Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ,Besti breski tryllirinn í mörg ár...fyrsta ómissandi mynd ársins! Caroline Westbrook.ÆMPIRE . ★★★ g.b. dv SHALLOW GRAVE „Pulp Fiction- áhugamenn, takið MÉk eftir! Hér N’-'Éf er mynd fyrir ykkur. W Fyndnir f skúrkar, of- beldi, Ijótt orðbragð, kynlíf og kolsvartur húmor". Jack Mathews, NEWSDAY „lllkvittin tryllir frá Bretlandi med| hrollvekjandi áhrif.Draugalegt sambland samansafnaðs hryliings og illgjarnrar kímnigáfu." Jeff Craíg, SIXTY SECOND í /- r» I I » | » I n | PREVIEW I GRUNNRI Hvað ecsmá morð á milli vina? Sýnd kl. 6.55. í A sal. SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR!! Sýnd kl. 4.45 og 11.15. B. Sýnd í HÁSKÓLABÍÓI LITLAR KONUR ★★★ H.X. DV. ★ ★★'AS. v! Mbl. ★ ★★★ Har. J. Alþbl. *.★★★ Ó.H.T. Rás2. VINDAR FORTÍÐAR STJÖRNUBÍÓLÍNAN Kvikmyndagetraun. Verðlaun: Bíómiðar.Verð 39.90 mínútan. Sími 904 1065. Er mjolkin a tannanna áfólki? Mjólk er mikilvæg til að byggja upp heilbrigðar tennur því í henni er fjöldi bætiefna auk kalksins. Þátttökublað á næsta sölustað mjólkurinnar. ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR Björk blómstrar í útlandinu ►BJÖRK Guðmundsdóttir er á forsíðum nýjustu tölublaða þriggja stórra tímarita í Evr- ópu. Fyrst skal telja norska tímaritið „Beat“, þar sem tekið er langt viðtal við íslensku stór- sljömuna. Einnig er plata henn- ar, „Post“ gagnrýnd og fær hæstu mögulegu einkunn, fimm „bé“ af fimm mögulegum. Þá er Björk einnig á forsíðu franska tímaritsins Les Inroc- kuptibles, viðtal tekið við hana og platan dæmd. Síðast en ekki síst skal nefna tímaritið „Rock & Folk“ frá Hollandi. Auk við- tals við Björk fær „Post“ frá- bæra dóma í blaðinu. „Brýrnar“ höfða til miðaldra kvenna ►KVIKMYNDIN Casablanca, með þeim Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverk- um, þykir vera einstök í kvik- myndasögunni. Engu að síður er komin fram í dagsljósið mynd sem þykir minna um margt á hana. Hún heitir Brýr Madisonsýslu, eða „The Bridges of Madison County“ og aðalhlutverk leika þau Clint Eastwood og Meryl Streep. Líkt og Casablanca fjalla „Brýmar“ um ástir miðaldra fólks og flæða tárin duglega niður kinnar aðalpersónanna. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Robert James Waller frá 1992. Velgengni henn- ar hefur verið mikil og státar bókin af 149 vikum á lista The New York Times yfir mest seldu bækur Bandaríkjanna. Eins og áður segir fjallar hún um ástar- ævintýri fólks á miðjum aldri, Francescu Johnson bóndakonu í Iowa og ljósmyndarans Robert Kincaid. Gail Sheehy, sem kannað hefur ástar- og tilfinningalíf 8.000 manna og kvenna yfir fimmtugu, segir að ástæður vinsælda bókar- innar og myndarinnar séu aug- Ijósar. „Það kom berlega í Ijós í rannsóknum mínum að fæst kven- fólk yfir fimmtugu hefur misst kynhvötina og það kvenfólk sem hefur misst hana saknar hennar,“ segir hún. Meryl Streep þykir standa sig mjög vel í hlutverkinu og talið er að hún eigi töluverða mögu- leika á að krækja sér í óskar. En það munaði minnstu að hún fengi ekki hlutverkið. Clint East- wood vildi að vísu frá byijun að hún yrði valin, en kvikmyndafyr- irtækið prófaði margar yngri leikkonur í hlutverkið. „Þeir próf- uðu margar leikkonur um þrítugt og mér fannst það slæmt. Gáfaðar konur hafa aðdráttarafl sem hin- ar hafa ekki,“ segir leikarinn, sem hefur lýst Streep sem bestu leik- konu allra tíma. Jónsmessu- næturdraumar AÐFARANÓTT síðastliðins laugardags var haldin Jóns- messuhátíð í Húsdýragarðin- um. Á Jónsmessunótt skipta selir um ham og húsdýr tala. Engum sögum fer af einræð- um búljár eða hamskiptum sela, en engu að síður skemmti mannfólkið sér vel. Varðeldur var kveiktur og eldgleypir mætti á staðinn. SIGRÚN Thorlacius fræðir Helgu Arnalds og Vilhelmínu Magnúsdóttur um gömul hús- ráð á Jónsmessunótt. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ALDÍS Sveinsdóttir, Sveinn Karlsson, Bryndís Sveinsdóttir, Sara Kristjánsdóttir, Gústaf Gústafsson, Hlín Kristinsdóttir og Guðrún Ómarsdóttir bíða eftir að Hyrna taki til máls á Jónsmessunótt. FJÖLNIR Bryiyarsson, HHf Kvaran Brynjarsdóttir og Ingibjörg Fjölnisdóttir halda vöku fyrir einum kiðlingnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.