Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ1995 B 27 I áttunda sinn á Roll- ing Stones tónleikum VILHJÁLMUR Nikulásson úr Keflavík hefur fylgst með hljóm- sveitinni Rolling Stones frá því hún byrjaði, eða upp úr 1963. Þá var hann að byrja í fyrsta bekk gagnfræðaskólans. Vilhjálmur segir að þeir hafi ólíkt Bítlunum þótt „röff“ og notið strax mik- illa vinsælda í heimabæ sínum. Vilhjálmur er mikill Rolling Stones aðdá- andi og var að fara í áttunda sinn á tónleika með þeim, þeg- ar hann fór til Kaupmannahafnar. „Ég hef gam- an af þessu eins og sumir hafa gaman af golfi. Þetta er mitt áhugamál," segir hann. „Reyndar er ekki langt síðan ég fór á mína fyrstu tónleika með hljómsveit- inni, en það var í Köln árið 1990. Þá þótti mér mikil upplifun að sjá hana loks,“ segir hann ennfremur. Samhæfingin góð Vilhjálmi fannst tónleikarnir í Kaupmannahöfn mjög góðir. „Þeir félagar í hljómsveitinni hafa verið á tónleikaferðalagfi, sem nefnist Voodoo Lounge, síðan í ágúst og er samhæfingin orðin geysilega góð,“ segir Villyálmur. En þar lætur hann ekki staðar numið, þvi í júlí hyggst hann enn og aftur fara af landi brott til að sjá Rolling Stones. Þá er stefnan tekin á Lundúnaborg, þar sem goðin munu spila á Wembley leik- vanginum. Charlie fékk mesta klappið HELGI Bjarnason stundar nám í Kaupmannahöfn og fór með fjöl- skyldu sinni á Rolling Stones-tón- leikana; eiginkonu sinni Alidu, foreldrum og tengdaforeldrum. Helgi var mjög hrifinn af tón- leikunum, eins og aðrir viðmæ- lendur Morgunblaðsins. Hann seg- ir að stemmningin hafi verið góð og það hafi alveg verið þess virði að fara. Þá fannst honum áber- andi að trommuleikar- inn Charlie fékk alltaf lang mesta klappið, þegar verið var að kynna þá sem spila í hljómsveitinni. „Mér skilst, af þeim sem þekkja til, að það sé vegna þess að hann sé eini meðlimur hljómsveitarinnar sem hafi komist í gegnum ferii sinn án þess að lenda í einhverju rugli," segir Helgi. Helgi segir það ekkihafa farið á milli mála að margir íslendingar voru á leikvanginum. „Þegar við vorum að skáskjóta okkur á milli áhorfendanna til að komast fram- ar, hittum við alltaf fyrir ein- hveija íslendinga eða þá að þeir voru að reyna að komast fram fyrir okkur,“ segir Helgi, en talið er að um 400 íslendingar hafi verið á svæðinu. Þá segist hann hafa frétt af því að erfitt hafi verið að kaupa danskan gjaldeyri á íslandi vikuna fyrir tónleikana og benti það til þess að margir hafi farið að sjá Rolling Stones í Kaupmannahöfn. „Ég veit um fólk sem þurfti að fara í fleiri en einn banka á Islandi til að geta keypt danskar krónur," segir Helgi að lokum. VilJyálmur Nikulásson ptnrgmmMiiliili - kjarni málsins! „Fast“ skot í Laxá á Asum ÞREMENNINGAR sem voru að veið- um í Laxá á Ásum í byijun vikunnar fengu 25 laxa á einum degi, allt 12 til 17 punda fiska, og er það „grimm- asta taka“ sem frést-hefur af á þess- ari vertíð, sem hefur verið afar kafla- skipt það sem af er. í Elliðaánum hafa þau tíðindi gerst, að á fimmtu- daginn veiddust fyrstu laxamir í ánum frá opnun 15. júní, en á há- degi á föstudag hafði ekkert bæst við og voru þó þaulvanir menn í ánni. „Fast“ skot í Laxá á Ásum „Þetta var meiri háttar, við hittum svona líka hárrétt á gönguna og mokveiddum, alls 25 laxa og alla stóra,“ sagði Ámi Baldursson. Ámi og félagar hans Þórarinn Ragnarsson og Pálmi Sigmarsson fengu alla lax- ana í neðri hluta árinnar. Með afla þeirra félaga voru á hádegi þriðju- dagsins komnir 52 laxar á land. Langá enn dauf Á föstudag vom aðeins 16 laxar komnir á land úr Langá, en Árni Baldursson sem var þá á bökkum árinnar, sagði að mikil torfa hefði verið að sveima við Sjávarfossinn síðustu daga og mætti búast við því að hún gengi í ána er straumurinn yrði stærstur í lok næstu viku. Áin er enn mjög vatnsmikil, en tær og falleg. Elliðaárnar vakna Segja má að Elliðaárnar séu vakn- aðar, á fimmtudaginn veiddust þrír laxar, tveir í Fossinum og einn í Holunni. Allir smáir, 3,5 til 5 pund. Áður höfðu tveir „tittir" verið bók- aðir, 1,8 og 2,1 pund. Hallaðist Magnús Sigurðsson veiðivörður að því að þar hefðu verið hoplaxar á ferð . Á föstudagsmorgun veiddist hins vegar enginn lax og vanir menn á borð við Garðar Þórhallsson og Rósar Eggertsson sáu lítið líf. Menn rýna nú á stóra strauminn 29. júní. Veiðidagur fjölskyldunnar Veiðidagur fjölskyldunnar er hald- inn í dag, sunnudaginn 25. júní, en að þessu sinni standa að honum Ferðaþjónusta bænda, Upplýsinga- þjónusta landbúnaðarins, Landssam- band veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga. Eins og áður býðst landsmönnum víða að renna fyrir silung endurgjaldslaust og hafa fjölmargir nýtt sér það síðustu árin. Þau vötn sem standa mönnum til boða á vegum Ferðaþjónustu bænda eru Meðalfellsvatn í Kjós, vötnin í Svínadal ofan Hvalfjarðar, Hauka- dalsvatn, Syðradalsvatn, Hnausat- jöm, Höfðavatn, Vestmannsvatn, Ekkjuvatn, Urriðavatn, Langavatn, Víkurflóð, Höfðabrekkutjarnir, Heið- arvatn og Hestvatn. Hin ýmsu stangaveiðifélög bjóða hins vegar upp á fría veiði í Elliða- vatni, Hítarvatni, Hvaleyrarvatni, Kleifarvatni, Þingvallavatni, Langa- vatni og Kringluvatni í Laxárdal, Vesturósi Héraðsvatna, vötnum í Svínadal ofan Hvalfjarðar og Laxár- vatni á Ásum. Bæklingur með tæmandi upplýs- ingum um afhendingu veiðileyfa og nánari útskýringum er að finna á bensínstöðvum. Ársfundur NSU Á mánudag og þriðjudag verður aðalfundur Landssambanda stanga- veiðifélaga á Norðurlöndum (NSU) haldinn hér á landi. Grettir Gunn- laugsson hefur veitt NSU forystu þijú síðustu árin. Ýmis mál verða tekin fyrir á fundinum, en geta má þess, að síðari dagurinn fer í umræð- ur um æskulýðsstarf viðkomandi sambanda. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 25. júní Kl. 10.30 Náttúruminja- gangan, lokaáfangi Djúpavatn - Selatangar Áttundi og síðasti áfangi nátt- úruminjagöngunnar vinsælu. Þetta er lengsti áfanginn, en meö þeim skemmtilegri og fjöl- breyttari. Leiösögn verður í höndum jarðfræðinganna Hauks Jóhannessonar og Sigmundar Einarssonar. Verð. 1.000 kr. Rútan fylgir hópnum. Kl. 13.00 Selatangar, fjölskylduferð Þetta er gamall útróörastaöur með merkum fornminjum, m.a. fiskabyrgjum, sjóbúðum og refa- gildrum. Tilvalin fjölskylduferð. Verð. 1.000 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Kl. 8.00 Þórsmörk Fyrsta sunnudagsferöin í Þórs- mörk. Stansað 3-4 klst. í Þórs- mörkinni. Verð. 2.700 kr. (hálft gjald f. 7-15 ára). Brottför í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. Hjálpræðis- Iherinn Kirkjustræti 2 Kveðjusamkoma fyrir Sven Fosse kl. 20.00. Allir velkomnir. X VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Gestir frá Spirit Life í Flórída ásamt Richard Perinchief, sjá um samkomuna í kvöld kl. 20. Ailir hjartanlega velkomnir. Audbrcklta 2 . Kópavogur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Verið hjartanlega velkomin. Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 25. júní Kl. 10.30 Krísuvík - Herdlsarvík. Valin leið úr póstgöngunni 1991. Verð kr. 1.500/1.700. Unglingad.fundur mið- vikud. 28. júní Kl. 20.00 Hallveigarstig 1. Kvöldferð fimmtud. 29. júní Kl. 20.00 Valin leið úr Þórsmerk- urgöngunni 1990. Dagsferð sunnud. 2. júlí Kl. 10.30 Kvígindisfell. Brottförfrá BS(, bensínsölu mið- ar við rútu. Einnig uppl. í Texta- varpi bls. 616. Helgarferð 31 .júní-1. júlí Básar í Þórsmörk ATH.: Tjaldsvæði í Básum eru fullbókuð og lokuð nema gegn framvísun staðfestingar á pönt- unum. Vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofu og sækið staðfestingar. Útivist. Ungt jtóUi YWAM - Island Samkoma verður f Breiðholts- kirkju í kvöld kl. 20.00 Þorvaldur Halldórsson predikar. Mikill söngur og lofgjörð. Og fyr- irbænir verða í lok samkomu. Allir velkomnir. „Þakkiö Drottni þvi að hann er góður, því að miskunn hans var- ir að eilífu." (sálm. 107:1). fcímhjólp Samkoma i Þríbúðum, Hvertis- götu 42, I dag kl. 16. Fjölbreytt dagskrá. Vitnisburðir mánaðar- ins. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19. Bænastund kl. 20.15. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. Sálarrann- !7 sóknafélag Suðurnesja Skyggnilýsingafundur Bjarni Kristjánsson, transmiðill, verður með skyggnilýsingar þriðjudaginn 27. júní kl. 20.30 í húsi félagsins á Víkurbraut 13, Keflavtk. Læknamiðlar bjóða gestum heilun á eftir. Allir velkomnir. Grensásvegi 8 Samkoma í dag kl. 11.00 Richard Perinchief prédikar. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Hallveigarstig 1 •sími 614330 Sumarleyfisferðir 27.-30. júni Tindfjöll - Básar. Örfá sæti laus vegna forfalla. Fararstjóri Sigurður Sigurðar- son. 4. -9. júlí Landmannalaugar — Básar. Miðar óskast sóttir Fararstjóri Árni Jóhannsson. 5. -9. júlí Djúpárdalur - Núpsstaðarskógur. Gengið verður að Grænalóni, um Eystra- fjall í Súlnadal að Súlutindum og dvalið í Núpsstaðarskógi. Bak- pokaferð, gist f tjöldum. Farar- stjóri Sigurður Sigurðarson. 7.-15. júlí Vatnajökull. Full- bókað er i ferðina. Fararstjóri Jósef Hólmjárn. 7.-12. júlí Eyðifirðir Aust- fjarða. Gengið milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Ævintýraleg ferð um stórbrotið og áhugavert svæði. Tjaldað í Viðfirði, Sand- vík, Vöðlavík og við Karlsskála í Reyðarfiröi. Fararstjóri Óli Þór Hilmarsson. Grænlandsferð. 1.-15. ágúst. Bakpokaferð um Eystribyggð Grænlands. Gengið og siglt milli sögustaða. Gist í tjöldum og svefnpokaplássi. Komið m.a. f Bröttuhlíð, Qaq- ii ortoq, Garða, Hvalsey og Nars- arsuaq. Feröin er eingöngu fyrir félagsmenn. Fararstjóri Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Brauðsbrotning ki. 11.00. Ræðu- maðúr Svanur Magnússon. Al- menn samkoma kl. 20.00. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Mikill söngur, lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Samkoma í Góötemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.