Morgunblaðið - 23.06.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 JR|0r$uttMa$>fö ■ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ BLAD KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Morgunblaðið/Sigurgeir ÞORBERGUR með Stefáni Agnarssyni, for- manniÞórs, sem sér um rekstur handbolta- iiðs ÍBV, eftlr undirskrift samnlngsins. Þorbergur þjálfar IBV ÞORBERGUR Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsþjálfari í handknattleik, skrifaði í gær undir eins árs samning við íþróttabandalag Vestmannaeyja, um þjálfun 1. deildarliðs ÍBV. „Það er gaman að vera kominn hing- að á ný,“ sagði Þorbergur, sem byrjar þjálfun 10. júlí. „Við munum halda öllum leikmönnum sem léku með liðinu í fyrra og stefnum að því að ná í alla „lund- ana“ sem eru uppi á landi," sagði Þorbergur og átti hann þá við Eyjamenn sem leika nú með öðrum lið- um, leikmenn eins og Sigmar Þröst Óskarsson, KA, Björgvin Rúnarsson, Selfossi, Guðfinn Kristmannsson, ÍR, Hlyn Jóhannsson, HK, Hugin Egilsson, Gróttu og Víkingana Hinrik Bjarnason og Helga Bragason. Þorbergur mun einnig vinna að sérverkefnum fyrir Vinnslustöðina hf., við að markaðsetja vörur fyrirtæk- isins á innanlandsmarkaði. Ince til Inter ENSKI landsliðsmaðurinn Pául Ince, einn besti leik- maður ensku meistaranna Manchester United síðustu árin, samdi í gær til þriggja ára við ítalska félagið Inter í Mílanó. Samningurinn var undirritaður í Manc- hester. Ekkert var gefið upp varðandi fjárhagslið samningsins, en skv. fréttum greiðir ítalska félagið sjö milljónir punda fyrir leikmanninn — andvirði um 707 milljóna króna — og í Independent fyrir helgina sagði að hann fengi 40.000 pund í vikulaun; andvirði rúmlega fjögurra milljóna króna. Ince er 27 ára. Hann hóf ferilinn hjá West Ham en var keyptur til Manchester United 1989 fyrir ein milljón punda. Með félaginu hefur hann tvívegis fagn- að sigri í ensku bikarkeppninni og tvisvar orðið ensk- ur meistari — í fyrra og hitteðfyrra. Hann er fastur maður í enska landsliðinu. Einar á ferðina EINAR Vilhjálmsson, íslandsmethafi í spjótkasti, tek- ur þátt i Meistaramóti íslands, sem fer fram á Laugar- dalsvellinum um helgina. Metkast Einars er 86,80 m, sett á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1992. Það eru liðnir tíu mánuðir síðan Einar keppti síðast í spjót- kasti — í Bikarkeppni FRÍ í ágúst í fyrra í Laugardaln- um og kastaði hann spjótinu þá 71,40 m. Einar, sem hefur átt yið þrálát meiðsli að striða undanfarin ár, hefur æft vel að undanfömu og sett stefnuna á Ólympíuleikana í Atlanta 1996. Hann kem- ur örugglega til með að veita Sigurði Einarssyni harða keppni — Sigurður hefur kastað lengst 77,10 m í ár. Hann fór með sigur af hólmi síðast þegar þeir kepptu, í bikarkeppninni fyrir tæplega ári — kastaði 74,76 m. IA vann KR ítoppslagnum og Eyjamenn burstuðu FH-inga „Skaginn að stinga af“ Markahá- tíð í Eyjum EYJAMENN voru í miklum ham í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti FH í 5. umferð Islandsmóts- ins í knattspyrnu. Þeir slógu upp veislu og sigruðu með sex mörk- um gegn þremur. Leifur Geir Hafsteinsson átti stórleik og fór fremstur í flokki samherja sinna og skoraði tvö mörk eins og og Rútur Snorrason. Hér fagna þeir einu marka sinna úr veislunni, f.v. Leifur Geir Hafsteinsson, Hermann Hreiðarsson, Rútur Snorrason, Ingi Sigurðsson og Dragon Manojlovic. ■ Leikirnir / C2 Islandsmeistarar ÍA hafa sex stiga forystu á KR-inga, sem eru í öðru sæti, eftir signr á Vesturbæ- jarliðinu, 2:0 á Akranesi í gær- kvöldi í 1. deild karla í knatt- spyrnu. Sigurinn var öruggur. ^Þetta var aldrei nógu gott og við komum seint og illa inní leik- inn. Veðrið spilaði eitthvað inní en samt eiga menn að reyna að spila fótbolta og veðrið var jafnvont fyr- ir þá,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Mér finnst að leikmenn geti meira en ná ekki að einbeita sér að litlu hlutunum og klára þá. Skagamenn spiluðu alveg eins og ég átti von á, beita löngum sending- um og pressa, vinna mikið uppúr hornum og innköstum og eru stór- hættulegir með það. Við ætluðum að gera það sem þarf á þessa menn, að halda boltanum í liðinu og spila niðri og færa eftir því, en það gekk ekki. Við fengum að vísu tvö til þrjú færi en þeir fengu líka fullt af þeim í fyrri hálfleik. Það virtist ekki vera samheldni til að vinna í leiknum," bætti Guðjón við og virt- ist ekki mjög bjartsýnn á gæfu sinna manna: „Ég hef ekki mikla ástæðu til að vera bjartsýnn og Ijóst að Skaginn er að stinga af. Það sem bíður okkar er að beijast á hæl og hnakka til að reyna að hanga í öðru sætinu í deildinni og halda Því. Ég held að það sé alveg ljóst að Skagamenn sigla fulla ferð og fara seglum þöndum,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR. „Þetta var ljúfur sigur og náttúr- lega mikilvægur 6 stiga leikur og spuming um hvort við ætluðum að hleypa þeim upp að okkur eða skilja þá eftir 6 stigum á eftir. Nú er þetta orðið þannig að það þarf mikið að gerast til a'ð til þetta lið nái okkur,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skaga- manna, eftir sigurinn á KR. „Hlut- imir sem við lögðum upp fyrir þenn- an leik gengu bærilega upp og við ætluðum að stoppa ákveðið mál i þeirra leik. Það er hvemig þeir spila með tvo útiliggjandi kantmenn og eru duglegir að komast á bak við vömina og okkur tókst að koma í veg fyrir það. Það spilar ekkert lið betur en andstæðingurinn leyfír þannig að ég held að þetta hafi ver- ið eðlilegur leikur af okkar hálfu.“ I öðrum leikjum kvöldins sigruðu Eyjamenh FH-inga 6:3, Leiftur sigr- aði Val 2:1 og Grindavík og Fram gerðu jafntefli, 2:2. HESTAR: LÍNUR FARNAR AÐ SKÝRAST Á ÚRTÖKUMÓTINU FYRIR HM/C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.