Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Sameining kynslóðanna SÆBJÖRG Jónsdóttir vinnur á bókasafni Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Hún sagði að það hefði verið draumur sinn í mörg ár að fara á tónleika Rolling Stones. Hún ákvað því að fara með tvítugum syni sínum, Jóni Karli, til Kaupmanna- hafnar og berja goðin augum. „Með okkur í för var vinkona mín Guðný og systursonur mannsins henn- ar, Magnús. Það má þvi segja að tvær kynslóðir hafi sameinast í að fara á tónleikana„“ segir Sæbjörg. Sæbjörg segist halda mikið upp á Rolling Stones og hafi gert alla tíð. „Tónlist þeirra höfð- ar mikið til mín, enda fannst mér geysilega gaman á tónleikunum. Sonur minn er einnig mikill aðdá- andi hljómsveitarinnar. Ætli megi ekki segja að hann hafi smitast af þeitn áhuga í gegnum mig,“ segir Sæbjörg. Sæbjörg segist hafa tekið sér- staklega eftir því að margir af tónleikagestum voru á fimmtugs- aldrinum. „Þá fannst mér athygl- isvert hve aUt fór vel fram, þrátt fyrir allan þennan fjölda. Það var nánast enginn troðningur. Allt skipulag virtist vera mjög gott,“ segir Sæbjörg. * Otrúlegt að heyra hvað þeir geta PÉTUR Kristjánsson söngvari var einn af þeim fjölmörgu Islending- um sem lögðu leið sína á tónleika RolUng Stones í Kaupmannahöfn. Hann átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni. „Það var ótrúlegt að sjá og heyra hve hljómsveitin getur ennþá spilað vel. AUt var mjög fagmann- lega gert. Þeir spiluðu í tvo og hálfan tíma sleitulaust og slógu ekki af í eina sekúndu. Auk þess var mikil Ijósasýn- ing í kringum tónleikana, eitt- hvað sem ég hef aldrei séð áður. Allur búnaður og umgjörð voru óaðfinnanleg," segir Pétur. Pétur vildi ekki viðurkenna að hann væri mikill RoUing Stones- aðdáandi, en segist alltaf hafa haft gaman af þeim. „Ég hef aldrei áður fanð á tónleika með Rolling Stones. í gamla daga fór ég oft dl Bretlands og sá margar hljómsveit- ú*spila þar. En ég átti aUtaf eftir að upplifa tónleika með Bítlunum og Rolling Stones. Það er auðvitað útséð með að ég sjái Bítlana, en það kom loks að því að ég færi á tónleika með Stones.“ Danir góðir áhorfendur Mér skilst að tónleikarnir í Kaupmannahöfn hafi verið mun betri en þeir sem haldnir voru í Sviþjóð fyrr í mánuðinum. Hafi það ekki síst verið vegna þess hve Danir eru skemmtilegir áhorfend- ur. Þeir slepptu sér algjörlega frá fyrstu mínútu og fannst mér ein- stakt að upplifa það. Ég held að á tónleikunum hafi verið á fjórða hundrað íslendingar og veit ég ekki betur en að aUir hafi verið jafn hrifnir. Einhverjum í hópnum varð á orði að nú gæti maður dáið, nú hefði maður séð RolUng Stones," segir Pétur. Hundruð Islendinga á tónleikum með hljómsveitinni Rolling Stones Morgunblaðið/Börkur Grímsson BANNAÐ var að taka ljósmyndir á tónleikunum, en okkar manni tókst þó að smella þessari af goðunum á sviðinu. Þegar rokkhljómsveitin Rolling Stones er ann- ars vegar skipta aldur og fyrri störf ekki máli eins og glöggt mátti sjá af hópi íslendinga sem sótti tónleika þeirra fé- laga í Kaupmannahöfn ------------7--------- nýverið. Olafur Bernódussonlýsir hér sinni reynslu og Arna Schram tók nokkra pflagrímsfara tali. TTTVAÐ eiga gamall skalla- I I poppari úr Reykjavík, hár- greiðslukona frá Akureyri, ráðsettur rækjuskipstjóri úr Grund- arfirði og byggingaverktaki úr Kópavogi sameiginlegt? Jú, öll eru þau aðdáendur Rolling Stones og þegar Stones eru annars vegar skipta aldur og fyrri störf engu máli. Það var því all sundurleitur hóp- ur sem lagði upp frá Keflavík á laugardag á leið til Kaupmanna- hafnar til að sjá goðin á tónleikum á sunnudagskvöldið og þvílíkir tón- leikar! Langar biðraðir Strax klukkan sex, þegar íþrótta- völlurinn var opnaður, höfðu mynd- ast langar biðraðir við alla inn- ganga. Inni á vellinum var lífleg sala á bolum, húfum og öðrum minjagripum og ölið flaut í stríðum straumi. Fljótlega fylitist völlurinn af fólki upp við sviðið þar sem við blasti sviðsbúnaður sem vegur að sögn um 320 tonn. Gríðarlega stór ljósatum, lagaður eins og slanga í vígahug, teygði sig í boga yfír svið- ið og gnæfði ógnandi yfír fólkið á vellinum. Upp úr klukkan átta, þeg- ar margur tónleikagesturinn var orðinn dálítið mjúkur í hnjánum af öldrykkju og Sumir höfðu fengið sér í pípu, birtist á sviðinu upphitunar- sveit tónleikanna sem var hljóm- sveit svertingjans Robert Gray. Spilaði sveitin í klukkutíma við fremur dræmar undirtektir áhorf- enda enda tónlist þeirra félaga átakalítil og ef blessaður maðurinn hefði ekki kynnt lögin sín reglulega með tilheyrandi upplýsingum um á hvaða plötu næsta lag væri nú að fínna þá er ekki víst að fólk hefði tekið eftir að hér var um nýtt lag að ræða. Eftir að Robert Gray hvarf af sviðinu magnaðist spenningurinn og andrúmsloftið varð rafmagnað á vellinum. Meira að segja sólin virtist gera sér grein fyrir að nú væri eitthvað mikið í vændum því hún dró sig í hlé og hvarf bak við sviðið þar sem nokkrir tugir rótara hlupu fram og aftur með hljóðfæri og annað dót og lögðu síðustu hönd á undirbúninginn fyrir komu goð- anna. Eilífðartáningar Skyndilega voru öll ljós slökkt á vellinum og sviðinu og augnablik hefði mátt heyra saumnál detta þrátt fyrir að þarna voru saman komnir 50.00 áheyrendur. Þá allt í einu stóð eldtunga út úr ljósa- slöngunni í nokkrar sekúndur og undir dynjandi trommuslætti „The Grand Old Man“, Charlie Watts, birtust snillingarnir og renndu sér í fyrsta lagið, „Fade away“. Áheyr- endur kunnu vel að meta kraftinn og sándið úr hátalarastæðunum tveimur sem mældar eru í mega- vöttum og sungu með af öllum kröftum. Gamli eilífðartáningurinn Mick Jagger náði strax fullkomnu valdi yfir áheyrendum og geystist um sviðið fram og aftur meðan hvert lagið á fætur öðru streymdi gegn- um mannskapinn. Var það blanda af nýjum lögum af Voodoo Lounge plötunni og gömlum gimsteinum eins og Honky Tonk „I can’t get no . ..“ og Brown Sugar. Þeir sem ekki voru nógu hávaðasamir til að sjá vel á sviði gátu fylgst með á risastórum skjá sem var yfir miðju sviðinu. Ekki er hægt að lýsa ljós- asjóinu sem boðið var uppá en það var í einu orði sagt stórkostlegt. Um miðbik tónleikanna hvarf Jagger af sviðinu og gamli sukkar- inn Keith Richards „söng“ tvö lög. Keith er svo lélégur söngvari að það er yndislegt að hlusta á hann enda voru fagnaðarlætin gríðarleg á eftir. Það sem eftir lifði tónleik- anna var keyrslan á fullu þar sem krafturinn í gítarleik Ronnie Wo- ods og gamla sukkarans fékk hár- in til að rísa á viðstöddum. Áheyrendur ærðust Alltof fljótt var komið að lokum tónleikanna. Félagarnir þökkuðu fyrir sig og hurfu af sviðinu undir flugeldasýningu og sprengingum. Áheyrendur ærðust. Æptu, klöpp- uðu og stöppuðu. Eitt lagið vant- aði. Það varð að vera með það var ekki hægt að fara heim án þess að heyra það. Og aukanúmerið kom. Magnaður flutningur þeirra félaga á Jumpin’ Jack Flash gerði útslagið á frábæra tónleika sem enduðu með gríðarlegum spreng- ingum, eldtungum og flugeldasýn- ingum. Dönsk blöð gáfu tónleikunum í Stokkhólmi 5 stjörnur af 6 mögu- legum þar sem eina stjörnu vant- aði vegna áheyrenda. Sömu blöð gáfu Kaupmannahafnartónleikun- um 6 stjörnur enda áttu Stones og áheyrendur það sannarlega skilið. Þrátt fyrir 50.000 manns og tölu- verða drykkju voru engin vandræði á vellinum né utan hans að tónleik- unum loknum. Fólk kom til að sjá Rolling Stones og fékk svo sannar- lega að sjá þá í sínu besta formi. Morgunblaðið/Rúnar Þór HJÓNIN Fjóla Björgvinsdóttír og Ásgeir Ingi Jónsson með Rolling- Stones safnið sitt. Grét af hrifningu FJÓLA Björgvinsdóttir, hár- greiðslumeistari hjá Leikfélagi Akureyrar fór ásamt eiginmanni sínum Ásgeiri Inga Jónssyni stýrimanni til Kaupmannahafn- ar, en það hafði lengi verið draumur þeirra að komast á tón- leika Rolling Stones. „Maðurinn minn tárfelldi af hrifningu og sjálf var ég alveg dolfallin," segir Fjóla um það hvemig þeim fannst á tónleikun- um. „Þvílíkt augnakonfekt. Svið- ið, Ijósasýningin og flugeldarnir. Allt var þetta stórkostlegt," segir hún ennfremur. Fréttí af tónleikunum úti á sjó Að sögn Fjólu var búið að standa lengi tíl að þau færu á tónleika með Rolling Stones. „Þegar á reyndi var ekkert mál að drífa sig. Það þurfti bara að taka ákvörðunum að fram- kvæma þetta. Ásgeir var útí á rúmsjó í desember á síðasta ári þegar hann heyrði auglýst að Rolling Stones færu í tónleika- ferð um Evrópu í sumar. Hann hafði samband heim og sagði mér frá þessu. Ég fór í að hringja út um öll Norðurlönd tíl að koma okkur þarna út og var búin að útvega okkur miða til Kaup- mannahaf nar. þá komst ég að því að Samvinnuferðir-Landsýn voru með skipulagða hópferð á tónleikana," segir Fjóla. Breiður hópur fólks Að sögn Fjólu var það breiður hópur fólks sem Iagði af stað frá Keflavík, þó að meirihlutínn hafi verið á fertugsaldrinum. „Það var dálitíð gaman að því á leið- inni í flugvélinni, að sjá hvernig allir voru lítandi í kringum sig, eins og fólk væri að velta því fyrir sér hvort það væri elst í hópnum. Það kom mér þó á óvart að sjá hve mikið var af yngra fólki. Eg hélt að það fylgdist ekki með Rolling Stones. Annað kom í Ijós, þetta voru einlægir aðdáendur," segir Fjóla að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.