Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 B 3 DAGLEGT LIF TEIKNINGAR eru fínlegri á nýju merkjunum og lögð er áhersla á að táknin skýri sig sjálf. Hér er nýtt viðvörunarmerki sem varar við hraðahindrun. Akreinamerki voru áður gul en nú eru þau hvít og blá. Lagt er upp úr að merkin sýni sjálfsögð öryggisatriði. Nú er öryggisgrind á dráttarvélinni en hún er ekki á merkinu frá 1979. Nýjar reglur um umferða,- og vegamerkingar EFTIRTEKTASAMIR vegfarend- ur hafa e.t.v. tekið eftir að ný umferðarmerki hafa skotið upp kollinum hér og hvar og götur hafa breyst, skarta nú víða hvítum lit í Stað hins gamla gula. Þessar breytingar eiga sér einfalda skýr- ingu. Nýlega kom út breytt reglu- gerð um umferðarmerki og notkun þeirra. Hún felur í sér útlitsbreyt- ingar á yfírborðs- og umferðar- merkjum og endurbætur. Úr gulu yfir f hvítt Óli H. Þórðarson framkvæmda- stjóri Umferðarráðs segir að undanfarið hafi víðtækar fram- kvæmdir staðið yfír hjá Vegagerð- inni í Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum að breyta vega- merkingum í samræmi við nýju reglugerðina. Undirbúningsstarf fyrir nýju reglunar hafí tekið u.þ.b. 2-3 ár. Helstu breytingamar eru yfírborðsmerkingar, þar sem farið verður úr gula litnum í hvítan. Óli H. Þórðarson segir að hvíti liturinn sé í öllu falli hentugri, hann sjáist betur og er ódýrari, Einnig leynd- ust mengandi efni í gula litnum sem eru mun minni í þeim hvíta. Markmiðið sé að litabreytingum verði lokið 1. september 1996 og að guli liturinn verði þá horfínn. Nútímalegra útllt Helstu nýmæli eru aukin notkun þjónustu- og upplýsingamerkja. Þau beinast einkum að ferðaþjón- ustu og eru flest ný merki í þeim flokki. Mörg ný undirmerki hafa einnig verið tekin í notkun. Hins vegar eru ekki miklar breytingar á hinum þýðingarmeiri merkjum, t.d. bannmerkjum og viðvörunar- merkjum, en hresst hefur verið upp á útlit þeirra og þau gerð nýtísku- legri. Utliti merkjanna er nú fyrst breytt frá 1979. Teikningar eru fínlegri, t.d. eru bílatáknin nútíma- legri en á gömlu merkjunum og merkingar hafa verið aðlagaðar að íslenskum aðstæðum, t.d. er viðvörunarmerkið um umferð reið- manna nú með mynd af íslenska hestinum en gamla merkið er með mynd af erlendum gæðingi. Einnig er þess gætt að myndirnar á merkj- unum hafi til að bera góða fyrir- mynd í smáatriðum, t.d eru mynd- ir af sjálfsögðum öryggisatriðum sem ekki voru á gömlu merkjunum. Dráttarvél er með öryggisgrind og hestamaður er með hjálm, eins og aðrir stjórnendur t.d. bifhjóla, vél- sleða og annarra ökutækja. Óli H. Þórðarson segir að lögð sé áhersla á að myndir séu sem táknrænastar og skýri sig sjálfar, svo að orð sé óþörf. Alþjóðleg merki verði einnig fleiri. Með þessu sé m.a. reynt að koma til móts við útlenda ferðamenn sem ekki skilja íslensku. Nýjar mlðlínur Margir hafa eflaust rekið augun í nýja miðlínu á yfírborði vega og er hún kölluð hálfbrotin lína. Hún líkist fullbrotinni línu sem flestir Morgunblaðið/Júlíus HJÁ þéttbýlismerkinu liggja þau mörk sem skilja að um- ferðarreglur í þéttbýli og dreifbýli. NÝJA miðlínan. Línurnar eru lengri en brotin á milli þeirra. Bannað er að aka yfír hana nema við sérstak- ar aðstæður. UPPLÝSINGAMERKI um hámarkshraða við mismunandi aðstæð- ur. Lesið er á það frá vinstri og ofan frá. kannast við og leyfír framúrakstur, en hálfbrotna línan er þrisvar sinn- um lengri en brotið á milli línanna og hún gefur til kynna að óheimilt sé að aka yfir hana nema með sér- stakri varúð. Óli H. Þórðarson segir að þéttbýl- ismerkið sé oft miskilið af öku- mönnum. En það gefi til kynna mörk umferðarreglna í þéttbýli og dreifbýli. Þegar ekið er fram hjá Kraftaverk með minna kremi Á TÍMUM ávaxtasýru, yngjandi dropa og auð- vitað krema fyrir dag, nótt, augu og ef til vill háls er athyglisverð til- breyting ef kveður við annan tón. Og það úr hálsi þaulreyndrar bar- áttukonu fyrir fegurð- unni. í fyrsta sumar- hefti kvennablaðsins She eru nokkrir sér- fræðingar fengnir til að gefa ráð um grund- vallaratriði sem auð- véldlega gleymast. Fulltrúi snýrtifræðinga heitir Janet Fielder- man. Hún hefur 35 ára reynslu af því að pússa andlit kvenna og segir leyndarmál heilbrigðr- ar húðar vera milda og góða hreinsun tvisvar á dag auk létts raka á þurr svæði einvörð- ungu. „Húð endurnýjar sig stöðugt sjálf og þarf engar vörur til að fíýta fyrir á ónáttúrulegan hátt. Það ætti að meðhöndla þetta vemdandi líffæri af virðingu, 90% húðvandamála sem ég.sé hjá kon- um stafa af of mikilli snyrtivörunotkun. “ Flmm bestu ráðin Hreinsaðu húðina tvisvar á dag. Notaðu kremkenndan hreinsi á kvöldin til að ijarlægja farða og óhreinindi og nuddaðu hann inn með fingurgómunum áður en hann er skolaður eða þerraður af. • Berðu aðeins raka- krem á þau svæði and- litsins sem þurfa þess með. • Ekki nota nætur- krem, óhreinindi leita út í yfírborð húðarinn- ar á nóttunni og krem hindra það. • Notaðu andlits- maska vikulega til að hreinsa fítu upp úr holum húðar- innar. • Fáðu þér andlitsbað á snyrti- stofu mánaðarlega fyrir vafidlega hreinsun. • Kreistu aldrei bólur eða fíla- pensla. Notaðu í staðinn sótt- hreinsandi stifti úr apóteki. ■ merkinu taka umferðareglur í þétt- býli gildi og þá beri að fara eftir þeim. Aðrar nýjungar em m.a. akreina- merki sem nú em í bláum og hvítum lit en voru áður gul í strjálbýli. Bráðabirgðamerki verða nú öll í appelsínugulum lit. Einnig em veg- stikur komnar í nýjan búning og var hafíst handa að skipta um þær í fyrravor. ■ Kólesteról hefur örvandi áhrif á heilann KÓLESTERÓL er oft talið vera einn af mestu skaðræðisvöldum nútím- ans og fínna menn því allt til for- áttu. En ef marka má grein í júní- hefti Allure þá ætti fólk að endur- skoða afstöðu sína til kólesteróls og þeir sem líkar „óhollur" matur með miklu kólesteróli ættu að gleðj- ast. Það má nefnilega vera að kól- esteról hafí örvandi áhrif á heilann, en það hefur welskur sálfræðingur sýnt fram á í nýrri rannsókn. Hann mældi kólesterólmagn í blóði 300 frískra sjálfboðaliða og lét svo þá setjast við e.k. mæliborð sem í voru átta ljós með tökkum. Ljósin lét hann af og til blikka og áttu sjálfboðaliðanir að ýta eins fljótt og þeir gátu á þann takka sem blikkaði hveiju sinni. Niðurstöðum- ar vom þær að þeir sem höfðu meira kólesteról í blóði vom mun fljótari að átta sig og ýta á réttu takkana en hinir sem höfðu minna kólesteról. Sálfræðingurinn sem gerði rann- sóknina taldi varasamt að álykta út frá þessum niðurstöðum að of lítið kólesteról valdi sálfræðilegum veikleikum. En hann telur að niður- stöðurnar sanni það að vert sé að beina meiri athygli að samhengi milli sálfræðilegra þátta og matar- æðis. ■ Hundatíska ógnar hundalífi HUNDAR em stundum klæddir í föt og erlendis má oft sjá stolta hundeigendur með vandræðanleg- an klæddan hund í bandi. Oft hefur verið bent á að það sé » engu líkara en að hundagreyin skammist sín fyrir útganginn á sér. Tískuhönnuður úti í heimi hefur reynt að bæta úr þessu leiða ástandi hundanna og hannað klæðilegri föt á þessa trygglyndu málleysingja. Eins og sjá má af myndinni sem birtist í júníhefti Vogue, þarf seppinn ekki að skammast sín fyrir útganginn á sér. Hann er klæddur í sérhannaða ullarpeysu sem er fáanleg í mörgum litum. í sömu tískulínu eru einnig til regnflíkur fyrir hvutta. Það er spurning hvort hugtakið hundalíf eigi rétt á sér lengur. ■ HVAÐ verður um hundalífið ef hundar verða svona sið- menntaðir í framtíð- inni? Veist þú hvers vegna skorið epli verður brúnt? Það er súrefnið í andrúmsloftinu sem veldur oxun í sárinu. Þegar súrefnið umbreytist í líkamanum getur svipað átt sér stað af völdum svonefndra sindurefna. Hver fruma líkamans er varin með himnu sem inniheldur m.a. hátt fituhlutfall. Sindurefnin valda því að þessi fita oxar, sem veikir vörn frumunnar og gerir hana viðkvæma fyrir árásum. Þetta getur gerst vegna utanaðkomandi áhrifa, t.d. reykinga, streytu og mengunar. Rannsóknir vísindamanna benda til að slíkar frumuskemmdir geti skaðað heilsuna. Líkaminn getur varist sindurefnum með svonefhd- um andoxunarefhum. Sum andoxunarefni fáum við úr fæðunni. Andox inniheldur valin andoxunarefni í einu öflugu hylki. Eitt hylki á dag getur hjálpað líkama þínum að verjast sindurefrium. leilsuhúsið Skólavörðustíg &Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.