Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 1
fl^gttnWbiMfr Listin að vera trúr/5 Shakespeare sóttur heim/4 Arfleifðin í arfleifðinni/8 MENNING LISTIR BIAB\J PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 24. JUNI 1995 Fyrirhugað að koma á fót menningar- miðstöð á i Grænlandi STARF forstjóra Menn- ingarmiðstöðvar Grænlands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Verið er að reisa miðstððina í Nuup og segir Ole G. Jensen, ritari bygg- ingarnefndarinnar og menningarráðunautur, að hún verði afhent heimá- sljórn Grænlands 1. septem- ber næstkomandi og þá eigi hinn nýi forstjóri að hefja störf. I auglýsiiigu um starfið segir að markmið miðstöðv- arinnar sé að örva og þróa grænlenskt menningarlíf. Hún á að breiða út þekkingu á grænlenskri list og menn- ingu og koma á samvinnu, bæði við Norðurlönd og í Norður-Ameríku, og þá sér í lagi við þjóðflokka Inúíta. Hún á einnig að stuðla að norrænu lista- og menning- arlífi á Grænlandi. Ole G. Jensen sagðist bú- ast við að tveir til þrír mundu sækja um starf for-, s^jóra miðstöðvarinnar. „Við erum ekki endilega að leita að Grænlendingi í starfið, hæfasti umsækjand- inn verður ráðinn." Listasumar á Akureyri Akureyri. Morgunblaðið. LISTASUMAR á Akureyri hefst í dag, laugardaginn 24. júní og stendur það til loka ágústmánuðar. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til Listasumars á Akureyri og er það nú orðið að árlegum viðburði í bæjarlífinu. Á Listasumri er boðið upp á fjölda menningarviðburða og lætur nærri að eitthvað sé í boði dag hvern. Dagskráin er fjölbreytt og þess vænst að bæði heimamenn og gestir fínni þar eitthvað við sitt hæfi, en í boði verða fjöldi tónleika, myndlistasýninga, leiklist og efni tengt þjóðlegum fróðleik. Virkar hvetjandi á menningarlífið Ólöf Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri Listasumars sagði að hugmyndin hefði upphaflega sprottið upp úr umræðum um hvernig gera mætti menningarvið- burði aðgengilegri ferðamönnum og einnig að gera menningu að mark- tækum valkosti í ferðaþjónustu. Þetta hefði tekist með ágætum en einnig hefði Listasumarið virkað mjög hvetjandi á menningarlíf bæj- arins. Forsenda þess væri sú gróskumikla uppbygging sem átt hefði sér stað í Grófargilinu eða listagilinu eins og það er gjarnan nefnt. Allar helstu menningarstofnanir bæjarins standa að Listasumrinu auk Gilfélagsins, Gítarfestival á Akureyri, Sumartónleikar og fleiri liðir sem unnið hafa sér fastan sess í menningarlífinu á síðustu árum og fjöldi einstaklinga sem áhuga hefur á að taka þátt í þessu grósku- mikla starfi. Akureyrarbær leggur til fjármagn og Gilfé lagið m.a. aðstöðu, hugvit mannafla. Á síðasta ári kom einnig til framlag frá ríki en þess er ekki að vænta nú að sögn fram- kvæmdastjóra Listasumars. Dagskráin er að hluta byggð upp á föstum atriðum sem flutt eru vikulega á sama stað, þar m.a. nefna Sönglokka í Deiglunni öll mánudagskvöld, söngvökur í Minja- safnskirkjunni á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, á mið vikudagskvöldum verður dag- skrá um Davíð Stefánsson í Davíðshúsi og Klúbbur Listasumars og Karólínu er í Deiglunni á fimmtu- dagskvöldum á föstudög- um hefst sýning á nýju verki í Glugganum, myndlistasýningar verða opnaðar á laugardögum og á sunnudögum verða Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Áhersla á höggmyndalist Sérstök áhersla verður í sumar lögð á höggmyndalist og munu listamenn verða að störfum í svo- kölluðu ketilhúsi í Grófargili þar sem þeir vinna að list sinni og gefst fólki færi á að fylgjast með þeim að störfum. Því starfi lýkur með sýningu 5. ágúst næstkomandi. Myndlistasýningar verða m.a. í Listasafninu, Myndlistarskólanum og í Deiglunni. Tónleikahald verður á ýmsum stöðum, Gítarfestival verður í júlí og þá verða Sumartón- leikar í Akureyrarkirkju. Á tvenn- um tónleikum í Listasafninu verður flutt tónlist eftir Hafliða Hallgríms- son en einnig verður sýning á grafíkverkum eftir hann í safninu. Djassklúbbur sem farið var af stað með á liðnu sumri verður á fimmtu- dagskvöldum í Deiglunni og svo verður einnig í sumar enda naut hann mikilla vinsælda. Fyrstu dagskrárliðir Nú um helgina verður opnuð sýningin Silfurskottu- maðurinn í Deiglunni. Þar er á ferðinni Steingrímur Eyfjörð ásamt Torfa Frans Olafssyni og sýna þeir málverk, teikningar, skúlptúr, textaverk og vídeó. Þá opnar Dröfn Friðfinnsdóttir sýningu á grafík- verkum á Café Karólínu í dag, laugardag. í Glugganum mun Illugi Eysteinsson hefjast handa við gerð listaverks og nýtur hann aðstoðar unglinga úr Gagnfræða- skóla Akureyrar og gang- andi vegfarenda við gerð 'ÖW/þess. Verkið, sem heitir 4m ' Minning verður að lokum ^^^^^ boðið upp og ágóðinn renn- ^H^k. ur í ferðasjóð fatlaðra. Á ^^^ sunnudag verður leikrit- ið Lofthræddi örninn hann Örn sýnt í Deiglunni, en það var sýnt á smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins í vetur. Leikari í sýningunni er Björn Ingi Hilmarsson en hann fer með öll hlutverk og segir sög- una með látbragði, söng, dansi og leik. Endurreisn Malmö MALMÖ Musikteater, frumsýnir í haust nýjan söngleik eftir Björn og Benny í ABBA sálugu. Óperan í borginni hefur sett upp fjölda velheppnaðra sýninga á sígildum óperum, aðalleikhús borgar- «innar er nú talið eitt hið besta á Norður- lönd um og sinfóníuhlómsveitin á góðu gengi að fagna. Myndlist er höfð í háveg- um, og fara Rooseum og listasafn Malmö í fylkingarbrjósti. Þetta eru aðeins fáein dæmi um þá miklu grósku sem ríkir í borginni við Eyrarsund en hún er svo mikil að Danir eru orðnir grænir af öfund, að því er sagði nýlega í Politiken Fram til ársins 1970 var Malmö sú borg í Svíþjóð sem var í örustum vexti. En í kreppunni á áttunda áratugnum drógu mörg iðnfyrirtæki í borginni sam- an seglin og um 35.000 manns fluttust á brott. Eftir sátu hinir atvinnulausu, hinir lægstlaunuðu, ómenntuðu og svo eldra fólk. Menningarborgarstj órinn En þá kom til sögunnar Johan Bengt- Páhlsson, borgarstjóri úr flokki moder- ata en hann er maðurinn á bak við menningarlega endurreisn borgarinnar. Hann haf ði endaskipti á menningarmál- iiiiuni. Borgarlistasafnið fékk nýjan yfir- mann, Lars Nittve, sem tekur í haust við stjórnartaumunum í Louisiana-safn- inu á Sjálandi. Ástandið í Ríkisleikhús- inu, sem hýsti leiklist, sönglist og dans og sinfóníuhljómsveit, var skelfilegt. „Eg ferðaðist um landið þvert og endi- langt og ræddi við leikhússtjóra, leikara og leiklistarnema. Allir voru sammála um að í Malmö væri ekkert að sækjast eftir," segir Bengt-Páhlsson. Hann ákvað að skih> listgreinarnar að og að fá unga eldhuga til að taka við stjórnartaumunum. Sinfóníuhyómsveit- in varð fyrst til að yfirgefa leikhúsið og við henni tók Daninn Knud Ketting. Þá voru óperur og leiklist skilin að sum- arið 1993. Stóra leiksviðið „Storan" sem tekur 1450 manns í sæti hýsir nú óperur en ekki óperettur og ameríska söng- leiki. Keypt var gamalt fjölleikahús, Hippodromeen og Staffan Vajdemar Holm settur í stól yfirmanns. í sumar fær ballettinn eigin yfirmann, Patrick King. Stofnanirnar fjórar heyra undir einn fjármála- og markaðsstjóra, Bengt Hall. Hall setti það skilyrði fyrir ráðningu sinni að leikstjórinn Lars Rudolfsson fengist til samstarfs en hann þykir einn athyglisverðasti leikhúsmaður í Stokk- hólmi. Rudolfsson hefur ekki viljað þiggja fastráðningu í stóru leikhúsunum, segir of marga vera með puttana í yfir- sljórn þeirra sem verði til þess að litlu verði komið í verk. Honum leist hins vegar vel á breytingarnar í Malmö og hefur náð frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann hefur setið við stjórnvölinn. Meðal þess sem sett hefur verið á svið á Storan, er Madam Butterfly, eitt verka Kurts Weil og pöntuð hefur verið ópera eftir sænska tónskáldið Hans Ge- fors, en hún byggir á atburðum sem gerðust í Frakklandi fyrir nokkrum árum er hryðjuverkamaður réðist inn á barnaheimili. Hættumerki? Spurningin er hins vegar hvort mönn- um takist að viðhalda gróskunni í menn- LARS Rudolfsson, 43 ára leikhúsmað- ur frá Stokkhólmi, er talinn einn besti fengur listunnenda í Malmö. ingarlífi Malmö. Bengt-Páhlsson náði ekki endurkjöri í borgarstjórnarkosn- ingunum í haust og lágt gengi sænsku krónunnar kann að skapa erfiðleika. Til marks um að afturkippur kunni að vera kominn i málið, er að framkvæmdir eru enn ekki hafnar við nýtt bókasafn, sem ætlunin var að reisa, og að Bengt Hall er á f örum til Stokkhólms, þar sem hann tekur við óperunni. Og ætlunin er að gera hið sama og í Malmö, gefa lista- mönnunum frjálsar hendur en að hann haldi þráðunum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.