Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 C 3 GUÐMUNDA Andrésdóttir Morgunblaðið/Þorkell Guðmunda Andrésdóttir borgarlistamaður 1995 VIÐ OPNUN á sumarsýningu Listasafns Reykjavíkur að Kjarvals- stöðum tilkynnti borgarstjórinn í Reykjavtk, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, að Guðmunda Andrésdóttir listmálari hafí verið útnefnd borgar- listamaður Reykjavíkur árið 1995. Þessi viðurkenning er veitt reyk- vískum listamanni sem hefur þótt skara fram úr og markað spor í íslensku listalífi. Guðmunda Andrésdóttir er fædd í Reykjavík árið 1922. Hún stund- aði listnám í Gautaborg og Stokk- hólmi á árunum 1946-1948 ogsíðan í Academie de la Grande Chaumiere og Academie Ranson í París á árun- um 1951-1953. Guðmunda hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hún tók þátt í hinni frægu September- sýningu árið 1952 sem boðaði upp- haf geometrískrar myndlistar á Is- landi. Ennfremur tók hún þátt í öllum samsýningum September- hópsins frá 1974-1990 ein kvenna. I kynningu frá Listasafni Reykjavíkur á Guðmundu segir m.a.: „Guðmunda er ein fárra kvenna sem tileinkuðu sér mynd- mál geometríunnar í upphafi 6. áratugarins. Síðastliðna fjóra ára- tugi hefur hún rannsakað eðli þessa myndmáls og tekist að end- urnýja það og hlaða persónulegri merkingu." Guðmunda Andrésdóttir segir þessa viðurkenningu hafa komið sér á óvart. „Hún mun sennilega ekki hafa nein bein áhrif á störf mín, ég mun halda áfram að mála hér eftir sem hingað til. Hún breytir heldur ekki sýn minni á listina en hún er mér hvatning." Aðspurð segir Guðmunda að sér lítist vel á ungt íslenskt listafólk í dag. „Þetta fólk er allt saman að gera mjög góða hluti og forvitnilega, ég er mjög hrifin af því." Spegill undir fjögur augu LJÓÐABÁLKURINN „Spegill undir fjögur augu" eftir Jóhönnu Sveins- dóttir verður frumfluttur annað kvöld kl. 21 í Kaffileikhúsihu í Hlaðvarpan- um. Jóhanna Sveinsdóttir lést 8. maí sl. af slysförum, en hún var að ljúka við þennan Ijóðabálk þegar hún féll frá. Þá verða einnig fluttir tveir stutt- ir einþáttungar eftir Jóhönnu, sem hún ætlaði fyrir útvarp. Það eru vinir og fjölskylda Jó- hönnu sem standa að þessari dag- skrá í tilefni af fæðingardegi henn- ar, sem var 25. júní 1951. Flytjendur eru Marta G. Halldórsdóttir sópran, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Steinunn Ól- afsdóttir og Valdimar Örn Flygenr- ing leikarar. Umsjón með dagskránni hefur Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. Húsið verður opnað kl. 19. ----------? ? ? „Einu sinni var..." í DAG verður opnuð í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar, sýning á klippi- myndum eftir dönsku listakonuna Gunhild Skovmand. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „Einu sinni var ... " en þau orð vísa bæði í lífsferil Gun- hildar og í þann tðfraheim sem hún lýkur upp fyrir áhorfendum með myndum sínum. Gunhild hefur klippt myndir í pappír frá fjögurra ára aldri og hún hóf sýningarferil sinn árið 1931. Nú í sumar eru liðin 20 ár frá síðustu sýningu hennar hér á landi í Nor- ræna húsinu. Listakonan verður við- stödd opnunina. Sýningin verður opnuð kl.15 í dag laugardaginn 24.júní og stendur til 7. ágúst. ----------? ? ? Sumartónleikar í Grindavíkurkirkju ÞRIÐJU tónleikarnir í röð sumartón- leika í Grindavíkurkirkju verða í dag. Þá verða söng- og hljóðfæratónleikar og munu þau Rannveig Fríða Braga- dóttir söngkona og Jónas Ingimund- arson píanóleikari flytja fjölbreytta tónlistardagskrá. Tónleikarnir hefjast kl. 18. Morgunblaðið/Árni Sæberg BERNARDELL-kvartettinn fékk starfslaun. Bernardell-kvartett- inn fær starfslaun NYLEGAvarsamþykktí . Borgarráði að Bernardell- strengjakvartettinn hljóli starfslaun Reykjavíkurborgar til strengjakvartetts í eitt ár. Kvartettinn hefur starfað síð- an 1993 og haldið fjölda tón- leika viða um land. Kvartettinn skipa eftirtaldir tónlistar- menn: Zbigniew Dubik, fiðlu- leikari; Greta Guðnadóttir, fiðluleikari; Guðmundur Krist- mundsson, víóluleikari og Guð- rún Th. Sigurðardóttir. Guðrún Jónsdóttir formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar sagði á blaðamannafundi sem haldinn var af þesssu tilefni að launin væru til eins árs frá og með 1. september næstkomandi og upphæðin væri u.þ.b. 180.000 á mánuði auk 200.000 kr. byrj- unarpeninga sem þau fái 1. september. Guðrún sagði launaveitinguna tilraun og tek- ur ekki fyrir það að í framtíð- inni verði fleiri slíkum hópum úthlutað launum hvert ár. Eng- ar kvaðir eða skyldur fylgja laununum, aðeins að þeim sé varið vel og þau ýti undir starfsgleði listamannanna og geri þeim kleift að þroskast enn frekar í sinni list. Nafn kvartettsins er dregið af nafni mannsins sem smíðaði selló Guðrúnar, en slíkt tíðk- ast í tónlistarheiminum að nefna hyómsveitir eftir hljóð- færasmiðum. Meðlimir kvart- ettsins líta björtum augum fram á veginn og lofa borg- arbúum því að þau muni nýta styrkinn vel. Að lokum vildu þau koma að þakklæti til ráðamanna borgarinnar og vildu lýsa ánægju sinni með þann skiln- ing sem yfirvöld hafa á mikil- vægi þess að halda uppi öflugu menningarlífi í borginni. IÆIKLIST Þjóðlcikhúsið ÓRAR, ÍSLENSK/FINNSK LEIKSMIÐJA Leiksljórar: Kári Halldór og Kaisa Korhonen. Aðstoðarleikstjórn: Dan Henriksson. Leikmynd og búningan Sari Salmela. Lýsing: Esa Kyllönen, Esa Pukero og Kári Gíslason. Tón- list: Kalle Chydenius. Handrit: Seppo Parkkinen. Islensk þ ý<í ing: Anton Helgi Jónsson. Leikaran Arnar Jóns- son, Bára Lyngdal Magnúsdóttír, Björn Ingi Hilmarsson, Hannu Val- tonen, Ingvar Sigurðsson, Jóna Guð- rún Jónsdóttir, Matti Rasila, Mira Kivilii, Pirkko Hauialaineu, Raimo Grönberg, Tinna Gunnlaugsdóttír og TiujaVuolle. Fimmtudagur 22. júní. Áfram með norrænt samstarf! ÞAÐ VAR einkennilega heillandi að sitja í Þjóðleikhúsinu á fímmtu- dagskvöldið og horfa á leiksýningu þar sem maður skildi ekki nema helming þess texta sem fluttur var. Það er yfírlýstur tilgangur þessarar finnsk/íslensku leiksmiðju að „sannreyna að það er eitthvað ann- að en tungumálið sem er uppistaða leiklistarinnar". Engu að siður velti ég því fyrir mér hvort hluti af töfr- um þessarar sýningar sé ekki ein- mitt fólginn í framandleika finnsk- unnar, sem er tungumál sem íslend- ingar skilja að öllu jöfnu ekki stakt orð í. Finnskan er hljómmikið og áherslufagurt mál og smám saman virkar hún líkt og tónlist, undirspil við hinn íslenska texta sem áhorf- andinn skilur (hugsanlega er þessu svo Öfugt farið með finnska áhorf- endur sem ekki skilja íslenskuna), ekki síst þegar um er að ræða svo fagra rödd sem leikkonan Mira Kiv- ilá býr yfir. Yfirlýsingin hér að ofan, sem tekin er úr leikskrá, er athyglis- verð: Hvað er þetta annað sem er uppistaða leiklistarinnar, ef ekki tungumálið? í leiklistinni mætast vitanlega mörg táknkerfi; tungu- mál, líkamsmál; hreyfingar, svip- brigði, útgeislun o.s.frv., tónlist, dans, litir o.fl. og það eru að líkind- um slíkir þættir, aðrir en tungumál- ið, sem þessi leikhópur vill láta mynda uppistöðu þessa tiltekna verks. En þetta verk getur þó ekki án tungumálsins verið, fremur en önnur leikverk með flókinni og sam- settri leikfléttu. Reyndar má segja að það felist ákveðin þversögn í þeirri fullyrðingu að eitthvað annað en tungumálið eigi að bera uppi leikverk — og mæta síðan til leiks með tvö tungumál að vopni! Órar er leikverk byggt á eldri leikverkum sem svo aftur eru byggð á fornum grískum goðsögnum. Það má því benda á þessar fyrirmyndir sem eitt táknkerfið sem verkið hvíl- ir á. Það er óneitanlega mikill kost- ur fyrir áhorfandann að þekkja eitt- hvað til þess gríska fjölskylduharm- leiks sem Órar spretta upp af. Slík forþekking auðveldar allan skilning á því sem fram fer á sviðinu og gerir áhorfandanum kleift að njóta sýningarinnar betur. Þó er það kannski ekki forsenda þess að njóta verksins, að þekkja hinn griska efnivið, en ég hygg að skilningur og upplifun þess áhorfanda hljóti að vera frábrugðinn skilningi hinna. Leikurinn gerist á tveimur tíma- plönum. Elektra, dóttir Agamemn- ons konungs og Klítemnestru konu hans er í nútíð í útlegð frá fjöl- skyldu sinni, á sínu eigin svæði við sjávartrönd nálægt landamærum ríkisins, eins og segir í leikskrá. Atburðir úr fortíðinni eru sviðsettir sem minningarbrot hennar og sam- an sýna þeir harmsögu fjölskyld- unnar þar sem faðir myrðir dóttur, eiginkona eiginmann, sonur móður og spurningar um ást, svik, hefnd og fyrirgefningu eru í fyrirrúmi, þó fátt sé um svör. Það eru Bára Lyngdal Magnúsdóttir og Pirkko Hamaláinen sem leika Elektru. Þær eru stundum samtímis á sviðinu og leikur annarrar bergmálar leik hinnar fyrri, stundum skiptast þær á að leika einstök atriði, stundum leika þær á móti íslenskum leikur- um, stundum finnskum. Þetta á við alla leikarana, þannig er verkið saman fléttað og er það svo hagan- lega gert að útilokað væri að rekja sundur þá fléttu eftir þráðum tungumálsins. Þessi leikgerð er greinilega hugsuð sem ein heild og sem slík er hún afar vel heppnuð. Óhjákvæmilegt er að bera saman íslenska og finnska leikara, hver persóna er leikin af tveimur leikur- um, einkum íslenskum og einum finnskum. Það verður að segjast eins og er að ef marka má þessa einu sýningu er greinlegur munur á íslenskum og finnskum leikstíl. íslensku leikararnir léku nær allir á (kunnuglegum) dramatískum nót- um, áherslan var á djúpa tilfinn- ingalega túlkun með raunsæjum blæ. Pinnsku leikararnir fóru allt aðra leið í sinni túlkun. Leikur þeirra var kómískari og grófari, bæði í svipbrigðum og hreyfingum. Nálgun þeirra flestra var létt háðsk á meðan nálgun íslensku leikaranna var alvarlegri. Hérna verður þó að undanskilja Ingvar Sigurðsson, sem túlkaði Ægistos á hálf „absúrd" máta, og var túlkun hans eiginlega nokkuð á skjön við aðra leikendur. Þessi ólíka túlkun leikaranna á sömu persónunni eykur vissulega gildi sýningarinnar. Það er bráð- skemmtilegt að upplifa svona mis- munandi túlkun í leik á einstökum persónum. Það má kannski segja að með þessu hafi allir fengið nokk- uð fyrir sinn snúð: Þeir sem aðhyll- ast dramatíska, harmræna túlkun fengu hana, hinir sem frekar vilja sjá skoplega, háðska túlkun fengu hana. Af einstökum leikurum var Pirkko Hámálainen í hlutverki Elektru afar mögnuð á sviðinu og skyggði sterk (og oft stórkarlaleg) túlkun hennar nokkuð á fínlegri túlkun Báru Lyngdal Magnúsdótt- ur. Tinna Gunnlaugsdóttir var mjög glæsileg og kynþokkafull Klítem- nestra, en túlkun hennar minnti þó sterklega á túlkun hennar á Nastösju Filippovu í Fávitanum á nýliðnu leikári Þjóðleikhússins. Kannski er. þar allt eins við finnska leikstjórann Kaisa Korhonen að sakast; en hún leikstýrði, eins og kunnugt er, Fávitanum. Eins er á mörkunum að Tinna passi i þetta hlutverk aldurslega séð. Það var mestur aldursmunur á henni og Tuija Vuolle, hinni finnsku Klítem- nestru, af „pörunum" í sýningunni. Fyrir bragðið varð Tuija Vuolle trú- verðugri í hlutverkinu. Mikið ,jafn- ræði" var með öðrum „pörum" leik- ins, þótt túlkun væri ólík eins og áður er getið. Ástæða er til að hrósa sérstak- lega búningum og leikmynd. Bún- ingarnir voru mjög fallegir, í fáum litum og stílhreinir. Leikmyndin, sem var aðallega. samsett af slæð- um, hurðum, stólum og fáum litum, ásamt ljósanotkun gaf sýningunni draumkenndan blæ sem var um- gjörð sem hæfði henni vel. Kaisa Korhonen, Kári Halldór, leikarar og aðrir sem lögðu sitt af mörkum við þessa uppfærslu hafa með vinnu sinni brotið blað í nor- rænni leiklistarsögu. Ég vona svo sannarlega að framhald verði á þessu frjósama samstarfi. Soffía Auður Birgisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.