Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Hlín Sveinsdfittir og Sigþor Þfirarinsson hala komió sér upp heimili i Mos- fellsbœ, þar sem þau blanda saman nýjum hlutum og gömlum. HLÍN Sveinsdóttir og Sigþór Þórarinsson eru ekki antik- safnarar í þeim skilningi heldur hafa yndi af gömlu munum. Þau keyptu sér timburhús í útjaðri Mos- fellsbæjar síðastliðið haust og hafa verið að gera það í stand í allan vetur, þó þau segi að margt sé enn eftir. Utkoman er óneitanlega góð, því húsið virkar mjög hlýlegt á gest- komandi og innanhúss hafa húsráð- endur auga fyrir að raða saman gömlum hlutum og nýjum. Meðal þess sem hefur tekið al- gjörum stakkaskiptum er baðher- bergið. Það var hvítmálað með hvít- um innréttingum en hefur nú feng- ið skandinavískan blæ og eru vegg- ir og bað klætt með utanhússpanel. Þá hafa gluggakistur og -karmar tekið breytingum, því Sigþór slípaði allar hvítu gluggakistumar niður til að ná gamla útlitinu og viðarlitn- um. Eldhúsið þekkist ekki heldur frá því sem var, því þau létu smíða fyrir sig nýjar innréttingar en viður- inn er þannig unninn að hann fær á sig gamlan máðan blæ. Ótrúlegur fyöldi smáhluta prýðir hillur innrétt- inganna, þurrkuð blóm eru á víð og dreif og yfir eldavélaeyjunni á miðju gólfi hangir fjöldi koparpotta, og -panna, lukt og ýmislegt fleira. Bar gamalt dót heim Þó að Hlín og Sigþóri finnist báðum notalegt að hafa gamla hluti í kringum sig, var það þó Sigþór í upphafi sem leitaði meira eftir þeim. „Eg var sífellt dragandi gamalt dót heim, mömmu til mikilla ama,“ seg- ir hanji. Þegar hann er inntur nán- ar eftir hvers konar dót það hafi verið, bendir hann á part úr hesta- kerru er gegnir nú hlutverki vogar- stangar tveggja blómapotta í eld- húsglugganum. „Svo á ég klyfbera og ýmislegt gamalt dót tengt hesta- mennsku, sem ég fékk meðal ann- ars hjá báðum öfum mínurn," segir hann. „En þegar hann fór að bera gam- ait dót heim til okkar sagði ég hon- um að fara með það upp í hest- hús,“ grípur Hlín fram í. Hins veg- ar var hún sátt við gamla þvotta- brettið sem Sigþór fékk frá ömmu sinni. „Nú vantar okkur bara eld- gamlan þvottabala. Mikið rosalega væri ég ánægð að fá einn slíkan," heldur hún áfram með glampa í augunum. Hjá afa og ömmu Hlín og Sigþór eiga það sameig- inlegt að hafa sem börn dvalist hjá ömmum sínum og öfum uppi í sveit á sumrin. „Afí og amma bjuggu í Skáleyjum á Breiðafirði, í timbur- húsi sem afi byggði. Þar var allt svo notalegt; stigi sem brakaði í, gömlu dívanarnir og stórt matar- borð. Þetta hefur mér alla tíð þótt notalegt og okkur langar í timbur- hús með stiga,“ segir hún dreymin á svip þar sem við sitjum við eldhús- borðið og drekkum kaffí úr munstr- uðum bollum. Til að undirstrika gömlu rómantísku áhrifín hefur Hlín sett litla heklaða blúndudúllu milli undirskálar og bolla. Morgunblaðið/Kristinn • BEKKURINN erfrá Búlgariu og sleóinn á veggnum er norskur, um þaó bil 200 ára gamall. Kistillinn á gólfinu er frá langafa og langommu Sigþórs, en myndina af sól- blómunum fékk Hlin i afmœlisgjðf frá vin- konum sinum og er hún máluó i samein- ingu af tveimur þeirra, Birnu Sig- uróardóttur og Osk Hilmarsdóttur. • HLÍN OG Sigþór njóta þess aó blanda saman nýj- um hlutum og göml- um eins og þetta stofuhorn sýnir. • SVEFNHERBERGID er rómantiskt meó stóru bandarisku hjónarúmi. Náttboróin eru há en þau ,ásamt snyrti- borói sem stendur vió hlió rúmsins ,eru frá Búlgariu. Áhuoi á antik eykst LENGI hefur verið deílt um það hér á landi hvað fellur undir skilgreining- una „antik" og hvað undir „gamla hluti“. Antiksafnar- ar eru aftur á móti ekki í vafa og segja hlut i antik ef þeir eru 100 ára og eldri og þeir sem meta antik er- lendis líta ekki við hlutum sem eru yngri. ísiendingar sem eru vel að sér í antikmálum, og geta greint hiuti frá ákveðnu tímabili eða sagt til um hvort þeir eru raun- verulega gamlir eða falsað- ir, fylla ekki mörg hundr- uð. Gera má ráð fyrir að fleiri fylli þann flokk á næstunni tál þess að koma í veg fyrir að kaupa köttinn í sekknum, því fjöldamarg- ar bækur og tímarit eru til um þetta málefni. Verslanir hér á höfuð- borgarsvæðinu selja nær eingöngu innfluttar vörur, sem má eflaust rekja til þess, að til skamms tíma var engin ásókn í gömlu hlutina sem afar og ömmur skildu eftir sig og var jafu- vel talað um „gamalt drasl“. Hugarfarsbreyting hefur þó átt sér stað og eru menn orðnir opnari fyrir varðveislu gamalla hluta. • BAÐHERBERGINU var breytt og hefur nú fengió á sig skandinaviskan blee. „Ég var líka öll sumur hjá ömmu og afa, sem bjuggu rétt fyrir utan Skagaströnd og það hefur eflaust haft svipuð áhrif á mig,“ svarar Sigþór aðspurður. Partur úr náttborði Fyrsti gamli hluturinn sem þau eignuðust var partur úr náttborði. „Við bjuggum í gömlu húsi rétt hjá Keldum og áttum ekkert nema her- bergishúsgögnin frá æskuheimilun- um. Svo fundum við þennan nátt- borðspart í gömlu, yfírgefnu dúfna- húsi, sem við létum afsýra. Við bjuggum til skemil úr helmingnum og nýttum restina í símaborð," seg- ir Hlín. Síðan hefur smátt og smátt verið að bætast í safnið og eru flestir stærstu munirnir úr lútaðri furu eða sýrðri eik. Það er þó ótrúlegt hvað þau eiga af munum miðað við að þau hafí búið í um 60 fermetra íbúð undanfarin tíu ár. Þegar það ber á góma heyrist allt í einu í Sigþóri: „Já, hvar er reyndar gamla kabyss- an okkar?“ Og í ljós kemur að hún er í geymslu hjá einhveijum af þeim ættingjum og vinum sem lögðu til pláss meðan þau komu húsgönum sínum ekki fyrir í íbúðinni. Heima og að heiman Hlín og Sigþór eiga verslunina Hlín Blómahús í Mosfellsbæ og má sjá tengingu á milli þess hvernig verslunin er byggð upp og heimilis- ins, þar sem litlu hlutirnir setja punktinn yfír i-ið. Þar má sjá gam- alt skrifborð og afgreiðsluborðið er útbúið úr gömlu rúmi, en hvort tveggja gerir verslunina heimilis- lega. Stundum breyta þau til og nota húsgögn að heiman í búðinni. Ekki endilega antik „Við leggjum áherslu á að það sem við eignumst séu vandaðir hlut- ir en þeir þurfa ekki endilega að vera antik. Þegar við keyptum fyrstu gömlu hlutina vorum við hálfhrædd, því við trúum því að sál fylgi hveijum hlut. Það virðist þó ekki nema gott eitt fylgja þeim og við berum mikla virðingu fyrir þess- um gömlu hlutum," segir Hlín þar sem við göngum um húsið heima hjá þeim. Hún viðurkennir að þau séu að feta sig í æ ríkara mæli inn á ant- iklínuna og Sigþór kveðst ekki fara í bæinn öðru vísi en að kíkja í ein- hveija af þeim mörgu antikverslun- um sem séu í Reykjavík. „Manni líður svo vel innan um þessa gömlu hluti," segir hann til útskýringar. „Ég hef líka mikinn áhuga á göml- um bókum og fínnst jafn gaman að lesa gömlu sögurnar eins og að safna gömlum hlutum." í ljós kemur að þau dreymir um að komast í gamlar antikverslanir í Amsterdam, þrátt fyrir að þau séu ekki mikið fyrir stórborgarferðalög. „Maður verður samt að þekkja til hvað er antik og hvað ekki áður en hlutirnir eru keyptir til þess að kaupa ekki köttinn í sekknum," segir Hlín og undir það tekur Sig- þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.