Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR24.JÚNÍ1995 C 7 Orlagagyðjur hljóta að kíppa í strengi Gunnar Guðbjörnsson tenór hefur gert samning við eitt besta óperuhús í Evróþu. Þröstur Helgason ræðir við Gunnar um nýja samninginn og sönginn. GUNNAR Guðbjörnsson segir að örlagagyðjurnar hljóti að kippa í lífs- strengi hans öðru hverju því að nú hafi orðið algjör kúvend- ing á ferli hans. „Um síðustu jól var ætlunin að ég yrði áfram í Þýska- landi, ég ætlaði að starfa þar í lausa- mennsku í nokkur ár. Hálfum mán- uði seinna var ég hins vegar búinn að ráða mig til óperhússins í Lyon í Frakklandi." Gunnar á að syngja sitt fyrsta hlutverk í Lyon 23. nóvember næst- komandi en þangað til mun hann meðal annars taka þátt í nokkrum tónlistarhátíðum í Evrópu. Þar má nefna hátíðina í Bregenz í Austur- ríki þar sem Gunnar syngur Jaquino í Fidelio og Krýn- ingarmessuna eft- ir Mozart. Einnig mun hann syngja ein- söngstónleika í Aix en Provence og taka þátt í Proms-tónleika- röðinni í Albert Hall í London en þar syngur hann tenórsóló í Les Noches eftir Stravin- sky. Næsta vetur syngur Gunnar auk þess í Bastilluóperunni í París og í óperunni í Marseille. Segja má að Gunnar hafí hlotið skjótan frama sem óperusöngvari en hann söng sitt fyrsta hlutverk í uppfærslu íslensku óperunnar á Don Giovanni aðeins 22 ára gamall og nýútskrifaðúr úr söngnámi hjá Sig- urði Demetz. Eftir þriggja ára fram- haldsnám í Þýskalandi og Bretlandi komst Gunnar svo á samning hjá óperunni í Wiesbaden í Þýskalandi, þá 26 ára að aldri. Spor fram á við „í Wiésbaden hef ég aðallega verið að syngja Mozart, sérstaklega lýrísku óperurnar eftir hann en nú er ég aðeins farinn að fást við þær dramatískari eftir hann, s.s. La Clemenza di Tito. Ég söng hana í óperunni í Metz í Frakklandi í mars síðastliðnum; það var holl reynsla. Ég fékk góða dóma þarna og óperustjórinn vill endilega fá mig aftur og vona ég að það verði úr." Gunnar segist mjög spenntur fyr- ir því að syngja í Lyon. „Þetta er með bestu húsum í Evrópu og tölu- verður munur á því að syngja þarna og í Wiesbaden. Standardinn er Morgunblaðið/Kristinn GUNNAR Guðbjörnsson segir það stórt spor fram á við hjá sér að hafa fengið samning við óperuna í Lyon sem sé ein sú besta í Evrópu. Mun syngja með mörgum bestu söngvurum í Evrópu hærri í Lyon, bæði á söngvurum og hljómsveit. í Wiesbaden - og reynd- ar Þýskalandi yfirleitt - vinnur leik- húsið nánast eins og verksmiðja, ekki er óalgengt að sýningar séu fimm til sex í viku og margar upp- færslur eru í gangi í einu. Og oft líða mánuðir án æfinga á þeim óper- um sem eru til sýninga. í Lyon mun ég geta einbeitt mér að einu hlut- verki í einu og það hlýtur að auka gæði sýninganna. í Lyon mun ég líka syngja með mörgum bestu söngvurum í Evrópu en það gerðist ekki oft í Wiesbaden. Ég mun t.d. syngja hlutverk Nemor- ínós í Ástardrykknum eftir Doniz- etti á móti Roberto Alagna sem hefur verið nefndur sem næsti Pava- rotti. Það er því örugglega stórt spor fram á við hjá mér að fara til Lyon. Aðspurður um þá kosti sem góður tenór þarf að hafa nefnir Gunnar fyrst heppni; „og svo er ég viss um að örlögin hafa mikið að segja um það hvernig mönnum vegnar, sum- um er ætlað að ganga vel. Annars þarf góður tenór fyrst og fremst að hafa talent, þ.e. góða rödd, til- finningu fyrir tónlist og tungumáli og svo getur útlit skipt töluverðu máli, a.m.k. í óperuheiminum. Það er líka mikilvægt að menn geti starf- að með öðru fólki, hroki gagnvart samstarfsfólki er hættulegur í þessu fagi og kemur mörgum út úr húsi. Kristján í fremstu röð En hver er þá besti tenór í heimi? Gunnar veltir vöngum um stund en segir síðan erfitt að bera tenóra saman því raddir þeirra séu svo margvíslegar. „En ég bind miklar vonir við áðurnefndan Roberto Alagna, hann er geysigóður söngv- ari. Það eru auðvitað til fjölmargir aðrir góðir söngvarar en ég er t.d. mjög hrifinri af Kristjáni Jóhanns- syni. Ég sá hann syngja hlutverk Turiddú í Cavalleria Rusticana í Wiesbaden fyrir skömmu og þótti það alveg feikilega vel gert. Ég held það hafi verið gert jafn vel og hægt er. Kristján stendur í fremstu röð." Afskiptur hér heima Gunnar segist óánægður með það hversu lítinn áhuga íslenskt tónlist- arfólk hefur sýnt honum. Hann seg- ist alltaf hafa jafn gaman af því að koma heim og syngja en það sé iðulega sama fólkið sem hafi sam- band við sig. „Vitanlega er ég þakk- látur þessu fólki en mér finnst eins og ég hafi verið afskiptur að mörgu leyti. Ég er t.d. mjög óhress með Sinfóníuhljómsveitina sem ég hef aðeins einu sinni sungið með. Hún hefur boðið mér lítið spennandi verkefni og tilboð þeirra hafa jafn- vel ekki staðist. Eg hef þá verið búinn að taka mér frí úti til að koma heim en svo hefur allt dottið upp fyrir. Slík vinnubrögð eru ekki til sóma," sagði Gunnar að lokum." TONLIST Sígildir diskar BACH J.S. Bach: Veltempraða píanóið, Bók II. Jenö Jandó, píanó. Naxos 8.550970-1. Upptaka: DDD, Budapest 9-10/1993. Lengd (2 diskar) alls 2.21:57. Verð: 1.390 kr. Trúðurinn tregablandni AÐALDRÁTTARKLÁR á píanó hjá Naxos er hinn fjölhæfi ungverski snillingur Jenö Jandó. Hann hefur þegar gert rómaðar heild- arupptökur á sónötum Beethovens og píanó- konsertum Mozarts, og er nú farinn af stað með hljómborðsbiblíu síðbarokktímans, Das Wohltemperiertes Clavier, seinni hluta þess mikla bálks 48 forleikja og fúgna sem Schu- mann mælti með að yrði hverjum píanóteikara að daglegu brauði. Af hverju Jandó leggur fyrst til atlögu við seinna heftið (1744) í stað hins fyrra (1722) er ekki gott að segja; varla er hægt að full- yrða, að seinna safnið sé á nokkurn hátt auð- veldara viðfangs en hið fyrra, nema ef vera skyldi, að fyrra heftið er þekktara og að því leyti kröfuharðara. Seinna safnið ber auk þess ekki jafnsterkan heildarsvip og fyrra heftið, enda saman dregið á mun lengri tíma. Prelúd- íurnar frá 1744 eru oft afmarkaðar tveggja radda invensjónir og ekki eins galsafengnar og* í I. bindi, er ber keim af allt að því óstýrilátum sköpunarmætti ungs ofursnillings, og fúgurnar í II. bók eru fleiri brenndar marki eldri „ricerc- are"-stíls en í fyrra heftinu; ihaldssamari, en á hinn bóginn oft sönghæfari og fallegri en hinar fingrabrjótandi snertlufúgur yngra bálks- ins. Undirrituðum, sem einstaka sinnum hefur þótt skorta ögn meiri yfirvegun og rúbató hjá Jenö Jando i Beethovensónötunum, átti i hrein- skilni sagt ekki von á því, að ungverski píanist- inn hefði neitt verulegt til Bach að leggja, allra sízt þar sem viðmiðunartúlkandinn á píanó í heimilissafninu heitir Svjatoslav Richter. En viti menn: þetta gat hann líka! Það var löngu vitað, að tækniskortur stæði ekki Jandó fyrir þrifum; öryggi hans er nánast óhugnanlegt. Sá hreinræktaði skýrleiki, sem stundum átti til að gera Beethoven ögn blóð- lausan miðað við eldri rómantíska píanista eins og Kempf, Horowitz og Arrau, nýtur sín út í æsar í Bach. Jandó þarf ekkert að hafa fyrir þessu; nákvæmt hlutleysi hans skapar áreynslulaust og sannfærandi flæði, sem skilar öllu sem máli skiptir á dásamlega afslappaðan hátt. Það verður gaman að heyra Jandó vaða á súðum, þegar að I. bók kemur. Hin miðlæga upptaka er gædd safa af passlegum endur- ómi, og er í senn tær og mjúk. PROKOFIEV Sergei Prokofiev: Strengjakvartett Nr. 1 í h-moU Op. 50 og Nr. 2 í F- dúr Op. 92. Sónata í C-dúr f. selló og píanó Op. 119. Aurora kvartettinn; Michael Grebanier, selló & Janet Guggenheim, píanó. Naxos 8.553136. Upp- taka: DDD, Santa Rosa, Kalíforniu, 12/1993 og 2/1994. Lengd: 68:36. Verð: 690 kr. Sergei Prokofiev FYRIR hálfum mánuði bar hinn mikla kvart- ettasmið Rússa, Sjostakovitsj, á góma hér í dálkinum, þ.e. strengjakvartetta hans Nr. 1, 9, 10, 12, 13 & 14, í einstæðum flutningi Borodin kvartettsins. Og þó að komið sé sum- ar, gúrkutið og sólarstranda- og útilegufiðring- ur í mönnum, þótti samt ekki úr vegi að víkja enn að sígildum rússneskum strengjakvartett- um, þó að jaðri við þrákelkni. Hér er þar af leiðandi komið að Sergei Prokofiev. Málið er nefnilega, að tónamál Prokofievs, a.m.k. eftir að hann sneri heim í Sovét og lét tiltuskast að skrifa fyrir alþýðu og sósíalískt samfélag (og jafnvel fyrr), er ekki einvörðungu bundið við inniveru og skammdegi. Það er aðgengilegra en svo, að megi ekki hlusta á það árið um kring, jafnt flatmagandi á vind- sæng sem kúrandi í hægindastól við leslampa. Hinar frjóu laglínur, hinn gróteski húmor í hrynjandi og harmónískum skilvindu-módúla- sjónum og tregablendnin, ýmist í líki trúðstára bak við tjöldin eða fíngerðrar ljóðrænnar ang- urværðar, finnast ekki síður í kammertónlist- inni en í hljómsveit- arverkunum. Samt var sinfó- níuhljómsveitin uppáhald Prokofi- evs. Hann var meistari litanna á stóra léreftinu. í ljósi þess að hann er talinn meðal frumlegustu ný- mælamanna aldar- innar í orkestrun, er kannski ekki eins undarlegt og virðist í fyrstu, að hann samdi aðeins 2 strengjakvartetta (Sjostakovitsj samdi 15). Sá fyrri var pöntunarverk fyrir Bókasafn Bandaríkjaþings og frumfluttur þar 1931. Miðað við frumraun í greininni er kvart- ettinn svo velheppnuð tónsmíð - og mikið flutt- ur þann dag í dag - að dapurlegt verður að teljast, að Prokofiev skuli ekki hafa hafizt handa fyrr og gert meira síðar en þessa tvo kvartetta. Andinn yfir Nr. 1 er „alþjóðlegri" - það þýddi á þeim tíma frönskuskotnari - en í samskonar verkum landa hans, Sjostako- vitsj, en fangamörk höfundar skila sér engu að síður þegar í upphafi. Hið loftfimleika- kennda „scherzo"-stef annars þáttar - merkt Andante molto (!) - er jafnrakið Prokofíev og 3. og síðasti þáttur, þar sem getur að heyra tregasöngshliðina á Sergei. Allt hin fágaðasta og fjölbreyttasta músík, spræk af æskufjöri, en tempruð af þegar margreyndum tónsmíða- meistara. Seinni kvartettinn, einnig þriggja þátta, birtist ekki fyrr en áratug síðar, heimsstyrjald- arárið 1941, og tengist forsíðufréttum dagsins í dag að einu leyti. Hvernig má það vera? Jú, á tilurðarári kvartettsins dvaldi Prokofiev í bænum Nalchik í skugga Elbrusartinds í Norð- ur-Kákasus, ekki alls fjarri Grozhny í Tsété- níu, og viðaði að sér þjóðlagastefjum inn- fæddra til notkunar í verkinu. Fyrir vikið verð- ur kvartettinn bæði „þjóðlegri" á svip - satt að segja er ekki laust við að heyra megi and- legan skyldleika við Bartók - og jafnframt íhugulli en fyrra verkið, enda tónskáldið að nálgast efri ár og reynslunni ríkara. Fyrsti þátturinn er tignarlegur, miðþátturinn ímynd sönghæfninnar, og lokaþátturinn þrunginn etnískum hrynþunga vinnusöngva og villtra þjóðdansa fjarlægra landa. Hinn bandaríski Aurora kvartett er skipaður meðlimum einnar fremstu sinfóníuhljómsveitar heims, San Francisco sinfóníunnar, og virðist liðlega fimmtán ára gamall. Það þarf ekki að orðlengja það, spilamennskan er í toppklassa, og fjörið mikið og innlifað þar sem á reynir. Það er engin frágangssök, þó að Bandaríkja- mennirnir hafi ekki jafnmikla fjölbreytni til brunns að bera og Borodin kvartettinn í tóni (sérstaklega saknaði maður þessa spennu- hlaðna víbratóleysis sem Borodinmenn geta teflt fram á hárréttum taktískum augnablik- um), en Naxosútgáfunni hefur engu að síður áskotnazt þar góður spónn í ask sinn. Upptakan nær heldur ekki alveg upp í ná- lægð Melodyia-hljóðritanna kringum 1980; fyrir minn smekk er salur Fisher Halls í Santa Rosa full ómmikill, og hljómurinn því í það „blautasta", en öllu má svo sem venjast með tímanum. Hin magnaða sellósónata Op. 119 er tekin upp á sama stað og virðist þola enduróminn ívið betur en strengjakvartettarnir. Þau Gre- banier og Guggenheim leika feikivel; skóla- dæmi upp á það orðspor beztu Naxosútgáfna, sem knúð hafa keppinautana til að rakna við af lárviðardraumi og markaðssetja sínar eigin „tilboðsútgáfur". Og úr því megnið af klassí- kunnendum er komið upp fyrir haukfránan unglingaaldur, má geta þess í framhjáhlaupi, að prentmál Naxos á umslögum og í bækling- um er til fyrirmyndar að læsileika, enda þótt mætti gefa hinum fasta bæklingshöfundi, Keith Anderson, oftar frí en i þetta sinn (bækl- ingshöfundar hér eru Victor og Marina A. Ledin); einum manni er ofætlandi að vera allt- af jafnupplagður penni. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.