Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 2 KARLAKORINN Hreimur Karlakórinn Hreimur 20 ára Laxamýrí. Morgunblaðið. KARLAKÓRINN Hreimur held- ur um þessar mundir upp á tutt- ugu ára afmæli sitt. I byrjun maí var öllum kórfélögum boðið upp á árshátíð og tónleika og á þjóð- hátiðardaginn voru svo tónleikar í Ydölum fyrir íbúa sýslunnar þar sem sungið var fyrir fullu húsi. Hreimur hefur tekið virkan þátt í songlífi sýslunnar. Kórinn hefur gefið út þrjár hljómplötur og á síðustu tíu árum farið í fjór- ar utanlandsferðir. Vegna utanfaranna hafa skap- ast tengsl við erlenda kóra og hinn 29. júní er væntanlegur finnskur karlakór hingað til lands og mun hann ferðast um landið. Kór þessi dvelur í Þing- eyjarsýslu í þijá daga og næst- komandi laugardag 1. júlí verður efnt til kvöldvöku og tónleika í Ydölum, sem einnig eru ætlaðir almenningi. Að sögn formanns Hreims, Sigmars Olafsonar skólasljóra, leitar kórinn sífellt eftir nýjungum, enda hefur bæst við liðsauki frá yngri mönnum nú á síðustu misserum. I fyrstu var Hreimur einungis kór bænda í Aðaldal og nágrenni, en nú eru félagar allt frá Bárðardal og austur í Kelduhverfi. Stjórnandi kórsins er Robert Faulkner og undirleikari er Juli- et Faulkner, en þau hjón hafa verið tónlistarkennarar við Hafralækjarskóla um árabil. Gömul kynni endurnýjuö KVTKMYNPIR Bíóhöllin / Bíóhorg- in/Borgarbíó A k u rcy ri „DIE HARD 3 WITH A VENGEANCE" ★ ★ ★ Leikstjóri: John McTieman. Aðal- hlutverk: Bruce Willis, Jeremy Irons, Samuel L. Jackson. Buena Vista Int- emational. 1995. ATRIÐI úr spennumyndinni „Die Hard 3“. ' FYRSTA „Die Hard“ myndin setti stefnuna fyrir þær hasarmyndir sem á eftir komu eins og „Cliffhanger" og „Speed“. Númer tvö hélt merkinu á lofti og númer þtjú er lítið síðri þótt nú séu fantakeyrsia og hinn óvænti slagkraftur fyrstu myndar- innar orðin að hinu viðtekna. „Die Hard 3“ sver sig í ætt sprengju- mynda undanfarinna missera; risabombur tikka um alla New York og eins og venjulega er Bruce Willis sá eini sem getur komið í veg fyrir að tímastillingin nái á núllið. Leik- stjórinn John McTiernan er aftur tekinn við stjóminni og eltingarleik- urinn er hraður og spennandi og keyrslan fín frá byijun til enda. DH3 veldur ekki vonbrigðum sem sumar- afþreying og spennutryllir. Hún er ekta rússíbanaskemmtun. En það vita svo sem allir þeir sem nagað hafa neglurnar undir hinum tveimur myndunum. Tveir þunga- vigtarmenn auka við adrenalín- streymið í þeirri þriðju. Samuel L. Jackson leikur óbreyttan borgara sem verður félagi Willis í kapphlaup- inu við sprengurnar og Jeremy Irons smellpassar í hlutverk óþokkans, sem er í persónulegri hefndarför á hendur Wiilis og hefur skipulagt þjófnað, sem aðeins handritshöfundar stór- slysamynda geta látið sér detta í huga. Jackson gefur skemmtilega lýsingu á svertingja sem hefur ama af hvítu lögguhetjunum og hitar upp kynþáttamál við hvern sem er. Irons er þessi geðveikislega rólegi morð- hundur, sem áhorfendur hlakka til að sjá hverfa yfir í Edens fína rann. Willis er í sínu gamla formi og geng- ur sposkur í gegnum formúluna. Hann hefur snert á þessu áður. Mað- ur hefur ekki áhyggjur af honum þótt hann sé fastur inni í lyftu með fjórum morðhundum, sem ráðnir eru í að drepa hann. Við vitum að það er aðeins éinn sem gengur út. McTiernan sér til þess að engum leiðist og ekkert virðist hafa verið sparað til að viðhalda orðspori myndaflokksins. Stundum er að sjá eins og öll New York borg hafi verið undirlögð við kvikmyndunina. Bíla- eltingarleikir eru ófáir og æsilegir. Skotbardagar fara fram á fastaland- inu, í loftinu og úti á sjó. Jafnvei ofan í jörðinni; eitt skemmtilegasta atriðið gerist í einskonar Búrfells- virkjun. Og sprengjur tifa um alla borg, nokkuð sem orðið er að bláköld- um veruleika í Bandaríkjunum. McTiernan hefur þennan hæfileika nýju spennumyndaleikstjóranna vestra að ná einhveiju aukalega úr spennuatriðunum, fá út úr þeim há- marksáhrif svo áhorfendur fá lítinn tíma til að slaka á. Þannig verða til skemmtilegir sumarsmellir og „Die Hard 3“ er sannarlega einn slíkur. Arnaldur Indriðason PARTAR Kaplahrauni 11, s. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska og evrópska bíla: Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir - gott verð. Vaskhugi kann símanúmer Ný útgáfa af forritinu vinsæla er komin út. Margar nýjungar eru í forritinu, m.a. ★ Breytir sjálfvirkt símanúmerum í ný. ★ Betri uppgjör fyrir sjóðvélar. ★ Reiknar út neytendalán. ★ Launabókhaldið er enn betra. ★ AðgangsorðakerFi fyrir 20 notendur. ★ Minnisbók og dagatal. ★ Ótal smábreytingar gera Vaskhuga aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Veldu Vaskhuga, það borgar sig fljótt. Vaskhugi hf. Skeifunni 7, sími 568 2680 m m mnnuNAzi ifiiiiimíííiiiííiiii í •r- R ö . 1 ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. ///'' Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - ® 5622901 og 5622900 Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannaö glldl sltt á íslandl. Stærd: fyrlr 5 kg. Hæd: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm KVIKMYNDIR Stjörnubíó í GRUNNRIGRÖF (SHALLOW GRAVE) ★ ★ Vi Leikstjóri Daimy Boyle. Handritshöf- undur John Hodge. Tónlist Simon Boswell. Kvikmyndatökustjóri Brian Tufano. Aðalleikendur Kerry Fox, Christopher Eccleston, Ewan McGregor, Kcith Allen. Bresk. Film 4/Columbia TriStar 1994. ÞAÐ rætist oft meira úr myndum en menn grunar eftir að þær eru komnar útá markaðinn, það er þó miklum mun óvenjulegra en hitt. / grunnri gröf er ein þessara lánsömu mynda sem öllum á óvart sló í gegn, þetta er smámynd, m.a. gerð af kvikmyndasjóði Glasgow borgar. Sjálfsagt er það Tarantínóskt útlit- ið, hrátt og óheflað og kolsvartur húmorinn sem veitt hefur henni byr í seglin. Bretar hafa ekki haldið vatni yfir myndinni, borið hana ós- part saman við verk hins nýja, bandaríska kvikmyndagúrús. Þó SÉR GREFUR GRÖF... leikstjórinn Danny Boyle og hand- ritshöfundurinn John Hodge komist sjaldnast með tærnar þar sem Kventín hefur hælana eru þeir greinilega undir áhrifum, frískleiki og hrollblandinn gálgahúmor svífur yfir vötnunum. Þau Juliet, David og Alex eru vinir sem leigja saman íbúð og eru að leita að fjórða meðleigjandanum í myndarbyrjun. Þau velja Hugo úr hópnum en finna hann skömmu síð- ar látinn í herbergi sínu ásamt tösku fullri af peningum. Þetta setur vin- ina þrjá í vanda; eiga þau að gera það eina rétta, að hringja í lögregl- una, eða láta græðgina ráða, hirða summuna og losa sig við líkið? Máltækið „Sér grefur gröf þótt grafi“ er hér í fullu gildi. Þeir Bo- yle og Hodge sýna okkur á gráglett- inn hátt hvernig vinátta og önnur góð gildi hverfa einsog dögg fyrir sólu frammi fyrir töskufylli af pen- ingum. Undir aðlaðandi yfirborði vel settra vinanna, sem telja blaða- mann, endurskoðanda og lækni, er grunnt á löstunum. Myndin er klippt nokkuð tætingslega en geng- ur upp, frásagnarmátinn kemur þeim ekki á óvart sem séð hafa myndir Tarantinos og a.m.k. eitt atriði fengið að láni úr Reyfara, er félagarnir leita að áhöldum til mið- ur nytsamlegs brúks í verkfærabúð. Lítt þekktir leikararnir standa sig dável og myndin yfir höfuð besta skemmtun þeim sem hafa gaman að óhugnanlegri atburðarás og kaldhæðinni. Vinsældir hennar í Bretlandi koma ekki á óvart. Þar sem er daglegt brauð að menn pilli lík uppúr mýrum svo framvindan er örugglega mun farsakenndari og fábrotnari í augum þeirra en okkar. Sæbjörn Valdimarsson Einnig: kællskápar eldunartækl og uppþvottavélar á elnstöku verðl FAGOR FE-534 Staögreltt kr. ... „jril .L.' Afborgunarverð kr. 42.000 - Visa og Euro raðgreiðslur RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.