Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á Jónsmessunótt TONLIST Dömkirkjan KÓRTÓNLEIKAR Dómkórínn. Stjórnandi Marteinn Hunger Friðriksson. Orgelleikari Hrönn Helgadóttir. Föstudagur 23. júní 1995. JÓNSMESSUNÓTT hefur mátt hýsa margar hugmyndir, allt frá því að fæðing Jóhannesar skírara var heimsfræg á Jónsemssu, á Jónsmessu taki kýr að tala, selir kasti hamnum, dögg Jónsmessu- næturinnar hafi lækningamátt, að illir andar leiki lausum hala þá nótt og fleiru mætti við bæta. Að þessu upptöldu ætti söngurinn ekki síður erindi inn í Jónsmessunóttina og söngur á víst að hljóma vel í regnvotu andrúmsloftinu ef mark á að taka á þriðja síðasta orgelleik- ara Dómkirkjunnar, Páli ísólfssyni. Því miður verður ekki sagt um Dómkirkjuna að þar hljómi söngur vel, sama hver í hlut á og sama hversu himnarnir hamast við að hvolfa yfir okkur rigningarskýjun- um, það er sem sagt enginn öfunds- verður af að þurfa að bera fram afrakstur mikilla æfínga fram fyrir áhorfendur við þessar erfíðu að- stæður. Til þess að eftir sitji eftir- minileg stund þarf flytjandinn að gera miklu betur en vel, nokkuð sem fáum er gefið og varla er hægt að ætlast til af áhugamanna- hópum. Algjöra nákvæmni þarf í innkomum, öruggan stuðning radd- arinnar og hreinleika í tónmyndun, sönggleði og hugmyndaflug í túlk- un er allt sem til þarf, ekki hvað síst við þessar aðstæður. Nokkuð vantaði á að öll þessi atriði þyldu alltaf smásjárgluggun. Þrátt fyrir það eru Sumartónleikar Dómkirkj- unnar ánægjulegur tónlistarauki í menningarlífi borgarinnar og eiga allir aðilar lof skllið fyrir framlag sitt við óþægar aðstæður. Fyrsti hluti efnisskrárinnar voru kórlög íslensk, og stóð þar upp úr lag Jóns Nordals „Tunga mín vertu treg ei á“, sem er vel skrifað án þess að boða þó eitthvað nýtt og var vel sungið. Textinn í þessum fyrstu lögum hefði þurft að vera skýrar fram settur og of mikið var um að síðustu stafir orðanna köfn- uðu. Mikils virði er að geta gefíð nem- endum tækifæri til að koma fram og leika eða syngja fyrir áheyrend- ur á opinberum tónleikum, en það fékk Hrönn Helgadóttir að reyna með Toccötu í d-moll eftir D. Buxtehude. Engu skal spáð um framtíð hennar sem orgelleikara á þessu stigi, en hún hafði fyrir góð- an grunn á píanóið, sem er for- senda árangurs á orgelið. Hér kem- ur aftur að hljómburði kirkjunnar og því miður verður að segjast að oreglið hentaði illa þessu húsi, raddir hljóðfærisins eru of sárar og líflausar fyrir hljómburð kirkj- unnar. Hér hefði þurft hljóðfæri með mjúkar og fallegar syngjandi raddir, en þetta hlýtur að bitna á öllu sem flutt er á orgelið. Undirrit- aður hefur ferskan samanburð, er nýkominn úr tónleikaferð um Þýskaland og Austurríki þar sem hann lék á hin ólíkustu oregl, kannski ekki öll framúrskarandi góð, og sum alls ekki hent að hvaða hljómburði sem er, en voru eigi að síður rétta valið í viðkomandi kirkju og skiluðu sér því sem frábær hljóð- færi á þeim stað. Þetta virðist vera þekking sem okkur ætlar seint að lærast. Síðasti hluti efnisskrárinnar var að mestu byggður á 16. aldar tón- list. Enn fannst mér oft vanta á textaframburð og mætti maður afbiðja sér einhveija flugfreyju- ensku á lögunum eftir Morley og Dowland. I þessum lögum, svo og „Tanzen und Springen“ þarf líka andlit og látbragð að syngja með ef áherslurnar eiga að nást. Best voru síðustu kirkjulegu lögin á efnisskránni sungin. Erindin úr „Jesu, meine Freude" (Jesú — er reyndar ekki skrifað með ú-i á þýsku) voru vel formuð, svo og „Ó, Guð, þín náð vort geymi láð,“ einn- ig „Sú náð, það líf, sem eilíft er“, sem kannski var best sungna lag tónleikanna. „Nú hverfur sól í haf,“ lag Þorkels Sigurbjörnsson- ar, var einnig fallega sungið, í útsetningu stjórnandans, en hver verður að eiga við sig hvort hann hefði kosið minna rómantískan hljómgrunn. Ragnar Björnsson REYNIR Harðarson, Margrét Guðmundsdóttir, Ingveldur Gísladóttir, Rúna Þorkelsdóttir og Gísli Jónsson „Fimm ættliðir“ í Amsterdam SÝNINGIN „5 ættliðir" var opnuð í Gallerí Boekie Woekie, Beren- straat 16 í Amsterdam 17. júní síðastliðinn. Eru það Gísli Jónsson listmálari fæddur 1878 dáinn 1944 og afkomendur hans, þau Ing- veldur Gísladóttir fædd 1913, Margrét Guðmundsdóttir fædd 1936, Rúna Þorkelsdóttir fædd 1954 og Reynir Harðarson fædd- ur 1973. Verk Gísla eru olíumál- verk, Ingveldur sýnir akrýlmynd- ir, Margrét steinþrykk, Rúna sýn- ir bókverk ásamt myndverkum og Reynir tölvugrafík. Sýningin stendur tii loka júlí- mánaðar og er opin frá þriðju- degi til föstudags frá kl. 12-18 og á laugardögum frá kl. 12-17. Gallerí Boekie Woekie er bóka- gallerí, rekið af Rúnu Þorkels- dóttur, Henriettu van Egten, Corneliu Hoedeman og Jan Voss. Lítill salur er innaf galleríinu þar sem haldnar eru sýningar reglulega og íslensk myndlist þar á meðal. GUNHILD Skovmand Morgunblaðið/Sverrir Blásturskona í KOFA í skóglendi N-Jótlands í Danmörku situr kona með fínleg skæri og svartan pappír og töfrar fram ævintýralegar myndir undir fuglasöng, fjarri öllu því sem kallast nútíma þægindi. Þetta er vinnustofa Gunhildar Skovmand þar sem hún dvelur nokkra mánuði á ári og vinnur að list sinni. Hún er stödd hér á landi þessa dagana í tilefni sýningar í Listasafni Siguijóns á klippimyndum hennar. Það má skipta þeim í þijá meginflokka: Myndir frá því hún var bam aldri, klippimyndir við ævintýri H.C. Andersen og þriðji og umfangs- mesti hlutinn eru hreinar náttúrulýs- ingar þar sem dönsk náttúra er dá- sömuð. „Ég var fjögurra ára gömul þegar ég byijaði að klippa út myndir. Amma mín klippti út litlar konur sem hún lét standa á borði og svo beygði hún höfuðið niður að borðinu og blés og þá fór konan á hreyfingu og ferð- aðist um borðið. Þetta var blásturs- kona.“ Amma hennar kenndi henni tökin á skærunum og hún varð heilluð af þessu verkfæri og klippti út myndir alla barnæskuna en sumar þeirra eru á sýningu hennar í Listasafninu ,m.a. ein mynd frá því hún var tólf ára og er varla lófastór en segir frá því þegar hún og fjölskylda hennar fóru í ferð í tívolí og hún útskýrir þessa margslungnu mynd fyrir blaðamanni sem kemst að raun um hve stóra sögu lítil mynd getur sagt. Mögru árin Gunhild er menntaður uppeldisfræðingur en sjálfmenntuð í listinni. „Þegar ég komst á full- orðinsár reyndi ég að lifa á listinni í u.þ.b. tíu ár en varð full mögur á því og fór þá að vinna við sálfræði- deild bama við Kaupmannahafnar- háskóla þar sem ég vann svo í 28 ár sem var mjög gefandi fyrir mig sem listamann. Þá klippti ég í frí- stundum og vann myndir á bók- arkápur m.a. en það var svo þegar ég komst á eftirlaun 65 ára að minn ferill byijaði upp á nýtt og ég fór að stunda listina af krafti og fólk fór að sækjast eftir myndum mínum. í dag seljast myndir mínar meira en nokkru sinni þegar ég var að basla hér áður fyrr.“ Hún segist selja bæði frummyndir og eftirmyndir og segir að þeir sem vilji kaupa eitthvað af frummyndunum á sýningunni verði að fá þær sendar í pósti því þær þurfa að ferðast á sýningu í Brussel í Belgíu fyrst, en margir falast eftir hennar verkum á sýning- ar þessa dagana, þó hún vilji gera sem minnst úr því. „Ég kann ekkert að teikna!" „Ég nota eingöngu skæri. Ég hvorki teikna né mála. Ég skissa reyndar úti í náttúrunni til að hafa með mér heim í vinnustofu en þær teikningar eru eingöngu fyrir mig sjálfa, og óskiljanlegar öðrum. Ég kann ekkert að teikna," segir hún og hlær. „Ég vinn eingöngu með svart og hvítt. Ég hef gert myndir í lit en það er þá helst með börnun- um, en þó er gaman að segja frá því að mín allra fyrsta mynd sem ég gerði fjögurra ára er gerð úr gulum pappír.“ Aðspurð um hvort hún hafi orðið fyrir áhrifum af lista- stefnum sem hafa verið í gangi á þessari öld segir hún áhugasvið sitt liggja í náttúrunni, það væri þá helst að dálítið kantaðar fígúrur sem hún gerði á unga aldri hafi verið hálf „abstract". Gunhild sýndi síðast hér á landi fyrir réttum tuttugu árum siðan í Norræna húsinu, þá sagði Valtýr Pétursson þetta um hana í myndlist- arumijöllun: „Næm tilfinning og skilningur fyrir átaki hins hvíta og svarta einkennir þessi verk. Hér er slegið á einfalt hljóðfæri, sem skilar tónaflóði, sem grípur mann á ein- kennilega sterkan hátt.“ Rétt er að taka undir með Valtý því myndirnar snerta strengi og eru fallegar með afbrigðum og sýna svart á hvítu að skærin eru slungin tæki í fimum höndum. Listakonan ætlar að dvelja hér til 29.júní en sýningin í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar stendur til 7. ágúst. NORSKI karlakórinn Aalesunds Mandssangforening Norskur karlakór í Lang- holtskirkju í BOÐI Karlakórsins Fóstbræðra mun karlakór frá Noregi, Aalesunds Mandssangforening halda tónleika í Langholtskirkju,' fímmtudags- kvöldið 29. júní kl. 20. Á efnisskránni eru meðal annars ný og eldri norsk þjóðlög auk nokk- ura íslenskra. Söngmenn í kórnum eru 41 talsins. Einsöngvari með kómum er Kyrre Kristiansen og stjórnandi er John Skarbövik. Aalesunds Mandssangforening er elsti kór Álasunds, stofnaður 1883, og hefur starfað samfeilt síð- an. Lagaval er frá hefðbundnum karlakórslögum til nútíma tón- verka. Kórinn hefur farið reglulega í söngferðalög_ erlendis og í þetta sinn varð ísland fyrir valinu. Ferðalagið hófst á Akureyri í boði Karlakórs Akureyrar og Geysis og endar í Reykjavík. Góð tengsl hafa verið á milli þessara þriggja kóra í gegn um tíðina og hafa þeir heimsót hvorn annan á víxl. Meðal annars plantaði kórinn „Skóg Karlakórs Álasunds“ við Akureyri 1958 í tilefni einnar slíkr- ar heimsóknar. Aðgangseyrir að tónleikunum eru 500 kr. auk þess sem Fóstbræður hafa ákveðið að aðgangur sé ókeypis fyrir styrktar- félaga Karlakósins Fóstbræðra. „Mitt auga leit tvo annarlega skugga“ Lokatónleik- ar í kvöld LOKATÓNLEIKAR Tónlistarhátíð- arinnar í Borgarleikhúsinu í tilefni af 100 ára afmæli Pauls Hindemiths og 150 ára afmæli Gabriels Fauré verða í kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru kammerverk og sönglög eftir Paul Hindemith. Flytjendur eru Camerarctica; skip- að þeim Hallfríði Ólafsdóttur flautu- leikara, Ármanni Helgasyni klari- nettuleikara, Hildigunni Halldórs- dóttur og Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fíðluleikurum, Guðmundi Krist- mundssyni víóluleikara • og Sigurði Halldórssyni sellóleikara. Venzlatríóið sem eru þau; Hildi- gunnur Sigurðardóttir, Öm Magnús- son píanóleikari, Marta G. Halldórs- dóttir sópransöngkona, Anna Sigríð- ur Helgadóttir mezzósópran og Gísli Magnússon píanóleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.