Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 29 JHttQgnnfrlftfrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMRÆMDU PRÓFIN OG STAÐA ÍSLENZKUNNAR NIÐURSTAÐA samræmdra prófa grunnskólanema í vor hefur vakið athygli fyrir þær sakir að meðaleinkunn - í ensku hækkaði verulega frá seínasta ári, en meðaleinkunn- in í íslenzku lækkaði. í fyrra var enskueinkunnin að meðaltali 6,5 en er nú 7,4. Meðaleinkunnin í íslenzku lækkar hins vegar úr 6,4 í 5,3. Aðeins tveir nemendur náðu einkunninni 10 á íslenzkupróf- inu, en 246 í ensku. Og meira en helmihgur nemendanna, eða 52,5%, eru með lægra en fimm í einkunn í íslenzku. Aðeins 14,9% fengu svo lágt í enskuprófinu. Þessi útkoma hefur beint athyglinni að stöðu íslenzkunn- ar, þá ekki sízt gagnvart enskunni. Það er hæpið að fullyrða að íslenzkukunnáttu hafi hrakað skyndilega á milli ára eða enskukunnáttan batnað svo mjög. Meðaltalseinkunnir og breytingar á þeim frá ári til árs eru háðar ýmsum óvissuþátt- um, svo sem þyngd prófanna, undirbúningi nemenda og fleiri atriðum, sem erfitt er að mæla. íslenzkuprófið er birt í heild í Morgunblaðinu í dag og geta lesendur dæmt sjálfir um hvort eðlilegt sé að meira en helmingur ungmenna, sem eru að Ijúka skyldunámi, nái ekki einkunninni fimm á því prófi. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, formaður Samtaka móður- málskennara, bendir á það í samtali við Morgunblaðið á laug- ardag að verkfall kennara kunni að hafa komið niður á undirbúningi nemenda fyrir íslenzkuprófið. Jafnframt segir Sveinbjörg: „Ekki má heldur gleyma því að nemendurnir hafa þurft að þola töluverðan niðurskurð í íslenzku í gegnum árin og íslenzkan er í mikilli samkeppni við enskuna. Ég hugsa að skýringin á því hvað nemendurnir hafa staðið sig vel í ensku sé sú að þeir eru í stöðugri þjálfun í gegnum tölvur, myndbönd og annað. A sama tíma fara ekki mjög mörg íslenzk börn að lesa fríviljug á íslenzku.“ Því miður er áreiðanlega mikið til í þessum orðum móður- málskennarans. Þessu ástandi verður auðvitað að snúa við, meðal annajs með aukinni áherzlu á íslenzkukennslu í grunn- skólunum. í því efni eru tillögur Sveinbjargar um kennsluaf- slátt til handa móðurmálskennurum skoðunarverðar. Það liggur hins vegar í orðinu — móðurmál — að það lærist fyrst og fremst á heimilinu, í félagsskap foreldra og barna. Hluti vandans er eflaust sá litli tími, sem margir foreldrar hafa nú orðið til að tala við börnin sín. Foreldrar og aðrir forráðamenn barna bera mesta ábyrgð á að kenna þeim rétt og fallegt mál, og þeir ráða líka miklu um það, hvort þau sitja alla daga við myndbönd og tölvuleiki á ensku, eða hvort þau taka sér íslenzka bók í hönd og hlusta á upp- lestur á íslenzku. Ábyrgð á móðurmálskennslunni verður aldrei varpað á skólana eina. KOSTIR GRENNDAR- LÖGGÆZLU LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að undanförnu lagt aukna áherzlu á svokallaða grenndarlöggæzlu. Fjallað var um eitt dæmi af því tagi í frétt í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins. Lögreglan hefur sent íbúum Vesturbæjar, Gijótaþorps og Seltjarnarness spurningalista til að eiga auðveldara með að laga löggæzluna að þörfum og óskum íbúanna. Svipað verkefni var unnið í suðausturhluta borgarinnar og í Árbæ í desember síðastliðnum. Árangur þess er meðal annars sá að ákveðnum lögreglumönnum í Árbæ og Breið- holti hafa verið falin tengsl við íbúana í hverfunum. Þeir „taka hverfin í fóstur“, eins og Guðmundur Guðjónsson yfir- lögregluþjónn orðar það, fylgjast með vandamálum sem upp koma og taka á þeim í samvinnu við íbúana. í tveimur hverfum Reykjavíkur og í nágrannabæjunum, sem heyra undir Reykjavíkurlögregluna, eru nú starfræktar hverfislögreglustöðvar. Sums staðar, til dæmis í Breiðholti, hefur gott samstarf við íbúana leitt til þess að ýmis afbrota- mál hafa verið upplýst og komið í veg fyrir önnur afbrot. Samstarf lögreglu og íbúasamtaka er enn á frumstigi, en erlendis hefur slíkt víða gefið góða raun, til dæmis við svo- kallaða nágrannavörzlu. Aukið samstarf lögreglu og borgara er til þess fallið að auka traust almennings á lögreglunni og öryggi fólks um fjölskyldu sína og eignir, auk þess sem það auðveldar lögregl- unni störfin. Þetta samstarf er þáttur í löggæzlunni, sem hlúa verður að í framtíðinni. Markaðsverðmæti framleiðslu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi væri um 6 milljarðar króna Vinnsluferli í Magnesíumverksmiðju Orkuþörfin, raforka í glgawattsstundum á ári, olía og gufa í tonnum á ári Raforka 10.000 | 25milljóntonnafsjóáári |ocu. . , , . Olía 10.000 I 200 þus. tonn af skeijasandi á án | 35 þus. tonn af vatm Gufa 50.000 25 milljón tonn sjór Raforka 5.000 Gufa 200.000 Saltvinnsla og kalkbrennsla : Raforka 100.000 30 þús. tonn súrefni Vetnis- framleibsla 150þús.tonn, 50% magnesíumvetnisoxíð 2 þús. tonn af vetni Sýring, hreinsun, eiming Raforka 100.000 Gufa 500.000 Raforka 15.000 Saltsýra Saltsýru- framleibsla Fyrirhugað athafnasvæði magnesíum- verksmiðjunnar á Reykjanesi 150þús. tonn, 55% magnesíumklóríð Þurrkun 100 þús. tonn, þurrkað magnesíumklóríð Raforka 350.000 Rafgreining, hreinsun, steypa Raforka 40.000 Gufa 100.000 Klór og vetni Saltrafgreining 70 þús. tonn klór [ 20 þús. I tonn salt , r 25 þús. tonn magnesíum Vítissóti Öngla-'- brjótsnef Karl' Tæknilega erf- iður iðnaður í örum vexti HUGMYNDIN að baki því að reisa magnesíum- verksmiðju hér á landi byggist á því að markað- ur fyrir magnesíum sé í örum vexti og framtíðarhorfur í greininni afar vænlegar. Orka er stærsti kostnað- arliður^ framleiðslunnar, eða um 40%. í kynningarriti sem sam- starfshópur sem vinnur að verkefn- inu á vegum Hitaveitu Suðurnesja, Byggðastofnunar og Atvinnuþró- unarfélags Suðurnesja, hefur dreift erlendis segir að kosturinn við að staðsetja slíka verksmiðju á íslandi sé m.a. aðgangur að orku á hag- stæðu verði úr jarðvarma og vatns- afli sem geri kleift að framleiða magnesíum með lægri tilkostnaði en annars staðar. Island sé eina landið í V-Evrópu sem geti verið samkeppnishæft varðandi orkuverð til framleiðslu af þessu tagi. Áætl- anir starfshópsins taka mið af því að orkuverð hér á landi yrði um það bil 20 mills. í væntanlegri verksmiðju á Reykjanesi yrði það nýmæli að jarð- varmi yrði notaður í hluta fram- leiðsluferlisins. Orkuþörf verk- smiðjunnar er talin um það bil 0,5 tetrawattstund, TWh, eða um það bil 'h hluti orkunotkunar álversins í Straumsvík. Magnesíumverk- smiðjan fengi um það bil helming orku sinnar, jarðvarmann, úr bor- holum á háhitasvæðinu á Reykja- nesi. Ljóst þykir að orka sé þar nægileg, en bora þyrfti 1-2 holur til viðbótar þeim sem nú eru á svæð- inu til að tryggja rekstraröryggi framleiðslunnar. Helmingur ork- unnar til framleiðslunnar, vatns- aflsorkan, yrði fengin úr orkukerfi Landsvirkjunar. Að sögn Friðriks Daníelssonar, efnaverkfræðings, sem er ráðgjafi samstarfshópsins, eru allar tíma- setningar enn svo óljósar að ekki er unnt á þessu stigi að fullyrða neitt um hvernig Landsvirkjun mundi útvega þá orku; hvort núver- andi umframframleiðsla raforku- kerfisins dygði eða nýrrar virkjunar þyrfti við. Slíkt er m.a. háð fram- gangi hugmynda um stækkun ál- versins í Straumsvík. Að sögn Friðriks er magnesíum- framleiðsla tæknilega erfið og hefur gengið misjafnlega í heiminum. Fjárfesting í þessum iðnaði telst því fremur áhættusöm. Nokkrir aðilar hafa þó náð góðum tökum á framleiðslunni og er gengið út frá því við könnun vegna væntanlegrar verksmiðju á Reykjanesi að ekki verði í hana ráðist nema með bún- aði sem byggist á fullþróaðri tækni auk þess sem stefnt er að því að fá til samstarfs um fjárfestingu og reksturinn einhveija þá aðila sem mesta reynslu hafa á þess- um iðnaði. Þótt notkun jarð- varma við magn- esíumvinnslu hafi ekki áður verið reynd í heiminum er að sögn Friðriks Daníelssonar ekkert sem bendir til þess að það geti valdið tæknilegum erfíðleikum. Skeljasandur og aðkeypt efni Rísi magnesíumverksmiðja á Reykjanesi miða áætlanir við að magnesíum yrði unnið úr skelja- sandi úr Faxaflóa ög sjó. Eins og skýringarmyndin, sem fylgir grein- inni, gefur til kynna er upphaf framleiðsluferlisins það að dæluskip dælir skeljasandi á land við Helgu- vík, þar sem væntanleg hafnarað- staða verksmiðjunnar yrði. Skelja- sandurinn er brenndur í brennslu- ofni verksmiðjunnar og síðan bland- að í sjó sem er tekinn inn í þrær. Við þetta fellur út magnesíum hydroxíd úr sjónum, sem er síað úr botnfallinu og hvarfað við salt- sýru. Þannig er búið til magnesíum klóríð sem er styrkt með eimingu og síðan þurrkað með jarðvarma svo til verður hreint þurrt magnes- íum klóríð. í lokaferli framleiðslunnar er magnesíum klóríð rafgreint, með samskonar aðferðum og við álfram- leiðslu, þannig að til verður annars vegar fljótandi málmur sem er steyptur — hin eiginlega fram- leiðsluvara — og hins vegar klór. Klórinn fer síðan í gegnum hringrás þar sem úr honum er unnin salt- sýra sem er notuð við að hvarfa magnesíum hydroxíð í framleiðslu- ferlinu eins og fyrr var lýst. Könnun á skeljasandi hér við land þykir benda til þess að hann sé vel nothæfur í þessa framleiðslu, en framleiðslan yrði þó ekki eingöngu háð því heldur eru jafnframt möguleik- ar á að framleiða úr aðkeyptu efni á heimsmarkaði; bergefni eða efnum unnum úr sjó eða kalki. Að sögn Björns G. Ólafssonar, fulltrúa Byggðastofnunar í sam- starfshópnum, kemur til greina að fyrst í stað a.m.k. vinni verksmiðjan á Reykjanesi að verulegum hluta úr aðkeyptu hráefni, en með því mætti draga úr fjárfestingarkostn- aði og áhættu. Léttasti smíðamálmur sem um getur Magnesíum er léttasti smíða- málmur sem um getur og hefur um það bil Aihluta af þyngd áls. Stærst- ur hluti þess efnis sem framleitt er í heiminum er notaður til íblöndun- ar í ál. Álverksmiðjur kaupa stóran hluta heimsframleiðslunnar beint af framleiðendum og talið er að verksmiðja á stærð við álverið í Straumsvík noti 500-1.000 tonn af magnesíum við sína framleiðslu Unnið er að könnun á kostum þess að reisa magnesíum- verksmiðju á Reykja- nesi. Pétur Gunn- arsson kynnti sér magnesíumvinnslu og þær hugmyndir sem uppi eru varð- andi verksmiðjuna á Reykjanesi. árlega. Stór framleiðslufyrirtæki bíla- og vélahluta skipta einnig beint við einstaka framleiðendur með sérstakt steypuefni sem fram- leitt er, en virkur heimsmarkaður er með viðskipti á magnesíum fyrir milligöngu alþjóðlegra verslunar- fyrirtækja. Magnesíumframleiðsla er mest í Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi og Noregi. Stærstu fyrirtæki á þessu sviði eru Norsk Hydo, Dow Chemical og MagCorp. Eftir hrun Sovétríkjanna hefur hlutur rúss- neskra framleiðenda á heimsmark- aði farið vaxandi og náði um tíma 15-20% markaðshlutdeild á heims- markaði. Vegna umframeftirspurnar, sem m.a. er rakin til almennt hækkandi verðs á hráefnum auk aukinnar eftirspurnar eftir magnesíum til framleiðslu á steyptum bíla- og vélahlutum, hefur verð á málminum stöðugt farið hækkandi undanfarin misseri, eftir tímabundna lægð í kjölfar aukins framboðs frá Rúss- landi. Verðið er nú í sögulegu hámarki og samkvæmt fagtímaritinu Metals Week 19. maí sl. var verð á tonni af magnesíum á evrópskum mark- aði 3.900-4.150 dollarar. Á sama tíma var verð á magnesíum-steypu- efni fýrir bíla- og vélaframleiðslu 3.400-3.600 dollarar tonnið. 6,1-6,5 milljarða framleiðsla Sé miðað við að magnesíumverk- smiðjan á Reykjanesi framleiði ein- göngu magnesíum málm (en algengara er að bæði málmur og steypuefni séu framleidd í verk- smiðjum) yrði mark- aðsverðmæti 25 þús- und tonna ársfram- leiðslu 6,1-6,5 millj- arðar króna. 25 þúsund tonn svara til um 8,8% af árlegri eftirspurn eftir málmin- um á Vesturlöndum. Talið er að framleiðsla verksmiðjunnar yrði að stærstum hluta seld á, markaði í V-Evrópu, enda yrði magnesíum framleitt hér tollfrjálst á markaði ESB. Ekki er þó talin ástæða til að óttast að aukið framboð frá verk- smiðjunni hafi mikil áhrif á markað- inn, enda sé hann í örum vexti og framleiðslugeta ekki næg við nú- verandi aðstæður. Lítill launakostnaður Ef verksmiðja af þessu tagi rís á' Reykjanesi er ráðgert að hún gæti veitt 250-300 manns atvinnu. Meðal þeirra kosta sem kynningar- rit samstarfshópsins segir að geri ísland vænlegan kost fyrir verk- smiðju af þessu tagi er að reynslan sýni að laun og kostnaður við starfsmannahald séu hér yfirleitt lægri en almennt í nágrannalöndun- um. Stæstur hluti vinnuaflsins yrði að sögn Friðriks ófaglært fólk sem yrði sérþjálfað til þessara iðnaðar- starfa, en einnig yrði þörf fyrir nokkurn fjölda vélstjóra, vélvirkja og rafvirkja auk tæknifræðinga og verkfræðinga. Þá má gera ráð fyrir að rekstur verksmiðjunnar geti skapað verk- efni fyrir fyrirtæki í málmiðnaði, hugbúnaðarfyrirtæki og rafverk- taka, auk viðskipta við flutninga- fyrirtæki, tryggingafyrirtæki og peningastofnanir. Auk þess myndu byggingafram- kvæmdir á um það bil 1 ferkíló- metra athafnasvæði skapa atvinnu í byggingariðnaði, en fram- kvæmdatími er ráðgerður 18-24 mánuðir eftir því við hvaða hönnun- arstig er miðað. Einnig er talið hugsanlegt að hluti búnaðar verksmiðjunnar yrði framleiddur hér á landi eftir teikn- ingum og skilgreiningum erlendra hönnuða. Um 16 milljarða framkvæmdir Þær áætlanir sem uppi eru gera ráð fyrir að kostnaður við að reisa verksmiðjuna geti numið um það bil 250 milljónum bandaríkjadala, eða um 15,75 milljörðum íslenskra króna. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra Hitaveitu Suðurnesja, er með öllu óljóst á þessu stigi hveijir hugs- anlegir samstarfsaðilar við verkefn- ið verði og hvernig staðið verði að fjármögnun þess. Ljóst sé að leitað sé erlendra eignaraðila í hópi þeirra sem reynslu og þekkingu hafi á fram- leiðslu af þessu tagi og sé miðað við að verksmiðjan verði að veru- legu eða öllu leyti í eigu slíkra aðila. Rætt hafi verið við fulltrúa nokk- urra stærstu fýrirtækja á markaðn- um, en allar séu þær Viðræður á byijunarstigi. Áhugi Hitaveitu Suð- urnesja á málinu skýrist fýrst og fremst af áhuga á að finna markað fyrir jarðvarma á háhitasvæðinu Reykjanesi. Júlíus og Friðrik Daníelsson árétta að verksmiðjan verði ekki reist nema tryggður sé aðgangur að búnaði sem byggist á fullþróaðri tækni og ekki sé ætlunin að fara á nokkurn hátt út í tilraunastarfsemi í þessum tæknilega erfiða iðnaði. Áfangaskýrsla samstarfshópsins verður væntanlega tilbúin ekki síð- ar en í september og í framhaldi af því verður farið í að meta stöð- una og taka ákvarðanir um fram- hald málsins í ljósi þeirra kosta sem þá þykja liggja fyrir. Af samtölum við fulltrúa í samstarfs- hópnum er þó ljóst að meðal þeirra rík- ir bjartsýni á að út- koman verði já- kvæð. Þess er vænst að það geti skýrst um ára- mót hvort líklegt sé að af fram- kvæmdum geti orðið. Klórí lokuðu kerfi Að sögn Friðriks Daníelssonar efnaverkfræðings er ekki talið að teljandi mengunarhætta fylgi magnesíumframleiðslu. Við fram- leiðsluna falli ekki til þungmálmar né eitruð lífræn efni. Eins og fyrr var lýst verður hins vegar til klór í lokaferli framleiðsl- unnar, sem fer í gegnum hringrás þar sem unnin er úr honum sú salt- sýra sem notuð er til að hvarfa magnesíum hydroxíð í framleiðslu- ferlinu. Klórinn verður í lokuðu kerfi í verksmiðjunni og er að sögn Friðriks ekki talin teljandi hætta á klórleka, enda muni öll hönnun miða af því að tryggja menn gegn slíku. Magnesíum unnið úr skeljasandi úr Faxaflóa ogsjó 25 þúsund tonn svara til um 8,8% af eftir- spurn á Vestur- löndum > Astralir hafa eflt framlög fyrirtækja til rannsókna og þróunarverkefna verulega með skattalegri hvatningu Nauðsynleg nýsköp- un í atvinnulífi Áströlsk stjómvöld hafa góða reynslu af því að örva nýsköpun fyrirtækja með skattalegri hvatn- ingu. Dr. John Bell, ráð- gjafí áströlsku ríkisstjóm- arinnar, kynnti hana á fundi Rannsóknarráðs ís- lands og Útflutningsráðs íslands. Hanna Katrín Friðriksen sat fundinn og ræddi við Dr. Bell. 0 2 4 6 Spánn Ástralia íriand Finnland Japan Danmörk Ítalía Sviss Noregur Kanada Frakkland Austum'ki Nýja Sjáland Holland Þýskaiand Bandarikin Belgía Sviss Bretlnd 8 10 12% 14 Aukning á framlögum einkageirans til rannsókna og þróunarstarfsemi í nokkrum löndum 1981-91 LÍKT og á íslandi byggir at- vinnulíf í Ástralíu á nýt- ingu náttúruafurða. Helstu útflutningsmarkaðir hafa brugðist undanfarin ár og þvi hefur verið þörf á að leita nýrra leiða til að renna stoðum undir atvinnulífið og efla nýsköpun. Lítil fyrirtæki eru áberandi í ástr- ölsku atvinnulífi og þar hefur skort áhuga á þeim rannsóknum og þró- unarstarfi sem nauðsyn hefur verið á til að auka samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum mörkuðum. Áströlsk stjórnvöld hafa verið uppáfinninga- söm í viðleitni sinni til þess að efla áhugann á þessum málum. Skattaleg hvatning til fyrirtækjanna hefur gef- ist best, en frá því að það kerfi var tekið upp um miðjan síðasta áratug hafa fjárframlög fyrirtækja til rann- sókna og þróunarstarfa tvöfaldast. Hvað varðar framlag ríkisstjórn- arinnar til rannsókna og þróunar- starfa er Ástralía fjórða í röð OECD landa að teknu tilliti til landsfram- leiðslu. Þegar litið er til heildarfjár- framlags Ástrala að teknu tilliti til landsframleiðslu er staðan langt frá því að vera eins góð. Ástæðan er léleg frammistaða einkageirans. Jafnvel þótt framlagið þar hafi tvö- faldast á síðastliðnum tíu árum er það enn vel undir meðaltali OECD. Styrkir og lán Efnahagsumhverfið í Ástralíu breyttist verulega um miðjan síðasta áratug,“ sagði Dr. Bell. „Ríkisstjórn- in ákvað þá að lækka tolla og opna hagkerfið. Það leiddi til umtalsverðar endurbyggingar og þvingaði iðnað- inn í Ástralíu til að gerast samkeppn- ishæfari en áður.“ Dr. Bell sagði að fyrir þennan tíma hefðu stjórnvöld um nokkurt skeið reynt að efla fjárframlög fyrirtækja í rannsóknir og þróunarstörf með styrkjum eða lánum. Styrkjakerfið virkaði þannig að rannsóknar og þróunarverkefni sem voru samþykkt af sérstakri nefnd voru greidd til helminga af ríkisstjórnini. Hins veg- ar þurftu fyrirtæki sem fengu þessa styrki að gefa þá upp sem tekjur. Þegar styrkjakerfið var ríkjandi var fyrirtækjaskatturinn 49% og því má segj að í raun hafi styrkur við hvert verkefni numið fjórðungi. „Þrátt fyrir að þetta kerfi hafi verið í gangi í töluverðan tíma tókst ekki að sýna fram á marktækan vöxt í framlagi einkageirans til þró- unar- og rannsóknarstarfa,“ sagði Dr. Bell. Lánafyrirkomulagið, þar sem eingöngu lán til verkefna og rannsókna með jákvæða niðurstöðu þurfti að endurgreiða, jók heldur ekki fjárframlög fyrirtækja til rann- sókna og þróunarverkefna. Dr. John Bell. Skattaleg hvatning Árið 1984 kynnti ástralska ríkisstjórnin þá fyrirætlan sína að taka upp 150% skatta- hvata í þeim tilgangi að auka framlag einka- geirans til rannsóknar- og þróunarstarfa. Það þýddi að fyrirtæki gat lækkað skattskyldar tekjur um 1,50 dollara fyrir hvern dollar sem eytt var í rannsóknir og þróunarstörf. Síðan þetta kerfi var tekið upp hafa rannsóknar- og þróunarstörf í einkageiranum aukist verulega, rúmlega tvöfaldast. „Ef okkur tekst að halda þessum vexti getum við átt von á að ná OECD meðaltalinu fyrir framlag einkageirans til rannsóknar- og þró- unarstarfa árið 2001 eða 2002,“ sagði Dr. Bell. Þeir sem sækja um endurgreiðslu frá skatti vegna fjárfestinga í rann- sóknum og þróunarverkefnum þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, s.s. að leggja að minnsta kosti 20.000 ástr- alska dollara eða 1,8 milljónir ís- lenskra króna, í rannsóknir og þró- unarstörf á ári. Fyrirtæki geta ekki sótt um undanþágu frá skatti vegna rannsókna í þágu annarra aðila og verkefnin verða að fela í sér ákveðna fjárhagslega og tæknilega áhættu. Einnig er ætlast til þess að umsækj- endur tryggi að niðurstöðurnar séu settar fram á venjulegan, söluhæfan hátt og þær gagnist áströlsku efna- hagslífi. Reynslan Frá því að ástralska ríkisstjórnin hóf að hvetja fyrirtæki til þess að leggja fé í rannsóknir og þróunar- störf með endurgreiðslu skatta hefur ástralska skattkerfið tekið ákveðn- um breytingum. Þar ber helst að nefna að tekjuskattur fyrirtækja hefur lækkað í nokkrum stökkum úr 46% í 33%. Þarmeð hefur hvati fyrirtækja minnkað, en það er at- hyglivert að þrátt fyrir þessa breyt- ingu og fleiri, sem alla jafna hafa dregið úr hagræði fyrirtækja af því að leggja fjármagn í rannsóknir og þróunarstörf, hefur framlag einka- geirans til slíkra verkefna haldið áfram að vaxa. Dr. Bell sagði að í kjölfar breyt- inga á skattakerfinu í Ástralíu hefði verið þrýstingur á stjómvöld á að auka tilslakanirnar í 200%. „í sum- um löndum í kringum okkur, til dæmis í Singapore, eru þær 200% og þar er fyrirtækjaskattur sá sami og hjá okkur. Við erum hins vegar samhliða. á þeirri skoðun að það sé engin ástæða til þess að hækka hlutfallið á meðan vöxturinn heidur áfram,“ sagði hann. Dr. Bell sagði helsta gallann við umrætt hvatakerfi að það væri ekki nógu gagnlegt fyrir nýstofnuð fyrirtæki né gagnaðist fyrirtækjum í taprekstri. Þó hægt væri að færa skattalegt tap væru slík fyrirtæki venjulega í fjárþörf og líklegri til þess að nýta sér styrkjakerfi. Þess vegna væri það rekið Endurgreitt á 2-3 árum „íslenska hagkerfið er svipað því ástralska að því leyti að það er til- tölulega einhæft og útflutningurinn þar af leiðandi. Út frá reynslu okkar fullyrði ég að þetta kerfi, endur- greiðsla skatta vegna rannsókna og þróunarstarfa, myndi auka fjöl- breytnina í íslensku atvinnulífí og gera það samkeppnishæfara.“ Aðspurður um áhrif kerfisins á skatttekjur ástralskra stjórnvalda sagðist Dr. Bell álíta að þær hefðu aukist. „Á síðasta ári endurgreiddu stjómvöld í Ástralíu fyrirtækjum um 400 milljónir ástralskra dollara eða sem svarar um 35 milljörðum ís- lenskra króna. Þó stjórnvöld hafi fengið þetta minni skatttekjur sýnir reynsla undanfarinna ára að á næstu 2-3 árum munu þau fá til baka rúm- lega þá upphæð frá fyrirtækjum sem hafa hagnast af verkefnum sínum og fært út kvíarnar. Þó emm til undantekningar, til dæmis í lyfja- framleiðslu sem tekur langan tíma í þróun,“ sagði hann. „Með þessu' emm við í raun að fjárfesta í framtíð- inni. Ef við gerum það ekki munu framtíðarskatttekjur okkar dragast saman.“ Dr. Bell sagði það misjafnt eftir atvinnugrefnum hvað æskilegt væri að fyrirtæki eyddu stómm hluta veltu sinnar í rannsóknir og þróunarstörf. „Við höfum tekið hverja atvinnugrein fyrir sig og borið saman við meðaltal OECD landa. Til þess að ná takmark- inu, það er meðaltali OECD, fyrir árið 2001 eða 2002 þarf að viðhalda hröðum vexti og það verður erfítt. Þróunin undanfarinn áratug gefur okkur þó ástæðu til bjartsýni," sagði Dr. Bell. „Ég hlakka til þess tíma þegar fjárframlög fyrirtækja í rann- sóknir og þróunarstörf verða svo há að stjómvöld hafa ekki lengur efni á að veita þeim skattalega hvatningu og geta réttlætt breytingu yfír í önn- ur þróaðri kerfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.