Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 24.06.1995, Síða 6
6 C LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gamli vesturbærinn „Ljóðlistin á sterk ítök í mér“ * A dagskrá Gullkistunnar í dag, 24. júní, verða flutt ljóð eftir skáld sem numið hafa og starfað á Laugarvatni. Jón Özur Snorra- son spjallaði af því tilefni við Krisján Ama- son, sem er einn þátttakenda, um eigin verk og kollega hans Ólafs Briem. OST OG HÖNNUN Ráðhús Rcykjavíkur - Ilafnarhúsið - Gamli vcsturbærinn SJÓMINJASÝNING Opiðfrá 13-18 alladagatil 13. maí og áramóta. Aðgangur ókeypis og 100 kr. sýningarskrá 200 og 100 kr. í SUMARBYRJUN hefur heilbrigt og gott framtak verið í gangi á veg- um borgaryfirvalda, sem er sögu- og menningarhátíð gamla Vestur- bæjarins, og hefur hún víða verið til húsa í núverandi miðbæ og Vestur- bænum. Sumar sýningamar í tengsl- um við hátíðina voru bara opnar um eina helgi og öðmm framkvæmdum lauk sunnudaginn 28. maí. Aðalsýn- ingamar eru „Gamli vesturbær- inn/manniíf og saga“ í Ráðhúsinu, sem stendur til 11. júní og svo „fs- land og hafið" í Hafnarhúsinu, sem stendur til áramóta. Helst hefði ég viljað sjá allar fram- kvæmdimar, en þegar ég kom á vettvang á mánudegi var öllum þeim minni lokið og greip ég að sjálfsögðu í tómt. Stóra spumingin er þó, hvort ekki hefði verið vænlegra að efna til einnar mikillar sýningar í sérhönn- uðu húsi, t.d. að Kjarvalstöðum, því hér vom heimildir helst til dreifðar og guldu framkvæmdimar þess óneitanlega. Og þá er full snubbótt að hafa sumt einungis opið yfir heina helgi og sömuleiðis hefði mátt miðla greinargóðum upplýsingum í tíma. Undirbúningurinn virðist einnig hafa verið af vanefnum, því að slíkar sýningar krefjast mjög mikillar vinnu og langs aðdraganda ef vel á að vera eins og allir virðast vita, nema við hér á útskerinu. Hugmyndin er þannig í senn snjöll og lofsverð, en hins vegar rennur manni til rifja hve hratt hefur verið farið yfír og hve mörgu er ábóta- vant. En hið mikilvægasta er, að framkvæmdin segir frá mjög stórri gloppu í íslenzku menningarlífi, sem er skortur á sögusafni og virku og vel skipulögðu sjóminjasafni. Ber að stórefla Þjóðminjasafnið, til að það geti einnig gegnt hlutverki þjóð- háttasafns, sem að sjálfsögðu ætti að vera sérdeild innan þess. Hér getum við að ósekju dregið dám af Dönum, sem hafa endurbyggt og endurskipulagt Þjóðminjasafn sitt á svo glæsilegan hátt að aðdáun hefur vakið víða um heim, enda mun að- sókn á það hafa margfaldast eftir breytingamar. það sem hér virðist einnig hafa gleymst, er að við lifum á tímum hátækni sem gerir margfalt auðveld- ara að setja upp mikilsverðar sýning- ar, en fyrir aðeins 10 árum, en það er satt að segja einhver krambúðar- bragur á framkvæmdum. Vantar hnitmiðun og áherslur, og ljósmyndir eru ekki nægilega vel unnar fyrir skoðendur. Mögulegt er að stækka og klippa þær til og lesmál er í mörg- um tilvikum of smágert og að auki ekki nægilega aðgengilegt. Þannig er margt á sýningunum helst fyrir fagmenn í sagnfræði og dreift skipu- lagið enn síður til þess fallið að vekja áhuga almennings. Hins vegar hefur hann mikinn áhuga á slíkum fram- kvæmdum og auðvelt ætti að vera að sameina það tvennt að skipu- leggja þær betur og auka skilvirkni sýningarefnisins til skoðenda. Jafn- framt er mögulegt að skapa grund- völl fyrir að framkvæmdir standi undir kostnaði og jafnvel skili hagn- aði, sem er langt í frá óalgengt er- lendis. Víst hafði ég góðan fróðleik af Qöl- mörgu á sýningunum báðum, og þá einkum sjóminjunum, þótt þar væri óþyrmilega þröngt á þingi þó svo nær engir væru gestimir tímann sem ég var þar. Tengslin við fortíðina em svo mikilvæg, og hugmyndaríkir núlista- menn geta sótt ómælt til hennar, enda um mjög myndræna hluti að ræða sem rífa í skilningarvitin. Það er t.d. óhugnaður hve lítið tillit hefur verið tekið til þess sem fyrir var, og umhverfiins sjálfs, við nýbyggingar. Þá er rennilegt skipulag ekki nóg ef framkvæmdin er bensínafgreiðsla á útsýnisstað sem er einn sá fegursti í allri Reykjavík þ.e. Ánanaustin. Sá er búið hefur í nágrenninu verður hreinlega fárveikur við tilhugsunina eina, menn athugi að krabbamein er til víðar en í líkamanum og sjónmeng- un er verri en nokkur pest. Það hefði t.d. vakið hrikalegar deilur ef gera ætti útbrot á Löngu- línu í Kaupmannahöfn og reisa þar bensínafgreiðslu! En sem betur fer væri slíkur verknaður óhugsandi í borginni við sundið, og má það vera okkur einhver lærdómur sem mis- þyrmum á þennan hátt okkar eigin strandlengju. Þessu varð ég að koma að eftir skoðun sýninganna, sem eru vel þess virði að sem flestir sækí heim, njóti, og umfram allt hugsi. Bragi Ásgeirsson. Vegna mistaka birtist þessi myndlistardómur ekki á rétt- um tíma. Morgunblaðið biður höfund og aðra velvirðingar á mistökunum. ADAGSKRÁNNI sem hefst kl. 15 í Héraðsskólanum, verða einnig flutt ljóð eftir Jóhann S. Hannesson, Rúnar Hafdal og Þórð Kristleifsson, og Rúnar Ármann Arthúrsson Unnur Bragadóttir, Baldur Óskarsson og Jón frá Pálmholti lesa úr eigin verkum. Aðspurður segist Kristján ætla að spila það svolítið eftir hendinni, hvaða ljóð hann muni flytja. „Það væri gaman að lesa ljóð sem tengjast Laugarvatni og veru minni þar, þó ég geti nú ekki sagt að ég hafí ort um staðinn. Það var að mörgu leyti þægilegt að kenna á Laugarvatni og mér þótti oft gott að losna úr Reykja- vík. Kannski mætti svo bæta því við, af sérstöku tilefni, að Gullkist- an hafði alltaf góð áhrif á mig, þó ég hafí aldrei reynt að opna hana. Auk eigin verka ætlar Kristján að flytja þýðingu Ólafs Briem á kvæði Göthes sem hann -nefndi Tileinkun og birtist á síðum 5. heftis TMM 1982. „Þetta kvæði er einskonar inngangur að Faust, en Göthe var alla sína ævi að skrifa það verk. Hann orti kvæðið á miðj- um aldri, um fímmtugt, eftir langt hlé frá Faust. Svo þegar hann kom aftur að verkinu, rifjaðist upp fyr- ir honum tíminn þegar hann var að byija á Faust og minningarnar um horfna vini lifnuðu við. Þetta er svolítið saknaðarljóð og það hefur heillað Ólaf. Hann sýndi mér þýðinguna og ég fékk hana til birt- ingar, en þó aðeins undir dul- nefni. Svo hef ég ljóstrað því upp hver stóð þarna að baki, enda ástæðulaust að leyna því enda- laust." - En var Ólafur Briem skáld? „Hann var mjög næmur fyrir skáldskap og skáldmæltur, átti auðvelt með að yrkja, orti tækifærisvísur og mansöngva sér og öðr- um til skemmtunar. En hann gaf sig ekki út fyrir að vera skáld. Þess vegna er það kannski mín sök að hafa klínt skáldanafni á hann.“ - En má kannski sjá líkindi með ykkur, báðir fræðimenn, kennarar og skáld? „Ég hef verið svolít- ið tvístígandi milli skáldskapar og fræði- mennsku .en skáld- skapur hefur alltaf átt sterk ítök í mér. Ég hef fengist við hann meira af þörf og mér til ánægju. Mér hefur þó stundum fundist ég vera að slæpast þegar ég er að yrkja. Ég hef auðvitað fengist mest við að Qalla um skáld- skap annarra, enda er það mín vinna. Það er auðvitað skapandi líka að miðla þeirri vitneskju og krefst sköpunar. Þegar maður yrk- ir sjálfur sinnir maður sjálfum sér betur, fær meiri útrás og gefur sér lausari taum. Sá er kannski munurinn.“ - Að lokum, Kristján, getur þú fjallað um eigin skáldskap? „Ég hef dálítið beitt fyrir mig sonnettuforminu og það hentar mér sérstaklega vel, skýrt form og beitt. Ég reyni að horfast í augu við hversdagsleikann með vissri kaldhæðni, en það getur kannski um leið verið mín leið til að bijótast undan honum.“ Morgunblaðið/Þorkell Kristján Árnason Efnileg frumraun TONLIST Háskólabíó ÓPERUTÓNLEIKAR ítalskar óperuaríur og forleikir eftir Donizetti, Verdi og Puccini; Forleik- ur að Jónsmessunæturdraumi eftir Mendelssohn. Ólafur Arni Bjamason tenór og Sinfóníuhfjómsveit íslands u. stj. Nicola Rescigno. Haskólabíói, fimmtudaginn 22. júni. SÖNGÁHUGI íslendinga fer að að verða eitt af kennileitum landsins meðal annarra þjóða. Sigldir söngv- arar tala um að óvíða sé skemmti- legra að syngja en á íslandi, og hvert sæti var skipað í Háskólabíói á fímnltudagskvöldið var, þegar Ól- afur Ámi Bjamason háði frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit íslands. Og ekki nóg með það; eftir storm- andi undirtektum áheyrenda að dæma „átti“ Ólafur Ámi salinn strax frá upphafí. Mættu aðrir- debútantar hér á landi þykja fullsælir af öðmm eins stuðningi, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Hljómsveitin var af leikhús- gjyflustærð, og kom það sér vel fyrir unga og enn ekki fullmótaða tenórrödd, auðvitað burtséð frá því, að tónlistin var fmmhönnuð fýrir þá stærð, ef frá skyldi talinn forleik- ur Mendelssohns, þar sem strengir hefðu mátt vera fleiri. Hinn nær áttræði bandaríski hljómsveitarstjóri Nicola Rescigni, sem meðal ópemunnenda er m.a. kunnur fyrir samvinnu sína við Maríu Callas, er trúlega einhver þaulreyndasti óperatúlkandi sem á okkar fjömr hefur rekið. Stjómun- arstfll hans var ekki mikilla pata, heldur kyrrlátur og yfírvegaður; allt að því hlédrægur, miðað við margan hamaganginn sem áður hefur sézt á hljómsveitarpalli Há- skólabíós. Engu að síður (nema þess vegna sé) tókst honum að laða fram meiri fágun úr hljómsveitinni en oft hefur heyrzt, t.a.m. með fín- gerðu pianissimo-strengjahvísli í forspilinu að 3. þætti La Traviata og heillandi hulduvemtipli í Mend- elssohn. Einnig var hinn „exótíski" samstíga hljómablástur tréblásara í intermezzói Puccinis úr Manon Lescaut mjög fallega mótaður. Að slíkur stjómandi skyldi geta fylgt söngvaranum í einsöngsaríunum eins og dyggur skuggi, kom víst fáum á óvart, og var Ólafur Árni einnig að þessu leyti vel settur fyr- ir frumraun sína. Dagskráin bauð upp á nær sam- fellda röð þungavigtara úr þekkt- ustu aríum ópemheimsins, „stand- arða“, eins og Jón Múli mundi kalla þá, og ærið viðfangsefni jafnvel fyrir sjóaða stjömu á einu og sama kvöldi. En Ólafur Ámi tók á hinum stóra sínum og flaug yfir hveija hindmn á fætur annarri með glæsi- brag, þrátt fyrir nokkum óstyrk í upphafí. Ólafur er mjög efnilegur söngvari, með fallega ljóðræna ten- órrödd, sem hefur alla burði til að stækka á næstu árum upp í jafnvel dramatískustu hlutverk ítalskrar ópem, enda þótt sá kraftur og sú hljómfylling, sem aðeins löng sviðs- reynsla gefur, hefðu stöku sinnum komið í góðar þarfír, einkum þar sem hæst lét í lúðmm. Lítill vafi er á, eftir frammistöðu kvöldsins að dæma, að sú aukageta muni safnast söngvaranum í sarpinn á komandi ámm, og þar með einnig sú lýtalausa markvissa á hveijum tóni sem samkeppnin krefst í dag. Það hefur löngum tilheyrt fmm- stæðari hvötum óperuunnenda að fá sinn skammt af háum C-um úr tenómm sínum, en blóð ella, líkt og um hringleikjahús án öryggis- nets væri að ræða. Sýndi frumreyn- andinn þar ágæt tilþrif, sem féllu öll í ljómandi góðan jarðveg, þó að undirrituðum þætti einatt skorta nokkuð upp á öryggið og léttleikann þama efra að þessu sinni. En það á ugglaust eftir að lagast með auknu úthaldi reynslunnar. Eigi var kyn að svo búnu, þó að söngvarinn eftir fítonsraun kvölds- ins tæki að mæðast undir lokin, þótt lítið bæri á. En stjórnandinn vissi betur; eftir nokkur aukalög (þ.ám. La donna é mobile) þurfti signor Rescigno að þakka fyrir ör- læti tónleikagesta og biðja þá vin- samlegast að leyfa söngvaranum að sleppa lifandi. Var svo sem bet- ur fór gert, og blasir því enn við opin framabraut stórefnilegs ungs tenórs, þar sem allt getur skeð. Ríkarður Ö. Pálsson MYNDLIST Kjarvalsstaðir „Islensk myndlist" til 10. septem- ber. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar fram á haust. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Gunhild Skovmand til 7. ágúst. Gerðarsafn Verk Gerðar Helgadóttur til 16. júlí. Gallerí Úmbra Porkko Rantatorikka sýnir til 11. júlí. Listhús 39 Margrét Guðmundsdóttir sýnir til 26. júní. Nýlistasafnið 10 myndlistarmenn sýna til 25. júní. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Gallerí Sólon íslandus Miriam Bat-Yosef sýnir til 25. júní. Hafnarborg „Stefnumót listar og trúar" til 26. júni. Þjóðmiryasafnið Sýningin íslenskir kirkjugripir. Gallerí Greip Þorri Hringsson sýnir til 2.júlí. Mokka Kristján Bjöm Þórðarson, Gunnar Þór Víglundsson og Úlfur Grönvold sýna til 9. júlí. Gallerí Fold Dósla sýnir til 25. júní. Gallerí Tryggvagata 15 Kjartan Guðjónsson sýnir til 30. júní. Norræna húsið Umhverfislist í salarkynnum og umhverfi hússins til 9. júlí. Sýning í anddyrinu er tengist ferð Alberts Engströms til íslands 1911. Gallerí Sævars Karls Þóra Sigurðardóttir sýnir. Gallerí Rikey Sýning á verkum Ríkeyjar. Listhúsið Snegla Kynning á verkum Sigríðar Erlu. Gerðarsafn Sýning á gömlum ljósmyndum til 16. júlí. TONLIST Laugardagur 24. júní Gullkistan Laugarvatni; Strok- kvartettinn í íþróttasal Héraðsskól- ans kl. 17. Sunnudagur 25. júní Sönglög og planókvintett eftir Fauré I Borgarleikhúsinu kl. 21. Flytjendur; Jón Þorsteinsson, Ger- rit Schuil og fieiri. Barokktónleikar I Dómkirkjunni kl. 17. Soknbedals Storband frá Þrándheimi leikur I Ráðhúsinu kl. 16. Annað landsmót íslenskra kvennakóra I Borgarleik- húsinu kl. 16. Sumartónleikar í Grindavíkurkirkju kl. 18. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. Mánudagur 26. júní Kári Þormar leikur á orgel Dóm- kirkjunnar kl. 20.30. Gerður Bolla- dóttir sópransöngkona í safnaðar- sal Áskirkju kl. 20. Soknbedals Storband I Tónlistarskóla Akraness kl. 21. íslensk kvöldloka í Deigl- unni AKureyri kl. 21. Þriðjudagur 27. júní Kammertónlist og sönglög eftir Hindemith í Borgarleikhúsinu kl. 21. Flytjendur, Camerarctica, Venzlatríóið og fleiri. Nanna Kag- an flautuleikari, Hlíf Siguijóns- dóttir flautuleikari og Sigrun Vibe Skovmand píanóleikari I Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 20.30. Söngkonur í sumarskapi; Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir I Kaffileik- húsinu kl. 21. Söngvaka í kirkju Minjasafnsins á Akureyri kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Órar, samvinnuupfærsla finnskra og íslenskra leikara lau. 24. júní kl. 14. Taktu lagið Lóa! lau. 24. júní, sun. Kaffiieikhúsið Herbergi Veroniku lau. 24. júní, mið. „Spegill undir fjögur augu“ sun. 25. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að virtar verði I þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.