Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ISTVÁN og íslenskunámshópurinn hans. F.v. Bence, Kata, Ist- ván, Daniella. Emese, Zsuzsa, Gábor og Jóhanna. EFTIR tónleikana. F.v. Daniella, Ilona, Ingibjörg, Marta, Örn og Zsuzsa. Af íslensku máli og menningu Bréf frá Búdapest Nú eru nemendumir sjö, flestir smitaðir af áhuga Istváns á íslensku máli og menn- ingu, segir Trausti Steinsson í bréfí sínu frá Búdapest. Til marks um þennan víð- tæka áhuga er nú staðreynd að hópurinn fylgist vel með öllu norrænu og sérstak- lega íslensku sem í boði er á Vorhátíðinni hér í Búdapest þetta árið, og það er margt. MAÐUR er nefndur István, sem þýðir Stefán, eftirnafnið Schiitz, fertugur Ungvetji, mál- snillingur og hugsjónamaður. Fyr- ir um það bil 20 árum féll hann af einhveijum dularfullum ástæð- um fyrir íslenskri tungu, það var ást og hún er alltaf blind og verð- ur ekki skýrð. Árið 1977 komst hann til íslands í fyrsta sinn og dvaldi þar í tvo mánuði. Fyrir tveimur árum fór hann aftur til Islands og var þá í tíu mánuði. Hann talar íslensku 99% fullkom- lega. Talar nokkur maður nokkurt mál betur en það? Fyrir ekki mörgum misserum byijaði István að kenna lysthaf- andi ungverskum stúdentum við háskóla hér í borg íslensku. Frum- kvæðið er algjörlega hans og allur gangur á því hvort og hvað hann hefur fengið borgað fýrir. Þetta er sem sagt hreint hugsjónastarf. Hefur István í tengslum við þetta starf sitt samið merkilega, mjög vandaða og bráðskemmtilega kennslubók sem heitir „Sæmund- ur á selnum“ og endurspeglar áhuga höfundarins á kölskafræð- um. Nemendafjöldinn á námskeið- unum hjá Istváni hefur verið breytilegur, þegar flest var voru þeir fjórtán en margir heltust fljótt úr lestinni þegar þeir kom- ust að því að íslenska er erfitt mál og kennarinn gerir kröfur. Nú eru nemendurnir sjö, flestir smitaðir af áhuga Istváns á ís- lensku máli og menningu. Til marks um þennan víðtæka áhuga er nú staðreynd að hópurinn fýlg- ist vel með öllu norrænu og sér- staklega íslensku sem í boði er á Vorhátíðinni hér í Búdapest þetta árið, og það er margt. Varde, kvikmyndir, önnur myndlist og tónlist. Allt þetta drekkur hópur- inn í sig eins og þyrstir eyði- merkufarar vatn í vinjum. Þegar ég á dögunum varpaði fram þeirri spurningu hvort ein- hveijir í hópnum vildu leyfa ís- lenskum Morgunblaðslesendum að sjá á prenti hvernig þau skynja íslenska list og menningu gáfu þijár konur sig fram: Zsuzsa, Daniella og Jóhanna sem er frá Finnlandi. Með hjálp orðabóka, Istváns og undirritaðs en mest þó af eigin rammleik unnu þær - á íslensku - það efni sem hér fer á eftir. íslensk kvikmyndavika 18. - 23. mars. Sýndar voru fimm myndir: Börn náttúrunnar, Kristnihald undir Jökli, Ingaló, Svo á jörðu sem á himni og Karla- kórinn Hekla. Zsuzsa skrifar: Mér líkaði mjög vel við íslensku kvikmyndirnar fimm, sérstaklega Böm náttúr- unnar. Allar þessar myndir bjóða upp á svör við heimsvandamálum, á dæmigerðan íslenskan hátt. Það er ótrúlega stórkostlegt að sjá hvað gömlu íslendingamir eru sterkir þegar þeir flýja af elliheim- ilinu og ákveða sjálfír um líf sitt og dauða. Ég held að íslensku myndirnar einkennist af náttúruást, einhvers konar angurværð og kímnigáfu. Daniella skrifar: Ég gat séð allar kvikmyndir íslensku kvik- myndavikunnar í Búdapest. Flest- ar myndirnar voru mjög skemmti- legar, þótt þær séu líka skrítnar fyrir okkur, aðallega Svo á jörðu sem á himni og Kristnihald undir Jökli. í öllum kvikmyndunum deyr einhver. Að sjá viðbrögð Islend- inganna við dauðanum í saman- burði við hvernig aðrar þjóðir bregðast við dauðanum var virki- lega áhrifaríkt. Viðhorf Islend- inga til dauðans virðist vera mjög náttúrulegt. Það var líka mjög áhrifaríkt að sjá hvað íslendingar eru sjálf- stæðir og miklir einstaklings- hyggjumenn. Ég kann sannarlega að meta alla þessa hluti. Jóhanna skrifar: íslendingar eru mjög duglegir að fá myndir sínar sýndar alls staðar í heimin- um. Ég hef séð íslenskar myndir í mörgum löndum, t.d. sá ég Magnús í Tönsberg í Noregi, Hrafninn flýgur í Stokkhólmi, Kristnihaldið og Ingaló og fleiri myndir í Helsinki og núna Svo á jörðu sem á himni hér í Búda- pest. Og ég veit að íslenskar kvik- myndir hafa farið ennþá víðar um heiminn. Það er sennilega vegna „exótisma" eða áhuga á því sem er framandlegt að útlendingar hafa áhuga á íslenskum kvik- myndum. Ég hef gaman af að horfa á íslenskar kvikmyndir þótt þær séu ekki meistaraverk kvikmyndalist- arinnar. Mér finnst þær oft fjalla um sömu fyrirbærin, um andstæð- una milli sveitar- og borgarlífsins, um sérkennilegar manneskjur, um þjóðtrú og drauma og um sögu- lega fortíð. Þótt sögurnar séu ólík- ar birtast sömu þemu og mótíf aftur og aftur. Svo á jörðu sem á himni er besta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð. Hún er mjög falieg og vel gerð og hafði mikil áhrif á mig. Norðurljós Upp úr miðjum marsmánuði var norsk-íslensk myndlistarsýn- ing opnuð í Ernst-safninu hér í Búdapest. Þar eru sýnd 22 verk eftir 18 íslenska myndlistarmenn sem flestir eru innan við miðjan aldur. Daniella skrifar: Mér þóttu flest listaverkin á sýningunni skemmti- leg en þijú verk hrifu mig mest. Mér líkaði vel hugmyndin að baki lágmyndar Huldu Hákonar. Níu manneskjur voru klæddar eins, litu eins út, með sama svip^ en hugsanir þeirra voru ólíkar. I mínum huga táknar þetta ein- staklingseðli fólks. Næsta verk sem hreif mig er eftir Georg Guðna og sýnir myrk- an, þokufullan dal eða fjörð. Þriðja verkið er eftir Sigurð Árna Sigurðsson og heitir það Hugmynd að garði. ólíkt verki Georgs Guðna er það fullt af birtu sem maður veit ekki hvaðan kem- ur. Zsuzsa skrifar: „Öfugar myndir sjö“ eftir Kristin Hrafnsson eru heillandi landakort íslenskra vatna. Birgir Andrésson- málar gömul íslensk frímerki og Ingólfur Arnarsson nefnir átta tóm papp- írsblöð. „Tíu teikningar“. Þetta eru uppáhaldsmyndirnar mínar, ásamt myndunum eftir Georg Guðna sem sýna innsta eðli Is- lands. Tónleikar Mánudagskvöldið 27. mars voru uppi á Kastalahæð haldnir glæsilegir íslenskir tónleikar. Sópransöngkonurnar Marta G. Halldórsdóttir og Ingibjörg Guð- jónsdóttir sungu norræn þjóðlög og sönglög eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Jórunni Viðar, Atla Heimi, Grieg og Sibelius, einnig frönsk og spænsk sönglög og frægar óperuaríur, María t.d. heil- langan kafla úr stórkostlegri óperu, Konsúlnum eftir Gian Carlo Menotti, og Ingibjörg aríu úr Cosi fan Tutte eftir Mozart og fengu báðar „bravó" fyrir frá stór- um sal fullum af þakklátum áheyrendum. Meðleikarar söng- kvennanna á píanó voru Örn Magnússon, sem þar að auki lék fjögur stutt verk eftir Jón Leifs og Illona Erdélyi. Zsuzsa skrifar: Hljómleikarnir voru ótrúlega fallegir. Ágætar söngkonur sem eru hæfíleikaríkar leikkonur líka, og fullkominn píanóleikur. Dásamleg skemmtun. Eftir tónleikana töluðu þær Zsuzsa og Daniella við tónlistar- fólkið. Viðtalið fer hér á eftir. Daniella: Hvaða tækifæri hafa íslendingar til að syngja sem at- vinnumenn? Ingibjörg: Ekki mikil á íslandi. Kannski nokkrir, ekki allir, en ef við förum til útlanda getum við gerst atvinnumenn. Zsuzsa: Hvernig er tónlistar- kennsla á íslandi? Eru sérstakir tónlistarskólar þar? Marta: Já, það eru tónlistar- skólar fyrir börn og eldri, og það er söngskóli fyrir fullorðna, en það er ekki tónlistarkennsla á há- skólastigi. Maður verður að fara til útlanda til að lykta af atvinnu- mennskunni. Daniella: Vinnið þið og ferðist mikið saman? Marta: Nei, þetta er í fýrsta sinn sem við förum svona saman, en við Ingibjörg sungum saman i barnakór! Örn: Og við Marta erum hjón og vinnum mikið saman. Daniella: Þurftir þú að fara til útlanda til að læra píanóleik? Örn: Já, ég lærði á píanó í Manchester og London og Berlín og einn kennarinn minn í London var ungverskur, Lajos Kemer, en hann er dáinn núna. Zsuzsa: Er ópera vinsæl á ís- landi? Ingibjörg: Já, mjög vinsæl, en við höfum bara eitt óperuhús, og það er bara flutt ein eða tvær óperur á ári, sem er of lítið fyrir söngvarana. En af því að fólkið er svo fátt verður þetta að duga. Daniella: Ég veit að þú syngur í Sögu úr Vesturbænum. Hvort finnst þér skemmtilegra að syngja sígilda tónlist eða í söngleik? Marta: Mér finnst hvort tveggja mjög skemmtilegt og alltaf skemmtilegast að gera það sem ég er að gera hveiju sinni. Skemmtilegast er að geta verið bæði söngkona og leikkona, ein kona. Daniella: Af hveiju langaði þig að byija að læra að syngja? Marta: Ég var svo lítil þegar ég var að syngja fýrst, ég var í barnakór, lærði á píanó, kannski hélt ég að þetta væri það sem ég get best gert. Zsuzsa: Eru íslenskar óperur til? Ingibjörg: Já, barnaóperur og stórar óperur en allar tiltölulega nýjar, samdar á síðustu 30 árum eða svo. Zsuzsa: Hvað höfðuð þið Ingi- björg langan tíma til að æfa sam- an? Ilona: Tvo daga! En ég fékk nóturnar í janúar. Daniella: Ég var mjög hrifin af píanóverkunum eftir Jón Leifs, sérstaklega prelúdíunni og ballöð- unni. Hvað geturðu sagt mér um Jón Leifs? Örn: Hann er að verða þekkt- ari og þekktari. Sænsk fyrirtæki hefur ákveðið að gefa út öll hans verk á diskum, strengjakvartetta, píanóverk . . . Daniella: Spilar þú þau? Örn: Já, ég spila þau. Daniella: Hefurðu nokkurn tím- ann reynt að semja þína eigin tónlist? Örn: Jaaá, ég hef samið músík, en mjög lítið og bara fyrir mig sjálfan eiginlega, nokkur lítil tón- verk. Zsuzsa: Farið þið víðar með þessa tónleika? Ingibjörg: Nei, þeir voru sér- staklega undirbúnir fyrir Vorhá- tíðina í Búdapest og fara ekki víðar. Örn: En við erum mjög ánægð með hvað margt fólk kom og með undirtektirnar. Að lokum: Ég held að István Schiitz sé með hugsjónastarfi sínu hér í Búdapest að færa út kvíar íslenskrar menningar og á hann þakkir skildar fyrir. Stórútsala — Stórutsala HAFNARSTRÆTI 9Suma Storutsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.