Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR + Leopoldína Bjarnadóttir fæddist á Bæ í Tré- kyllisvík á Strönd- um 26. október 1918. Hún lést á Borgarspítalanum 8. júní síðastliðinn og fór útför henn- ar fram 16. júní. , f HÚN POLLA mág- 1 kona mín er látin. Hún hefur orðið undir í glí- munni við illskeyttan sjúkdóm. Reyndar hét hún Halldóra Kristín Leopoldína, en Polla var nafnið sem fylgdi henni alls staðar meðal vina henn- ar og þeir voru margir. Hún var þannig hún Polla, að fólk laðaðist að henni, vegna lífsgleði hennar og hlýju, einkum til allra þeirra sem minna máttu sín. Á fyrstu árum stríðsins mikla hófu þau búskap sinn, nýgift, Magnús Björn Pétursson og Leó- poldína Bjamadóttir í lítilli risíbúð að Vitastíg 10 í Reykjavík. Það þætti ef til vill ekki merkileg íbúð nú til dags, en þama var þó alltaf pláss fyrir vini og skyldmenni sem komu utan af landi til Reykjavík- ur, einhverra erinda. Það var sannarlega oft gestkvæmt hjá ungu hjónunum. Magnús var sjó- maður og sigldi með físk til Eng- lands öll stríðsárin, lengst sem kyndari á togaranum Belgaum. Nærri má geta að oft hefur ungu húsfreyjunni ekki verið rótt, þegar ^fréttir bárust af skiptöpum og átökum á hafínu, enda má segja að Magnús hafí sloppið naum- lega.Hann var skipverji á 1/v Pét- ursey, þar sem elsti bróðirinn var stýrimaður og skipstjórinn náinn Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjonusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LUFTLEIÖIR frændi. Þeim fannst of mikil áhætta að vera svona margir úr sömu fjölskyldu sam- an á skipi og því var Magnús látinn fara í land, þegar Péturseyj- an lagði af stað í sína hinstu för. En Polla átti staðfasta og ein- læga trú, sem hún fékk í vöggugjöf. Reyndar átti hún dýr- grip, sem fylgdi henni alla tíð, litla bók sem móðir hennar gaf henni áritaða, í tannfé. Daglegt ljós, heitir þessi bók og hún inni- heldur vandlega valdar ritningar- greinar til daglegra nota. Vafa- laust hefur Polla sótt þangað styrk, þegar frumburður þeirra, lítil falleg stúlka, Sigrún Elín, dó aðeins fárra mánaða gömul. En eftir skúr kemur skin og 20. júní 1944 fæddist þeim nýr sólargeisli sem þau nefndu Sigríði Ellu. Svo ijölgaði í fjölskyldunni, Bjarni Pét- ur 1948, Hallgrímur Þorsteinn 1949, Karl Smári 1952 og að lok- um Sigrún Kristín 1956. Magnús hætti til sjós um miðjan 6. áratug- inn og nokkrum árum seinna tók hann að sér umsjón með íþrótta- húsi Háskóla íslands og Háskóla- görðunum á sumrin. Þetta starf gátu þau annast bæði og þeim fórst það vel úr hendi og þar vann Polla fram á síðasta ár. Polla hafði unnið við sauma áður en hún gift- ist og oft drýgði hún tekjur heim- ilisins með saumaskap, því allt slíkt lék í höndum hennar. Eins og nærri má geta var basl- ið oft ærið, við að koma bömunum á legg og búa fjölskyldunni varan- legt heimili. Þau voru samtaka hjónin í baráttunni og erfiðleikam- ir hvöttu þau frekar til dáða en að letja. Þau höfðu hvomgt átt þess kost að afla sér skólamennt- unar, en bæði voru þau góðum gáfum gædd. Það varð metnaðar- mál að bömin skyldu fá alla þá menntun sem þau kysu, annað varð að víkja. Þetta tókst með samhentu átaki allrar fjölskyld- unnar. Bömin urðu öll mannkosta fólk vel menntuð til að takast á við lífið og kröfur þess. Aftur var mikill harmur kveðinn að þeim hjónum þegar yngsti sonurinn ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Vandaðir ícgstdnar Varanítg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. Islenskur efnlviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- Jiggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. H ÍS. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 * SÍMI 557 6677 Karl Smári fórst af slysfömm að- eins tæplega tuttugu og tveggja ára gamall. Þau létu ekki sorgina buga sig en héldu ótrauð áfram að stuðla að velferð bama sinna. Magnús lést 15. desember 1985, en þá höfðu þau skömmu áður flutt í nýja fallega húsið sitt á Þrastar- götunni. Þeir sem þekktu Pollu vissu að hún var mikil trúmann- eskja og þeir vissu líka að það var eins og hún gæti séð fyrir óorðna hluti. Trúin var henni alla tíð mik- ill styrkur, ekki síst hin síðari árin. Þeim fækkar nú óðum sem ól- ust upp við hina gömlu íslensku menningu, þar sem ljóð voru höfð fyrir bömunum og hvers konar þjóðlegur fróðleikur var eðlilegur hluti af uppeldi barnsins. Hún Polla kunni ósköpin öll af ljóðum og lausavísum, gömlum leikjum og gátum. Söngelsk var hún og hafði háa bjarta rödd. Ef hún Polla hefði verið uppi á söguöld, efa ég ekki að hún væri þar talin til kvenskörunga, eins og mikil- hæfar konur vom nefndar. Ég votta börnum hennar og öðrum niðjum og ættingjum mína dýpstu samúð. Óskar Magnússon. Þegar ég var aðeins lítil hnáta, sex ára gömul, flutti ég úr grónu hverfí í Reykjavík - úr húsi afa og ömmu - suður í Kópavog þar sem byggð var rétt að hefjast. Mér leist ekki meira en svo á þessi umskipti í mínu lífí, þótti best að vera í ömmu- og afahúsi þar sem ég gat rambað inn og út að vild. Nýja húsið í Kópavoginum var stórt tveggja hæða hús og pabbi minn var að byggja það með bróð- ur sínum og í því áttum við að búa saman tvær fjölskyldur, á sitt hvorri hæðinni. Um það leyti sem við svo fluttum létust bæði amma mín og afí með skömmu millibili og segja má að ég hafí í sálu minni skipað þau Magnús föðurbróður minn og Leopoldínu konuna hans í þau ábyrgðarmiklu hlutverk að taka við af ömmu og afa. Á neðri hæðinni var alltaf mikið í deiglunni, ég var yngst í húsinu og naut góðs af því þar sem ég var ávallt aufúsugestur og gat fylgst með ferðum og ævintýrum stálpaðra frændsystkina minna. Yfír börnunum: Sigríði Ellu, Hall- grími, Bjarna, Karli og Sigrúnu, kærustum þeirra, vinum og vanda- mönnum ríktu þau Maggi og Polla og voru miðjan í þeirri hringiðu sem fjölmennt heimili þeirra ásamt gestkomandi var í mínum augum. „Niðri“ gerðust atburðir sem sí- fellt komu mér á óvart og fólu í sér slíka dulmögnun, fyrir mig barnið, að ég hef alla tíð verið þess fullviss að Polla væri í nán- ari tengslum við almættið heldur en við hin. Stundum var hún að sjóða jurtaseið í stórum potti, í eldhúsinu stóðu bollar á hvolfi á miðstöðvarofninum svo hægt væri að spá í þá og hún var óþreytandi við að leggja spil fyrir ástsjúkar unglingsstúlkur sem vita vildu hvað framtíðin bæri í skauti sér. Á milli þess sem hún hlæjandi sinnti þessum andlegu spuming- um, saumaði hún og hannaði húf- ur og fleira úr gæruskinnum og ég gat verið þess viss að ef Sigrún frænka mín fékk nýja húfu þá Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum fékk ég líka húfu - og líkast til þá sem ég hafði verið óspör á að lofa yfir öxlina á henni við sauma- skapinn. Það var Polla sem var allra manna flinkust í að spila kleppara og lét sig hafa það að bjóða yngsta íbúa hússins í slag. Það var Polla sem hoppaði með mér á öðrum fæti rangsælis í kringum húsið á nýársnótt og kenndi mér þulu svo góður andi mætti ríkja í húsinu. Það var Polla, með sína feikna söngrödd, sem ekki þreyttist á því að hlusta á mig syngja þó ég héldi varla lagi, - og það var hún sem ég hét á svo mér gengi vel í prófum. Magnús frændi minn, sem lengi var húsvörður í íþróttahúsi Há- skólans, var einnig umsjónarmað- ur hágkólalóðanna á sumrin. Þar stigu flest ungmenni í fjölskyld- unni sín fyrstu spor út í atvinnulíf- ið. Mér var það mikið kappsmál að komast sem fyrst í lóðavinn- una, fannst það vera eins konar manndómsvígsla, ekki ómerkari en ferming. Áður en að því kom fékk ég stöku sinnum að fara með Magnúsi, ásamt mér eldri krökk- um á jeppanum hans í vinnuna og sópa stétt eða vökva blóm dag- stund. Mér fannst mikið til þess koma að fá kúst í hendur og sópa mold undan fótum háskólaborgara sem ég var sannfærð um ekki höfðu sömu tilfinningu fyrir blómabeðum og bjarkartijám og ég og Magnús. Magnúsi var það nefnilega í lófa lagið að tala við mig átta ára, um mikilvægi þess að sópa gangstéttar rétt, sem værum við samheijar og jafningjar. Það var ýmislegt sem gerðist í stóra húsinu í Kópavoginum líkt og á flestum heimilum; það voru skollaleikir í kjallaranum, samein- ast yfír eina sjónvarpstækinu í húsinu hjá okkur á efri hæðinni, börn fermd og útskrifuð sem stúd- entar, trúlofanir, giftingar, bams- fæðingar og dauðsföll. í stuttu máli gerðist flest það sem samein- ar fólk í gleði og sorg. Minnisstæð atvik eru óteljandi og sum þeirra hreint kostuleg, en þó stundum hafi gengið á ýmsu og margt ver- ið látið fjúka í gamni og alvöru er það sem eftir stendur í minning- unni þó fyrst og fremst tilfinning fyrir samstöðu, velvilja og hlýhug stórbrotins fólks. Nú þegr þau eru bæði horfín á braut, Magnús og Polla, verða óhjákvæmilega þau skil þar sem fortíðin er ekki leng- ur hluti af nútíðinni nema að því leyti sem hún hefur mótað okkur sem eftir stöndum. Fyrir hönd okkar allra á efri hæðinni; Bjarna, Ingvars Amar og foreldra okkar, færi ég frænd- systkinum mínum „niðri“ hjartan- legar samúðarkveðjur, um leið og við minnumst öll liðinna ánægju- stunda heima á „Nýbó“. Fríða Björk Ingvarsdóttir. Hún elsku Polla amma okkar er látin. Orðatiltækið segir að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en í okkar augum er það ekki svo um hana ömmu okkar. Þar vissum við svo sannarlega hvað við áttum þegar við misstum. Það er margt sem rifjast upp þegar við byijum að hugsa um ömmu Pollu. Koma þá sérstaklega upp margar minningar tengdar íþróttahúsi Háskólans, þar sem bæði afí Maggi heitinn og amma Polla unnu lengi. Oftar en ekki styttu þau okkur krökkunum stundirnar þar á aðfangadag eða -gamlársdag. Okkur leið alltaf einstaklega vel hjá ömmu og afa, því þau voru alltaf svo barngóð og þótti vænt um alla. Þessi síðustu ár á Þrastargöt- unni með ömmu Pollu lifa vel í minningunni hjá okkur, enda má segja að við krakkarnir hefðum annan fótinn þar. Þegar tvö af okkvir systkinunum byijuðu í Há- skólanum bjó annað þar en hitt mætti reglulega í mat. Segja má orðið mat aftur, því það kom eng- inn svangur án þess að fara full- mettur út og það eru orð að sönnu. Amma Polla var söngelsk mann- eskja, enda fylgir það ættinni. Hún kunni aragrúa af vísum sem hún söng eða flutti fyrir okkur hvenær sem er okkur til mikillar ánægju. Hún var hláturmild og kát og allt- af til í að gera sér glaðan dag, lífskrafturinn geislaði af henni og fengu margir að njóta hans. Stað- föst var hún einnig og fór ekki leynt með skoðanir sínar á ýmsum hlutum. Svona gætum við endalaust haldið áfram að skrifa um hana Pollu ömmu okkar, en þetta lýsir henni kannski best. Vonum við svo sannarlega og reyndar vitum við það að Guð sér um sína og ef ein- hver hefur átt eitthvað inni hjá Guði þá var það hún amma Polla okkar. Við munum sakna hennar mikið en góðar minningar um hana lifa lengi í hjörtum okkar allra. Börnin á Reykhólum. Orð verða fátækleg þegar skrifa á um konu eins og hún Polla móðursystir okkar var. Hún var skemmtileg og hjálpf- ús, handlagin til allra verka, og fróðleiksbrunnur ljóða, en um fram allt var hún góð kona. Við systurbörn hennar minn- umst hennar með þakklæti fyrir alla hennar hlýju og góðvild okkur til handa. Við minnumst æskuár- anna þegar við komum t.il Reykja- víkur og fengum að gista hjá 'henni. Þar var alltaf opið hús hvernig sem stóð á og margar bæjarferðirnar fór hún með okkur til að versla. Við minnumst þess líka hversu gaman það var að fá hana og fjöl- skylduna í heimsókn í sveitina. Þá var glatt á hjalla, sérstaklega hjá þeim systrunum. Þegar þær voru að minnast æskuáranna glumdu við hlátrasköllin, því frásagnar- gleði þeirra var mikil. Sögur af dansleikjum, þar sem dansað var alla nóttina, hljómuðu ótrúlega þegar litið var á þá stað- reynd að þetta var að vetrarlagi, þriggja tíma gangur hvora leið og þegar heim var komið var gengið beint til verka. Ótrúlegar sögur af uppátækjum þeirra í bemsku gerðu okkur það ljóst að lífshamingja er ekki fólgin í veraldlegum auði eins og sjónvarpi og nútímatækjum heldur lífsgleði og að mæta erfíð- leikunum á jákvæðan hátt. Þegar við svo fórum á ættarmót á Strandirnar naut Polla sín svo sannarlega, hún bretti upp skálm- arnar og óð út í sjóinn, geislandi af hamingju yfir því að vera aftur í fjömnni sinni og lék á als oddi. Polla gaf sér alltaf tíma til að taka þátt í merkisatburðum í lífi okkar systkinanna, svo sem við skírnir, fermingar og giftingar. Margar myndir eru til af henni sitjandi með börnin í skírnarkjól þegar hún mggaði þeim í svefn, því þau máttu ekki fara úr kjólnum fyrr en þau hefðu sofið í honum. Þegar einhver í fjölskyldunni var að fara í erfið próf var hringt í Pollu og hún beðin um fyrirbæn- ir og það var eins og Polla hefði betri sambönd en aðrir þegar bæn- in var annars vegar. Stundum þegar mikið bjátaði á var leitað til hennar og hún tók upp spilin og spáði fyrir okkur og alltaf var farið bjartsýnni af henn- ar fundi. Polla vr bænheit kona og mörg vom þau sjúkrabeðin sem hún sat við og hughreysti aðra með bænum og fögrum orðum. Polla og Magnús voru samhent hjón og börnin þeirra bera þess best vitni hversu mikla alúð þau hlutu í föðurhúsum. Við sendum börnum og fjöl- skyldu Pollu okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Systurbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.