Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Að sitja í súpunni SKULDA- SÚPA heimil- anna. Það er orð dagsins, í ræðum ábyrgðarfullra og umræðum hneykslunarhópa. Allir hreint aldeilis hlessa! Skulda heimilin í landinu? Og sveitar- stjórnimar líka? Að vísu voru menn að taka lán, enda allt lagt upp úr greiðari aðgangi að lánum, en hveijum datt í hug að þeir sætu uppi með skuldir? íbúðakaupendur og -byggjend- ur, sem eru þá væntanlega heim- ilin í landinu, hafa undanfarinn áratug aukið dijúgt lán sín hjá Húsnæðisstofnun. Eftir lögin frá 1986 snaijukust útlánin upp í 12-14 milljarða á ári og með til- komu húsbréfakerfísins eru árleg meðalútlán húsnæðislánakerfís- ins 18-20 milljarðar kr. á ári hveiju. Þetta hafa menn fengið lánað til 40 ára og húsbréfín til 25 ára. Semsagt æði margir tug- ir milljarða orðnir útistandandi og langur spölur þar til heimilin borga það niður. Skuldir? Hvurs lags er þetta eiginlega. Bregður ekki álfkona sprota og lætur þær hverfa? Skuldabaggi „sjálfsögðu íbúðarlánanna" er ekki einslitur. Unga fólkið bætir honum gjaman ofan á námslánin sín, sem varla er byijað að borga. Og skellir niður á milli láni ti! að kaupa bíl og allar græjur sem nauðsynlegar eru sæmilegum lífsstíl. Þegar hún á að bera þetta allt fer bykkjan svo allt í einu að sligast. Fleiri lauma einum og einum smápinkli ofan á. Holræsagjaldið, sem Reykjavíkurborg lagði á í fyrra á allt húsnæði jók verðtryggðar skuldir borgarheimilanna um 200 milljónir, fyrir utan hækkuð fast- eignagjöld. Ekki er að efa að fólk þarf og Iangar í alla kubbana í lególandinu strax. En hissastir verða menn svo þegar skuldasúp- an reynist ekki vera nein sæt- súpa. Að afborganir og vextir takmarka svigrúm til aukinnar neyslu og því meira og lengur sem upphæðin er hærri. Þegar lögin 1986 með svona rýmkuðum lánum til húsnæðis- kaupa komu, fylgdi að allir ættu rétt á láni fyrir minnst þriggja herbergja íbúð, því „það borgaði sig ef þyrfti svo kannski að stækka aftur við sig“. Og tveggja herbergja íbúðirnar sem ungt fólk hafði oftast byijað í, urðu óút- gengilegri. Fram að því þótti skynsamlegt að byija á að kaupa ódýra tveggja herbergja íbúð, selja hana upp í stærri til að eiga eitthvað upp í næsta áfanga, án þess að taka allt að láni og áfram. Skylduspamaðurinn bjargaði líka mörgu ungmenni um svolitla eig- in upphæð. En þannig tekur auð- vitað tíma að fikra sig upp í óska- íbúðina. Og hentar ekki óþolin- mæði nútímans á Islandi. Allt í lagi. En af hverju eru allir svona hissa á því að skuldimar aukist við að taka lán? Hvatningin til þess var þó meðvituð, eða vár það ekki? Í hinum íslenska ákafa hefur verið byggt grimmt. Af nærri 50 milljörðum ,sem lánað hefur verið út úr félags- lega kerfínu einu, hefur um.helm- ingur verið Iánaður út á sl. fímm árum. Tilgangurinn að lækka húsnæðiskostnað fólks með lágar tekjur. Ekki hefur tekist hönd- uglegar til en svo að fjöldi íbúða, sem húsnæðismálastofnun hefur þurft að innleysa hefur hátt í fímmfaldast á þremur árum, úr 30 íbúðum árið 1991 í 140 1994, enda er kerfíð skyldugt til endur- kaupa á sama verði, sem afskrift- ir saxa nú víst eitthvað í. Og mörg Iitlu sveitarfélögin, sem voru þannig að útvega einhveij- um byggingamönnum á staðnum verkefni, burtséð frá þörf, eru að sligast undan sínum hlut, sitja uppi, með illseljanlegar íbúðir. Sem þó eru seljanlegri en auðu húsin á frjálsa markaðinum á staðnum vegna þessara hlunn- inda um endurkaup. Nú er mikið offramboð á íbúð- um sem ekki ganga út, en marg- ir þurfa nauðsynlega að láta til að losa sig úr skuldum eða minnka þær. Greiðsluvandi allt of margra húseigenda er orðinn að sprengju í okkar samfélagi, sem skuldasúpukokkar keppast við að lýsa yfir að verði að bæta einhveiju kryddi í, keyptu fyrir skattpeninga. Þá hefur komið í ljós að þeir sem sækja um „greiðsluerfiðleikalán" eru mest rað- og einbýlishúsaeigendur, sem hafa yfír meðallaunatekjur. Hvers konar skuldasúpu eru þeir í? Væri kannnski ráð að bjarga þeim yfír í tveggja til þriggja herbergja íbúð úr stóra óviðráð- anlega húsinu. Aðstoða þá sem ekki hafa ætlað sér af aftur á byijunarreit. En stóru húsin eru víst ill- seljanleg. Kannski eru þetta bara þessi gamalkunnu vandræði, sem við íslendingar komum okkur gjaman í. Semsagt of mikið og of hratt. Svona rétt eins og við emm komin með of mörg skip fyrir verkefnin þá sé búið að byggja allt of mörg hús og of stór. Enda seldust ekki nema 19 einbýlis- og raðhús á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs á móti 52 í fyrra og íbúðum í byggingu far- ið að fækka. Væri kannski rétt að staldra við og fá betri nýtingu á þessi hús og íbúðir. Hjálpa til við endurbætur og viðgerðir á þeim, sem tekur við iðnaðarmönn- um, enda ljóst að mikið hefur verið látið drabbast niður í látun- um og ekki sinnt reglulegu við- haldi, í stað þess að veita lán til nýrra eigna, sem ofgnótt er af á markaðinum. Allavega er þetta eitthvað dularfull skuldasúpaa, þar sem uppsöfnuð lán verða öllum að óvömm skuldir. Yfirsúpukokkam- ir koma sér ekki saman um hvaða krydd geti nú helst bætt hana. Verður ekki eina ráðið að eta hana bara upp í stað þess að bæta í og þynna? Laga ekki nýja fyrr en fer að lækka í súpuskálinni? Gárur eftir Eltnu Pálmadóttur TÆKNIÆr verid að afsanna kenninguna um stóra hvellinnf Alheimssprenging í úlfakreppu IMEIRA en hálfa öld hefur þungamiðja heimsmyndar okkar verið kenn- ingin um að alheimurinn sé að þenjast út. Kenningin hefur byggst á lit- breytingu ljóss frá íjarlægum vetrarbrautum frá hinum bláa enda litrófs- ins í átt til hins rauða, svo sem er eðlislæg nauðsyn hlutar er geislar frá sér ljósi um leið og hann fjarlægist. Edwin Hubble komst að þessu lit- breytingarmynstri ljóss frá vetrarbrautum ogþví með að litbreytingin og þar með hraði vetrarbrauta á leið frá okkur væri í hlutfalli við þá fjarlægð sem vetrarbrautin væri í fyrir. Þetta er einmitt það hreyfimynst- ur er leifar sprengingar sýna, ef efnið væri allt komið úr einum punkti. Hægt var að áætla með nokkurri nákvæmni aldur alheimsins út frá þessu líkani, þ.e. tímann sem liðinn væri frá sprengingunni. Ekki nægir til þess mats að taka núverandi hreyfingu efnisheimsins og „framlengja aftur á við“ með jöfnum hraða heldur þarf að taka tillit til þess að þyngd- araflið reynir að halda alheiminum saman og dregur því úr þensluhrað- anum. Ef ráðið er í fortíð alheimsins hefur útþenslan því gengið hraðar en nú sem stendur. Heimurinn er yngri sem því nemur. að studdi dyggilegast við þessa heimsmyndunarkenningu, að fyrir nokkrum áratugum fannst svo- kölluð baksviðsgeislun, sem var fyrir hendi jafnt í öllum áttum héðan frá oss séð. Hún stafar frá ystu sprengju- leifum, sem hafa haft mestan hraða. í henni má fínna upplýsingar um hitastig þessa efnis og það kom heim og saman við það sem menn höfðu reiknað út að það ætti að hafa sam- kvæmt eðlisfræðilegum líkönum um stóru sprenginguna, 4,2 stig yfir alkuli. Þetta jók afar mikið traust manna á sprengilíkaninu, sem var ekki sérlega vel staðfest út frá hreyfimynstri vetrarbrautanna einu saman. Enda hefur farið svo að um leið og gafst kostur á nákvæmari fjarlægðarmælingum til ij'arlægra vetrarbrauta fóru að koma brestir í kenninguna. Tækifæri gafst til ná- kvæmni íj'arlægðarathugana er Hubble-sjónaukanum var komið á braut um jörðu og hann fenginn til að starfa eftir nokkurt bras. Það þurfti að koma mælitækjum út fyrir lofthjúp jarðar, því að truflanir af ferð ljóssins um loftið settu ná- kvæmninni skorður. Niðurstöður Mælingar eru nýjar og ekki til- búnar í neinu óhemjumagni. í stuttu máli kemur ýmislegt óþægilegt í ljós, ef menn vilja halda sig við þægilega heimsmyndarkenningu. Aldur al- heimsins samkvæmt hvellkenning- unni virðist lægri en talið var og það sem verst er: Elstu stjörnur alheims eru eldri en heimurinn sjálfur! Sú grein stjarneðlisfræðinnar sem fæst við þróun og aldur fastastjarna út frá kjarnabreytingum er tiltölulega vel þróuð og talin ábyggilegri en heimsmyndunarlíkön, sem eru á mótunarstigi. Enn annað er að hreyfingin er ekki eins og hún á að vera, að allt fjarlægist hvert annað með hraða i hlutfalli við ljarlægðina sem er fyrir. Geysimikill sveipur AÐ ÞESSARI vetrarbraut í Meyjarhópnum reyndust vera fimmtíu og sex miHjónir ljós- ára. Sé sú mæling rétt er al- heimurinn yngri en elstu fastastjörnur hans! vetrarbrauta og hópa þeirra er á ferð næstum þvert á þá stefnu sem vera ætti. Meðal þeirra er okkar eig- in vetrarbraut og sá hópur vetrar- brauta sem hún tilheyrir. Ennfremur það, að dálítill hluti hins merkjanlega alheims hreyfíst líkast því að hann dragist að risavöxnu efnsissamsafni, sem við hefum ekki getað orðið vör við að öðru leyti. Þó að kenningin um alheimssprenginguna hafí verið vinsælasta heildartilgátan um hreyf- ingu og tilurð alheimsins undanfarna áratugi er svo margt um mótsagnir hvað hana varðar, og svo margt í endurskoðun, að það ber að líta á hana sem ósannaða tilgátu enn um skeið, uns reiða kemst á hið mjög svo óreiðukennda samsafn þekking- aratriða okkar. eftir Egil Egilsson VERALDARVAFSTURÆ/ ///// við íbúar ímyndunar? Ergests augað glöggt? LÝSINGAR á ijarlægum löndum þykja oft gefa sannari mynd af högum heimamanna ef lýsandinn kemur utan frá. Tilhneiging heima- manna er að vilja halda fram kost- unum en leyna göllunum á viðkom- andi samfélagi: Eðli málsins sam- kvæmt er erfitt að vera trúverðugur ef maður er samdauna viðteknum háttum. MARGUR hefur því harmað það að komast ekki yfir lýsingu á jarðkerfínu okkar frá einhverjum óviðkomandi. Fyrir þá er rétt að benda á bók Roberts Monroe, sem áður hefur verið nefndur hér í ver- aldarvafstri, Far Joumeys (lang- ferðir). Þar er eina slíka lýsingu að finna: BB sem er eftir Einar strandaglópur á þorstejn jarðsviðinu vitnar þar í ferðabækl- ing, sem hann fékk er lagt var upp í heimsreisu til nokkurra furður- stranda sýnilega alheimsins, þar á meðal jarðarinnar okkar. Ferða- skrifstofan sem hann fór með sér- hæfði sig í TSI-ferðum (Time- Space-Illusion: Sviðum tíma og rýmis-ímyndunar), þ.e. yfir í efnis- heiminn. BB er nokkuð vantrúaður á að þetta sé áhugaverð reynsla, þ.e. að gerast jarðarbúi um stundarsakir (u.m.þ.b. 5.000 ár eða svo) eftir að hafa kynnt sér málið nánar. Um upphafið endursegir hann: „Ein- hver, Einhvers Staðar" þurfti á „orkunni“ Loosh að halda. Hann ákvað að framleiða hana með tækni í stað þess að leita að henni í „náttúrulegu“ formi. Hann ákvað því að skapa garð fyrir vöxt Loosh-orkunnar. Hann tók til starfa á afskekkt- um stað og fýrst skap- aði hann hagstæðar að- stæður fyrir kolefnis- súrefnis keðjuverkunina en Loosh-orkan kom fram sem hliðarverkun í henni. Tækin voru ein- frumungar sem lifðu í vatni. En þar sem þeir voru mjög smáir og lifðu stutt var uppskeran rýr: Eingöngu var unnt að uppskera Loosh-orkuna þegar tæki (lífvera) lauk lífí sínu. Næst breytti hann verulega til og flutti nýju tækin yfir í lofthjúp- inn, gerði þau miklu stærri og sneri kolefnis-súrefni keðjunni við. Hann festi þessi tæki við jörðina til þess að forðast ójafna dreifingu á efnum og geislum, sem hafði háð fyrstu tilrauninni. Sem aukaverkun við þetta jókst súrefni í lofthjúpnum til muna og vindar tóku að geisa. Þeir hjálpuðu til við að enda feril hvers tækis snögglega í miklu mæli og þannig var unnt að fá mikla upp- skeru eftir þörfum. Til að gera langa sögu stutta: Einhver hélt áfram að þróa garð sinn því að hann varð ekki ánægður með árangurinn: Næst komu stærri og stærri hreyfanleg tæki sem lifðu bæði á fyrri tækjum og svo seinna hver á öðru. Síðan ákvað Einhver að hreinsa út öll stærstu tækin á einu bretti því að líftími þeirra var of langur til þess að vera hagkvæm- ur. En áður uppgötvaði hann fyrir tilviljun að átök þeirra um fæðuna framleiddi líka Loosh-orku. Niður- staða hans var því sú að í stað þessara stóru hægfara tækja væri betra að hafa smærri og liðugri tæki, þannig að átökin gætu orðið meiri og því Loosh-framleiðslan líka meiri. Til hliðar við þetta skapaði hann líka nokkuð veikburða tæki, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.