Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 B 5 KONUR sem komnar eru yfir fer- tugt ættu að láta taka mynd af brjóstunum a.m.k. ann- að hvert ár. erfitt að tengja þær brjóstakrabba- meini. Konur sem' reykja hafa minni östrógen-framleiðslu, sem ætti þá að draga úr líkum á krabbameini í bijóstum. Hinsvegar eru aðrar aukaverkanir reykinga mýmargar og því mæli ég alls ekki með að konur taki upp reyk- ingar til að koma í veg fyrir sjúk- dóminn." Konur sem drekka áfengi að ráði og sérstaklega á unglingsár- um eiga frekar á hættu að fá bijóstakrabbamein. „Ein ástæðan kann að vera að konur sem drekka hressilega skemma með tímanum á sér lifr- ina, en hún er mikilvæg til að bijóta niður östrógen. Þá er álitið að konur sem eru með háa blóðfitu eigi frekar á hættu að fá brjósta- krabbamein. Kannski er samspil á milli áfengisneyslu, hárrar blóðfitu og skemmdrar lifrar." Mikil fituneysla og krabbamein Mikið er rætt um áhrif fitu- neyslu á tilurð krabbameins. Bijóstakrabbamein er algengast meðal þjóða sem fá yfir 40% af hitaeiningum úr neyslu á fitu. Að sögn Sigurðar er ekki ljóst hvert samhengið milli fituneyslu og krabbameinsmyndunar er. „Ein til- gáta er sú að fituneysla og offita leiði til þess að östradíól breytist frekar í hormóninn 16-OH östrone, sem stuðlar að myndun bijósta- krabbameins. Hinsvegar beinir lítil fituneysla og aukin hreyfing öst- radioli fremur í farveg 2-ÓH östr- one, sem talið er vera hormón sem fremur verndar gegn myndun bijóstakrabbameins.“ Antioxidant-efni eins og C- og E-vítamín, beta-karótín og sele- níum hafa áhrif í sambandi við til- urð á kabbameini og eru talin geta haft fyrirbyggjandi áhrif. „Margir hafa mikla trú á að reglubundin neysla slíkra efna komi í veg fyrir krabbamein. Yfirgripsmiklar rann- sóknir á virkni þeirra standa nú yfir erlendis, en mörg ár tekur að fá svör úr slíkum langtímaneyslu- rannsóknum.“ í tímaritinu American Health birtist grein um hollustu sojakjöts og tófú. Því er haldið fram að tófú og sojakjöt innihaldi efni sem lengi tíðahringinn og áhrif þess á horm- óna líkamans séu svipað áhrifum tamoxifens, sem er lyf sem krabba- meinssjúklingum er gefið og vitað er að minnkar líkur á myndun bijóstakrabbameins. Sigurður segist ekki þekkja til þessara umræddu rannsókna, en bendir á að í mörgum plöntum séu efni sem geti mirinkað líkur á krabbameinsmyndun og talar um að spergilkál hafi hlotið mesta at- hygli hvað það varðar. Með auknum skilningi á tilurð og eðli bijóstakrabbameins telur Sigurður að unnt verði að finna markvissari forvarnaraðgerðir og fækka þannig nýjum sjúkdómstil- fellum. Þetta ásamt framförum í greiningu og meðferð ætti því á næstu árum að draga úr þeirri ógnun sem bijóstakrabbamein enn er. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Fyrirbyggjandi aðgerðir FERTUG kona sem ekki er með ættarsögu um krabba- mein en vill sjálf gera eitt- hvað fyrirbyggjandi. Hvað getur hún gert? ► l. Látið taka mynd af brjóstunum, ekki sjaldnar en annað hvert ár. ►2. Farið til læknis ekki sjaldnar en árlega til að láta þreifa brjóstin. ►3. Stundað reglubundna líkamsrækt og hreyfingu. ►4. Haldið sér sem næst kjör- þyngd og minnkað fituneyslu. ►5. íhugað hvort ástæða sé til að taka breytingaskeiðs- hormóna. Konur ættu að nýta sér þann möguleika að fara í beinþynningarmælingu og fylgjast þannig með ástandi beina sinna. ►6. Tekið lýsi eða D-vítamín og kalk. ►7. Ekki reykt. ►8. Drukkið áfengi í hófi. Ofnotkun áfengis er talin geta aukið líkur á bijósta- krabbameini. ►9. Rétt er að hvetja konur til að þreifa brjóstin ef þær treysta sér til. í þessu sam- bandi er vert að minna konur á þá þjónustu sem Krabba- meinsfélagið býður konum upp á og hvetja þær til að fara reglulega í skoðun. DAGLEGT LÍF FERSK te-lauf á blómstrandi grein. GRÆNT te er hollt og gott. Grænt notað í bað GRÆNT og ógeijað te, sem nú er fáanlegt í sumum verslunum hér á landi, er mjög frábrugðið dökku tei. Samkvæmt kínverskum læknis- fræðum er áhrifamáttur telaufa mikill og eru þau meðal annars sögð styrkja ónæmiskerfi líkam- ans. Voruppskera telaufa var tínd í byijun maí og í Asíu eru menn þegar famir að dreypa á því. Hjá versluninni Te og kaffí í Reykjavík fengust þær upplýsingar að hin nýja uppskera kæmi líklega ekki hinjgað fyrr en í haust. I Wingspan, tímariti japanska flugfélagsins All Nippon, var ný- lega fjallað um grænt te og var fyrstu uppáhellingum af nýtíndum telaufum lýst fjálglega. Sagt var að te-sérfræðingar biðu spenntir eftir að bragða te af nýjum laufum og væri spennan álíka mikil og þegar vinsmakkarar bragða upp- skeruvín, Beaujolais Nouveau í nóvember. Grænt te-bað 2 handfyllir af grænum te-laufum þunnt bómullarstykki (mússulín) Látið te-lauf í bómullarstykkið og hnýtið fyrir eða lokið með öðrum hætti. Látið liggja í heitu baðvatni í 20 mínútur, áður en farið er í bað. Sagt er að te-bað sé gott fyrir húðina, kæli hana til dæmis eftir sólbruna og styrki. Einnig er full- yrt að ef farið er reglulega í te-bað og grænt te drukkið öðru hvoru, hverfi svokölluð appelsínuhúð, sem hijáir margar konur. Grænt te er ennfremur sagt tefja fyrir hrörnun líkamans. og ógerjað te eða með hrísgrjónum Te-hrísgrjón Þessi uppskrift er úr bókinni The Heart ofZen Cuisine eft- ir Soei Yoneda. 4 dl stutt hrísgrjón 4 dl vatn 1 tsk. salt 1-1 tsk. græntte Skolið hrísgijónin og standa í hálftíma áður en þau eru soðin. Setjið gijón og vatn þá í pott með loki og þegar vatnið sýður er hiti lækkaður. Gijón eru soðin við vægan hita í 15 mínútur, eða þar til vatnið hefur gufað upp. Látið þau þá standa í 10 mínútur í lokuðum potti. Saxið te-lauf og blandið salti saman við þau. Blandið þeim síðan saman við gijónin rétt áður en þau eru borðuð. Zen-búddismi Zen-búddismi er þekktur á Vest- urlöndum, þótt hvorki þyki hann auðveldur né aðgengilegur. í bóka- flokknum Speki Austurianda er bók um zen-búddisma og kemur þar meðal annars fram að gullöld zen, eins og hennar er minnst í frásögn- um, um hina kínversku meistara frá 8., 9. og 10. öld, hafi verið rósfcursöm, enda tími væringa og átaka. „Á slíkum tímurn," segir í bókinni, „þurftu meistararnir að einblína ófrávíkjanlega á sannleiks- leit. Á síðari öldum, á tímum meiri mýktar og mannúðar, hefur zen haft áhrif á siðmenningu, meðal annars með skreyti- og ljóðlist. Sérstaklega gætir þessara áhrifa á TEKANNA, tákn te-athafn- ar zen-búddista. miðöldum í Japan.“ Ekki er fjallað um zen-matar- gerð í bókinni, en lítillega minnst á tedrykkjulist. Matargerð zen- búddista er Soei Yoneda aftur á móti hugleikin. í zen-matreiðslubók sinni The Heart of Zen Cuisine, gefur hann ekki aðeins uppskriftir, heldur útskýrir einnig áhrif hinna ýmsu fæðutegunda. Græn te-lauf í hrísgrjónaréttin- um segir hann til dæmis hafa fyrir- byggjandi áhrif á tannsjúkdóma. „Einnig draga þau úr líkum á krabbameini, styrkja ónæmiskerfíð og lækka kólesteról-magn í blóði. Þau hafa örvandi áhrif á meltingar- starfsemi líkamans og eru grenn- andi. Þau eru því bæði góð fyrir heilsu og fagurt útlit, en til að þau hafí áhrif, þarf að neyta þeirra í einhverri mynd á hveijum degi.“ BT jákvæð áhrif á fyrirbura ^ . VÖGGUVÍSUR og önnur róandi tónlist getur haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi fyrirbura. Nýlega var gerð þriggja daga rannsókn á fyrirburum við Kvennaspítalann í Baton Rouge í Louisiana. Tíu fyrir- burar voru látnir hafa vasadiskó með rólegum vögguvís- Q> um á meðan aðrir tíu fyrirburar höfðu bara venjuleg hljóð nýbura- eða vökudeildar að hlusta á. ‘3 I nýju júlíhefti heilsutímaritsins Prevention kemur fram að rannsóknin hafi sýnt að þegar vögguvísurnar hljómuðu í eyrum fyrirbur- anna var meira magn af súrefni í blóði þeirra en ella og hjartsláttur og öndun var eðlilegri en hjá hinum tíu fyrirburunum sem ekkert vasadiskó höfðu. Steven Spedale, aðstoðarframkvæmdastjóri nýburadeildarinnar við Baton Rouge, ■ segir að Ijúf tónlist hafi róandi áhrif á sum börn og kannski ekki síst þar sem hún útilokar önnur óþægileg hljóð í umhverfinu. Hann segir frekari rannsókna þörf áður en hægt sé að mæla með tónlistinni á nýburadeildum almennt og bendir jafnframt á að sum lítil börn þoli illa allt áreiti frá umhverfinu, jafnvel ljúfa tónlist. Foreldrum heima er einnig ráðlagt að bíða með að setja vasadiskó á ungbörnin því sérstaklega þarf að gæta að því hversu hátt tónlistin er stillt og fyllsta öryggis þarf að gæta með snúrur og tæki. „Fram til þessa hafa margir talið að sem minnst áreiti væri best fyrir fyrirbura én þessi rannsókn bendir til að það viðhorf geti verið á undanhaldi og þessi rannsókn gefur kannski tilefni til enn frekari athugana." ■ Vögguvísur í vasadiskói höfðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.