Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA SRwgmiHafeifr 1995 LAUGARDAGUR 24.3UNI BLAÐ D FRJALSIÞROTTIR / MEISTARAMOT ISLANDS Hlaupadrottingar í sviðsljósinu Morgunblaðið/Sverrir GEIRLAUG Geirlaugsdótttr og Guörún Arnardóttir verða f svlösljósinu á Meistaramótl Islands, sem hefst á Laugardalsvellinum í dag — þœr keppa í 100 og 200 m hlaupi. Gelrlaug var 0,02 sek. frá metinu í 100 m á Smáþjóðalelkunum f Lúxemborg á dögunum. Guðrún á metið f 200 m hlaupl. ¦ Elnvígi í spretthlaupum / D4 Tvö jaf ntefli í Kanada ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik er nú statt í Kanada þar sem það tekur þátt í boðs- móti. Liðið hefur leikið tvo leiki og gert jafntefli í þeim báðum, 24:24, gegn Bandaríkjunum og 22:22 gegn Kanada. Mörkin gegn Bandarikjunum skor- uðu Heiða Erlingsdóttir 6, Halla María Helgadóttir 4, Herdís Sigur- bergsdóttir 4, Andrea Atladóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Laufey Sigurðardóttir 2/2 og Svava Sigurð- ardóttir 2. Gegn Kanada skoruðu Heiða Erlingsdóttir 6 mörk, Halla Maria Helgadóttir og Andrea Atla- dóttir skoruðu 4 mðrk hvor, Herdís Sigurbergsdóttir og Svava Sigurðar- dóttir 3 mörk hvor, og þær Guðný Gunnsteinsdóttir og Laufey Sig- valdadóttir 1 mark hvor. KNATTSPYRNA Bergkamp-æði á Highbury GEYSILEGTDenn- is Bergkamp-æði hefur blossad upp í herbúðum Arsenal á Highbury. Stuðn- ingsmenn félagsins hafa fagnað kaup- um Arsenal á hol- lenska landsliðs- manninum og er nú þegar byrjað að se0a Arsenal-peys- urmeðnafnikapp- BERGKAMP. ans á. Eftir aðeins tvo daga var búið að selja 500 peysur, en hver peysa kostar kr. 5.050. Vonast Arsenal-menn að met Tottenham verði slegið, en Tottenham seldi 15.000 JUrgen Klinsmanns-peysur á einum mán- uði í fyrra, eftir að Klinsmann gekk tíl liðs við ielagið. Sjónvarpsstöðin Sky hefur óskað eftír þvi að sýna leik Arsenai og M iddlesbrough beint 20. ágúst, þegar 1. deildarkeppnin hefst. Berg- kamp mun leika sinn fyrsta leik á Highbury 10. ágúst gegn Inter Mílanó. „Við getum fyilt völlinn tvisvar af áhorfendum — símin n hringir látlaust hjá okkur," er haft eftír manni úr aðalbækistöðv- um Arsenal á Highbury, völhirinn tekur um 37 þús. áhorfendur í sætí. Það er ljóst að mannabrcy tingar verða hjá Arsenal. Daninn Jolin Jensen hefur óskað eftir sölu og hefur hann áhuga að leika áfram í Eng- landi. Þá hefur West Ham áhuga á að kaupa hinn 32 ára sóknarleikmann, Aian Siu ith, á 500 þús. pund. NewJerseyeygir Stanleybikarinn LEIKMENN New Jersey halda áfram sigur- göngu sinni í einvíginu við Detroit Red Wing í úrstitakeppiú NHL deildarinnar um Stanleybik- arinn. f fyrrakvöld sigruðu þeir í þriðja leiknum í rðð og þurfa nú aðeins einn vinning tíl þess að hampa titiinum. Leikurinn fór fram á heima- velli New Jersey og endaði 5:2 og nú ieggja heimamenn allt í sölurnar til að hamapa títlinum heinia að loknum fjórða leiknum, en þetta yrði þá í fyrsta skipti sem þeir vinna Stanleybikar- inn. Detroit liðið, sem fyrirfram var tatið sigur- stranglegra, hefur enn ekki unnið leik í keppn- inni. Aðeins einu sinni í sðgu Stanleybikarsins hefur lið sem er 3:0 undir tekist að snúa blaðinu við og sigra, en það gerðu leikmenn Maple Leaf áríð 1942. „Leikmenn rninir léku vel. Þeir voru ákveðn- ir, vel einbeittír og héldu frumkvæði allan leik- tímann," sagði glaðbeittur þjálfari þeirra Jersey- drengja, Jacques Lemaire, að leikslokum. Það eru svo sannarlega orð að sönnu þvi leikmenn New Jersey skoruðu finun fyrstu mörkin og það var ekki fyrr en undir lokin að Sergei Federov og Steve Yaerman náðu að klóra í bakkann fyr- ir Detroit. Fjórði leikurinn fer fram í kvöld. Keflvíkingar gegn Metz Þeir leika í Evrópukeppni félagsliða, Intertoto, næstu fjórar helgar Keflvíkingar leika fyrsta leik sinn í Evrópukepppni félagsliða á sunnudaginn á Keflavíkurvelli þegar þeir taka á móti franska lið- inu Metz, sem hafnaði íáttunda sæti ífrönsku 1. deildarkeppn- inni sem er nýlokið. Þess má geta að liðið seldi einn kunnasta leikmann sinn, landsliðsmanninn Philippe Vercruysee, til sviss- neska liðsins Sion ívikunni. Það verður að segjast eins og er að við vitum sáralítið um þetta franska lið sem við erum að fara að leika gegn. Það hefur verið erfitt að fá upplýsingar um þá. Við munum fara hægt af stað og sjá til hvernig leikurinn þróast," sagði Þórir Sigfússon, þjálfari Keflavíkur, aðspurður um andstæðingana. „Með liðinu leika nokkrir Afr- íkubúar og tveir leikmenn sem hafa verið við landsliðsdyr FYakka, en styrleiki þeirra er nokkuð óljós. En við þekkjum lítillega franska knatt- spyrnu og hvernig hún er, þó ekk- ert sé algilt," bætti hann við. Lið Keflavíkur leikur í Evrópu- keppninni næstu fjórar helgar auk þess að leika í deildarkeppninni og bikarkeppninni hér heima og ljóst að þetta eykur enn álagið á leik- menn liðsins. „Já það mun gera það," sagði Þórir, „við erum að fara inn í mjög erfiðan tíma á næstu vikum þar sem ekkert má bera útaf í meiðslum og þess háttar. En verði þetta rétt notað getur þessi leikja- fjöldi komið sér vel við að koma leikmönnum í gott leikform. En þrátt fyrir þetta verður aðaláhersla okkar á deildarkeppnina." Þessi keppni sem Keflvíkingar eru nú að hefja þáttöku í er ný á vegum UEFA og kallast Intertoto. Þar taka þátt félög sem ekki ná inn í eina af stóru keppnunum þremur og leikið verður í riðlum. Auk Metz eru andstæðingar Keflavíkur Partick Thistle frá Skotlandi, FC Zagreb frá Króatíu og Linzer ASK frá Austurríki. Keflvíkingar leika heima gegn Metz og FC Zagreb, en að heiman gegn hinum tveimur liðunum. Leikurinn í Keflavík hefst klukk- an 15. SNOKER: TVEIR ÍSLENDINGAR Á EVRÓPUMÓT ÁHUGAMANWA í BELFAST / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.