Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 C 3 í STÆRRI húsunum er m.a. vatnssalerni, bökunarofn, handlaug, sturta, ðrbylgjuofn og stereóútvarp. Shadow Cruiser Morgunblaðið/Golli HUDSON bíllinn kom aftur á götuna 1977 eftir mikla ryðbætingu og varð um leið áberandi í ferðum og uppákomum hins nýstofnaða Fornbílaklúbbs. BÍLLINN er sem nýr, jafnt að utan sem innan. pallhús PALLHUS hf. flytur inn Shadow Cruiser pallhús í stærðunum 7 fet, 8 fet, 8'/2 fet; 9 Vi fet og 11 fet full- há sem eru ekki niðurfellanleg. 011 húsin eru búin eldavél, sjálfvirkri gasmiðstöð, ísskáp, straumbreyti úr 220V í 12V, stálvask, 70 lítra vatnst- ank með rafmagnsdælu og svefn- plássi fyrir 3-4. Stærri húsin hafa auk þess ýmsan annan búnað, svo sem vatnssalerni, bökunarofn, hand- laug, sturtu, og þar af leiðandi heitt og kalt vatn, örbylgjuofn o.fl. Öllum húsunum fylgja tjakkar, ýmist hand- snúnir eða vökvaknúnir til að lyfta húsunum af pallinum og einnig til að láta húsin standa á. Aðalkostir pallhúsa eru þeir að ekki þarf að draga neitt á eftir bílnum og verður þar með ekkert steinkast og auðvelt er að bakka og færa pallhúsið til. Hliðar pallhúsanna eru límdar í pressu, þ.e.a.s. krossviðurinn á tré- grindina, og þola þau þess vegna betur slæma vegi. Pallhús hf. hefur flutt inn Shadow Cruiser frá 1991. Þau hafa verið í notkun hjá bílaleigum í fjögur sumur og segir Sigurður ísaksson fram- kvæmdastjóri að það sanni gæði þeirra að ekki hefur reynst nauðsyn- legt að endurnýja þau á þessum tíma. ana. Þá bar að garði gamlan Hud- son áhugamann Ársæl Árnason, sem falaði bílinn og hóf uppgerð hans. Þremur árum síðar árið 1977, eftir þrotlausa ryðbætingarvinnu, kom bíllinn aftur á götuna og varð um leið áberandi í ferðum og uppá- komum hins nýstofnaða Fornbíla- klúbbs. Þegar Ársæll fékk Hud- soninn lofaði hann móður Gísla því að breyta ekki lit bílsins, en gamli rauður hafði veitt fjölskyld- unni mikið öryggi í nærri tvo ára- tugi og verið einstaklega góður ferðabíll. Sonur Ársæls, Arni Páll, fékk svo bílinn í vöggugjöf árið 1980. Upphaflega var í bílnum sex strokka flatheadvél 212 kúbik- tommu sem skilaði 102 hestöflum. í dag er hins vegar að finna í bíln- um sex strokka 300 kúbiktommu toppventlavél og sjálfskiptingu. Á síðasta ári var Hudsoninn svo gerður upp frá grunni á nýjan leik og kom gamli rauður á gðtuna núna í vor, tibúinn til þátttöku í blómlegu félagsstarfi Fornbíla- klúbbsins og er hann útbúinn eins og reykvískur leigubíll frá því um 1950. ¦ örn Sigurðsson. NP VARAHLUTIR H F fyrir japanska bíla Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land SMIÐJUVEGUR 24 C 200 Kópavogi SÍMI 587 0240 — FAX 587 0250 TILBOÐ ÓSKAST Litli og stóri hjá B&L SÝNING á atvinnubílum var haldin hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum var haldin fyrir skemmstu þar sem sýndir voru minnstu atvinnubílarnir .við hlið þeirra stærstu. Athygli vakti Renault Twingo þar sem honum var lagt við hliðina á Renault Major R420 vöruflutningabíl. Bifreiðar og landbúnaðarvélar bjóða atvinnubíla frá Hyundai, Re- nault og Lada. Frá Hyundai var sýndur Grace sem kom á markaðinn á siðasta ári. Bíllinn er í boði bæði með bensín- og díselvélum og burð- argetan er 1.275 kg. Einnig var sýndur Accent í VSK-útfærslu með 460 kg burðargetu. Frá Renault var sýndur Twingo >^»^%gii 1 h^^ m »«r^^B3= aaí.,, k......—¦"-'""'"^fSm í Jeep Cherokee Sport 4x4, árgerð '94 (ekinn 15 þús. mílur), Ford Explorer Eddie Bauer4x4, árgerð '91, Cadillac Sedan DeVille Elegance, árgerð '82 og aðrar bif- reiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 27.júní kl. 12-15. Ennf remur óskast tilboð í Studebaker trukk M35A1 6x6 m/dieselvél, árgerð '68 og Koehring Road Vibratory valtara m/dieselvél, árgerð '74. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Morgunblaðið/Halldór RENAULT Twingo við hlið M^or R420 í eigu HP og sona hf. sem er minnstu í þessum flokki bíla en sá stærsti var Major R420. Rean- ult Express hefur verið á markaði hérlendis frá 1987 og er nú í boði endurbættur frá eldri bílnum, með 80 hestafla vél, vökvastýri og fjar- stýrðum samlæsingum. Það eru HP og synir hf. á Höfn í Hornafírði sem gera út Renault Major R420 sem sýndur var á sýn- ingunni en heildarþyngd bílsins er 26 tonn. Bíllinn er vel útbúinn til langflutninga, með kojuhúsi, olíu- miðstöð, loftfjöðrun að aftan og 415 hestafla vél. Heiðar Pétursson og synir hafa verið í flutningum um landið frá 1958 en fyrirtækið tók þennan bíl í notkun í júní 1994 og hefur honum verið ekið 85 þúsund km. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.