Morgunblaðið - 25.06.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 25.06.1995, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 100 ára afmælishátíð Seyðisfjarðarkaupstaðar Afmælisbamið sparíbýst NÍELS Daníelsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson leggja síð- ustu hönd á útilistaverkið Útlínur eftir Kristján Guðmundsson. Seyðfírðingar eru í óða önn að undirbúa kaupstaðinn fyrir 100 ára afmælishátíð í næstu viku. Anna G. Olafsdóttir og Ragnar Axelsson ljósmyndari sóttu Seyðfirðinga heim og forvitnuðust um kaupstaðinn í nú- tíð og framtíð. SEYÐISFJÖRÐUR, bærinn hans Ottos Wathne, hefur slitið barnsskónum. Hinn 1. janúar voru 100 ár lið- in frá því Kristján níundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holt- setalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg, staðfesri lög um kaupstaðarréttindi bæjar- ins. Kaupstaðurinn fyrir botni fjarðarins hefur reynt ýmislegt á aldar vegferð. Seyðfirðingar hafa lifað gullgrafarastemmningu og djúpar lægðir í efnahagslífi og íbúafjölda. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri, minnir á að hvað sem á dundi hafi þeir alltaf risið upp aftur, sjálfstæðir og öruggir í skjóli fjallanna. íbúamir séu góðir og hjartahlýir og umfram allt góð- ir íslendingar. Hér verður ekki lit- ið um öxl í sögu Seyðisijarðar heldur til nútímans, atvinnu- og menningarhátta, þegar hver bæj- arbúi hefur gengið undir annars hönd við að sparibúa bæinn fyrir 100 ára afmælishátíð sem hefst á fimmtudag. Þorvaldur segir að því miður hafi áföll í atvinnulífi Seyðisfjarðar haft þær afleiðingar að íbúum hafi fækkað um 200 á síðustu 6 til 7 árum. íbúamir séu á bilinu 860 til 870 manns og byggi af- komu sína fýrst og fremst á þjón- ustu við sjávarútveginn. „Stór vél- smiðja með dráttarbraut þjónustar skipaflotann og verksmiðjuna. Hér hefur verið ein stærsta loðnuút- flutningshöfn á landinu í mörg ár. Loðnubræðsla í eigu SR-mjöls og fískvinnslufyrirtæki á staðnum hyggja á meiri samvinnu við heimamenn. Frystihúsið Dverga- steinn er að stærstum hluta í eigu bæjarins og em starfsmenn á bil- inu 60 til 70 þegar hráefni er nægilegt. Annars hefur hráefnis- öflun verið frekar erfíð því fyrir- tækið hefur ekki yfír útgerð að ráða og litlum fiskveiðiheimildum. Útgerðin Gullberg með togarann Gullver hefur séð Dvergasteini fyrir mestu hráefni fyrir utan síld og loðnu,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur viðurkennir að at- vinnulífíð í bænum sé fremur ein- hæft. „Við þyrftum að geta breikkað línuna. Öflugur rafíðnað- ur og trésmíði hafa smám saman dregist saman, enda er lítið byggt á Austfjörðum nema helst á Egils- stöðum og Höfn í Hornafírði. , , Morgunblaðið/RAX IBÚARNIR hafa unnið að því af kappi að sparíbúa bæinn. ÞORVALDUR Jóhannsson, bæjarstjóri, hallar sér upp að „kanonunni.“ Skotið er úr henni við hátíðleg tækifæri í kauptún- inu og eflaust fær hún að njóta sín á afmælishátíðinni. „AFMÆLIÐ ýtti á að við máluðum,“ sögðu Óla Maja Gísladótt- ir og Guðjón Egilsson í Vinaminni. Otto Wathne gaf ráðskonu sinni húsið í jólagjöf skömmu fyrir aldamót. Húsið var því lengi kallað Jólagjöfin en heitir réttu nafni Vinaminni. E g vil bara búa hér Óskandi væri ef hægt væri að efla iðnaðinn svo hann fari aftur að blómstra. Ég er hins vegar ekki trúaður á að sá smáiðnaður, sem átti þegar hallaði undan fæti að bjarga öllu, standi undir því. Auð- vitað er smáiðnaðurinn ágætur með, en ég tel að við verðum fyrst og fremst að styðja og styrkja þá atvinnustarfsemi sem fyrir er í byggðarlaginu. Ég nefni iðnaðinn og sjávarútveginn. Allt annað er bónus,“ segir hann. Hann segir að háu þjónustustigi á Seyðisfírði fylgi nokkur sérhæfð störf á borð við störf hjúkrunar- fólks á sjúkrahúsinu og við emb- ætti sýslumanns og það geti laðað unga fólkið aftur heim að loknu námi. Hins vegar hefti erfíðar samgöngur um Fjarðarheiði áframhaldandi þróun á þjónustu- sviðinu. „Ég get ekki skilið hvern- ig staðið getur á því að Seyðfírð- ingar búi ekki við betri samgöngur eftir að hafa sinnt áætlunarsigl- ingum á hveiju sumri í 20 ár. Hvað ætli væri búið að gera ef skipið hefði komið til Reykjavíkur í tvo áratugi? Þó vegurinn sé orð- inn betri en hann var er hann' auðvitað til skammar." Viljum okkar skerf Loðnubræðslan er ein af fjórum loðnubræðslum SR-mjöls og velti um 2,8 milljörðum á síðasta ári. Þó Gestur Valgarðsson, verkefna- stjóri, telji afkomu fyrirtækisins „ÉG VIL bara halda áfram að búa hér,“ segir Ásgeir Jón Emilsson einn af bæjarlista- mönnunum á Seyðisfirði. Geiri ólst upp, yngstur 12 systkina, í Hátúni á Eyri við Seyðisfjarð- arkaupstað og flutti í kaupstað- inn árið 1949. „Ég var fimmtán, sextán ár á sjó og hef verið næstum því 30 ár í fiskvinnsl- unni. Eftir slysið vinn ég bara hálfan daginn í Dvergasteini og hef alveg tíma til að vinna heima. Þegar áldósirnar komu fór ég að fikra mig áfram við að búa til litla hluti úr þeim. Einu verkfærin eru skæri og töng. Hlutimir mínir fóm einu sinni á sýningu til Reykjavíkur. En á þeim tíma var ég ekki farínn að nota sígarettupakk- ana. Svo hef ég líka verið að mála aðeins segir hann . í litla húsinu, Oddagötu 4c, úir og grúir af alls kyns persónu- legum munum og í einu her- bergjanna hangir stór mynd af forseta íslands í öndvegi. Geiri leynir ekki aðdáun sinni á frú Vigdísi. „Við Austfirðingar höf- um alltaf veríð hrifnir af Vig- dísi. Yfir 80% kusu hana í kosn- ingunum. Vigdís kemur í afmæl- ið,“ segir Geiri. Verk hans verða á sýningu bæjarlistamanna í tengslum við afmælið. viðunandi þykir honum brýnt að fyrirtækið haldi áfram að færa út kvíarnar og skapa fleiri atvinnu- tækifæri fyrir bæjarbúa. „Við höf- um verið í loðnuflokkun í sam- vinnu við frystihúsin Dvergastein og Strandarsíld í vetur og á síð- astliðinni vetrarvertíð. Okkur fínnst hafa tekist ágætlega til og stefnum að því að flokkunin verði enn meiri i framtíðinni. Hvað magnið varðar get ég nefnt að við flokkuðum 1.000 tonn af loðnu í vetur. Hrygnan er tekin frá, fryst og seld á Japansmarkað, og hæng- urinn fer í bræðslu. Ég tel okkur hafa lært á síðustu vertið að mark- aðurinn tekur ekki endalaust við. Hins vegar höfum við fullan hug á að fá okkar skerf af honum og fínnst ekki óeðlilegt að stefna að 30-40% aukningu miðað við síð- ustu vertíð,“ segir Gestur. Hann tekur fram að tryggja þurfi gæði framleiðslunnar. „Loðnuflokkunin er öllum í hag. Bátarnir fá töluvert hærra meðal- verð fyrir aflann og frystihúsin hagnast á vinnslunni. Forsendan er hins vegar sú að hráefnið sé gott og miklar kröfur séu gerðar til vinnslunnar. Því er eðlilegt að hugað verði að kælingu aflans strax um borð. Til þess að okkar takmark náist þarf að auka afköst- in í frystingunni hér á Seyðisfirði og því erum við nú með öðrum að huga að því hvernig hægt sé að bæta við frystigetuna með

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.