Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG HÉR sjást nemendur Ferðamálaskólans. Soffía Árnadóttir er lengst til vinstri. 32 luku prúfum frá Ferðamálaskúla íslands Sandbrettaæði í eyðimðrkinni NÝ ÍÞRÓTT hefur rutt sér til rúms í smáríkjum Sameinuðu arabísku furstadæmanna á Arabíuskaga. Hún líkist nokkuð skíðaíþróttum sem stundaðar eru á norðlægari slóðum en mest svipar henni til brimbretta- bruns og er því oftast nefnd sand- brettabrun. Áhugamenn keyra út í eyðimörk- ina á fjórhjóladrifnum bílum og leita uppi hæfilega sandhóla. Þar er sleg- ið upp tjöldum til að veita skjól fyrir sólarhitanum. Hólarnir þykja betri eftir því sem þeir eru hærri og sum- staðar má finna allt að 300 metra sandhæðir. Hallinn á helst að vera sem næst 75 gráðum. Sandbretta- kappamir renna sér niður hólana á brimbretti rétt eins og þeir væru öld- ur og þegar vindurinn blæs fýkur sandurinn efst á hólunum eins og löður á öldutoppi. Sandbrettabrunið hófst fyrir fjór- um árum og upptökin áttu Bretar búsettir í Dubai. Nú er svo komið að Dubaibúar og nágrannar þeirra flykkjast út á sandana á fimmtudög- um og föstudögum í leit að góðum sandhólum. Innlendar ferðaskrifstof- ur eru meira að segja famar að bjóða upp á sandbrettabrun í ævintýraferð- um út í eyðimörkina fyrir útlendinga. Sandbrettabrunið er bundið við vetrartímann, milli nóvember og mars, því á sumrin verður hitinn of mikill. Það er nógu erfítt að bera 12 kílóa brimbrettið upp sandhólana þó ekki bætist við tæplega fímmtíu stiga hiti. í eyðimörkum Arabíu eru engar skíðalyftur til að létta mönnum lífið. ■ NÝLEGA luku 35 némendur próf- um frá Ferðamálaskóla íslands, Menntaskólanum í Kópavogi. Af þeim fengu fjórir „diplóma" fyrir að hafa lokið heildamámi frá skól- anum. Ferðamálaskólinn er kvöldskóli og kennt alla virka daga. Boðið er upp á 19 áfanga sem allir tengjast ferðaþjónustu. Nemendur geta ráð- ið námshraða sínum og tekið einn og einn áfanga eða þeir taka tveggja anna heildstætt nám sem lýkur með því að þeir fá „diplóma“. Hafa nemendur þá lokið 32 eining- um sem annars vegar eru metnar í framhaldsskólakerfínu eða í há- skólum erlendis. Soffía Ámadóttir sem er for- stöðumaður Ferðamálaskólans inn- an MK segir að nemendur í skólan- um séu á öllum aldri, allt frá tví- tugu og sextugs. Hún kvaðst von- ast til að námið gæfí þeim sem stunduðu það betri starfsmöguleika enda væri alltaf verið að krefjast meiri menntunar af þeim sem störf- uðu í þessari atvinnugrein. Lang- flestir hygðu á störf í ferðaþjónustu en margir nýttu sér þær einingar sem þeir taka til náms bæði hér og erlendis. ■ Hvar er mest olíuf ramleiðsla Land 1980 1992 Saudi Arabía 495.898 404.506 Bandaríkin 424.196 373.060 íran 72.667 171.285 Mexíkó 99.938 139.926 Kína 105.950 138.600 Venezúela 114.788 119.474 Sam.ar.furstad. 82,791 109.577 Nígería 104.190 93.460 Noregur 24.551 92.523 Bretland 78.917 87.532 Kanada 70.405 77.947 Indónesía 77.633 72.622 Líbýja 88.324 71.806 Egyptaland 29.400 45.550 Alsír 50.638 37.702 Óman 14.030 34.839 Af þeim 75 ríkjum sem eru á þessum lista hefur aukning í prósentum verið mest í Dan- mörku, Pakistan og Tælandi en ekkert þessara ríkja er þó með umtalsverða olíuframleiðslu enn. Þá hefur mikil aukning orðið í Noregi, íran, indiandi, Brasilíu, I Angóla og á Nýja-Sjálandi. Þjóðgarðurinn Skaftafell ÁRIÐ 950 steig á land við S Ingólfshöfða kona að nafni áíf Þorgerður frá Heyangursfírði í Noregi, hingað komin til að nema land og búa. Sam- kvæmt lögum landnámsaldar gat kona helgað sér það land sem hún náði að leiða kálf- ^ fulla kvígu um, frá sólarupp- SSS komu til sólseturs. Þorgerður • fl£ leiddi kvígu frá Kvíá vestur að Jökulfelli og helgaði sér land „um allt Ingólfshöfðahverfi milli Kvíár og Jökulár". Hún sett- ist að þar sem heitir Sandfell og er talið að Skaftafell hafí byggst á sama tíma. Þingstaður var í Skaftafelli og jörðin var auðug frá upphafí, enda landgæði mikil. Eft- ir því sem aldir liðu ollu gos í Öræfajökli, einkum hlaup Skeiðar- ár þungum búsifjum. Skaftafell hefur þó til þessa dags verið með stærstu jörðum og er þjóðgarður- inn um 1.600 kmz en stór hluti er hulinn jökli. Þjóögarður Þjóðgarðurinn var settur á stofn 15. september 1967, er ríkið hafði keypt jörðina af ábúendum, með styrk frá Alþjóða náttúruvemdar- sjóðnum. í raun má segja að þjóð- garðurinn hafi fyrst orðið staður allra landsmanna við brúun Skeið- arár 1974, en við það opnaðist hringvegurinn. Þá hafði verið komið upp tjaldsvæði og þjónustu- miðstöð á Iáglendinu undir Skafta- fellsbrekkum. Auk hefðbundinnar þjónustu við tjaldgesti er matvöm- • verslun, veitingasala og bensín- sala. Þá er hyggja á dvöl í Skafta- felli þarf því ekkert að skorta, hvort sem dvalið er lengur eða skemur. Engir akvegir eru um þjóðgarð- inn, en göngustígar við allra hæfí. Langt mál væri að lýsa öllum þeim , möguleikum sem í boði eru, en landverðir eru ávallt reiðubúnir að hjálpa við leiðaval. Velja má stutt- ar leiðir, s.s. að Skaftafellsjökli eða Svartafossi, en hvort um sig er um klukkustundar ganga. Þeir sem hyggja á lengri göngu geta t.d. valið Kristínartindahring, er liggur um Skaftafellsheiði að vest- an upp að rótum Kristínartinda, niður heiðina að austan, um Skaftafellsbrekkur og niður á lág- lendið. Þama er í góðu skyggni glæsilegt útsýni vestur yfír Mors- árdal, Skaftafellsjökul og Skeiðar- átjökul annars vegar, og austur yfír Skaftafellsjökul, Hvannadals- hnúk og út að Ingólfshöfða hins vegar. Vlnsæl gönguleið Sá staður sem hvað flestir leggja leið sína, er Bæjarstaður í Morsárdal. Eins og nafnið vísar til stóð þar býli og dró nafn af Jökulfelli. Jökulfell og aðrir bæir í Öræfasveit, sem þá hét Litla Hérað, fór í eyði í Öræfajökuls- gosi 1362. Gosinu fylgdu ægileg flóð sem tóku af fjölda bæja, en afdrifaríkast var ösku- og vikur- fallið, sem gerði ómögulegt að nýta landið lengi síðan. Upp úr aldamótum 1400 komst aftur á byggð í Skaftafelli. Síðan hefur sama ættin setið jörðina, og að öllum líkindum frá landnáms- tíð. Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli, var fyrsti þjóðgarðs- vörðurinn. Þegar hann lét af störf- um 1987 tók við Stefán Beneöikts- son. Landverðir Yfír sumartímann starfa land- verðir í þjóðgarðinum. Á skrifstofu garðsins, sem opin er frá morgni til kvölds, veita landverðir upplýs- ingar um svæðið; gönguleiðir, gróðurfar, jarðfræði, sögu staðar- ins og ánnað sem þjóðgarðsgesti fýsir að vita. Frá 15. júní til 15. ágúst er boðið upp á daglegar gönguferðir og bamastundir um helgar, þátttakendum að kostnað- arlausu. Markmiðið er að vekja fólk til vitundar um umhverfí sitt og íslenska náttúra, einkum nátt- úra Skaftafells. Um margt er stað- ur þessi sérstæður, m.a. vegna skarpra andstæðna í landslagi og gróðurfari sem eiga sér vart hlið- stæður. Veðursæld gerir að verk- um að í Skaftafelli vaxa og dafna um 210 tegundir blómplantna og byrkninga, sem er með því mesta sem gerist á einum stað. Gróður- inn teygir sig um allt, en víða er framvinda hans skammt á veg komin þar sem land hefur aðeins nýverið fengið grið fyrir jökulvötn- um og oki skriðjökla. Sveitin hefur tekið miklum breytingum frá því að Ingólfur Arnarson tók land við Ingólfshöfða fyrir rúmlega 1100 áram, en þar mun hann hafa haft vetursetu. Við honum blasti þá grösugt og víðivaxið undirlendi og er eftir þrælum hans haft að til ills þóttust þeir hafa farið um góð héruð til að byggja útnes það þar sem öndvegissúlumar rak á land og nú heitir Reykjavík. Niðjar Þorgerðar hafa þó fengið að kynn- ast síbreytileika íslenskrar nátL úru. Svartur sandurinn og hvítur jökullinn minna á að hér hafa regi- nöflin undirtökin, þó þessa stund- ina ríki friður í sambúð lands og manna. Tilgangurinn með stofnun þjóð- garða er að varðveita sérkenni náttúrunnar og leyfa henni að hafa sinn gang, án mikillar íhlut- unar mannsins. Með þeim hætti er fólki gert kleift að njóta svæða á borð við Skaftafell um ókomna framtíð. ■ Glóey Finnsdóttir, Krístinn Stefánsson. Höfundar eru landverðir SÉÐ yfir Kjós VIÐ Morsárjökul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.