Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 25, JÚNÍ1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SAMTÍMAMYND AF KRISTI GÖMUL mynd af málverkinu, sem talið er vera samtímamálverk af Kristi. DJÚPT niðri í grafhvelfingum hinnar gömlu Bartolomeusarkirkju í ítölsku hafnarborginni Genúa er geymt lítið fomfálegt málverk. Þama er það varðveitt mjög vel, enda hefur það lengi verið talið meðal dýrmætustu gripa kaþólsku kirkjunnar. Til þess að komast inn í klefann, þar sem það er geymt, þarf að fara í gegnum sjö dyr, sem allar era rammlega læstar og sinn hver lykillinn sem gengur að hverri þeirra. Málverkið er þannig ekki haft á al- mannafæri, það kostar mikla fyrirhöfn að fá að sjá það, verður ekki gert nema að fá fyrst sérstök leyfi á æðstu stöðum og jafnvel þó að það fáist era prestar og gæzlumaður kirkj- unnar enn tortryggnir og varkárir, er þeir fara með komumanni eftir mörgum göngum í neðanjarðarhvelfing- um kirkjunnar og opna hveijar dymar á fætur öðram. Málverk þetta er Kristmynd, sem er í sjálfu sér ekki svo óvenjulegt í kirkjum hvar sem er í veröldinni. En þessari mynd fylgir ákveðin helgisögn, sem seg- ir, að myndin sé samtímamynd af Kristi, gerð af listamanni sem sjálf- ur sá Krist. Enginn skyldi ætla sér að taka allar hinar mörgu helgisagnir innan kaþólsku kirkjunnar hátíðlega. Tré- flísar þær, sem eiga samkvæmt helgisögnum að vera úr krossinum sem Kristur var krossfestur á era svo margar og miklar, að sagt er að nægja myndi til að byggja heilt hús. Því kynnu menn að hafa til- hneigingu til að líta helgisögnina bak við þessa mynd sem jafn óá- reiðanlega og ekkert á henni að byggja. Nokkur umliðin ár hefur enskur sagnfræðingur, að nafni Conrad Allen, unnið að því að rannsaka þessa mynd og sögu hennar. Hann hefur að vísu ekki fengið afdráttar- laust svar við spurningum sínum, en þegar brot er lagt við brot í margs konar gömlum heimildum og skjölum, þá er niðurstaðan, að það sé ekki aðeins mögulegt að hér sé um að ræða raunveralega and- litsmynd af Kristi, heldur benda allar líkur til þess, að hún sé máluð af einum fremsta málara Sýrlands, sem fór sérstaklega til fundar við Krist til að gera mynd af honum. Ætti myndin að hafa verið máluð einhvem tímann á tímabilinu milli 14. marz og 12. apríl árið 29, eftir vora tímatali. - Málarinn Anan Nafn málarans var Anan. Hann var ritari og málari Abgars kon- ungs af Edessa í Sýrlandi, en borg sú kallast nú Urfa og er í Tyrk- landi, rétt við sýrlenzku landamær- in. Frásögn af för Anans á fund Krists og hvemig hann gerði mynd- ina af Kristi er skráð af Labubna, skrifara Abgars konungs. Var frá- sögn þessi varðveitt í skjalasafni Edessa-borgar, en síðan hvarf frá- sögnin þaðan á upplausnartímum og menn vissu ekki hvað varð af henni. Á 5. öld er víst að armenskur sagnfræðingur, er starfaði í Edessa, hafði lýsingu Labubnas undir höndum. Þessi sagnfræðing- ur hét Moses frá Khoren og eru ýmis rit hans enn vel varðveitt. Þar minnist hann á einum stað á frá- sögn Labubnas og segir, að mynd- in, sem Anan gerði af Kristi, sé enn varðveitt í Edessa. í aldaraðir veittu menn þó lítt athygli þessum ummælum hins armenska sagn- fræðings. Það var ekki fyrr en 14 öldum síðar eða á miðri 19. öld sem fleiri brot þessar- ar sögu fara að koma í ljós við athuganir gamalla rita. Þá var það sem British Muse- um í London komst yfir nokkur gömul rit úr klaustri einu í Egyptalandi, sem stendur nálægt ánni Níl. Gamlar sagnir úr þessu klaustri sögðu, að sum þessara rita væra tengd ævisögu Krists. Ritin vora á ýmsum fomum tungumálum og með ýmsu letri og liðu nokkrir áratugir þang- að til tekist hafði að ráða hin tor- skildu letur og tungumál. Kom þá í ljós, að í skjölunum var að finna í umfjöllun fjölmiðla um gamlar myndir hefur sú skoðun verið sett fram að engin sam- tímamynd sé til af Kristi. Filippía Kristj- ánsdóttir mundi þá eft- ir gömlu gulnuðu riti í skjölum sínum, þar sem sagt er skilmerkilega frá því að raunveruleg mynd af honum sé til. afrit af frásögn Labubnas, gert í Edessa árið 411. Þetta vakti nokkra athygli kirkjusagnfræðinga. Það var þá staðreynd, að Labubna hafði skrif- að þessa frásögn, og þar sem nú hafði fundizt eitt afrit af frásögn hans hófst nú leit víðsvegar í söfn- um, hvort hugsanlegt væri að fleiri afrit væra falin í gömlum skjölum. í Bibliothek Nationale í París fannst afrit af frásögn, skrifað á armensku á 12. öld, og enn 10 áram síðar fannst enn eitt afrit í skjalasöfnum rússneska keisarans í Pétursborg. Það var 6. öld. Tóku fræðimenn nú til að bera þessa texta saman og kom í ljós, að text- amir vora svo líkir, að útilokað er annað en að þeir stafí allir frá einu og sama uppranahandriti. Þar að auki útfylltu þeir hver annan þann- ig, að hluta sem voru skemmdir í einu handritinu var hægt að fá í hinum handritunum. Skal nú rakin í stuttu máli frásögn Labubnas. Frásögn Labubnas { byijun segir Labubna ítarlega frá því, að Abgar konungur sendir sendinefnd með Anan að formanni til samningaumleitana við Sabinus, sem var landstjóri Rómveija í Sýr- landi, Fönikíu, Palestínu og Mesó- pótamíu. Á heimleiðinni kom sendi- nefndin við í Jerúsalem, þar sem hún heyrir sagt frá Jesú og krafta- verkum hans ásamt því, að undir- búið sé samsæri gegn honum. Við heimkomuna segir Anan Abgar konungi frá því sem hann hafði orðið vísari í Jerúsalem. Kon- ungurinn verður hrifinn og skrifar bréf til Jesú og biður Anan um að fara með það til hans til Jerúsalem í þeirri von, að Jesú geti læknað konurtginn af sjúkdómi sem hann þjáist af. Mun Abgar hafa þjáðst af húðsjúkdómi, sem varð valdandi auknefnis hans „hinn svarti". í bréfínu segir Abgar konungur að hann hafí heyrt um kraftaverk Jesú og álíti að hann sé annaðhvort guð sjálfur eða guðs sonur. Biður hann Jesú um að koma tl Edessa, þar sem hann heitir honum skjóli og vemd. Anan fór með bréfið til Jesú og afhenti honum það á tímabilinu frá miðjum marz til miðs apríls árið 29. Hann hitti Jesú og færði honum bréf konungsins. Svar Jesú var á þessa leið: „Farðu og segðu húsbónda þín- um, sem sendi þig til mín: Lofaður sé sá, sem trúir án þess að hafa séð mig, því að skrifað stendur, að þeir, sem sjá mig, munu ekki trúa á mig og þeir sem ekki sjá mig munu trúa. Viðvíkjandi því sem þú skrifar, að ég eigi að koma, svara ég, að allt er þegar ákve'ðið. Eftir það mun ég hverfa til föður míns, sem sendi mig, og þegar ég fer til föður míns, mun ég senda þér einn af lærisveinum mínum, svo að hann geti læknað þig og allt fólk sem er með þér og svo hann geti leitt þig til eilífs lífs. Sé borg þín bless- uð, svo engir fjandmenn geti unnið hana.“ Þannig svaraði Jesú bréfi kon- ungsins. Jafnframt þessu er því lýst, að Anan hafi gert andlitsmynd af Jesú, því að hann var einnig málari. Andlitsmyndina og svarið flutti hann heim til Edessa og þar tók konungurinn við myndinni og sýndi henni mikla virðingu og geymdi hana í höll sinni. Frásögn- inni lýkur svo með því, að eftir dauða Jesú hafi einn af lærisvein- um hans, „Addai“ (sem er talinn vera Thaddeus postuli), farið til Edessa, þar sem hann læknaði og skírði Abgar konung. Öll þessi frásögn kom þannig í ljós á síðustu öld við rannsóknir og þýðingar á þeim þrem afritum, sem þá fundust sitt á hveijum stað, af frásögn Labubnas. Þessi frásögn var þegar talin merkileg án þess að rannsóknimar næðu lengra. Nákvæmar rannsóknir Nú hefur, eins og fyrr segir, hinn enski fræðimaður Conrad Allen unnið að því í mörg ár, að reyna að leita uþpi frekari upplýs- ingar og heimildir. Hann hefur sjálfur skoðað handritin, leitað uppi frásögn Mósesar af Khoren og ótal margt fleira. Hann segir að við ítarlega athugun hafí ekki tekizt að fínna neina galla á frá- sögninni. í heimi eru ýmsar tíma- setningar og fjöldi persóna er nefndur sem þá var uppi eða kem- ur við sögu. Allt siíkt var flókið mál fyrir miðaldaritara og ef upp- haf sögunnar væri að fínna þá mætti telja víst að þeim yrðu á margskonar mistök. En allt í þess- ari frásögn kemur heim við þá þekkingu, sem nú er fengin eftir hinar nákvæmu Biblíurannsóknir, sem nú grandvalla þekkingu manna á þessu tímabili. Frásögnin er raunsæisleg og tildurslaus og er það einnig í algerri mótsetningu við rit miðaldaritara. Þannig er ákaflega margt þegar fengið sem mælir eindregið gegn því, að hér sé um að ræða síðari tíma tilbún- ing. Conrad Allen hefur einnig rann- sakað málverkið vandlega og reynt að gera samanburð á því og öðram miðaldamálverkum, stíl þess og málaratækni. Hann rekur ítarlega allt sem hægt er að vita með vissu um sögu þess. í kirkjulegum ritum fornum er minnzt á þetta málverk á nokkram stöðum. Árið 324 getur Eusebius þess, að á 5. öld hafí fyrmefndur Móses af Khoren séð það og Evagrius segist hafa séð það árið 545. Þá ritar kirkjufaðirinn Les af Konstantinopel að hann hafi séð það, kropið niður við það á bæn, er hann kom til Edessa á leið sinni á kirkjuþing í Nicæa. Allan þennan tíma er þess getið að málverkið sé varðveitt í Edessa. Eftir árið 944 er saga málverksins vituð nákvæmlega. Það ár hertaka múhameðstrúarmenn Edessa. Þá gerir keisari austrómverska ríkis- ins friðarsamning við þá, þar sem hann viðurkennir yfírráð múham- eðstrúarmanna yfir Edessa, skilar þeim 200 stríðsföngum og greiðir þeim 12 þúsund silfurpeninga gegn því að hann fái afhenta hina heil- ögu mynd úr höll Abgars konungs. Málverkið kemur til Konstantinop- el 15. ágúst 944 og var tekið á móti því með miklum heiðurstákn- um. Það var borið í skrúðgöngu til Sofíu-kirkjunnar og þaðan var það skömmu síðar flutt til Frúar- kirkjunnar. Var það rammað þar inn í dýrmætan gullramma. Þama var það varðveitt í 418 ár. Á þeim tíma hemámu Tyrkir Konstantinopel, en þá gerðist það árið 1362 að herskipafloti frá Genúa, undir stjóm Moltaldo kaf- teins, vann borgina. Tóku borg- arbúar á móti honum sem frelsara og er hann hvarf þaðan á brott var hann hlaðinn góðum gjöfum, m.a. hinni heilögu mynd. Hann gaf Bartolomeusar-kirkjunni myndina skömmu fyrir andlát sitt. Þar hefur myndin síðan verið varðveitt nærri óslitið, en fjóram sinnum hefur hún verið í hættu. Fyrst var það árið 1507. Þá rændu franskir hermenn í þjónustu Lúðviks 12. henni og fluttu hana til Parísar. Öldungaráð Genúa sendi Frakkakonungi svo hörð mótmæli að þau vora tekin til greina og myndinni skiiað. Árið 1798 náðu bylgjur frönsku byltingarinnar til Genúa. Bylt- ingarnefnd krafðist þess að fá myndina afhenta, en því var neitað. Árið 1810 uppleysti Napoleon allar kirkjureglur og helgigripi skyldi afhenda borgaranefndum. Þá hurfu og eyðilögðust margir munir kirkjunnar. Málverkið af Kristi var einnig tekið, en það var varðveitt og því skilað aftur 1816. í fjórða skiptið var málverkið í hættu í seinni heimsstyijöldinni, þegar sprengja féll á klaustrið við Bartolomeusar-kirlq'una og skemmdi það mikið en hvelfíngin með málverkinu slapp. Conrad Allen hefur mikið unnið að því að kanna málverk frá ýms- um tímum miðalda, stíl þeirra og liti. Ekki hefur hann verið svo heppinn að finna neitt annað mál- verk eftir Anan, en í löngum út- skýringum, sem ekki er hægt að rekja hér, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að flest bendi til þess, að þetta málverk hafi verið gert á tímum Krists. Það heyrir helzt undir þau stílbrögð sem þá vora ríkjandi, en er á flestan hátt ólíkt þeim stílum sem ríkja síðar. Benda þessar athuganir hans til þess, að sú saga geti haft við rök að styðj- ast að þetta sé sámtímamálverk af Kristi. Höfundur er skáldkonan Hugrún. Filippía Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.