Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 8

Morgunblaðið - 24.06.1995, Side 8
8 C LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Feneyjar-tvíæringurinn þræddur Arfleifðin inni í arfleifðinni Myndlistaróreiðan mikla í Feneyjum, öðru nafni tvíæringurinn, hefur nú staðið í tvær vikur. Sigrún Davíðsdóttir gekk um sali og leitaði að leiðarþráðum í óreiðunni. Einn af þeim var menningararfleifð, annar náttúran, bæði hin villta og hin tamda. AÐ ER óhjákvæmileg-t annað en að nútímalista- sýning á jafn tröllslegum mælikvarða og tvíæring- urinn í Feneyjum leiði hugann í margar áttir. Hið fyrsta er að undr- ast að hundrað ár skuli ekki hafa dugað ítölum til að læra að skipu- leggja sýningarhaldið, sem alltaf einkennist af sömu óreiðu og því að bjarga hlutunum fyrir horn. En auð- vitað má ekki- gleyma að ítölum hafa ekki enst þrjú þúsund ár til að öðlast ögn af skipulagshyggju, svo hin stutta saga tvíæringsins sker sig ekki úr. Annað umhugsunarefni er að á jafn fornfrægum stað og Fen- eyjum spilar tíminn á skynfæri skoð- andans og listviðburðir dagsins renna beint inn í menningar- og sjón- menntasöguna, sem alls staðar blas- ir við í Feneyjum. En þegar kemur að því að vinna úr sjónáreitunum frá tvíæringnum kemur upp í huganum hve margir listamannanna byggja verk sín á menningararfleifð. Og liggur þá beint við að helja ferðina í ís'.enska skálanum, sem hýsir verk Birgis Andréssonar. íslenskar rústir ogjapanskt tehús Vegna legu sinnar er íslenski skál- inn, fyrir miðju sýningarsvæðinu, í skjóli hins risavaxna ítalska skála, eðlileg byrjun á gönguferðinni um Giardini pubblici, Almenningsgarð- ana, þar sem skálar 31 lands eru. Skálinn er lítill, en forvitnilegur þátt- ur í arkitektasögunni, því hann er teiknaður af finnska arkitektinum Alvar Aalto og nú friðaður eins og önnur verk hans. Handprjónaðir fán- ar úr lopa, fínlega unnar teikningar af uppgreftri og náttúru og textar eftir Þorvald Thoroddsen landfræð- ing eru hinir sýnilegu þættir sýning- arinnar. Handverkið í fallega pijón- uðum fánunum og teikningunum leiðir hugann að hlutverki hand- verksins. Að því leyti er sýning Birg- is ekki aðeins óður til landsins, held- ur einnig til handverksins. Og þar sem myndefnið er ekki aðeins nátt- úra, heldur handgerð náttúra, er stutt í hið mannlega, ekki aðeins villta náttúruna. Sjálfur segist Birgir byggja á ís- lenskri menningararfleifð, en um leið standa utan hennar og virða hana fyrir sér utan frá. Bæði teikn- ingarnar, fánarnir og textarnir eru hluti af þeirri mynd, sem listamað- urinn er að búa til og miðla áhorf- andanum. Sýningin snýst því líka um að sjá. Og íslenska efnið notar hann líka til að fjalla um myndlist almennt. Birgir talar um að mynd- list sé ekki aðeins til að njóta hér og nú, heldur sé með myndlist eins og svo margt annað að hún snúist einnig um þekkingu. Því meira sem skoðandinn viti um myndlist og þekki til hennar því meira sjái hann, rétt eins og sá sem eitthvað veit um stjörnufræði sjái himinhvolfið á ann- an hátt, en sá sem ekkert veit og aðeins getur notið þess sem hann sér. Fyrir listamennina er Tvíæring- urinn eins og stór og mikil bók, sem safnafólk, galleríeigendur og aðrir geta gluggað í. Bókalíkingin er ekki út í bláinn, því eins og Birgir Andrés- son segir þá snýst list ekki bara um að upplifa, heldur einnig um að afla sér þekkingar og kynna sér verkin af gaumgæfni. Og í samtali við Morgunblaðið sagðist ljósmyndarinn Per Maning, fulltrúi Norðmanna, einmitt hafa haft mikla ánægju af að gaumgæfa verk Birgis, sem væri bæði efnismikið og afar fallega unn- ið. SÉÐ inn eftir íslenska skálanum. BÆÐI íslenskar þjóðsögur og Per Maning geta verið sammála um að selurinn hafi mannsaugu. DÓMNEFND tvíæringsins verðlaunaði egypska skálann, meðal annars fyrir að hann sýndi tengsl menningar- sarfleifðar og samtimalistar. Með því að halda áfram að þræða arfleifðina liggur leiðin næst að jap- anska skálanum, sem er fima nú- tímaleg bygging og stingur rækilega í stúf við næstu skála, þann franska, þann breska og þann þýska, sem allir eru byggðir snemma á öldinni í klassískum glæsistíl í anda þessara þáverandi stórvelda. Sá japanski er létt bygging og utan um hana er staflað marglitum rörum, sem mynda sterklita og óreglulega lag- aða útveggi. Skoðandanum er hleypt inn um tjald, fer fyrst framhjá þrívíddarmyndbandi, áður en komið er inn í dauflýstan sal, þar sem tijábrýr liggja á svörtu vatni, sem sýnist hyldjúpt, svo skoðandann sundlar við. Á vinstri hönd eru þiljur í hvítgráum tónum, „Foss“, sem Hiroshi Senju hefur töfrað fram á aldurslausan hátt að japanskri hefð. Hugmyndin á bak við rýmið er „syki- ya“, japanska tesiðaherbergið, þar sem fegurð og harmónía eiga að ríkja. Annars vegar er náttúran, líkt og í japönskum görðum, en um leið er hún handgerð, líkt og náttúran í verkum Birgis. En fleiri leika sér að menningar- arfleifð sinni. í egypska skálanum, sem var verðlaunaður sem besti skál- inn, glyttir í egypska hefð, bæði í ígreyptum steinblokkum og pýr- amídalöguðum formum. í þýska ská- lanum sýndi Martin Honert verk, sem hann kallar „Skólastofuna fljúg- andi“, „Das fliegende Klassenzim- mer“, tólf flgúrur, gerðar eins og gömul þýsk blikkleikföng, sem voru formuð og hol að innan. Hér notar hann svipaða tækni, ekki til að búa til leikföng, heldur skólakrakka, með heldur óhugnanlegum blæ. Og í skála Taiwan, sem liggur úti í borg- inni, eru tréristur Hou Chun-ming, sem minna á gamlar kínverskar trér- istur með blautlegu myndefni, með- an landi hans Huang Chin-ho leikur sér með sterka kínverska liti og form í stórum myndum, sem minna mjög á myndir Errós. Náttúran í endurreisnar- uppstillingu Náttúran hefur orðið fleirum en Birgi og Senju yrkisefni. Danski listamaðurinn John Olsen frá Fjóni fer létt með að fylla danska skál- ann, sem er þó óvenju rúmgóður. Efniviður listamannsins er strand- góss, bæði náttúruleg og ónáttúru- leg efni, sem listamaðurinn hefur safnað sjálfur og unnið úr á fjöl- breyttan hátt, svo úr verður marg- brotið úrvinnslusafn. Sumu raðar hann í stóra sýningaskápa náttúru- hluta og úrgangs. Fuglshræjum og öðrum smádýrahræjum raðar hann á sama hátt upp í stórar myndir undir gleri, auk þess sem hræin koma fyrir í tréristum í líki röngtg- enmynda og hlutunum bregður einn- ig fyrir í teikningum. Þannig ganga hlutirnir aftur og aftur í gegnum margvíslega úrvinnslu. Þrír stórir skúlptúrar, einn eins og skjöldur beltadýrs, annar þrífættur eins og dýrabein og svo sá þriðji eins og hvalslíki. I sýningarskránni eru svo ljósmyndir af verkunum og öðru, sem hefur orðið listamanninum að myndefni, meðal annars tvær ljós- myndir frá íslandi, sem falla ofur- eðiilega inn í myndheim listamanns- ins. Skálinn er eins og sambland af listasafni, náttúrugripasafni, dóti sem krakkar sanka að sér og furðu- hlutasafni frá endurreisnartímanum, þegar tíðkaðist að lærðir menn söfn- uðu merkilegum hlutum, jafnt lærð- um bókum og galli úr svörtum hön- um. Safn er nærri lagi en sýning, því svo mikið er umfang verkanna. Heimsmynd Johns Olsens leikur á milli náttúru og náttúruhrifa, feg- urðar og óhugnaðar, nútíðar, fortíð- ar og óræðrar framtíðar. Alls kyns listform leika í höndum hans, hvort sem er skúlptúr, uppstillingar, teikn- ing eða grafík. Selirnir hafa mannsaugu En náttúran getur tekið á sig aðrar myndir en þaulhugsaða útgáfu Birgis eða dómsdagsmynd Johns Olsens. Norski ljósmyndarinn Per Maning hefur tekið ástfóstri við se- lina í Sædýrasafninu í Esbjerg. í samtali við Morgunblaðið segir hann heillaður frá hvernig selirnir koma honum fyrir sjónir og hvernig hann hefur vingast við þá á löngum tíma. Myndir hans eru heimur friðar og rósemi eftir óreiðu og yfirþyrmandi sjónáreiti Johns Olsens. Og ef ein- hver efast um sannleiksgildi þjóð- sagna sem herma að selirnir hafí mannsaugu þarf ekki annað en að horfast í augu við selina hans Man- ings. Augu þeirra búa bæði yfír ró og forvitni þar sem þeir synda um á sex stórum gráleitum ljósmyndum í norræna skálanum, ásamt lýsandi björtum málverkum hinnar fínnsku Ninu Roos, máluðum á plexigler, auk strigasekkja, sem hin sænska Eva Löfdahl bindur við náttúruna í skál- anum, nefnilega þrjú stór tré, sem vaxa í miðju hans. Frá náttúrunni gæti athyglin beinst að því sem að áliti mann- skepnunnar er kóróna sköpunar- verksins, nefnilega hún sjálf. En meðferð listamannanna á manninum sjálfum er efni í aðra grein. Kristrún Helga Björnsdóttir og Peter Máté á leið í tónleikaferðalag Austur í KRISTRÚN Helga Björnsdóttir þver- flautuleikari og Peter Máté píanóleikari eru að leggja upp í tónleikaferð um Aust- firði. Tilefnið er hundrað ára kaupstaðar- afmæli Seyðisfjarðar, en Kristrún Helga var skólasljóri tónlistarskólans á staðnum áárunum 1987-94. Peter er Austfirðingum einnig af góðu kunnur, en hann var um þriggja ára skeið tónlistarskólastjóri og organisti á Stöðvar- firði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. Fannst Kristrúnu Helgu tilvalið að fá hann til liðs við sig þegar henni var boðið að efna til tónleika í tengslum við afmælishá- tíðarhöldin eystra. Listamennirnir sáu ástæðu til að nýta ferðina til fullnustu og Iögðu því á ráðin um tónleikahald á fleiri stöðum. Þeir eru flestum hnútum kunnugir á þessum slóðum en segja að þetta sé kjörið tækifæri til að kynnast þeim stöðum sem þeir þekktu ekki áður. Peter og Kristrún Helga hefja leikinn á Kirkjubæjarklaustri á mánudagskvöld, en þaðan liggur leiðin til Hafnar í Hornafirði á þriðjudagskvöld og Breiðdalsvíkur á miðvikudagskvöld. Föstudaginn 30. júní afmælið verða listamennirnir á Stöðvarfirði og daginn eftir á Seyðisfirði. Mánudaginn 3. júlí fær Ncskaupstaður þá í heimsókn og tónleikahaldinu lýkur í Borgarfirði eystra þriðjudaginn 4. júlí. AHir tónleikarnir hefj- ast klukkan 21 nema á Seyðisfirði en þar hefjastþeir klukkan 16. Ferðalagið leggst vel í listamennina. Kristrún Helga kveðst hlakka mikið til að spila á tónleikum, enda hefur hún helgað sig kennslu á undanförnum árum. „Ég hef verið að koma mér í gang í vetur. Það er mikið starf að halda utan um starfsemi í tónlistarskóla og ég hef ekki alltaf haft nógan tíma til að æfa mig. Nú vil ég hins vegar fara að spila meira og það er frá- bært að fá jafn færan píanóleikara og Peter til að spila með sér.“ Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi Peter hefur einbeitt sér að kammertón- list undanfarið og hefur ekki efnt til ein- leikstónleika í heilt ár. Hyggst hann ráða bót á því í haust en gerir fastlega ráð fyrir að verða viðloðandi kammertónlist næsta vetur. Morgunblaðið/Sverrir KRISTRÚN Helga Björnsdóttir og Peter Máté efna til sjö tónleika á Austfjörðum á næstu dögum. Listafólkið fullyrðir að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleik- unum en tónlist frá barokktimanum og öndverðri 20. öldinni er áberandi á efnis- skránni. Fyrsta verkið sem Kristrún Helga og Peter munu leika er sónata fyrir þver- flautu og píanó eftir Johann Sebastian Bach. „Þetta er ákaflega fallegt verk sem reynir injög á samspilið," segir Peter. Því næst flytja þau lítið rómantiskt flautuverk eftir Gabriel Fauré og segir Kristrún Helga að það sé ekki síður fal- legt. „Þetta er hálfgert næturljóð. Ákaf- lega tært og sakleysislegt þótt það hafi verið samið á hundrað ára afmæli frönsku byltingarinnar." Á efnisskránni er einnig eitt þekktasta verk flautubókmenntanna sem Francis Poulenc á heiðurinn af. Peter segir að það sé í senn litríkt og aðgengilegt og alls ekki nútímalegt þótt það hafi verið samið um miðbik þessarar aldar. Að því loknu dregur Kristrún Helga sig sem snöggvast í hlé meðan Peter flytur tvö þekkt og vinsæl verk fyrir píanó eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Franz Liszt. Síðan stígur þverflautuleikarinn aftur á svið og listafólkið sameinar að lokum krafta sína í sónötu eftir Bohuslav Mart- inu. Kristrún Helga segir að verkið sé í miklum metum meðal tónlistarmanna þótt almenningur viti ekki mikil deili á því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.