Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAEWOO sýndi hugmyndabílinn Bucrane á bílasýningnnni í Genf í mars. Þessi tveggja hurða sport- bíll ér með V6 vél sem skilar 230 hestöflum og hugsanlegt er að hann verði framleiddur. Hudson Commo- dore keyptur hjú Heklu 1947 Skyrtuframleiðandinn sem sneri sér að bílum KIM Woo-Choong, stjórnarformaður Daewoo, hefur uppi stórar ráðagerðir um að færa út kvíarnar. Á INNAN við þremur áratugum hefur Kim Woo-Choong, stjórnar- formaður Daewoo samsteypunnar í Suður-Kóreu, tekist að byggja upp fyrirtæki sitt sem hann stofn- aði með 10.000 dollara láni árið 1966 til að framleiða skyrtur, í fyrirtækjasamsteypu 20 aðskildra eininga sem veltir 34 milljörðum bandaríkjadollara, 2.142 milljörð- um ÍSK, á ári. Fyrirtæki sam- steypunnar framleiða hina aðskild- ustu vöru eins og tölvukubba, risa- olíuskip, myndbandstæki og bíla svo fátt eitt sé nefnt. í samtali við Automative News, helsta fréttablað bandarísks bílaiðnaðar, kemur fram að Kim er um margt óvenjulegur maður. Honum og fyrirtæki hans er spáð mikilli vel- gengni og Kim hyggur á gífurleg- ar fjárfestingar til að tryggja stöðu fyrirtækisins á álþjóðlegum bíla- markaði. Skoðanir Kims á bílaframleiðslu eru ekki bundnar á klafa viðtek- inna- hugmynda. Hann er hrein- skiptinn og óspar á gagnrýni á keppninauta sína. Fjórir nýir bílar Kim segir að með tímanum hafi helgiblær lagst yfir bílaiðnaðinn, um hann sé fjallað eins og trúar- brögð en hann sjálfur sér engan eðlismun á því að framleiða bila eða sníða skyrtur. „Hægt er að framleiða skyrtur á margvíslega vegu með mismunandi litanotkun, efnisáferð og sniðum. Næstum því það sama gildir um bílaframleiðslu nema hvað að í stað þess að sníða efnisbúta eru málmplötur sniðnar til,“ segir Kim. Hann segir að þáttur vörunnar sjálfrar í velgengni fyrirtækisins skipti að sjálfsögðu miklu máli en þó ekki öllu. „Markaðssetningin er stundum mikilvægari en vöru- þróunin," segir hann og bætir því við að ef til vill skili það betri árangri að selja bíla í stórmörkuð- um fremur en í gegnum bílaum- boð. Til fróðleiks má geta þess að hugmyndir eru uppi um að selja Swatchmobile, örbíl sem Meree- des-Benz og svissneski úrafram- leiðandinn Swatch setja á markað á næsta ári, í stórmörkuðum. Um keppninauta sína segir Kim: „Ég ber enga virðingu fyrir hinum rótgrónu bílaframleiðendum. Ég get sjálfur gert mun betur en þeir.“ Daewoo var um nokkurra ára skeið í samstarfí við General Mot- ors en Kim sleit því árið 1992. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í sögu fyrirtækisins og það hefur lagt 11 milljarði dollara, tæpar 700 milljarða ÍSK, til fjár- festinga sem eiga að skipa Da- ewoo í flokk stærstu ökutækja- framleiðenda árið 2000. í áætlunum Daewoo er gert ráð fyrir að verja fimm milljörðum bandaríkjadollara til að auka framleiðsluna vítt og breitt um heiminn, úr 465 þúsund bílum (1994) í 2 milljónir bíla á ári. Hleypa af stokkunum fjórum nýj- um gerðum, þar á meðal fjölnota* bíl. Fyrsti bfllinn komi á markað 1997 og síðan einn á hverju ári fram til aldamóta. Árið 2000 verði framleiðsla á kom- in upp í eina milljón bíla á ári í samstarfsverkefnum í 11 þróunar- löndun, þar á meðal Indlandi, Rúmeníu og Uzbekistan. Lagðir verði 2 milljarðar banda- ríkjadollara í fjárfestingar vegna samstarfsverkefna í Kína, þar sem framleiddar verði vélar, gírkassar og aðrir bílhlutar. Þar með verði Daewoo eini kóreski bflaframleið- andinn með starfsemi í Kína. Aukningin í þróunarlöndunum Kim segir að Daewoo verði að færar út kvíarnar fyrir utan land- steinana því kóreski bílamarkaður- inn er því sem næst mettaður. Daewoo, Hy- undai Motor Co. og Kia Motors seldu samtals 1,55 milljón bíla á síðasta ári sem var 8,5% aukning frá 1993. Því er spáð að kóreski mark- aðurinn taki við 2 milljónum bíla fyrir aldamót en það setur strik í reikninginn að Samsung, stærsta iðnaðarsamsteypa í Suður-Kóreu, hyggst hefja bílaframleiðslu árið 1998 og hljóða áætlanir upp á framleiðslu 500 þúsund bíla á ári. Kim bendir á að nálægt 50 milljón- ir bíla eru smíðaðir á ári í heimin- um öllum og árið 2010 verði þeir 70-80 milljónir. Hann segir að söluaukningin verði ekki í hinum efnameiri löndum heldur öll í þró- unarlöndunum, löndum eins og Kína, Indlandi og Pakistan. Fyrr á þessu ári hófst sala á Daewoo Cielo og Nexia í Eng- landi, en þetta eru helstu sölubílar fyrirtækisins. Daewoo hyggst ekki selja bílana í hefðbundnum umboð- um eins og flestir þekkja þau held- ur verður 225 milljónum dollara varið til að setja á stofn 30 Da- ewoo Vision 2000 sölustaði í eigu verksmiðjanna sjálfra. Sölustað- irnir verða úti í úthverfunum og þar verður einnig boðið upp á við- haldsþjónustu. Viðskiptavinir geta matast á litlum veitingastöðum og börnin leikið sér í leikherbergjum meðan beðið er eftir afgreiðslu á nýjum bíl eða viðgerð á fjölskyldu- bílnum. „Við komum seint inn á markaðinn og þess vegna verðum við að vera öðruvísi," segir Kim. Sumir sérfræðingar efast um getu Daewoo til að færa kvíarnar út í þessum mæli og benda á að eftir margra ára taprekstur sé fyrirtækið um margt vanmegnugt. Fjárhagsundirstöðurnar séu veik- ar og fyrirtækið sé afar skuldugt. Hins vegar virðist allt ganga Da- ewoo í haginn heima fyrir. Heildarhlutur fyr- irtækisins á heimamark- aði hefur hækkað úr 13,7% árið 1991 í 16% á síðasta ári, þar af jókst hlutdeild þess á bílamarkaðnum í 27,1%, 284.796 bílar, og hefur aldrei verið meiri. Þá hefur út- flutningur Daewoo stóraukist, 11.666 bílar 1993 og jókst um 15% á síðasta ári. Daewoo skilaði síð- ast hagnaði 1990 og tapið á síð- asta ári nam 12,5 milljónum doll- ara en Kim er bjartsýnn á fram- haldið og segir bata framundan í rekstrinum. ■ Helgiblær lagst yfir bíla iðnaðinn Markaðssetn- ingin stundum mikilvægari ÞÓ að bílaflóran á íslandi fyrir hálfri öld hafi ekki verið jafn rík og hún er í dag, þá var hún engu að síður fjölbreytt. Þá höfðu bíla- áhugamenn daglega á vörunum nöfn tegunda eins og Studebaker, Nash, Packard, De Soto, Kaiser og Hudson. Þessar bflgerðir voru allar komnar yfir móðuna miklu um og eftir 1960 og margir hafa síðan spurt sig hvers vegna svo merkilegir og oftast nær góðir bílar hafí horfið af sjónarsviðinu. Hér á eftir fáum við svör við því, jafnframt því sem við kynnumst einum af hinum gömlu góðu bílum sem lifað hefur af áratuga vosbúð hér á hjara veraldar. Skömmu eftir síðustu aldamót voru nokkuð hundruð bílaframleið- endur í Bandaríkjunum. Meðal þeirra voru nokkrir fullhuga menn í Detroitborg, hjarta bílaiðnaðarins í Vesturheimi, sem árið 1909 ákváðu að hefja bílasmíði. Forsp- rakki hópsins Roy D. Chapin fékk frænda sinn J. L. Hudson stór- kaupmann og auðjöfur til að fjár- magna dæmið gegn því að hin nýja bílategund yrði nefnd eftir honum. Nýja fyrirtækið náði fljót- lega traustri fótfestu og andstætt meginþorra hinna fjölmörgu bíla- fyrirtækja náði það að lifa af bernskudaga bílaiðnaðarins. Byltíngarkennt útlit Árið 1929, sama ár og heims- kreppan mikla skall á, var bíla- framleiðslan á hátindi sínum vest- anhafs. Hudson fyrirtækið fram- leiddi yfir 300 þúsund bíla þetta ár og gekk bjartsýnt á vit krepp- unnar. Árið 1933 var framleiðslut- alan hins vegar komin niður fyrir 40 þúsund eintök og bókhaldið ritað með rauðu bleki. Ári síðar markaðssetti Hudson nýjan bíl með heitinu Terraplane og bjarg- aði hann fyrirtækinu ásamt Essex bílnum. Fyrstu árgerðirnar eftir stríð hjá Hudson voru upphitaðar fyrir- stríðsgerðir, enda skipti útlit bíla STÓRT stýri, gírskipting í stýri og heill sætisbekkur. nær engu máli þegar eftirspurn var meiri en framboð. Árið 1948 kynnti Hudson byltingarkennt út- lit bíla með svonefndum kjallara eða “stepdown“ en það voru renni- legustu bílar sem sést höfðu fram til þessa og að margra mati bestu bílar sem Bandaríkjamenn hafa framleitt. í harðnandi samkeppni sjötta áratugsins, þegar vélarafl og sí- breytilegt útlit skipti sköpum, fór svo að minni bílaframleiðendur áttu við ramman reip að draga. Árið 1953 hóf Henry Ford yngri mikla aðför að stærsta keppinaut sínum Chevrolet með niðurgreiðslu Fordbíla. Þessi aðgerð skaðaði erkifjandann lítið en hafði veruleg áhrif á alla hina og gerði útaf við suma. George Mason forstjóri Nash sá fyrir hvað verða vildi og hóf sameiningaviðræður við Hud- son sem lyktaði með stofnun nýs bílafyrirtækis árið 1954, Ameriean Motors Corporation. Miklð ryðbætlngarstarf Eftir síðari heimsstyijöld flutti Hekla hf inn fjölmarga Hudson bíla. Meðal þeirra var sá sem hér er fjallað um en hann keypti nýjan Óskar Einarsson lyfsali í Lyfjabúð- inni Iðunni við Laugaveginn. Árið 1955 seldi Óskar Hudsoninn til Jóns Óskars Guðmundssonar og átti hann bílinn allt til ársins 1972 þegar sonur hans Gísli tók við honum. Tveimur árum síðar var bíllinn orðinn alónýtur af ryði og beið hans það eitt að fara á haug- Skoóun er 20% dýrari úti ú landsbyggðinni KARL Ragnars forstjóri Bifreiða- skoðunar Islands segir að verð- lækkun hafi ekki orðið á skoðunar- gjaldi utan höfuðborgarsvæðisins. Samkeppni á höfuðborgarsvæðinu valdi því að ekki sé lengur hægt að niðurgreiða skoðunina á lands- byggðinni og er hún því rekin með tapi að óbreyttu. Karl segir rétt sem fram kom í Bílum 11. júní sl. að samkeppni í bílaskoðunum hafi leitt til 15 milljón'a kr. sparnaðar fyrir bif- reiðaeigendur vegna þess að skoð- unargjaldið hafi lækkað um 12%. „Þótt rétt sé að samkeppnin hafí leitt til þessarar verðlækkunar á höfuðborgarsvæðinu er fréttin villandi vegna þess að verðið úti á landi hefur ekki lækkað. Sann- leikurinn er sá að vegna stærðar markaðarins er 20% ódýrara að skoða bíla á höfuðborgarsvæðinu miðað við landsbyggðina og 15 milljónirnar sem fólk á höfuðborg- arsvæðinu borgar minna á þessu ári, eru einmitt peningarnir sem áður voru notaðir til þess að niður- greiða skoðunina á landsbyggð- inni. Samkeppnin á höfuðborgar- svæðinu veldur því að ekki er leng- ur hægt að niðurgreiða skoðunina á landsbyggðinni og er hún því rekin með tapi að óbreyttu. Starfs- reglur samkeppnisaðilanna gera hins vegar ekki ráð fyrir því að hægt sé að fleyta ijómann af besta markaðnum og er ætlast til að þeir axli kvaðir í dreifbýlinu í sam- ræmi við markaðshlutdeild á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki er ólíklegt að þessar kvaðir breyti verðmynd- uninni þegar þar að kemur,“ segir Karl. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.