Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 6

Morgunblaðið - 25.06.1995, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR fræknir garpar gleðjast á Heysel-leikvanginum í Brussel 1950, þar sem allir komust á pall. Frá vinstri: Torfí Bryngeirsson, Gunnar Huseby og Örn Clausen. GUNNAR Huseby í keppni á Bislett-leikvanginum í Ósló 1946 þar sem hann vann fyrsta Evrópumeistaratitil Islendinga í íþróttum. Yfirnáttúrulefft afl Gunnar Huseby varð fyrsti Evrópumeistari íslendinga í íþrótt- um með sigri í kúluvarpinu á EM í Ósló 1946. Hann var dáð- ur íþróttamaður og afrek hans gleymast aldrei. Ágúst Ásgeirs- son rifj ar upp að samferðamenn Gunnars sögðu hann hafa haft einstakan mann að geyma og með hjarta stærra en kúlan sem hann varpaði alheimi til ánægju og gleði. GUNNAR Huseby kúluvarpari úr KR varð fyrsti Evrópumeistari íslend- inga í íþróttum er hann sigraði í kúluvarpi á EM í Ósló 1946. Hann varði titilinn í Brussel fjórum árum seinna en þá varð Torfí Bryngeirsson jafnframt meistari í stangarstökki og Öm Clausen háði einvígi um sigurinn í tugþraut til loka síðustu grein- ar. íslendingar áttu þijá menn á verðlauna- palli á mótinu og tvisvar hljómaði þjóðsöngur- inn á troðfullum Heysel-leikvanginum. Ólíklegt er að atburður af þessu tagi endurtaki sig á alþjóðlegu stórmóti í íþróttum. Afrek Gunnars og félaga hans lyftu þjóðarandanum og fagn- aði mikill mannfjöldi þeim, með forseta Islands og borgarstjórann í Reykjavík í fararbroddi, við komuna til landsins frá Brussel. Tákngervingur íslendingasagna Gunnar Huseby var goðsögn þegar í lifanda lífí og komst á stall með Jóni Kaldal langhiaup- ara úr ÍR sem íþróttamaður á Evrópu- og heimsmælikvarða. Bar hann ægishjálm yfir keppinauta sína hér á iandi og viðmiðunin var ailtaf það besta í heiminum. Hafði hann hæfí- leika til þess að verða besti kúluvarpari í heimi en lífemi hans. kom í veg fyrir að svo færi. Var Gunnar sigursæll í keþþni á erlendri gmndu og bar hróður landsins víða, enda ein- stakur afreksmaður og glæsimenni á velli. Sumir hafa sagt hann vera tákngerving íslend- ingasagna. Gunnars verður fyrst og fremst minnst í sögunni fyrir kúluvarpsafrek sín, en hann var þó fjölhæfur íþróttamaður. Til marks um það setti hann drengjamet bæði í hástökki og 400 metra hlaupi. Kraft sinn og snerpu segja þeir, sem til þekktu, hann hafa fengið með því að sippa í tíma og ótíma. Í flokki fullorðinna varð hann 10 sinnum íslandsmeistari í kúluvarpi, sex sinnum meistari í kringlukasti og tvisvar í sleggjukasti, eða samtals 18 sinnum. Huseby var á 23. aldursári er hann varð evrópumeistari í Ósló 1946. Af 13 þátttakend- um í kúluvarpskeppninni á EM komust níu í úrsiitakeppni -þeir sem höfðu kastað yfír 14 metra í forkeppninni. Þar var Gunnar einnig númer eitt, kastaði 15,64 metra eða nokkru Iengra en í aðalkeppninni og sá eini sem kast- aði yfir 15 metra. I úrslitakeppninni náði Gunn- ar eftirfarandi kastlengdum: 14,94-15,56- 14,82-14,49-14,98-15,22. Vinsæll í Ósló íslendingar sem horfðu á úrslitakeppnina voru með lífíð í lúkunum meðan á þenni stóð. Konráði Gíslasyni sagðist svo frá í íþróttablað- inu: „Við hétum á Gunnar að duga nú vel landi sínu og þjóð, því að hér var eini möguleikinn fyrir okkur að eignast Evrópumeistara. Eftir fyrstu umferðina höfðum við allir hjartslátt. Gunnar hafði kastað 14,94 metra en Rússinn 15,28. En í næstu umferð lyftist á okkur brún- in. Nú kastaði Gunnar 15,56 metra en Rússinn ekki nema 14,95 og aðrir þaðan af styttra. Ennþá voru eftir fjögur köst svo að margt gat skeð. En við treystum á Gunnar. Þó var það svo, að í hvert sinn sem Goijaínov gekk í hring- inn þá fengum við sting og urðum órólegir og utan við okkur. Og mikið létti okkur þegar þessari keppni var lokið og Gunnar orðinn Evrópumeistari. íslenski fáninn var dreginn að hún og íslenski sigurvegarinn stóð á miðjum verðlaunapallinum og tók við gullmerkinu. Þá óskaði ég eftir að við værum orðnir 50 saman svo að við gætum látið alla viðstadda heyra fagnaðaróp okkar. En við vorum aðeins 2 ís- lenskir fréttaritarar sem sátum saman (Ingólf- ur Steinsson frá dagblaðinu Vísi sat við hlið mér) og það eina sem við gátum gert var að standa upp, taka ofan hattana og veifa þeim framan í Gunnar. Óp úr aðeins tveimur manns- börkum voru alveg þýðingarlaus; þau hefðu dáið út á leiðinni . . . Gunnar varð mjög vin- sæll í Ósló eftir þetta afrek og blöðin birtu greinar um hann ásamt myndum og gátu þess um leið, að það væri einsdæmi að þjóð með aðeins 130.000 íbúum hefði svo góðum íþrótta- mönnum á að skipa eins og íslendingar." Setti Norðurlandamet Með frækinni frammistöðu íslensku kepp- endanna í Ósló, sem stigu vart fæti á leikvang- inn öðru visi en að setja met, varð ísland í 11. sæti í stigakeppni mótsins af 21 þjóð sem tók þátt. Brusselfaramir gerðu reyndar gott betur fjórum árum síðar er þeir komu íslandi í 8. sæti í karlagreinum af 22 þjóðum. Ellefu þjóðir hlutu meistara og var ísland þar í 5.-6. sæti með tvo, jafnmarga og Rússar. Gunnar Huseby setti þrefalt met; íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistaramótsmet er hann varpaði kúlunni 16,74 metra og sigraði á EM í Brussel 1950. Sömuleiðis var það 14 sentimetrum lengra en hið staðfesta Evrópu- met, en Rússi sem gert hafði betur skömmu fyrir mótið mætti ekki til leiks, Gunnari til sárra vonbrigða, að því er lesið verður úr sam- timaheimildum. Gunnar var í sérflokki og sigr- aði með miklum yfírburðum, þar sem árangur hans var rúmlega einum og hálfum metra betri en næsti maður var með. Fyrsta kast hans var 16,18 metrar, en í öðru kasti varpaði hann kúlunni 16,74. Öll köst Huseby voru góð. Fimm þeirra voru yfír 16 metra. Næstur honum var Italinn Profetti með 15,16 en Breti sem varpaði 15,54 í undankeppni um morgun- inn varð sjöundi í úrslitakeppninni. Meðal þriggja mestu afreksmanna EM Til marks um ágæti íþróttaárangurs Gunn- ars Huseby reyndist árangur hans í Brussel flórða besta afrek Evrópumeistaramótsins, samkvæmt fínnskri stigatöflu sem þá var not- uð alþjóðlega til þess að meta afrek. Jafngilti það 1122 stigum en 10 km hlaup Tékkans Emils Zatopek gaf 1173 stig og kringlukast ítalans Consolini 1172 stig. Zatopek átti þriðja besta afrekið með tímanum í 5 km. Gunnar átti sinn þátt í því að íþróttaunnend- ur heimsins tóku eftir afrekum íslendinga í fijálsíþróttum. Vöktu þau verðskuldaða aðdáun erlendra blaða. Sænska Idrottsbladet skrifaði svo um frammistöðu Gunnars í Brussel: „Huseby gerð aðeins eina tilraun í forkeppn- inni -16,29- og var af því auðséð, að hinn sterkbyggði íslendingur var vel fyrir kallaður. í úrslitakeppninni tókst honum afbragðsvel upp, og serían varð 16,18-16,74-16,00-16,09- 14,91-16,12. Hann byijar atrennuna djúpt og hægt, en útkastið er geysisnöggt, þegar allur líkamsþunginn fylgir kúlunni eftir. Hreyfan- Ieiki axlanna var óvenju mikill. En annars er það enginn leyndardómur, að afrek sín má Huseby fyrst og fremst þakka hraða sinum og yfírnáttúrulegu afli handleggja og úlnliða." Vann landi sínu virðingu Danska blaðið Idrætsbladet sagði: Gunnar Huseby var fyrsti Norðurlandabúinn, sem komst alla leið upp á verðlaunapallinn, þrepi hærra en 2. og 3. maður, og þjóðsöngur ís- lands „Ó, guðs vors lands“ hljómaði til heiðurs Huseby og hinum glæsta sigri hans.“ . . . „í hlutfalli við fólksfjölda standaíslendingar lang- fremstir þátttökuþjóðanna. Óskandi væri, að við [þ.e. Danir] ættum dálítið af dugnaði og metnaði piltanna frá Sögueyj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.