Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 41 I I I I ( < ( < ( < < ( < < ( l FRETTIR SÁLIN hans Jóns míns. Ný plata frá Sálinni hans Jóns míns ÚT ER komin geislaplata með Sálinni hans Jóns míns. Platan ber nafnið Sói um nótt og er sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar. Hljómsveitin kvaddi sér nýlega hljóðs að nýju eftir tveggja ára hlé. Þetta eru fyrstu hljóðritanir Sálarinnar sem út koma í rúmlega tvö og hálft ár eða síðan platan Þessi þungu högg kom út síðla hausts 1992. Sól um nótt inniheldur 10 ný lög sem öll eru eftir Guðmund Jónsson, við texta eftir Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson. Hljóðfæraskipan er sú sama og var á síðustu plötu sveitarinnar fyrir utan að trommuleikari er Tómas Jóhannesson, Stefán Hilm- arsson, Guðmundur Jónsson á gít- ar, Friðrik Sturluson, bassa; Jens Hansson blæs í saxafón og Orvarr Atli Orvarsson leikur á hljóm- borð. Sól um nótt var að mestu h^jóð- SKÓGRÆKTARFÉLAGI íslands barst fyrir stuttu höfðingleg gjöf úr dánarbúi Vestur-íslendingsins Aðal- steins Kristjánssonar frá Bessahlöð- um í Öxnadal. Aðalsteinn fæddist 1878 en lést 1949. Hann hafði í erfðaskrá sinni ánafnað mestum hluta eigna sinna til eflingar skógræktar á Islandi og til stofnunar kennarastóls í náttúru- vísindum við Háskóla íslands. Aðalsteinn var bamlaus en son- ardóttir bróður hans, Diane Krist- jánsson, afhenti nýlega Skógrækt- arfélagi íslands þann hluta dánarbús- ins sem ætlaður var til skógræktar að upphæð tæpar 8 milljónir ísl. kr. Skógræktarfélag íslands hefur í samráði við hana stofnað sérstakan sjóð og sett honum skipulagsskrá. Samkvæmt henni er heimilt að verja allt að 70% af raunvöxtum sjóðsins til starfsemi félagsins samkvæmt VITNI vantar að ákeyrslu á gang- andi stúlku aðfaranótt 18. júní sl. og árekstri á Vatnsmýrarvegi 30. maí sl. Stúlkan var á gangi eftir Suður- götunni upp úr kl. 4 að morgni 18. júní og var ekið á hana á móts við hús númer 22. Ökumaðurinn fór af vettvangi. Um var að ræða bifreið af Toyota-gerð með Ö-númeri. Ökumaðurinn, sjónarvottar að ákeyrslunni eða aðrir þeir sem gætu gefið upplýsingar em vinsamlegast rituð í Gijótnámunni og hefur nokkra sérstöðu meðal annarra platna Sálarinnar að því leyti að meðlimir sáu um alla þætti gerðar hennar. Jafnframt því að útsetja, leika og syngja sáu Jens Hansson og Friðrik Sturluson um að hljóð- selja verkið og sjá um hljóðblönd- un. Um hönnun plötuumslags sá Jakob Jóhannsson hjá auglýsinga- stofunni Sjöunda himni. Ljós- myndir tók Eiður Snorri Eysteins- son. Útgefandi er hljómplötuút- gáfan Spor. Formlegir útgáfutónleikar verða haldnir nk. fimmtudag í Tunglinu. Siðan leikur hljómsveit- in á tveimur miðnæturtónleikum um næstkomandi helgi, föstu- dagskvöld í Sjallanum Akureyri og laugardagskvöld í Hótel Egils- búð Neskaupstað. Um verslunar- mannahelgina verður Sálin hans Jóns míns m.a. á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. nánari reglum sem tilteknar eru í skipulagsskránni. Aðalsteinn bjó lengst af í Winnipeg en dvaldist þó langdvölum í New York. Framan af ævinni starfaði hann við byggingaframkvæmdir en gerð- ist. síðan fasteignasali að aðalstarfi. Jafnframt stundaði hann ritstörf, skrifaði nokkrar bækur, mest ferða- sögur frá íslandi og gaf út á eigin vegum. Auk þess ritaði hann fjölda greina í íslensk blöð í Vesturheimi. Hann kvæntist árið 1911 konu af enskum ættum en þau slitu samvist- um. Með fé því sem Aðalsteinn Krist- jánsson ánafnaði Háskóla íslands var stofnaður sérstakur sjóður sem ber nafn hans. Styrkir úr þeim sjóði hafa verið veittir til ýmissa rann- sóknarverkefna á sviði náttúruvís- inda frá árinu 1984. beðnir að gefa sig fram við rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. Áreksturinn á Vatnsmýrarvegi varð laust fyrir klukkan 10 að morgni 30. maí sl. á móts við Bíla- sölu Guðfinns. Þar áttu hlut að máli Opel fólksbifreið, R-7143, og Skoda fólksbifreið, G-21394, en um framúrakstur var að ræða sem úr varð árekstur. Vitni munu hafa ver- ið að árekstrinum og eru þau beðin að gefa sig fram við rannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Kvöld- gangan um Viðey VIKULEGA þriðjudagskvöldgang- an um Viðey verður að þessu sinni farin um Vestureyna. Farið verður með Viðeyjarfeijunni Maríusúð úr Sundahöfn kl. 20.30. Gangan sjálf tekur innan við tvo tíma þannig að komið verður í land aftur upp úr kl. 22.30. Nauðsynlegt er að vera vel búinn til fótanna. Á Vestureynni er margt að sjá svo sem fornar rústir gripahúsa, steina með áletrunum frá fyrri hluta 19. aldar, ból lundaveiðimanna frá fyrri tíð, að ógleymdu hinu þekkta litaverki R. Serra, Áföngum. Ekkert gjald er tekið fyrir leið- sögn. Fólk þarf eingöngu að greiða feijutollinn, sem er 400 kr. fyrir fullorðna, en 200 kr. fyrir böm. í Viðey hefur nú verið opnuð ljós- myndasýning í gamla skólahúsinu. Hún er opin síðdegis alla daga vik- unnar og aðgangseyrir er enginn. Einnig er rekin hestaleiga í Viðey. Hún er opin alla daga. Farnar em eins og hálfs tíma hestaferðir um eyna. I Viðeyjarstofu er veitinga- sala. VEGGMYNDIN Æfing ■ NÝLEGA barst háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítala, A-5, gjöf frá Minningarsjóði Sóleyjar Eiríksdóttur. Gjöfin er veggmynd úr steinleir sem heitir Æfing og er unnin af Sóleyju árið 1987. Sóley átti við erfið veikindi að stríða og þurfti að dvelja langdvölum á deild- inni á sl. ári. Listaverkinu er ætlað að prýða deildina og skreyta annars litlausa veggi hennar. Það hefur svo sannarlega tekist og er til mikillar ánægju bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga, svo og aðstandendur, og sýnir að listin á erindi hvert sem er. Fyrir hönd Borgarspítalans þakkar starfsfólk deildarinnar þann hlýhug sem því er sýndur með slíkri gjöf- 27.6. 1995 Nr 376 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4543 3700 0014 2334 Afgretóslufólk vjnsamlegast takið ofangremd kod úr umferí og sendió VISA islandi sundurMippt. VEROUUN kr. 5000,- fyrir að kldfesta kort og visa á vágest. VISA ISLAND Álfabakka 16 - 109 Reyklavfk Síml 91-671700 Skógræktarfélag Islands fær 8 millj. Vitni vantar Ur dagbók lögreglunnar A 204 km hraða á bremsulausum bíl 23. - 26. júní 1995 TILKYNNT voru 38 umferðaró- höpp í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um helgina. í 5 tilvikum urðu meiðsli á fólki og í einu tilviki er grunur um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis. Sendibílsú'órar í fólksflutningum Aðfaranótt laugardags þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkr- um sendibílstjórum, sem voru að flytja fólk gegn gjaldi, en eins og öllum ætti að vera orðið kunnugt, stangast slíkt á við gildandi lög. í framhaldi af nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem maður var dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt auk saksókn- ar- og málsvarnarlauna fyrir að aka farþegum gegn gjaldi í sendibifreið, svokallaðri greiðabifreið, þurfa við- brögð lögreglu til að stemma stigu við því að aðrir en leigubifreiða- stjórar stundi fólksflutninga gegn gjaldi á höfuðborgarsvæðinu ekki að koma á óvart. Nokkuð hefur verið um slíkt, sérstaklega að næt- uriagi um helgar. Lögreglan hefur staðið á fjórða tug sendibílstjóra að því að aka fólki gegn gjaldi, aðallega að kvöld og næturlagi um helgar, upplýs- ingar hafa borist um nokkra leigu- bifreiðastjóra í pakkaflutningum. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum virðast hlutfallslega fáir sendibifreiðastjórar stunda ólöglega fólksflutninga. Langflestir eru með sitt á hreinu og flytja einungis fólk þegar það er fylgja varningi. Sniglarnir hafa beitt sér fyrir bættri umferðarmenningu Hjóladagur Sniglanna var á laug- ardaginn. Aður en safnast var sam- an á Ingólfstorgi um miðjan daginn fjölmenntu Sniglar í hópakstur um höfuðborgarsvæðið í fylgd lögreglu. Greinilegt var að fólk kunni að meta sýningu hinna fallegu fáka og velklæddu ökumanna þar sem þeir óku um innan leyfílegra há- markshraðamarka. Félag Snigl- anna hefur í gegnum árin beitt sér mjög fyrir bættri umferðarmenn- ingu og fækkun umferðarslysa með góðum árangri. Margt fólk var í miðborginni aðfaranótt laugardags. Lögreglu- menn þurftu að handtaka 10 manns vegna ölvunarháttsemi og 20 ungl- inga undir 16 ára aldri þurfti að flytja í unglingaathvarf ÍTR þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. 13 innbrot og 11 þjófnaðir Aðfaranótt mánudags voru tveir menn, sem margsinnis hafa komið við sögu lögreglu, teknir í innbroti á sólbaðsstofu i austurborginni, en skömmu áður höfðu lögreglumenn handtekið tvo góðkunningja sína við innbrotstilraun í Vogunum. Alls voru tilkynnt 13 innbrot og 11 þjófnaðir um helgina. Lögreglumenn þurftu á tímabil- inu að kæra 33 ökumenn fyrir að aka of hratt, 10 ökumenn, sem af- skipti þurfti að hafa af, eru grunað- ir um ölvunarakstur, einn reyndist réttindalaus og ástæða þótti til að kæra 15 aðra. Auk þeirra fengu 35 ökumenn áminningar fyrir ýmis umferðarlagabrot. Þijá unga öku- menn þurfti að svipta réttindum á staðnum eftir hraðakstur. Einn mældur á 204 km hraða Einn þeirra var mældur á 204 km hraða á Suðurlandsvegi aðfara- nótt sunnudags. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni þegar aksturinn átti sér stað og við athugun kom í ljós að hún var nær hemlalaus að aftan auk þess sem annar afturhjól- barðanna var gatslitinn. Ástæða þótti til að fjarlægja skráningar- númer af bifreiðinni. Fimm minniháttar líkamsmeið- ingar eru skráðar í dagbókina. Þær áttu sér allar stað í miðborginni eftir ryskingar á milli ölvaðs fólks. Alvarlegasta tilvikið var þegar mað- ur á þrítugsaldri hlaut skurð á háls eftir slagsmál fyrir utan veitinga- stað í Ingólfsstræti. Astand eftirvagna gott í síðustu viku beindi lögreglan á Suðvesturlandi athyglinni sérstak- lega að búnaði og skráningu eftir- vagna í samvinnu við Bifreiðaskoð- un Islands. Ástand þeirra tækja virðist vera nokkuð gott um þessar mundir. Helst þurfti að finna að búnaði dráttarkerra aftan í fólksbif- reiðum, en greinilegt er að mikil bót til hins betra hefur og einnig orðið á þeim undanfarin ár. VINNIN LAUGA ©J 3STÖLUR RDAGINN 24.06.1995 : (3Í)(35) (2) 1 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 2.041.810 r\ 4 af 5 | 4t.p|ÚS ^ 543.919 3. 4af 5 69 7.130 4. 3af 5 2.134 530 Heildarvinningsupphæö: 4.208.719 m | BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu IttwpstiMftHfc -kjami málsins! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.