður á sviði í Fjölskyidugarðinum og hefst það skömmu fyrir kl. 15. Furðuleikhúsið flytur leikþáttinn B2 kl. 16.30, sem er byggður á sögu Sigrúnar Eldjám.“ Húsdýragarðurinn verður opnaður aftur kl. 23 í kvöld og þá hefst hin eiginlega Jónsmessuhátíð. „Þá er aldrei að vita nema kýrnar tali, selir skipti um ham og menn velti sér upp úr dögginni. Leikþátturinn Selsham- urinn er kl. 23.30 og brenna verður í hestagerði. í veitingahúsinu verður seiðmagnað kaffi og ástarpungar og fróðleikur um galdra og brögð sem tengjast jurtum og steinum. Garður- inn verður opinn til kl. 1 og ég geri ' - fastlega ráð fyrir mikilli rómantík og seiðmagnaðri stemningu." Á morgun, laugardag verður hald- ið upp á 2 ára afmæli Fjölskyldu- garðsins.Síðan verður maí-stöngin skreytt og fá börn að taka þátt í því og gera eigin blómakransa. Síðan verður dansað kringum hana. „Kl. 14 kemur Götuleikhúsið í heimsókn í líki trúða, trölla, froska og fleiri furðuvera og kl. 14.30 verð- ur afmælissöngurinn sunginn. Töfra- maðurinn Pétur pókus og eldgleypir- inn sýna listir sínar. Trúðarnir Frissi og Dissi sprella og dagskránni lýkur með leik Naglabandsins. Skemmtiatriði verða einnig á sunnudag., ■ Kynsjúkdómar víkja fyrir fituefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Keli Gjaldeyrisskiptistfiðin opin til kl. 20 alla daga vikunnar Þjónustustöð gjaldeyrisviðskipta hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála er nú opin til kl. 20 alla daga vikunnar. María Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Change Group, segir að markaðsstarf hafi ekki getað farið í fullan gang fyrr en heimild Seðlabankans um starfrækslu lá fyrir. Nú er verið að kynna þjónustuna sem víðast. Myndin var tekin þegar gjald- eyrismiðstöðin var opnuð. Talið frá hægri er Mark Brown, alþjóðamarkaðsstjóri The Change Group, María og Örn Valdimars- son, viðskiptafulltrúi breska sendiráðsins. ■ FITUSYRUR sem myndast meðal annars í ógerilsneyddri mjólk við nokk- urra daga geymslu hafa reynst drepa eða afvopna veirur eins og Herpes Þórdís og visnu, sem legst á kindur, en er náskyld HIV eða eyðniveirunni. Rannsóknir á þessum eiginleikum fituefnanna.fara nú fram hérlendis og verið er að reyna að koma efnun- um í lyflaform. Væntanlega yrði það hlaup, sem konur gætu sprautað í leggöng fyrir kynmök til að verja sig gegn hugsanlegu veirusmiti. Þær hefðu þá getnaðarvörn um leið, þar sem sýrurnar drepa líka sæðisfrumur. Þær hafa jafnframt eyðandi áhrif á vissar bakteríur. Halldór Þormar, líffræðiprófess- or við Háskólann, kynnti þessar rannsóknir á norrænni ráðstefnu um fituefni, sem haldin var í Reykjavík í vikunni. -«» Hann segist haf; byijað vinnu verkefnið í ríkjunum fyrir árum og vonast eftir samstarfi á næstu miss- ■ erum við evrópska vísindamenn. Þórdís Kristmundsdóttir, prófessor í lyfjafræði, vinnur nú með Hall- dóri að tilraunum með mjólkurfit- una í ýmsum lyíjagrunnum. Útkoman yrði fyrirbyggjandi lyf og Halldór segir vinnu að ýmsum efnum með sömu virkni í gangi annars staðar. Ekkert hafi þó enn Ræktun skóga sem svarar Hallormsstaðarskógi á ári MILLI fimm og sex milljónir trjáplantna eru gróðursettar á ári á svæði sem samsvarar Hallormsstaðarskógi, en það eru 2.000 hektarar, segir Jón Loftsson skógræktarstjóri ríksins. Skógræktar- starf hefur eflst mjög á undanförnum fimm árum en áður voru u.þ.b. ein milljón plantna gróðursettar á ári. Jón Loftsson segir að nú sé mjög annasamt hjá Skógræktinni, sumarið hafí komið mjög skyndilega án venju- legrar vorkomu og því komi allt undir- búningsstarf sem venjulega er unnið á vorin niður á þessum tíma og margt þurfí að gera í einu. Veturinn var þung- ur og kom víða illa niður á gróðri, en það er ekkert einsdæmi og líklegt er að gróðurinn jafni sig að mestu, segir Jón. Verkefni Skógræktarinnar eru dreifð um land allt en stærsta verkefnið er ræktun nytjaskóga i Fljótsdalshéraði. Mikil aukning hefur verið í ræktun nytjaskóga, en um næstu helgi verður 25 ára afmæli ræktunar nytjaskóga bænda, en þá tók ríkið ákvörðun um að styrkja bændur til ræktunar nytja- skóga. Jón Loftsson segir að nú sé reiknað með að 1% af flatarmáli landsins sé skógi vaxið en til samanburðar hafi 25-30% landsins verið þakin skógi við landnám. Til þess að átta sig betur á þessu hlutfalli og því sem uppgrætt hefur verið er reiknað með að það taki 60-70 ár að bæta við öðru prósenti. FITUEFNIN gætu verið vörn gegn kynsjúkdómum líkt og smokkar, en ætluð konum. É6 BRA6ÐA ALDREIM3ÓLK, HÚN ER ALLTOF 6ÓÐ! Halldór verið reynt á fólki, nema ákveðið sápuefni sem prófað hafí verið í Afríku. Það hafí reynst erta slímhúð kvennanna sem tóku þátt í til- rauninni. Auk rannsókna með fitusýrurnar í tilraunaglösum hafa Halldór og Þórdís hafíð athuganir á músum og ekki séð að mjólkurfitan erti slímhúð. Virku fituefnin brotna nið- ur með aðstoð ensíma í mjólk sem geymd er í ísskáp í nokkra daga. Þau afvopna veirur með því að leysa upp fituhjúp sem umlykur þær og gerir kleift að sýkia. I MiiÖRcogi SJ ÍSLENSKIR TANNFR&ÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.