Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 l3 LAIMDIÐ Fyrsta skóflustungan tekin að viðbyggingu skóla í Súðavík Bygging- arkostn- aður áætl- aður um 52 millj- ónir króna ísafirði - Á laugardag var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við grunn- skóla Súðavíkur en hin nýja bygging mun í framtíðinni hýsa leikskóla staðarins auk þess sem grunnskólinn og tóniistarskólinn munu fá þar aðstöðu. Nýja byggingin verður um 500 fm að stærð. Ráðgert er að hefja framkvæmdir um næstu helgi og að hluti bygg- ingarinnar verði tekinn í notkun á hausti komanda. Það var fráfarandi fjölum- dæmisstjóri Lions- hreyfing- arinnar á Islandi, Albert Kemp, sem tók fyrstu skóflu- stunguna ásamt börnum úr leik- og grunnskóla Súðavík- ur, en Lions-hreyfingin hef- ur stutt vel við bakið á Súð- víkingum í hremmingum þeirra. Albert Kemp afhenti við þetta tækifæri Súðvíkingum gjafabréf frá Lionshreyfing- uni að fjárhæð rúmar átta milljónir króna. Að höfðu samráði við ræðismann ís- lands í Færeyjum, Paul Morh var ákveðið að enginn full- trúi mætti frá frændum vor- um vegna þessarar athafnar og voru því börnin fengin til að annast verkið fyrir hönd Færeyinga. Eftir að fyrsta skóflustungan hafði verið tekin flutti sr. Magnús Erl- ingsson, sóknarprestur, blessunarorð. Að sögn Ágústs Kr. Björnssonar, bygginga- tæknifræðings hjá Súðavík- urhreppi, er ráðgert að Morgunblaðið/Sigurður J. Sigurðsson ALBERT Kemp, fráfarandi fjölumdæmisstjóri Lions á Islandi tekur fyrstu skóflustunguna að nýjum leik-, grunn- og tónlistar- skóla í Súðavík. UNGVIÐI staðarins hjálpaði til þegar fyrstu skóflustungur að viðbyggingu skólabyggingar voru teknar enda mikið verk framundan við byggingu hússins. vinna við bygginguna hefjist um næstu helgi og að fyrsti hluti hennar verði tekinn í notkun á hausti komanda. Heildarkostnaður við bygg- inguna er áætlaður um 52 ' milljónir króna og eru þegar til um 45 milljónir króna tii verksins. 25 mil^ónir komu frá Færeyingum, 8 milljónir frá Lions og 12 milljónir eru tryggingafé vegna gamla leikskólans sem skemmdist í snjóflóðinu. Fyrir stuttu efndi Súða- víkurhreppur til samkeppni um nöfn á götur í landi Eyr- ardals en þar mun framtíð- arbyggingarsvæði Súðavík- ur verða og bárust sjö tillög- ur. Nafn vinningstillögunnar sem og nafn höfundarins verða birt innan tíðar. ÞESSAR ungmeyjar voru prúðbúnar við tækifærið. Ráðstefna um at- vinnumálkvenna haldin á Isafirði ísafirði - Ráðstefna um atvinnumál kvenna var haldin í Stjórnsýsluhús- inu á ísafirði á laugardag. Nær áttatíu þátttakendur voru á ráð- stefnunni, mestmegnis konur og komu þær víðsvegar af landinu. Á ráðstefnunni flutti fjöldi manns ávörp, þ. á m. Jóhanna Sigurðar- dóttir, fyrrum félagsmálaráðherra, Eiríkur Finnur Greipsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og, Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á ísafirði. Elsa Guðmundsdóttir, verkefnis- stjóri Snerpu, átaks um atvinnu- mála kvenna á Vestfjörðum, flutti skýrslu um átakið auk þess sem þær Hildur Halldórsdóttir, líffræð- ingur og sveppaframleiðandi á Flat- eyri, og Friðgerður Ómarsdóttir, eigandi Vesturfisks á ísafírði, sem framleiðir svokalluð ýsukrýli, kynntu fyrirtæki sín. Þá fjallaði Sigríður Dúna Krist- munsdóttir, mannfræðingur, um konur, menningu, samfélagið og atvinnulífið og Ásdís Rafnar, lög- fræðingur, fjallaði um jafnréttis- mál. í lok ráðstefnunnar voru pall- borðsumræður um árangur í at- vinnumálum kvenna á síðustu árum, markmið og framtíðarhorfur. I ályktun ráðstefnunnar segir m.a: „Það er ljóst að með ráðstefnu þeirri sem áhugahópur um atvinnu- mál kvenna á Vestfjörðum hélt hausið 1991 var markað spor í at- vinnusögu Vestfjarða. Að þeirri ráðstefnu lokinni var hafist handa um að koma af stað átaksverkefni til að örva konur til þátttöku í at- vinnulífinu. Með stuðningi margra aðila tókst að koma því af stað og var ráðinn verkefnastjóri til tveggja ára. Það starf hefur skilað umtalsverðum árangri og vísast þar til skýrslu verkefnastjóra. Markmiðið sem sett var fyrir fjórum árum hefur því náðst og eru konur því nú á tíma- mótum og þurfa að setja sér ný markmið." Á ráðstefnunni á laugardag kom fram að tímabært er að konur á Vestfjörðum beiti sér fyrir áfram- haldandi nýsköpun í atvinnulífinu sem höfði bæði til kvenna og karla. í því skyni vill áhugahópur um atvinnumál kvenna á Vestfjörðum að næsta skref verði að kanna möguleika á að starfrækja virkt atvinnuþróunarfélag á svæðinu sem hefði það markmið að efla atvinnu- lífið með sérstakri áherslu á hand- verk, smáiðnað og þjónustu, jafn- framt því að kannna möguleika á þörf fyrir stofnun atvinnuþróunar- sjóðs sem láni fé til slíkra verkefna. Opinn dagnr í Víðivallaskógi Geitagerði - Aldarfjórðungur var liðinn 25. júní sl. frá því að trjá- gróðri var fyrst plantað með það að markmiði að byggja upp nytja- skógrækt á vegum Fljótdalsáætlun- arinnar eftir að gengið hafði verið frá samningi við fimm bændur í hreppnum. í tilefni þess var svokallaður op- inn dagur í Víðivallaskógi á afmæl- isdaginn en einmitt þar hófst plönt- un umræddan dag. Kynnt voru hin ýmsu störf er tengjast nytjaskóg- rækt allt frá girðingarvinnu til úr- vinnslu efnis t.d. í borðvið og park- et. Um kvöldið var efnt til mikillar grillveislu þar sem menn gæddu sér á heilgrilluðum fjallalömbum. Flutt voru mörg ávörp og kom fram í máli manna mikil bjartsýni á nytja- skógrækt á íslandi sem Fljótsdals- áætlunin sannaði. Ræðumenn voru Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, Jón Loftsson, skógræktarstjóri, Ní- els Árni Lund, formaður Héraðs- skóga, Orri Hrafnkelsson, formaður Skógræktarfélags Austurlands, Jónas Magnússon, formaður félags skógarbænda á Héraði, Helgi Hall- grímsson, náttúrufræðingur og Jónas Pétursson, fyrrv. alþingis- maður, en hann bar fram á alþingi þingsályktunartillögu árið 1965 varðandi ræktun lerkis á Hallorms- stað og næsta nágrenni með það að markmiði að leitast við að full- nægja þörfum íslendinga fyrir girð- ingarstaura. Þá kom fram í máli Jónasar að hann sætti sig ekki við hugtakið nytjaskógrækt heldur vildi skil- greina það sem viðarskógrækt, græðiskóga eða unaðsreiti. Fljótsdalsáætlunin og Héraðs- skógar hafa nú verið sameinuð í eitt verkefni. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson EFTIR heimsókn á garðyrkjubýlin fór hópurinn að Hraunfossuni þar sem myndin var tekin. Garðyrkjunemar frá Hollandi í heimsókn Sólbyrgi - Þrjátíu hollenskir nemar frá garðyrkjuskólanum Den Boos voru á ferð um Borgarfjörðinn fyrir skemmstu og fengu að skoða gróð- urhúsin á Kleppjámsreykjum. Garð- yrkjustöðvarnar í Hollandi eru stærri og tækoivæ.ddari, ræktunartíminn er lengri og uppskeran þar af leiðandi meiri á fermetra. Stefna hins opinbera í Hollandi er að þar verður hver garðyrkjubóndi að eiga lágmarksstærð af gróðurhús- um og hafa tilskilda menntun til að fá fyrirgreiðslu úr opinberum sjóðum. ALBA TIL KRINGLAN 4 • P.O. BOX 3080-123 REYKJAVÍK SÍMi: 588 9880 ■ FAX: 588 9885 Ferðaskrifstofan Atlantik býður upp á 18 daga skemmtisiglingu frá íslandi til Vestur- heims með skemmtiferðaskipinu Albatros. Siglingin hefst 4. sept. nk. í Reykjavík en meðal viðkomustaða eru New York, Quebec, Montreal, Halifax, Ottawa, Corner Brook o.fl. Skemmtiferðaskipið Albatros rúmar um 750 farþega. Þar er boðið upp á öll þægindi, t.d. eru þrjár sundlaugar, verslanir,veislusalir, kvikmynda- salur, líkamsræktarsalir og úrval veitinga- staða. Það er einstakt tækifæri að geta hafið siglingu við bæjardyrnar. Allar nánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofan Atlantik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.