Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NIB lánar Granda 600 milljónir NORRÆNI fjárfestingar- bankinn, NIB, hefur veitt Granda hf. 600 milljóna króna lán til átta ára. Þetta er stærsta lán sem bankinn hefur veitt íslensku almenningshlutafélagi og fer það að mestu til að fjármagna endurbætur á togurunum Engey og Snorra Sturlusyni. ■ Stærsta lán../14 A Norðmenn selja undir merkjum SIF og auka gæðakröfur Ur samræmdu Ná verulegri verð- hækkun á saltfiski a sjoinn NOKKRIR norskir saltfiskfram- leiðendur hafa nú tekið upp gæða- staðla SÍF við framleiðslu- sína og jafnframt selja þeir fiskinn undir merkjum SÍF, en norsks uppruna hans er þó getið. Norðmenn áttu í erfiðleikum á saltfískmörkuðunum í vetur og hefur verðið lækkað frá því í fyrra. SÍF hefur hins vegar geng- ið mun betur og því leita norsku framleiðendurnir þessarar úr- lausnar. Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet tók nýlega dæmi af saltfiskverkun sem hefur lagt mikið fé í að bæta meðferð aflans um borð og vinnsluna í landi til að ná fram auknum gæðum. Öngþveiti í útflutningi Fyrirtækið hafði síðan sam- band við Gunnar Davíðsson, stjórnanda SÍF í Noregi, og í sam- vinnu við hann hefur sá árangur náðst að undantekningarlítið fer allur fiskur í hæsta gæðaflokk og verðið hefur hækkað fyrir vik- ið um allt að 50 krónur á kíló. Gunnar segir að Norðmenn geti aukið gæði og markaðsverðið með þessum hætti. Til þessa hafí flokkun hjá þeim verið lítil sem engin og það hafi valdið mestu um slakan árangur á mörkuðun- um. „Við kaupum. frá nokkrum fyrirtækjum í Noregi, svo fremi sem þau uppfylli gæðakröfur okk- ar. Umtalsvert þróunarstarf, sem unnið hefur verið hjá SÍF, kemur þeim til góða. Þeir leita senniiega í auknum mæli til okkar nú, því hálfgert öngþveiti hefur ríkt í útflutningi þeirra.“ Á VARÐSKIPIÐ Ægi voru mætt um miðjan dag í gær sex ungmenni, sem nýlokið hafa grunnskólaprófi. Þetta voru fimm drengir og ein stúlka, klædd einkennisbúningum gæzlunnar og tilbúin til að tak- ast á við sjómennskuna næstu þrjár vikurnar. í matrósafötin voru þau kom- in fyrir tilstilli samstarfsverk- efnis Landhelgisgæzlunnar og Sambands íslenzkra sveitarfé- laga, sem skipulagt hefur þjálf- unar- og fræðsluferðir með varðskipunum fyrir um 40-50 ungmenni í sumar. Til þessa samstarfsverkefnis var fyrst stofnað í fyrra, m.a. til að bæta úr tilfinnanlegum skorti á sumarstörfum fyrir þennan aldurshóp. Hver ungl- ingur sem fer í eina af þessum ferðum fær greiddar 15 þúsund krónur frá sínu sveitarfélagi en sjálfir borga unglingarnir ein- kennisbúningana. Skemmtileg tilbreyting Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Ægi, sagði varð- skipsmenn alltaf hlakka til að fá unglingana með í gæzlutúra á sumrin, þar sem þeim fylgdi skemmtiíeg tilbreyting. Margir úr föstu áhöfninni leggðu sig iðulega fram um að veita hinum ungu viðbótarskipveijum alla þá tilsögn sem þörf væri á. Blaðamanni Morgunblaðsins lék forvitni á að vita, hvort liðs- aukinn væri skyldaður til að klæðast einkennisbúningum. Sigurður Steinar svaraði því til að allir í áhöfn á varðskipum gæzlunnar væru einkennis- klæddir. Það ætti alveg eins við um unglingana eins og hann sjálfan. Þessi einkennisbúninga- skylda væri hluti af agareglum þeim sem tilheyra öllu starfi hjá Landhelgisgæzlunni. Og það væri ekki sízt aginn, sem ungl- ingarnir hefðu gott af að kynn- ast. Starfaði í félagsmiðstöð Unnur Símonardóttir, 16 ára Garðabæjarmær, er eina stúlk- an í hópnum sem lagði í’ann á Ægi í gær. Hún sagðist hafa verið starfsmaður félagsmið- stöðvarinnar Garðalundar þeg- ar henni var boðið að vera með í varðskipsferðinni. Hún sagðist hafa þegið boðið þar sem hún hefði áhuga á að kynnast starfseminni um borð í varðskipi af eigin raun, en efað- ist þó um að hún ætti eftir að verða sjómaður. Hún efaðist hins vegar ekki um að ferðin yrði skemmtileg. Skarphéðinn Guðmundsson, 16 ára Grundfirðingur, sagði að varðskipsferðirnar hefðu verið kynntar fyrir unglingun- um á Grundarfirði, en hann verið sá eini sem sótti um. Hann sagðist hafa áhuga á sjó- mennsku og sagði um ferðina með Ægi: „Þetta er nám. Maður lærir ýmislegt t.d. í siglinga- fræði og öðru sem viðkemur sjómennsku." A Island er í 7. sæti Beiðni um framsal frá Bretum BRESK yfirvöld hafa óskað eftir framsali Jeffreys Force, manns um fertugt-sem situr í fangelsi hér á landi fyrir fíkniefnamisferli, en hann er eftirlýst- ur fyrir vopnað rán í Bretlandi. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í lok maí reynd- ist maðurinn, sem dæmdur var til 18 mánaða fang- elsisvistar hér á landi í nóvember sl. fyrir fíkniefna- smygl, vera með falsað vegabréf. Þar sagði að nafn hans væri Michael Ounswoert, en í ljós kom að hann heitir réttu nafni Jeffrey Force og er eftirlýstur í Bretlandi fyrir vopnað rán. Framsal í ágúst Bresk yfírvöld hafa nú sent formlega beiðni um framsal mannsins til Bretlands. í lögum um fram- sal sakamanna frá 1984 er meginreglan sú að framsal sé aðeins fieimilt ef verknaður getur varð- að fangelsi í meira en eitt ár samkvæmt íslenskum lögum. Áður en af framsali verður þarf hann að ljúka afplánun refsivistar hér, en miðað við 18 mánaða fangelsisdóm mannsins á hann möguleika á reynslulausn áð helmingi þess tíma liðnum, eða í ágúst næstkomandi. Fingraför borin saman Dómsmálaráðuneytið hefur sent embætti ríkis- saksóknara framsalsbeiðnina og sér það um nauð- synlega rannsókn. Þannig mun embættið m.a. hafa óskað eftir því við Rannsóknarlögreglu ríkis- ins að hún beri saman fíngraför mannsins og þau fíngraför sem fylgdu framsalsbeiðninni, svo ekki fari milli mála að þar fari einn og sami maðurinn. Oddviti Alþýðuflokksins í Hafnarfirði um viðræður við Jóhann G. og Ellert Hafa verið sammála minni- hlutanum í mörgfum málum ALÞÝÐUFLOKKURINN í Hafnarfirði hefur ákveðið að ganga fyrst til viðræðna við Jó- hann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson, tvo af bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks, um myndun meirihluta í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Besti grundvöllurinn að málef nasamn ingi „Við teljum að við náum bestum málefnagrundvelli við þá tvo,“ sagði Ingvar. „Þeir hafa verið á móti þessum meirihluta mikið til og sammála okkur í mörgum mál- um sem við höfum verið að berj- ast fyrir gegn fráfarandi meiri- hluta.“ Ingvar sagði að þeir Alþýðu- flokksmenn hafí fundið inn á að Jóhann og Ellert Borgar hafí verið á móti fyrrverandi meirihluta í flestum málum og oftar en ekki verið sammála minnihlutanum þó svo þeir hafi greitt atkvæði á hinn veginn. Voru andvígir kærumálunum „Það hafa ýmis mál komið upp,“ sagði hann. „Þessi kærumál meðal annars og ég veit að þeir voru báðir mjög andvígir þeim þegar þeir loks fréttu af þeim.“ Ingvar tók fram að þetta væru fyrstu aðilar sem þeir færu í viðræður við og að sjálfsögðu yrði reynt að ná samstöðu með það í huga að ljúka kjörtímabilinu. Ingvar sagði að stuðningsyfír- lýsing við Magnús Gunnarsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem stjórn fulltrúaráðsins ásamt vara- formönnum Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfírði hafa sent frá sér, breytti engu. „Við munum að sjálfsögðu kanna bakland þeirra Jóhanns og Ellerts í flokknum og gerum það strax á morgun og fáum þá úr því skorið hvort þeir eru tveir eða hafí fleiri á bak við sig,“ sagði hann. „Við könnum það í viðræð- um við þá hvort þeir hafa vara- menn. Það gæti breytt ýmsu ef þeir hafa engan.“ Bæjarstjóri frá Alþýðuflokki Viðræður hefjast síðdegis í dag. „Bæjarstjórinn verður frá Alþýðu- flokknum en ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hvort hann verður pólitískur,“ sagði hann. „Það má alveg eins búast við að það verði ég. Þetta gekk ágætlega þennan tíma sem ég var þarna. Fólkinu líkaði þetta vel og mér líkaði ágæt- lega.“ ÍSLAND er í sjöunda sæti í opnum flokki á Evrópumótinu í brids eftir 21 umferð af 31. ísland vann Rússa 25-2 og Hvít-Rússa 17-13 í gær en tap- aði 10-20 fyrir Hollandi. Islenska liðið hefur 354 stig en efstir eru ítalir með 380 stig, næstir eru Svíar með 378 stig. Israelsmenn eru með 375 stig og Holland er með 371 stig. Kvennaliðið er í 13 sæti eftir þ'jú töp í gær, fyrir Dönum 11-19, Belgum 11-19 og Bret- um 10-20. ■ Verðlaunasæti/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.