Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 35 vinátta milli okkar Friðriks og eig- inkvenna okkar, og gott hefir verið að eiga þau hjón að vinum. Alltaf hefir okkur verið tekið á sama hátt á hinu stórmyndarlega heimili þeirra Friðriks og Öldu á Hólavegi 4, hlýlega og hjartanlega, og alltaf hefir verið gott að finnast, rifja upp liðna daga og ræða nýja daga og ókomna. Andinn þar innan veggja er alltaf jafn-notalegur, viðmótið alltaf jafn-elskulegt í látleysi sínu og einlægni. Þau hjón hafa alltaf kunnað listina að láta gestum sínum líða vel. Þó hafa þau sennilega aldr- ei þurft að læra þá list, hún kemur að innan, fylgir þeim. Hugur Friðriks var ekki allur bundinn skólastarfi og fræðaiðkun. Hann var líka mikill bóndi og stóð öðrum fæti í sveitinni. Hann hafði yndi af búskap, ekki síst hesta- mennsku og hrossarækt. Eftir að hann lét af skólastjórn, fékk hann meiri tíma en áður til að láta það eftir sér að fást við þessa eftirlætis- iðju, og honum leið vel. En svo kom kallið nokkuð skyndi- lega, kvaðning til annars heims og annarrra verkefna. Við treystum því, að allt leiði til góðs, þó að við skiljum það ekki, og vel sé fyrir öllu séð, þó að við sjáum ekki leið- ina fram undan. Svo mikið er víst, að sá góði drengur, Friðrik L. Mar- geirsson, lætur eftir sig margar ljúfar og kærar minningar. Þær eru allar á eina lund, og fyrir þær erum við öll þakklát. Við Ellen sendum Öldu, bömum þeirra Friðriks og fjölskyldum þeirra svo og systkinum hans ein- lægar samúðarkveðjur á saknaðar- stund. Vini vorum fylgir þökk og bæn um fararheill. Sverrir Pálsson. Að loknum erfiðum vetri og þeg- ar kalt vor hefur látið undan hlýjum sumarvindum þá kveðjum við Frið- rik Margeirs. Fráfall hans var skyndilegt, einhver slappleiki gerði vart við sig en ekki var of mikið úr þvi gert, heldur gengið til verka og hestarnir fengu sína vanalegu umhugsun. En undan var ekki kom- ist og eftir stutta sjúkrahúsvist kvaddi Friðrik þennan heim. Ferill hans sem skólastjóri hér á Krók var langur og var undirritaður þess aðnjótandi að stunda þar nám undir hans stjóm. Var borin virðing fyrir skólastjóranum og eftir því' tekið að skólastjórinn bar virðingu fyrfir nemendum og því var stjórn hans farsæl og árangursrík. Allt frá barnæsku mun Friðrik hafa haft yndi af hestum og vom þeir honum einkar hugfólgnir alla tíð. Var hann félagi í hestamanna- félaginu Léttfeta yfir 40 ár, veitti reiðskóla félagsins forstöðu til margra ára og gegndi formanns- hlutverki á sjöunda áratugnum. Eftir að hann lét af embætti skólastjóra vegna aldurs, þá gafst betri tími til að sinna hestamennsk- unni. Og það var svo sannarlega gert. Það var farið í ferðir, tamið og hrossarækt stunduð af smekk- vísi. Allt það stúss sem fylgir hesta- haldi var samviskusamlega unnið svo eftir var tekið. Alla tíð átti hann góða hesta og vissi vel hvað góður hestur var. í ekki stærra samfélagi en sam- félagi hestamanna hér á Krók þá skilur Friðrik eftir sig skarð, en minningin er skýr. Minningar frá ferðum, göngum og réttum, spjalli við hesthúshornið og skýr er sú mynd í huga mér, þegar við mættumst dag eftir dag í vetur, báðir við tamningar í norð- an hríðarveðrum og ég undraðist kraft, þinn og áhuga sem margur yngri maðurinn mátti öfunda þig af. Við Léttfetafélagar þökkum að hafa haft þig svo lengi með okkur í leik og starfi og erum þess fullviss- ir að hinum megin leggir þú á gæðingana Léttfeta og Goða og sláir hvergi af. Öldu, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd hestamannafélagsins Léttfeta, Guðmundur Sveinsson. AÐALSTEINN TRYGGVASON + Aðalsteinn Tryggvason fæddist í Reykjavík 31. júlí 1913. Hann lést í Reykjavík 14. júni síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. júní. AÐALSTEINI föður- bróður mínum var gef- ið ríkulega af þeirri náðargáfu sem iðju- semin er. Hans lífsvið- horf var, að það sem ekki starfar, það visnar og deyr. Þegar hjartað skyndilega gaf sig var hann ennþá í fullu starfi við iðn sína á áttugasta og öðru aldursári. Nýlega þegar hann kom til að hjálpa mér að festa upp ljós, settumst við niður og hann sagði mér frá lífs- hlaupi sínu. Hversu stoltur hann var þegar hann kom ellefu ára gam- all til móður sinnar og sagðist vera búinn að ráða sig í vinnu í reiðhjóla- leigu Valda rakara. Og hvemig hann á námsárunum bar stálrör í búntum neðan úr Hafnarstræti upp í Þjóðleikhús. Hann sagði mér frá fýrstu rafstöðinni sem hann setti upp á Hvammstanga, en hún var sex kílóvött og lýsti upp fjölda húsa, og frá átján kílóvatta kaffikönnu sem hann setti nýlega upp hjá einu stórfyrirtækinu, sem eyddi þrefalt því sem rafstöðin framleiddi forð- um. Þannig breyttust tímarnir, en Alli var alltaf samur. Hann var einn af þessum föstu punktum tilverunn- ar sem maður á erfitt með að sætta sig við að geti raskast. Sú dapur- lega staðreynd að hann er ekki lengur í okkar hópi, minnir okkur á það miskunnarleysi tímans að öllu verður breytt og öll skulum við ganga þennan veg. Frá heimili þeirra Siggu á Guð- rúnargötunni á ég margar góðar bernskuminningar og margt er þar enn óbreytt frá fyrri tíð, því Alli var ekki að safna kringum sig prjáli, heldur nytsömum hlutum og góðum vinum. Hann ætlaðist ekki til mik- illa launa fyrir atorkusemina. Hans laun voru starfið sjálft. Hann uppskar það að vera harmaður af góðri fjölskyldu og mörgum vinum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þennan einstaka frænda og óska velfarnaðar hans góðu konu og myndarlegu fjölskyldu. Helgi Kristbjarnarson. Nú er horfmn af sjónarsviðinu ein af litríkari persónum í rafverktaka- stéttinni og í félagsskap okkar raf- verktaka. Um Aðalstein Tryggvason hefði verið hægt að segja að hann var í blóma lífsins þegar hann féll frá þó svo að hann væri á 82. aldurs- ári. Hann var starfandi sem löggiltur rafverktaki af fullum krafti og hefðu margir yngri menn mátt sín lítils í samanburði við hann, slík var eljan og dugnaðurinn. Hann var kvikur í hugsun og hreyfingum og stutt var í glaðværðina og grallaraskapinn. Heiðarlegur fram í fingurgóma og skuldaði engum neitt. Aðalsteinn nam rafvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk svein- prófi árið 1934 en meistari hans var Hafliði Gíslason. Meistarabréf fékk hann 1940 og rafverktakaleyfi árið 1951. Hinn 18. febrúar 1958 gerðist hann félagsmaður í Félagi löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík (FLRR) og var alla tíð síðan virkur félagi og gengdi einstaka trúnaðar- störfum fyrir rafverktaka þó svo að hann tæki ekki beinan þátt í stjórn- unarstörfum. Hann var m.a. félags- kjörinn endurskoðandi á árunum 1960-1965. Oft kom hann við á hjá okkur starfsfólki Landssambands ís- lenskra rafverktaka (LÍR) og hafði þá oft meðferðis einhvern fróðleik. Eitt sinn sem oftar kom hann og rétti okkur blað og segir „hafið þið séð þetta“. Það höfðum við ekki gert en þá var hann kominn með samning milli Félags löggiltra rafvirkja í Reykjavík og Rafvirkjafélags Reykja- víkur frá 1. maí 1935 og uppmælingartaxta rafvikjameistara frá 7. september 1995. Þetta, sagði hann, er líklega fýrsti akkorðstaxtinn sem gerður var. Nú fyrir nokkrum vikum kom hann fær- andi hendi, með enn einn • samninginn, frá 1942, og stoppaði stutt við að venju. En þegar hann gekk út úr dyrun- um sagði hann. „Ég á 65 ára starfsafmæli 1. október nk.“ Það fékk mann til að hugsa um að ef hann hefði nú starfað samkv. 95 ára reglu opinberra starfsmanna þá hefði hann verið búinn að starfa í 147 ár eða 52 árum fram yfir þessa frægu starfslokareglu. Fjölmargar skemmtilegar sögur væri hægt að segja af Aðalsteini, eða Alla Tryggva eins og hann var kall- aður, en of langt mál væri að segja frá hér en ein saga er dæmigerð fyrir hann og verður hún látin fljóta með. Þannig var að Aðalsteinn sá um viðhald i Laugardalshöllinni og fyrir aðeins nokkrum árum var kom- ið að honum þar sem hann stóð á stillans upp undir rjáfri hallarinnar. Hvað ert þú að gera þama upp mað- ur ertu vitlaus, af hverju lætur þú ekki strákana þína gera þetta? var spurt. Þeir þora ekki upp, svaraði Alli Tryggva að bragði. Við félagar hans í Landssambandi íslenskra rafverktaka viljum með þessum fátæklegu orðum kveðja góð- an félaga og þakka fyrir góð og traust viðkynni. Eiginkonu hans, Sig- ríði Þorláksdóttur, svo og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Pálsson, formaður LIR. Kveðja frá stjórn og starfs- fólki Norræna hússins Nú hefur hann Aðalsteinn kvatt okkur í síðasta sinn. Áður en hann fór í fríið til Spánar, kom hann í Norræna húsið að líta eftir eins og svo oft áður og við glöddumst með honum yfir því að nú fengi hann að hvíla sig með fjölskyldunni, enda kominn tími til að hann tæki sér gott frí. Við vorum farin að hlakka til að fá ferðasöguna þegar hann kæmi til baka og það varð okkur mikið áfallt að frétta andlát hans. Það er mikil guðsgjöf að fá að kynn- ast mönnum eins og Aðalsteini Tryggvasyni. Við starfsfólkið í Nor- ræna húsinu höfum í gegnum árin haft mikil samskipti við Aðalstein og öll hafa þau verið góð. Það var svo notalegt að spjalla við hann, fá hann til að segja okkur frá hvemig lífið gekk fyrir sig þegar hann var ungur. Fá góð ráð um ýmislegt og þá ekki endilega rafmagnsráðgjöf. Hann var svo fróður og áhugamálin mörg og margvísleg. Hann var ósínkur á tíma sinn fyrir aðra, en við höfum grun um að hann hafi verið sparsamur í því að útbúa reikn- inga fyrir þann sama tíma. Við höf- um oft talað um það hvað Aðalsteinn væri f raun og veru ungur þó að árin væru orðin mörg. Það var með ólíkindum hvað hann fylgdist vel með tímanum og nýjustu tækninni. Þetta sannaðist áþreifanlega þegar Nor- ræna húsið var tövluvætt fyrir örfá- um árum og Aðalsteinn stjórnaði þeim aðgerðum af miklum skörungs- skap og hagsýni. Honum þótti vænt um Norræna húsið og lét sér annt um það á alla lund, enda búinn að fylgjast með því frá því að það var á teikniborðinu. Hann sá um allar raflagnir meðan húsið var í byggingu og allar götur síðan. Á þessari stund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst svo góðum manni sem Aðalsteini Tryggvasyni. Við sendum konu hans og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. SIGRIÐUR (DOLLA) SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Sig- urðardóttir var fædd í Reykjavík hinn 15. febrúar 1923. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 16. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Stefáns- dóttir saumakona og Sigurður Ág- ústsson óðalsbóndi á Höfn í Húna- vatnssýslu. Sigríð- ur ólst upp í Reykjavík og lauk námi frá Verslun- arskóla íslands og Húsmæðra- skólanum á ísafirði. Hún starf- aði hjá Skóverslun Péturs Andréssonar á Laugavegi 17 í mörg ár. Sigríður var tvígift. Með í DAG er til moldar borin elskuleg vinkona mín, Dolla, eins og hún var ávallt kölluð. Ég kynnist Dollu fyrst heima á ísafirði, þegar hún kom þangað í Húsmæðraskólann, og hélt vinskapur okkar áfram þegar ég kom til Reykjavíkur og við urðum bekkjarsystur í Verslun- arskóla íslands. Á þeim árum bundumst við sönnum tryggðar- böndum. Þegar ég eignaðist dóttur mína fyrir rúmum 46 árum aðstoð- aði Dolla við fæðinguna og var það ekki alvanalegt á þeim tímum. Margs er að minnast frá rúmlega hálfrar aldar vinskap sem aldrei bar skugga á. Á okkar yngri árum ferðuðumst við mikið saman til útlanda og seinna bættist Friðrik eða Iddi, eins og hann er kallaður af vinum sínum í ferðahópinn okk- ar. Höfðum við samband nær dag- fyrri manni sínum, Baldvini Baldvins- syni, átti hún einn son, Þórarin. Hann er búsettur í Lund- únum ásamt enskri konu sinni Margar- eth og syni þeirra, Friðriki Óðni. Þór- arinn og Margar- eth reka þar ball- ettskóla, en Friðrik »"* Óðinn er flautu- leikari. Seinni mað- ur Sigríðar var Friðrik Guðmunds- son frá ísafirði. Hann var einnig tvígiftur og átti tvö börn, Gylfa og Guðbjörgu, með fyrri konu sinni sem hann missti. Útför Sigriðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. lega hvor við aðra í rúm 55 ár. Aldrei gleymast þær ljúfu minn- ingar sem við Dolla áttum í öll þessi ár. Finnst mér mikið frá mér tekið þegar Dolla er í burtu kvödd, það skarð verður aldrei aftur fyllt. Éig- inmanni hennar, sem stóð við hlið hennar í öllum hennar veikindum og sýndi henni ástúð og um- hyggju, votta ég mína dýpstu sam- úð, missir hans er sár og mikill. Einnig votta ég þér, Þórir minn, syni og Margareth samúð mína og einnig Gylfa og Guðbjörgu og hennar fjölskyldu. Ég kveð þig, elsku vinkona míny, og bið Guð að varðveita þig og blessa. Einnig bið ég góðan Guð að styrkja Idda í hans miklu sorg og söknuði. Ásthildur Ólafsdóttir. t Faðir minn, JÓN GÍSLASON fyrrv. póstfulltrúi og fraeðimaður frá Stóru-Reykjum i Flóa, andaðist á Ljósheimum, Selfossi, 25. júní. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Þorri. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞRÖSTUR ANTONSSON, Grænugötu 12, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn 29. júní kl. 13.30. Áslaug Sigurjónsdóttir, Sigríður Dagný Þrastardóttir, Birgir Þór Þrastarson, Davíð Ómar Þorsteinsson, Anton Gunnlaugsson, Jóna Kristjánsson, og systkini hins látna. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og dóttir, ■ ÓLÖF HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR, Sunnubraut 19, Keflavik, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd systkina og annarra vanda- manna, Einar Júliusson, Vilborg Einarsdóttir, Þórólfur Beck, Halldóra Einarsdóttir, María Ragna Einarsdóttir, Ólöf Hafdís Einarsdóttir, María G. Guðmundsdóttir, Ragnar Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.