Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.06.1995, Qupperneq 4
4 C LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAURENCE Olivier í Þrettándakvöldi. GAMLA Shakespeare Memorial Theatre sem brann 1926. DEREK Jacobi í Macbeth. Shakespeare sóttur heim JANE Lapotaire og Kenneth Branagh í Hamlet. The Royal Shakespeare Company hefur ákveðið að draga saman starfsemi félagsins í London. Starfræksla leikhúsanna í Strat- ford-upon- Avon verður aftur á móti áfram með sama hætti og hingað til. Sveinn Har- aldsson fjallar um þessa miðstöð Shake- speare-hefðarinnar í Englandi. BÆRINN Stratford-upon- Avon ætti í rauninni ekki að vera neitt frábrugð- inn öðrum smábæjum í grenndinni, enda íbúar einungis um tuttugu þúsund. En sú stað- reynd að William Shakespeare fæddist þar 1564 og eyddi þar síðustu æviárum sínum hefur vald- ið því að Stratford er nú fjölsóttur ferðamannastaður. Bæjarbúar hafa að miklu leyti framfæri af ferðamannastraumnum, enda er ýmislegt í boði, og óteljandi þeir staðir sem nota nafn Shakespeares til að auglýsa vöru sína og þjón- ustu. Það var samt ekki fyrr en 1769, meira en einni og hálfri öld eftir dauða leikritahöfundarins, að leik- arinn og leikstjórinn David Garrick hleypti af stokkunum fyrstu hátíð- arhöldunum á fæðingardegi skáldsins í Stratford. Það var einn- ig þá sem bæjarbúar fóru að íhuga að varðveita þyrfti byggingar og annað tengt minningu Shakespe- ares í bænum. Upphaf leikhúsbygginga Fyrsta leikhúsið sem var byggt beinlínis til að halda uppi minning- unni um skáldið var The Shake- speare Memorial Theatre. Því var valinn staður við ána Avon, á lóð sem var gefin af Charles Edward Flower, en fjölskylda hans hafði auðgast á bruggun bjórs. Bygg- ingin var í gervigotneskum stíl, úr sterkrauðum múrsteini skreytt smáum tumum og tók 800 áhorf- endur í sæti. Hún var vígð á af- mæli skáldsins 23. apríl 1879. Þó að ýmsir annmarkar þættu á byggingunni kom hún að tilætluð- um notum. Þar var árlega haldin Shakespeare-hátíð þar sem leikrit hans voru sett á svið, 1886-1919 undir stjóm Frank Bensons og síð- ar W. Bridges-Adams, eða allt þar til leikhúsið brann árið 1926. Leikstarfsemin var þá flutt í kvikmyndahús sem var breytt til að hýsa leiksýningar á meðan bygging nýs leikhúss var undirbú- in á sama stað. Útveggir bruna- rústanna voru nýttir og innan þeirra reistur ráðstefnusalur, sem notaður var til æfinga ef þurfti. Nútíminn heldur innreið sína Hið nýja leikhús, undir gamla nafninu The Shakespeare Memor- ial Theatre, var vígt 1932. Það þótti mjög eftir nýjustu tísku þess tíma, áherslan lögð á notagildið NÝJA leikhúsbyggingin: The Other Place. og ekkert lagt í óþarfa skreyting- ar. Sviðið er óvenju breitt og áhorf- endasalurinn rúmar 1.500 manns. Áður en Bridges-Adams hafði látið af stjóm hafði hann lengt sýningartímann úr tæpum mánuði í fimm, þ.e. breytt leiklistarhátíð- inni í fullgilt leikhús. Hann varð framkvöðull að óhefðbundinni túlkun á leikritum Shakespeares í Stratford þegar hann bauð rúss- neska leikstjóranum og leik- myndahönnuðinum Komis- aijevskíj að setja upp Macbeth 1933 í uppsetningu þar sem leikar- amir voru klæddir í nútímalega einkennisbúninga og í bakgrunni vora álskermar. Stríð og friður Komisaijevskíj hélt áfram starfi sínu í Stratford í tíð eftirmanns Bridges-Adams, Ben Iden Paynes. Paynes er helst minnst fyrir það að hafa hafið sýningar á verkum annarra leikritaskálda en Shake- speares. Hann sýndi t.d. leikrit eftir Ben Jonson á þijú hundruð ára ártíð hans 1937 og setti upp verk eftir Sheridan 1941 og Goldsmith ári síðar. 1946 varð Shakespeare aftur einráður um langa hríð. AÐALLEIKHÚSIÐ í Strat- ford: The Royal Shakespeare Theatre. Það tókst að halda uppi sýning- um á hveiju ári meðan að heims- styijöldin síðari geisaði en nýir stjórnendur stóðu stutt við. 1945 tók Barry Jackson við taumunum og breytti ýmsu í rekstri leikhúss- ins. Frumsýningum var nú dreift yfir allt sýningartímabilið í stað þess að framsýna öll verkin í upp- hafi tímabilsins. Einnig valdi hann sérstakan leikstjóra fyrir hveija sýningu í stað leikstjóra sem stýrði öllum sýningum hvers leikárs. Meðal nýrra starfskrafta sem gengu í leikhópinn í tíð Jacksons vora Paul Scofield og Petef Brook. Haustið 1948 tók Anthony Qua- yle við sem stjómandi og kynnti til sögunnar leikara eins og Peggy Ashcroft, John Gielgud og Michael Redgrave í sögufrægum uppsetn- ingum. Glen Byam Shaw tók við af Quayle 1956, eftir að hafa starf- að við hlið hans um árabil. Leik- ferðir vítt og breitt um heiminn höfðu hafist fyrir seinna stríð en nú var farið í ferðir austur yfir járntjald, til Moskvu 1955 og Len- ingrad ári síðar. Endurskipulagning Árið 1961 var leikhópurinn í Shakespeare Memorial Theatre INNVIÐIR The Swan Theatre. endurskipulagður og nefndur The Royal Shakespeare Company (Hinn konunglegi Shakespeare- leikhópur), en það þykir mikil við- urkenning í Bretlandi og víðar að fá að skjóta þessu lýsingarorði framan við fýrirtækjaheiti. Raunar hafði leikhúsinu í Stratford verið veitt konungleg viðurkenning þeg- ar árið 1925. The Shakespeare Memorial Theatre var í framhaldi af þessum skipulagsbreytingum nefnt upp á nýtt og varð The Royal Shakespe- are Theatre. Peter Hall, fyrsti stjórnandi hins endurbætta félags, hóf þegar mikla útþenslustefnu sem fólst m.a. í því að ná fótfestu í London. í Aldwych-leikhúsinu fyrir ofan Strand í London voru sett á svið ný leikrit og verk eftir aðra sígilda höfunda en Shakespe- are auk þess sem leikrit hans sem sett voru á svið í Stratford voru færð upp þar. í Stratford vora Shakespeare-leikritin enn þunga- miðjan í starfi félagsins og leik- ferðir voru farnar um heim allan. The Royal Shakespeare Company hóf líka að sýna verkin í leikhúsum víðsvegar um Bretland en þessar ferðir reyndust of kostnaðarsamar og varð að gefa þær upp á bátinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.