Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÝJA E-línan frá Mercedes Benz sver sig í ættína en ber jafnframt sinn sérstaka svip ekki síst með hinum nýju framluktum. Nýja E-línan býður þægindi og öryggi NÝ E-lína frá Mercedes Benz bílaverksmiðjunum þýsku hefur verið kynnt fyrir blaðamönnum undanfarnar vikur við heimahag- ana í Stuttgart og nágrenni og var bíllinn formlega settur á markað í Evrópulöndum sl. föstudag. Hingað til lands kemur hann þó ekki fyrr en síðar í sum- ar. E-línan er algjörlega nýr bíll að utan sem innan, laglega hann- aður með mjúkum línum, hefur að geyma ýmsar tækninýjungar, ríkulegan staðalbúnað og býður fjölbreyttan viðbótarbúnað og ekki færri en átta mismunandi vélar, þrjár dísil- og fimm bensín- vélar með hestaflafjölda á bilinu 95 til 279. Þróunartíminn var alls 38 mánuðir og síðustu próf- anir fólust í því að fyrstu 250 bílunum var ekið 10 milljónum km til að reyna þá endanlega eins og þeir kæmu kaupendum fyrir sjónir. Við lítum nú nánar á nýju E-línuna í dag eftir nærri tveggja daga og um 400 km akstur í suðurhluta Þýskalands. Forráðamenn Mercedes Benz stefna að því að gera hverja nýja línu klassíska og má segja að hér haldist það sígilda í hend- ur við nýjungar. E-línan er mjúk- lega straumlínulöguð, þ.e. frám- endinn og farþegarýmið en hlið- arnar eru mjög „hreinar og bein- ar" með snyrtilegum hliðarlista. Framstuðarar eru fínlegir og luktirnar helsta sérkennið. Framendinn er hallandi og þar er að finna vel þekkt grillið og nú eru luktirnar tvöfaldar, tvö pör af kringlóttum „augum" sem setja þennan skemmtilega svip á niðurbyggðan framendann. Framendinn er dálítil blanda af gömlum og nýjum tíma með þessum luktum. Vélarhúsið er bogadregið og yst koma kúpt brettin að ofan og fremst sitja luktirnar og gefur þetta lag öku- manni ágæta viðmiðun um stærð bflsins. Þegar setið er undir stýri koma þessar kúptu línur vel í ljós og minna á lag á eldri Merce- des Benz bílum á ákveðnu tíma- bili svo og ýmsum ððrum evr- ópskum og bandarískum bílum. Þrjár gerðir E-línan er boðin í þremur gerðum: Classic, Elegance og Avantgarde og hefur hver gerð sinn innri svip og sinn skammt af þægindum og búnaði. Að inn- an grípur augað fyrst slétt mæla- borðshillan efst og undir henni ofurlítið kúpt hliðin sem snýr að ökumanni og farþega og er hún aðskilin með fínlegri viðarrönd. Uppröðun mæla og rofa er í sjálfu sér hefðbundin, stefnu- ljósa- og þurrkurofar á örmum við stýri, ljósarofi vinstra megin, á viðarklæddu miðjubrettinu eru síðan snertirofar fyrir afturrúð- una, þríhyrndur rauður rofi fyrir aðvörunarljós, miðstöðvarstill- ingar og neðst á brettinu útvarp. Gírstöng er fremst milli fram- sæta og þar eru einnig rofar fyrir sætahita, rafstilltar rúðurn- ar og hliðarspegla. Þarna er með öðrum orðum allt heldur notalegt og vel fyrir öllu séð bæði hvað varðar aðbún- að farþega og allt sem kemur ökumanni til góða og honum má verða til þæginda við meðhöndl- un bflsins. í fyrsta lagi er bfllinn rúmgóður og getur farið vel um alla fimm sem sitja í bflnum. Þar við bætist að framsætin eru bæði með hæðarstillingu auk hinna venjulegu stillinga og í sumum gerðunum má einnig minnka og auka stuðning við bak og hliðar með rofum neðst hægra megin á sætinu sem stjórna þess- um þrýstingi. Þá eru sætastill- ingarnar fáanlegar með rafstill- ingu og minni efmenn kjósa svo og er það einkar þægilegur bún- aður. Þá ber að nefna að hita- og loftræsikerfi er fullkomið og síur gleypa nánast ðll utanað- komandi óhreinindi. Stærrlá alla kanta Margt af þessum þægindum er m.a. fengið með aðstoð rafeindatækninnar og í grunngerðunum eru 11 raf- eíndastöðvar sem sinna ólíkum verkum, stjórna eldsneytiseyðslu, út- blæstri, loftslagi inni í bílnum, veita ýmsar upp- lýsingar um ástand og meðferð bílsins. I dýrari útgáfunum eru þessar raf- eindastjórnstöðvar orðnar 31. Nýja E-línan er 5,5 cm lengri en fyrirrennarinn, 5,9 cm breið- 'ari og 1,6 cm hærri. Með þessu hefur verið hægt að auka oln- bogarýmið á alla kanta m.a. fjar- lægðina milli farþega í fram- og STÝRIÐ er nokkuð stórt og voldugt og allt yf irbragð á mæla- borði er fyrst og fremst traustvekjandi. aftursætum og því njóta öll sæti þessarar stækkunar á einhvern veg. Ekki færri en 8 vélar eru í boði: Dísilvélar eru 2,2, 2,9 og 3,0 lítra, 4, 5 og 6 strokka, 95, 129 og 136 hestafla. Bensínvél- arnar eru 2,0, 2,3, 2,8, 3,2 og 4,2 lítra, með 4, 6 eða 8 strokk- um, 136, 150, 193, 220 og 279 hestöfl. Hver og einn getur valið þá vél sem honum hæfir $ hverjá gerð í E-línunni. í reynsluakstr- inum var fyrst tekið í 2,2 1 dísil- vélina og verður að telja hana heldur slaka í vinnslu og við- bragði, er 17 sekúndur að ná 100 km hraða. Fimm strokka 2,9 1 vélin með forþjöppu er hins veg- AÐBÚNAÐUR að innan ar allt önnur viðureignar op" *>°- veit.ir ökumanni sem farþegum ánægju á alla lnnil er viðbragðið í 100 km 11,5 sek- úndur. Allar eru dísilvélarnar hins vegar undur hljóðlátar og hér hlýtur notkun og ósk hvers og eins að ráða vali milli dísil- og bensínvéla. Eyðsla dísilvél- anna er 7,8 til 10 1 í þéttbýli, 4,6 til 5 1 á jöfnum 90 km hraða og 6,2 til 6,8 á 120 km hraða. Bensínvélarnar eru allar vel röskar en reyndar var sú stærsta ekki réynd. Viðbragðið er best í 8 strokka 4,2 1 vélinni eða 7 sekúndur í 100 km hraða og er síðan frá 7,8 í 11,3 sekúndur í hinum vélunum. Hámarkshrað- inn er á bilinu '205 til 250 og eyðslan á bilinu 10,9-14,6 1 í þéttbýli, 6,1-8,3 á 90 km hraða og 7,5-9,9 á 120 km hraða. Þægilegir á - öllum hraða Þessi nýja E-lína á það öll sameiginlegt að í akstri á hrað- brautum sem mjóum, krókóttum og ósléttum sveitavegum í Suð- ur-Þýskalandi eru bílarnir hver öðrum þægilegri. Liðug fimm gíra handskipting, fjögurra þrepa sjálfskipting með eða án yfirgírs og með eða án spyrnu- og sparnaðarstillinga, mjúk fjöðrun eða stíf sportfjöðrun, rúðuþurrkur með skynjurum sem gangsetja þær þegar þörf kref- ur, hemlalæsivörn, spyrnustýr- ing sem kemur í veg fyrir hugs- anlegt spól þegar spyrnt er af stað, hljóðlátar vélar og góður aðbúnaður hið innra - allt er þetta til þess fallið að veita öku- manni völlíðan og öryggi við aksturinn og gildir þá nánast einu hvort verið er að mjaka sér í rólegheitum gegnum þröngar götur í smáþorpi eða þeysa hrað- brautina á 190 km hraða - öku- maður fær það aldrei á tilfinn- inguna að eitthvað óþægilegt eða óvænt geti komið uppá. Og kannski eru bestu meðmælin að farþeginn virtist geta sofnað undir öllum þessum kringum- stæðum. " Melribfllfyrir sama uerð Forráðamenn Mercedes Benz verksmiðjanna lögðu á það áherslu á blaðamannafundi við kynninguna að E-línan nýja yrði ekki dýrari en fyrirrennarinn. Hér væri í boði meiri bíll fyrir sama verð og raunar 4-6% lægra verði á heimamarkaði ef stillt væri upp bíl af eldri gerð með sambærilegum búnaði og nú er grunnbúnaður í nýju línunni. Hingað til lands eru bflarnir væntanlegir í lok júlí og þótt nákvæmt verð liggi ekki fyrir er ljóst að hérlendis verður E- línan á sambærilegu verði og eldri gerðin. ¦ Jóhannes Tómasson i<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.