Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ■Samuel L. Jackson er orðinn einn eftirsótt- asti leikari Bandaríkj- anna m.a. eftir stórkost- lega frammistöðu í Reyfara. Pjórar myndir eru væntanlegar með honum ef „Die Hard 3“ er ekki talin með. Hann leikur í forræðis- dramanu „Losing Is- iah“, „Sidney“, sem snýst um fjárhættuspil, gamanmyndinni „The Great White Hype“, sem snýst um hringlið í kringum hnefaleikana vestra og loks mun hann að líkindum leika á móti Marlon Brando og Bruce Willis í endurgerðinni Eyja dr. Moreau. UAnnar góður, Paul Newman, fer með aðal- hlutverkið f nýjustu mynd Ismails Merc- hants og James Ivory (Dreggjar dagsins), sem heitir „Diary of a Mad Old Man“ og byggist á skáldsögu eft- ir Junichiro Tanizaki. Hún segir af Banda- ríkjamanni í Japan sem rennir hýru auga til ungrar austurlenskrar yngismeyjar. MNöfnin á framhaldi Ace Ventura hafa verið nokkur. Fyrst hét hún Ace Ventura fer til Afríku, svo einfaldlega Ace Ventura n en núna heitir hún Ace Vent- ura: Náttúran kallar. Hún verður frumsýnd erlendis um jólin með Jim Carrey í aðalhlut- verki að sjálfsögðu. UTvær myndir eftir sögum Jane Austen eru í undirbúningi. Önnur, „Sense and Sensibility”, er með Emmu Thompson og Hugh Grant en hin er Emma, sem Miramax hyggst framleiða. Doug McGrath leik- stýrir, en hann skrifaði handritið að Kúlnahríð á Broadway með Wo- ody Allen. BATMAN frumsýnd í endaðan júlí; Tommy Lee Jones og Jim Carrey í Batman að eilífu. 22.000 HAFA SEÐ í BRÁÐRIHÆTTU ALLS hafa nú um 22.000 manns séð spennu- myndina í bráðri hættu með Dustin Hoffman í Sambíóun- um. Þá hafa um 7.000 manns séð myndimar Algjöran böm- mer, Rikka ríka og Fylgsnið. Um 4.000 manns hafa séð Brady-fjölskylduna og um 3.000 Ed Wood. Nú hefur „Die Hard 3“ verið frumsýnd en næstu myndir Sambíóanna eru „While You Where Sleeping" með Söndru Bullock, „First Knight", sem einnig verður í Stjömubíói, „Batman For- ever“, sem fmmsýnd verður í endaðan júlí, spennumyndin „Bad Boys“ og um mánaða- mótin ágúst/september verð- ur „Crimson Tide“ fmmsýnd. Þá munu Sambíóin sýna á næstunni myndirnar „Ca- sper“ og „Kongó“ ásamt Háskólabíói. ^KVIKMYNDIR™ Hvemig myndgerir O/iverStone um Nixon? RÁÐGÁTAN NIXON ÞAÐ ER löngu þekkt stað- reynd að leikstjórinn Oliver Stone er gagntekinn af sam- félags- og stjómmálasögu sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum. Flestar myndir hans hafa fjallað um tímabilið frá „Platoon" til Fæddur 4. júlí til meistara- verksins „JFK“. Stone held- ur enn á sömu braut í nýj- ustu mynd sinni, sem heitir einfaldlega „Nixon“, og er um Richard M. Nixon, 37. forseta Bandaríkjanna. Tom Hanks hafnaði titilhlutverk- inu svo velski stórleikarinn Anthony Hopkins hreppti það. Andlitinu er breytt verulega en Hopkins þykir erfiðast að ná röddinni. Disneyfyrirtækið er framleiðandi og mynd- in verður framsýnd í kring- um næstu áramót og kemur hún í Laugarásbíó fljótlega á nýju ári. Tökur standa yfír á myndinni, sem þegar hefur vakið deilur eftir að uppkast að handriti komst í blöðin, en þeir sem kynnt hafa sér málið segja eftir Arnald Indriðoson að lýsingin á persónu Nix- ons verði hin fjölbreytileg- asta; myndin lýsir honum sem djöfullegum og harm- rænum, gagnteknum af fortíðinni, í senn viðkvæm- um og heillandi og óttas- legnum og fráhrindandi. „Hann er eins og persóna í klassískum harmleik", er haft eftir Stone. „Harkan sem kom honum í gegnum erfíðleikana og á toppinn gerði hann líka bitran og neikvæðan og kom honum í koll.“ Og hann bætir við: „Reyndar hefur Nixon alltaf minnt mig á föður minn. Pabbi var mikill stuðnings- maður Nixons og ég líka og ég lenti í miklum átökum í háskóla af því ég studdi hann.“ Myndin kostar 42 milljón- ir og Wamer Bros., sem gerði tvær síðustu myndir Stones, vildi ekki standa á bak við kvikmyndagerðina eftir að tvær síðustu myndir hans, „Heaven and Earth“ STONE studdi Nix- on; Hopkins í hlutverki forsetans ásamt Joan Allen, sem leikur Pat Nixon. og „Natural Born Killers“, ollu ýmist miklum deilum eða græddu lítið. Stone hef- ur safnað um sig valinkunn- um hópi leikara til að fara með hin þekktu aukahlut- verk: Powers Boothe er Alexander Haig, Ed Harris er Howard Hunt, Bob Hosk- ins er J. Edgar Hoower, James Woods er H. R. Hal- deman, Paul Sorvino er Henry Kissinger, J. T. Walsh er John Erlichman og Joan Allen er Pat Nixon. Einnig leikur Sam Waters- ton CIA-forstjórann Richard Helms og Edward Herrman auðkýfínginn Nelson Rocke- feller. Hopkins segir að hann hafi aldrei leikið neitt eins erfítt og Nixon í 35 ára leik- aratíð sinni. Hann skartar hárkollu og tanngarði, sem gerir hann líkari forsetan- um, „Mér fínnst ég aldrei ná rétta hreiminum. Ég get leikið Nixon, angist hans, en tæknilega hliðin er erfið- ust. Ég hef grímuna en hreimurinn er vandamálið. Allir vita hvemig hann tal- aði.“ Hopkins hefur undirbúið sig rækilega fyrir hlutverkið m.a. með því að horfa klukkustundum saman á gamlar fréttamyndir og hlusta á upptökur með for- setanum. „Ég fínn til með þessum manni,“ er haft eft- ir leikaranum. DEPP LEIKUR KVENNABÓS- ANN MIKLA JOHNNY Depp er mjög áberandi leikari um þessar mundir. í fyrsta lagi sem leikstjórinn hræðilegi Ed Wood og í öðra lagi sem Don Juan nútímans í myndinni „Don Juan DeMarco", sem væntanleg er í Laugarásbíó. Leikstjóri hennar er Jeremy Levin, en Marlon Brando og Faye Dunaway leika á móti honum. Myndin segir frá ungum manni sem telur sig vera kvennabósann mikla, Don Juan, og kemst í hendur geðlæknis, leiknum af Brando, eftir að hafa reynt sjálfsmorð þegar hann missir kæmstuna. í meðferðinni rekur Don Juan ævisögu sína frá því hann ólst upp í Mexíkó og þar til hann lenti í arabísku kvennabúri hvar einar 1.500 elskulegar • konur höfðu af honum gagn á tveggja ára tímabili. Depp er hrósað sérstaklega fyrir leik sinn í myndinni, en hann er orðinn sá-leikari vestra sem leikur í hvað athyglisverðustu myndun- um og hafnar formúluafþreyingunni. 1500 kon- ur; Depp í myndinni um Don í BÍÓ MENN eru yfirleitt aldrei sammála um hvað eru góðar myndir og hvað slæmar, en þó virðist nokk- urt samkomulag um að myndir Ed Woods, sem Tim Burton hefur gert ódauðleg- an í samnefndri bíómynd Sambíóanna, séu með því versta sem þekkist. Þær hafa verið illfáanleg- ar, en í tengslum við mynd- ina var ráðist í að gefa þær út á myndbandi og í London a.m.k. hafa þær verið sýnd- ar í kvikmyndahúsi. Þannig geta menn nú skemmt sér yfir furðuverk- um eins og Áætlun 9 frá útgeimi, sem er frægasta vonda mynd Woods, „Jail Bait“, „Night of the Gho- uls“, „Glen or Glenda“, „Bride of the Monster“ og „The Bride and the Beast“. Er athugandi fyrir áhugafólk að spyrja eftir þessum gullkornum á næstu leigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.