Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 B 19 ATVIN N U A UGL YSINGAR Rennismíði - framtíð Renniverkstæði vantar rennismið strax. Aðeins vanur maður kemur til greina. Góð laun í boði. Áhugasamir sendi umsóknir sínar til af- greiðslu Mbl. fyrir 30. júní, merktar: „R - 15071“. Tónlistarkennari Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga óskar að ráða tónlistarkennara næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Hljómborð/píanó, tréblásturshljóðfæri og tónmennt. Ennfremur kemur til greina kórstjórn og organistastaða við kirkju. Áhugasamir hafi samband við formann skólanefndar Steindór Haraldsson, Bogabraut 9, 545 Skagaströnd, sími 452 2624 eða 854 0024. Hvað ætlar þú að gera íframtíðinni? Viltu breyta til og vinna sjálfstætt? Eiga möguleika á betra lífi í framtíðinni? Við bjóðum þér tækifærið svo ákveður þú framhaldið. Við leitum að fólki sem er heiðar- legt, snyrtilegt, metnaðargjarnt, með hreint sakavottorð og hefur bíl til umráða. Við bjóð- um frítt sölunámskeið. Pantaðu viðtal hjá Hilmari í síma 5550350. Rafeindavirkjar Viljum ráða rafeindavirkja á radíóverkstæði okkar. Starfssvið er almennar viðgerðir og þjónusta við siglingatæki. Sveinspróf er áskil- ið og óskað er upplýsinga um nám og fyrri störf. í boði er góð starfsaðstaða og frír flutn- ingur búslóðar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 456 3092. Póllinn hf. ísafirði ^ Fjölbrautaskóli Suðurnesja Tölvukennari Umsóknarfrestur um stöðu tölvukennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er framlengdur til 7. júlí nk. Um er að ræða mikla kennslu og líflegt starf við góðar aðstæður Umsóknir skulu berast undirrituðum. Skólameistari. Sími skóla 421 3100. Reykjavík Leikskólakennari Langar þig að vinna á litlum leikskóla? Við, sem vinnum á leikskólanum Vesturási við Hrafnistu, óskum eftir að ráða tvo leik- skólakennara í 100% stöður frá 1. sept. Þetta er einnar deildar leikskóli með rými fyrir 22 börn á aldrinum 2-6 ára. Hér er gott að vinna og góður starfsandí. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri milli kl. 9 og 11 í síma 568 8816. Notaðir bílar Bifreiðaumboð óskar eftir að ráða sölumann í söludeild notaðra bíla. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „B - 11162“, fyrir föstudaginn 30. júní. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á nótaskip. Vélarstærð 810 kw. Upplýsingar í síma 481 1104. ísfélag Vestmannaeyja hf. Leikskólakennari Leikskólakennari óskast á leikskólann Birki- borg frá 1. sept. 1995 eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Gróa Gunn- arsóttir, í síma 569 6702. SAUÐÁRKRÓKSBÆR Frá Gagnfræðaskól- anum á Sauðárkróki Kennara vantar nk. skólaár. Kennslugreinar: íþróttir, myndmennt, raun- greinar og sérkennsla. Upplýsingar: Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, í síma 453 5382, hs. 453 6622, eða Óskar Björnsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 453 5385, hs. 453 5745. Iðnnemar íleitað starfsþjálfun Iðnnemar, sem lokið hafa burtfararprófi af iðnbrautum framhaldsskóla haustið 1994 eða fyrr en vantar enn tilskilda starfsþjálfun til sveinsprófs, geta skráð sig hjá atvinnu- miðlun iðnnema. Atvinnumiðlun iðnnema hyggst reyna að út- vega sem flestum starfsþjálfun. Atvinnumiðlun iðnnema, sími 562 0274. Yfirlyfjafræðingur Lyfjabúð Háskóla íslands - Reykjavíkur Apótek óskar eftir yfirlyfjafræðingi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, svo og greinargerð um hug- myndir umsækjanda um lyfjadreifingu, sendist forstöðumanni Reykjavíkur Apóteks fyrir 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður. Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, pósthólf 1479, 121 Reykjavík. ESKIFJÓflDUR Heimaþjónusta Starfsmann vantar í fullt starf við heimaþjón- ustu á Eskifirði frá 1. ágúst nk. Um er að ræða aðstoð við fjögurra manna fjölskyldu þar sem húsmóðirin er bundin við hjólastól. Upplýsingar veitir formaður félagsmálaráðs í síma 476 1246. Félagsmálaráð Eskifjarðar Bakari Bakarameistarinn, Suðurveri, óskar eftir bakara til starfa nú þegar. Upplýsingar á staðnum milli kl. 8-11 mánu- dag og þriðjudag. Kennara vantar á Borgarfjörð Eystra Vill einhver karl eða kvinna, kennarastarfinu sinna. Bísn af náttúru hér, það bærilegt er, menn bæði sjá og finna. Upplýsingar gefur Sverrir skólastjóri í síma 5541907/4729932. (fbrmax) FORMAX HF. MÝRARGATA 2,101 REYKJAVlK Óskum eftir að ráða starfsmann við ryðfría smíði. Aðeins vanur maður kemur til greina. Upplýsingar hjá Formax hf. í síma 562 6800. Litlulaugaskóli, Reykjadal, S-Þing. Lausar kennarastöður Kennslugreinar: Almenn kennsla yngri barna, tungumál og sérkennsla. Gott og ódýrt húsnæði er í boði. Upplýsingar í símum 464 3166 og 464 3167. Skólastjóri. Komdu til Suður-Kaliforníu „Au pair“ Bandaríkin Okkur vantar barngóða „au pair“ í eitt ár til að gæta tveggja lítilla barna. Gott heimili og fjölskylda. Reynsla nauðsyn- leg. Má ekki reykja. Til að fá frekari upplýsingar, þá sendið bréf, mynd, meðmæli og símanúmer til: 7136 Rock Spring Lane, Highland Kaliforníu 92346, USA. Atvinna Vantar þig vinnu eða viltu skipta um starf? Láttu skrá þig hjá Ráðningarþjónustunni. Opið kl. 9.00-17.00. Sími 588-3309. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík. Sími 588-3309. Fax 588-3659. Móttökustarf Við leitum að duglegri, áreiðanlegri og áhuga- samri manneskju til starfa í afgreiðslu o.fl. Umsóknareyðublöð fást á staðnum. AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 68 98 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.