Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jón Þ. Árnason Lífríki og1 lífshættir CXXX „Misræmið milli tækniframfara okkar og vanhæfni á stjórnmálasviðinu hrópar nú til himins. Það er svo augljóst, að yfir því hljótum við að skellihlæja eða bresta í grát.“ - Arnold J. Toynbee (1889-1975), enskur sagnfræðingnr og söguheimspekingur. ÞAR SEM 1 stendur í dag, þyrftu 2 að standa árið 2057 þótt hundraðshlutfall mannfjölgunar hækkaði ekki. Yonlaus stríðsrekstur Enginn hagvöxtur Þverrandi forði Ráð Schweitzers AÐ MEÐALTALI fæðast 274 mannverur og 97 deyja sérhveija mínútu á jörðinni og fjölgar því um 177, eða um 10.620 á klukku- stund, eða um 254.800 á sólar- hring, eða um röskar 93.000.000 árlega. Nú nemur fjöldi jarðarbúa nálægt 5.800.000.000, og ætti því að hafa náð um 11.600.000.000 árið 2057, eftir rúm 62 ár, og hefði því tvöfaldast að óbreyttum hundraðshluta árlegrar mann- fjölgunar. A næstu 62 árum verður mann- kynið þess vegna að tvöfalda, eða auka um 100%, öll efnisleg verð- mæti sín og fjármuni, lausafé jafnt sem fasteignir til þess einungis að halda í horfínu, verða ekki fá- tækara, ekki svengra, ekki tötra- legra. Hagvöxtur yrði þvi ná- kvæmlega 0. Allt hækkar um 100%. Til þess að fá lifað af, eða bara skrimt, eftir 62 ár, yrði mannkyn- ið því að uppskera tvisvar sinnum meira en nú, og framleiða allt um 100% meira en árið 1995: Við hlið sérhverrar verksmiðju yrði að standa ein ný, samhliða sérhverri götu yrði að vera búið að leggja aðra. Hjá sérhveiju orkuveri yrði nýtt að hafa hafið framleiðslu. Fjöldi vinnustaða og fangelsa, náma og borpalla, skóla og sjúkrahúsa, íþróttahúsa og lögreglustöðva yrði að hafa tvö- faldazt. Ennfremur bílar og búfé, hús og hýbýli, færibönd og skor- steinar, bátar og skip. Tvisvar sinnum fleiri tré yrði að fella og tvisvar sinnum meiri kjarnorku- úrgangi yrði að farga. Tvisvar sinnum meira skolp, skarn og sorp myndi eitra jarðveg, vatns- ból, læki, ár, fljót og stöðuvötn, inn- og úthöf. Loftmengun yrði tvöfalt meiri og tvöfalt meira magni eiturefna yrði stráð og sprautað yfir tún og akra. Loks myndi óendurnýjanlegur hráefna- forði jarðar hafa rýrnað um helm- ing, ýms hráefni raunar gengin til þurrðar, farið að ganga á vara- forðann og e.t.v. þrautavaraforð- ann. Eins og ástand og horfur benda til, sýnist engin leið fær út úr ógöngunum. Manneskjan neyðist til að eitra og arðpína jorðina, ef henni hugnast að ösla fram af við óbreytta hugsunarhætti og lífs- máta, nema eitthvað nú alveg óútreiknanlegt komi til. Þannig kemst hún ekki hálft hænufet í sólarátt, heldur dæmist til að lúta ráðandi óstjóm og úrræðaleysi (Eþíópía, Sómalía og önnur ólán- slönd sízt undanskilin). Sérhvert afturhvarf til lifandi lífs hefst að lokinni hinni ofboðslegu hamfara- sókn manneskjunnar gegn nátt- úruríkinu. Hér að framan hefir ásjónu mannfjölgunarógnarinnar verið lýst að nokkm. En þó sennilega ekki ófiýnilegasta svip hennar. Af of miklum fjölda leiðir óþol- andi þrengsli, kæfandi andrúms- loft. Of mikil þrengsli, skortur á lífsrými og athafnasvigrúmi leiða til örbirgðar, hungurs og ofbeldis. Þau bjóða heim borgarastyijöld- um, stríðum, kjamorkuhelfömm. Gegn umhverfisspjöllum og at- vinnuleysi, gegn húsnæðisleysi og kjamorkuvá, gegn stríðshættu og hungrinu í ógæfuheiminum em daglega famar mótmælagöngur út um víða veröld. Skemmdarverk em unnin, skrílslæti höfð í frammi. Einni ráðstefnu stjómmálakappa og vísindamanna er naumast lok- ið, þegar sú næsta hefst. Klerkar og kennimenn slíta sér út við þind- arlausa ræðustrauma, græningjar og friðarvinir sofna sérhvert kvöld með kreppta hnefa. Hundruð millj- ónir manna líða og þjást. Tugi milljarða kostar skvaldrið og ráða- leysið. „Banvænt líf, mein meina“. Við þetta er helzt að athuga, að hér er að mestu við afleiðinga- atriði að fást. Vissulega bæði stór og mikil. En þau era afkvæmi hins raunvemlega og yfirþyrm- andi skaðvalds, sem enginn mót- mælir, enginn hamast gegn, eng- inn reynir að æpa niður og aðeins djarfir „kynþáttahatarar" hafa á orði: Of margir munnar, of marg- ir magar. „Óleyst," sagði enska skáldið og þjóðfélagsgagnrýnirinn Aldous Huxley (1894-1963), „gerir þetta vandamál öll önnur vandamál óleysanleg.“ Landi hans, rithöfundurinn og vísindamaðurinn C.P. Snow (1905-1980), komst að svipaðri niðurstöðu: „Mannkynssagan hefir aldrei fyrr stillt okkur upp andspænis slíkri hættu.“ Þýzki mannfjöldafræðingurinn Claus Jacobi hnykkir á: „Of margt fólk er krabbamein jarðarinnar. Banvænt líf, mein meina.“ Er mannfjöldi jarðar kominn yfír það hámark, sem hún fær með góðu móti brauðfætt? Margt bendir til þess eins og raun virðist sanna. Einhvers staðar hefi ég lesið, haft eftir merkum vísinda- manni, sem ég man ekki nafnið á í svipinn, að hann sé þegar orðinn allt að 3.000.000.000 of hár. (Hef- ir annars nokkmm komið til hugar að reyna að reikna út, hversu margt fólk Island getur þolað á framfæri sínu? 200.000?). Ef hér er ekki um misminni mitt að ræða, eða offjöldinn væri kannski helm- ingi minni, sem þó samt væri yfr- inn, finnst mér ástæða til að spyija: Hvers vegna veldur viðfangs- efnið ekki meiri ólgu í blóði flestra en koss gamallar piparmeyjar? 1.400.000.000 eftir 24 ár. Astæðan er ekki sérlega lang- sótt. Kynþáttum og kynkvíslum mannkyns fjölgar misjafnlega mikið. Þeim fjölgar gríðarlega í Asíu, Afríku og Mið- og Suður- Ameríku, svo og í Mexíkó, en hins vegar sáralítið - sums staðar ekk- ert, eða jafnvel fækkar - í Evr- ópu. Og alkunna er, að leiðtogar „þróunarþjóða“ umturnast, þegar vakið er máls á að draga þurfí úr barneignum þeirra á meðal. Þeir segja slíkar hugmyndir ekki annað en árás „heimsveldissinna“ á sig og sína og bera vott um útrýmingarhugarfar og þjóðamorð af ótuktarlegasta tagi. Þá hneigir sig allur „mannúðarlýður" og mælir í kór: „Fyrirgefíð, fyrirgef- ið!“. Sú tíð er löngu liðin, að leiðtog- ar Vesturlanda vissu að valdið eitt getur stjórnað, ef nokkuð. Nú gera þeir bara samþykktir um að „gera átök“ og strá út yfirlýsing- um. Annars á ég bágt með að skilja, hverri lukku gæti hugsanlega stýrt, að íbúum svörtu álfunnar héldi áfram að ijölga um 2,9% á ári eins og nú er, og yrðu því orðn- ir röskar 1.400.000.000 árið 2019, eftir 24 ár. Ég hlýt að játa, að mér er fyrirmunað að skilja, hvernig þetta vanbjarga fólk ætti að freista tilverunnar, eða hveijir yrðu líklegastir til að forða því frá hungurdauða. Hins vegar veit ég með þolanlegri vissu, hveijir til þess yrðu ólíklegastir.. Ólýðræðislegar athuganir. Á því leikur enginn efi, að brýna nauðsyn ber til að veita nauð- stöddu Afríkufólki strax og fram- vegis raunhæfan stuðning. Hingað til hafa leiðtogar hins velmegandi heims álitið skyldu sinni og for- ystuábyrgð fullnægt með því að hrinda skjólstæðingum sínum út í hugsunarlaust „frelsi og sjálf- stæði“. Auðvitað er verkefnið ekki auð- velt viðureignar, en áreiðanlega hefði engu spillt og ekkert tafizt, ef reynsla og þekking þýzka lækn- isins, guðfræðingsins, rithöfund- arins, heimspekingsins og friðar- verðlaunaþega Nóbels (1952), Al- berts Schweitzers (1875-1965), sem engum hefír komið til hugar að væna um „kynþáttafordóma", hefðu verið höfð til leiðsagnar. Albert Schweitzer benti fyrir löngu á (í bók sinni Zwischen Wasser und Urwald, Múnchen 1926): „Negrinn er barn, og líkt og við börn, gagnar ekkert nema agi. Þess vegna verðum við að haga umgengnisháttum okkar þannig, að eðlilegt vald mitt njóti sín. Af þeim sökum hefí ég komið á þess- ari reglu: „Ég er bróðir ykkar, svo sannarlega, en ég er eldri bróðir ykkar“.“ Venjulega lýkur alþjóðaráð- stefnum með margra blaðsíðna yfirlýsingum um mikinn vilja til að bæta allt heimsins böl. Því er ósjaldan skotið inn í, að það ætti ekki að reynast allt of erfitt, með þeim fyrirvara þó, „að allt bjarg- ast, ef allir taka höndum saman." Slík undur gætu þó tæplega gerzt.nema að undangengnum all- skrautlegum allsheijaratkvæða- greiðslum nokkurra milljarða kjör- klefakroppa í þeim 192 rílq'um, sem nú teljast sjálfstæð á hnettinum. VIRKA MÖRKINNI 3 (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT), SÍMI 568 7477 Bútasattmsefní Bútasaumsvörur, nýjar bækur, ný fondursníð, nýjar smávörur fýrir bútasaum. . Handunnir silíur og gull stortgripir með íslenskum náttúrusteinum, perlum og demöntum Athugasemd frá Vátryggingafélagi íslands Bændur kaupi ábyrgðartryggingu VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands fer þess á leit við yður vegna skrifa í blaði yðar að eftirfarandi grein eða athugasemd verði birt í blaðinu við fyrsta mögulega tækifæri. Að undanförnu hefur mál Málfríð- ar Þorleifsdóttur verið til umræðu en hún slasaðist alvarlega er hún festist í drifskafti dráttarvélar, sem notuð var sem aflgjafí færibands á heyhleðsluvagni. Vátryggingafélag Islánds hefur þá reglu að fjalla ekki um einstök mál sem til umfjöllunar em hjá félaginu, en í þessu tilviki telur félagið nauðsynlegt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, þar sem um málið hefur verið fjallað í blaðinu. Vátryggingafélag Islands hefur eins og aðrir mikla samúð með Mál- fríði. Það er að mati félagsins ljóst að Málfríður á bótarétt á hendur við- komandi bónda. 'Jafnframt er ljóst, að slys Málfríðar hefði fengist bætt úr sérstakri ábyrgðartryggingu. bænda, hefði hún verið fyrir hendi. Félagið mælir með því við bændur, að þeir kaupi sér sérstaka ábyrgðar- tryggingu vegna atvinnustarfsemi sinnar og í raun hafa flestir þeirra valið þann kost. Sala þessara trygg- inga hefur átt sér stað í samstarfi bændasamtaka og vátryggingafé- laga. Bóndi sá er hér um ræðir hafði, samkvæmt eigin ákvörðun, ekki keypt sér þessa sérstöku ábyrgðar- tryggingu, sem bætt hefði afleiðing- ar þessa slyss. Ekki er við Vátrygg- ingafélag Islands að sakast um það. Skylt er að ábyrgðartryggja drátt- arvélar sem ökutæki samkvæmt ís- lenskum lögum. Slík ábyrgðartrygg- ing nær m.a. til tjóna sem dráttarvél- ar valda þriðja aðila sem ökutæki. í þessu máli hefur héraðsdómur kveðið upp þann úrskurð að Málfríði beri bætur úr ábyrgðartryggingu dráttar- vélarinnar, en hún var skyldu- ábyrgðartryggð hjá Vátryggingafé- lagi Islands. Að mati Vátryggingafé- lags Islands er hér um ræða vemlega breytingu frá fyrri skilningi á því hvað telst ökutæki í notkun sam- kvæmt umferðarlögum og því nauð- synlegt að fá álit Hæstaréttar á þess- ari breyttu túlkun. Niðurstaða Hæstaréttar hefur ekki aðeins áhrif í þessu máli heldur einnig í öðmm sambærilegum málum og getur kom- ið í veg fyrir ágreining síðar. Vátryggingafélag íslands vill jafn- framt nota þetta tækifæri og benda á að ekki er skylt að ábyrgð- artryggja vinnuvélar. Hætt er við að óvátryggðar vinnuvélar séu víða í notkun. Nauðsynlegt er að Alþingi taki á þeim málum. Pétur Már Jónsson, deildarstjóri tjónadeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.